Færsluflokkur: Bloggar

Hvar er þessi Guðmundarlundur.....

Guðmundarlundur... vitið þið hvar hann er?

Það var bekkjarkvöld hjá miðsyni í dag.... það átti að hittast kl hálf sex í Guðmundarlundi í Heiðmörk og grilla pyslur og fara í leiki.  Spennandi...það fannst mínum syni allavega.

Við fórum að stað um fimmleytið... spurðum aðeins til vegar hvernig við ættum að komast í Heiðmörk, við útivistarfólkið hahahha.  Takk pabbi.   Við keyrðum inn um Heiðmarkarafleggjarann og við keyrðum og við keyrðum og við keyrðum og við keyrðum... engin Guðmundarlundur.  Fundum kort yfir Heiðmörkina... engin Guðmundarlundur. 

Hittum vin miðsonar og hans fjölskyldu og keyrðum á eftir þeim... snérum við með þeim... keyrðum lengra og aftur.  Engin Guðmundarlundur.

Það var farið að þykkna í okkur.

Einum og hálfum klukktíma seinna fundum við Guðmundarlund....og þá orðin klukkutíma of sein í partýið...

Á ég að segja ykkur hvar Guðmundarlundur er?

Nefnilega fyrir ofan Bónus í Ögurhvarfi   (keyrir þar upp brekkuna og svo niður til hægri þegar þú ert búin að keyra vel upp brekkuna)

Finnst ykkur það vera í Heiðmörk?

Afhverju var sagt í dreyfibréfi til foreldra að við værum að fara í Guðmundarlund í Heiðmörk, þegar við vorum svo bara að fara rétt fyrir ofan Bónus.

Pirr Pirr

En áttum samt góða stund upp í Guðmundarlundi í dag, grilluðum pylsur og strákarnir fóru í leiki:)

 

Það er eitt sem ég er að velta fyrir mér.  Þegar ég var ung og í grunnskóla, þá man ég ekki eftir því að mamma og pabbi hafi verið að fara með okkur systrunum á bekkjarkvöld og allskonar kvöld og að foreldrar mínir hafi þurft að taka sér frí í vinnu til að fara í skólann og skoða námsbækur okkar systra fyrir skólaárið minnist ég ekki og ekki minnist ég þess að foreldrar mínir hafi þurft að sitja með mér 10 messur áður en ég var ferrmd.  Það eina sem ég man frá minni skólagöngu var að mamma var stundum boðuð á foreldrafund í skólann og var hún þá ein inn í stofunni með kennaranum og ég beið frammi... ég man enn hvað mér leið ílla að bíða frammi og vita ekkert hvað fór fram þarna inn í skólastofunni.

Mér finnst að mörgu leyti jákvætt að foreldrar séu meira virkir í lifi baranna sinna en það má bara ekki fara út í öfgar.  Mér finnst gaman að mæta á bekkjarkvöld til strákanna minna og vera með þeim í því sem þeir eru að gera.  Aftur á móti skrópaði ég  á foreldrafundi í Breiðholtsskóla í dag, þar sem allir foreldrar grunnskólabarna í Breiðholti áttu að vera.  Ég var eiginlega búin að fá nóg eftir bekkjarkvöldið.  Vond mamma?

Jæja....

Out

Kolbrún


11 manns á Íslandi sem eiga sama afmælisdag og ég:)

Á Íslandi búa 811 sem eiga afmæli þann 14. mars

 

Á Íslandi búa 11 sem fæddust þann 14. mars 1970

Hvað með ykkur?

Smellið á linkinn til að athuga

http://www.hagstofa.is/?PageID=1679


Þegar ég var lítil....

datt ýmislegt í hug þegar elsti sonurinn sem er að komast á gelgjuna kallaði pabba sinn gaur og mig, MÖMMU sína dúddu.....

Þegar ég var lítil:

*  voru tölvur ekki til, ekki leikjatölvur og alls ekki internetið.... þá vorum við krakkarnir úti í eina krónu á kvöldin og skipti ekki máli á hvaða aldri krakkarnir voru, það voru allir saman.

*  var ekki sjónvarp á fimmtudögum og ekkert sjónvarp allan júlímánuð

*  Fjölskyldan safnaðist saman einu sinni í viku með popp og sodasteam djús og horfði á Dallas

*  var hægt að kaupa sér grænan hlunk frostpinna sem er allt öðruvísi og miklu betri í endurminningunni en frostpinnar í dag... póló var vinsælt hjá mér og páskaeggin voru með alvöru botni

*  voru ekki til vídeótæki.... og þvílík bylting þegar pabbi keypti BETA tækið þegar ég var orðin unglingur.... fyrsta geisladiskinn eignaðist ég þegar ég var komin vel yfir tvítugt og var það diskur með tónleikum frá Kór Langholtskirkju (já ég veit... fékk hann í gjöf:)

*  var til sérstök mjólkurbúð og var hún staðsett beint á móti æskuheimilinu mínu

*  drullumallaði ég og bauð gestum og gangandi í drullukökukaffi og svo fór ég í búðarleik með peningablóm

*  var aðaláhugamál ömmu minnar heitinnar að hlusta á aðra tala saman í símann, það var sko hægt að hlera í sveitinni og við börnin áttum sko að gjöra svo vel að hafa lágt til að amma gæti hlustað.

*  borðaði ég oft rabbabara með sykri, og svo sátum við krakkarnir úti og borðuðum hundasúrur og leituðum af fjögurra blaða smárum.

*  fór ég stundum á Sædýrasafnið, munið þið eftir því?

*  Mosfellsbærin var hreinlega upp í sveit

*  notuðum við systurnar aldrei öryggisbelti í bílnum og þegar við fórum í Garðinn í heimsókn til Gunnu og Eyja þá settumst við systurnar á gólfið í bílnum á leiðinni heim og sváfum með hausinn á sætinu.

*  kínaskórnir... svartir.... til í Hagkaup... og já legghlífarnar í öllum regnboganslitum og grifflur og kórónað með svörtum varalit og musk olíu.

*þá safnaði ég öllu mögulegu... glansmyndum, plastpokum, frímerkjum, ópalpökkum og ekki má gleyma servéttunum sem ég á enn í dag.

*  héldum við sýningu heima hjá mér og eina atriðið á dagskrá var að pabbi minn gat staðið á höndum og allur skólinn varð að sjá það.

*  var maður alltaf úti að leika sér og það virtist alltaf vera gott veður....

Það var margt gaman í gamla daga og synd hvað heimurinn hefur breyst mikið á fáum árum.

Hafið þið einhverju við þetta að bæta.....

Endilega commentið nú:)

Kolbrún eldgamla

 


Kúkur og piss

minnir að svona hafi byrjað einhver texti sem ég og mínir jafnaldrar voru með á heilanum þegar við vorum í grunnskóla.... þegar maður var enn á kúk og piss aldrinum, hehe

en svo ég skýri fyrirsögnina þá erum við hjónin búin að vera að reyna að koma yngsta syni á koppinn í langan tíma.  Ég meira að segja gekk svo langt þegar við vorum í Englandi í fyrra að ég keypti kopp þar í Mothercare, auðvitað bangsimon kopp, og fór með hann með mér heim í handfarangri og þótti það aðhlátursefni.  Svona var ég kappsöm að koma yngsta syninum á kopp.  Koppurinn hefur verið prófaður, það vantar ekki en aldrei hefur neitt komið í koppinn nema í mesta lagi að hann hafi verið fylltur af leikföngum.

Í dag fór ég með Bertu í rúmfatalagerinn að útrétta fyrir vinnuna og sá svona stól með koppi ofan í þar og greip svoleiðis með mér í þeirri veiku von að reyna að vekja áhuga yngsta sonar að fara að skila frá sér á venjulegan hátt.  Við komum með koppin heim og hann fór úr hverri einustu spjör og settist á koppinn og horfði á sjónvarpið á meðan.  Ekki leið á löngu þar til hann stóð upp með látum, baðaði út höndunum og benti í allar áttir.... staðreynd, fyrsta pissið hafði ratað í kopp, ekki flotta bangsimon koppinn sem ég hafði svo mikið fyrir að koma inn í landið heldur 800 kr koppinn úr rúmfatalagernum en ungin minn er svo ánægður með.  Hann sat áfram eftir að hafa skolað koppinn og pissaði fljótlega aftur í koppinn og klappaði mikið fyrir sjálfum sér.  Hélt svo áfram að rembast og þá kom stóra stykkið og þá varð minn maður enn meira hissa og fagnaði með miklum hljóðum, ætli hann hafi nokkuð séð stykkin sín áður, hehe,,,, alltaf fengið mikla þjónustu í þeim efnum.  Þennan mikla koppadag endaði hann svo með því að kúka aftur í koppinn fram í forstofu, einni mínútu eftir að pabbi hans kom heim úr vinnu, hann varð jú að sanna það fyrir pabba sínum líka að hann væri orðin stór og kynni að kúka og pissa í kopp.

Over and out

Kolbrún


Það verður töff að vera forstöðumaður á næstu vikum, úff

Innlent | mbl.is | 5.5.2006 | 18:11

Boðað til setuverkfalls á sambýlum

Trúnaðarmenn starfsfólks innan SFR á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða innan svæðisskrifstofanna, Skálatúni og Styrktarfélags vangefinna, samþykktu á fundi í dag að boða til sólarhrings setuverkfalls þriðjudaginn 16. maí til að þrýsta á að starfsmenn fái launahækkun í samræmi við þær hækkanir sem sveitarfélögin sömdu um síðastliðið haust.

Einnig er fyrirhugað fjögurra sólarhringa setuverkfall dagana 19. - 22. maí ef viðbrögð láta á sér standa.


Afhverju á ég bara einn pabba??????

Þannig hljómar pæling dagsins hjá miðsyninum í dag.  Hann reyndar er búin að segja mér að það séu svo margir í bekknum sínum sem eigi tvo pabba og sumir eigi sko líka tvær mömmur, svona aukapabba og aukamömmur og að hann langi líka til að fá svoleiðis.... og hann getur enganvegin skilið þetta mikla óréttlæti í heiminum að sumir fái að eiga meira en aðrir af foreldrum.  Hvernig á að útskýra svona hluti fyrir börnum í dag. 

Þegar ég var að alast upp man ég ekki eftir því að það hafi verið margir í mínum bekk sem áttu fráskilda foreldra og ekki man ég eftir því að vinkonur mínar hafi verið að fara til pabba aðrahvora helgi og því hafi ég ekki getað leikið við þær, á þeim helgum.  Það er greinilegt að þessi mál hafa mikið breyst á þessum árum og í dag þykir það ekkert tiltökumál að eiga margar mömmur og pabba og systkini út um allan bæ og svo virðist sem bekkurinn hálf tæmist úr hverfinu aðra hvora helgi hjá honum.  Fólk hefur meira að segja verið svo gróft við mig persónulega að spyrja hvort ég eigi alla strákana með sama manninum, það þykir bara skrýtið í dag að eiga þrjú börn með sama manninum greinilega.

Erum við Hlynur kannski bara svona skrýtin að vera ennþá gift, erum við kannski bara vond við litla Hafstein að gefa honum ekki tækifæri til þess að eiga tvo pabba og tvær mömmur hehehehehehehhehehe  segi svona, hann á eftir að meta okkur seinna meir þegar hann skilur þetta vona ég.

K


Ég ætla ekki að eiga fleiri börn

Þá vitið þið það....

Það eru samt mikið af nýfæddum og ófæddum börnum í kringum mig en samt fæ ég ekki neitt svona "eggjahljóð".  Ég er bara mjög þakklát fyrir mína þrjá heilbrigðu stráka.

Mér er samt minnistætt þegar við hjónin fórum í sónar að skoða hann Emil okkar.  Við vildum vita kynið og þegar okkur var sýnt djásnið hans Emils brást elsku kallinn minn þannig við að hann sagði við hjúkkuna... er þetta strákur, þá getur þú bókað að ég á eftir að sjá þig að ári:) 

Ég hef tekið þá ákvörðun að þrjú börn duga mér mjög vel en samt eru ákveðnar hugsanir sem koma upp í hugann... mér finnst ég vera að missa af einhverju að eiga ekki stelpu.... ég hugsa um að ég fæ aldrei tækifæri til að kaupa bleik föt, spennur, hárteygjur og leika í barbí og stelpuleikjum.... og um daginn fór ég að spá í, eftir að hafa talað lengi við Guðnýju vinkonu mína (við tölum sko stundum soldið lengi saman) og hún var að segja mér að hún mætti vera viðstödd fæðingu barnabarnsins síns, að þetta væri tækifæri sem ég fengi örugglega ekki, því að það er ekki mjög líklegt að tengdadóttir myndi leyfa tengdamömmu sinni að vera viðstödd fæðingu....ég held allavega að ég hefði aldrei tekið það í mál að tengdamamma mín væri viðstödd fæðingu strákanna minna, en samt á ég yndislega tengdamömmu. 

Jæja, pæling dagsins komin á blað en það breytir samt ekki þeirri staðreynd að ég ætla ekki að eiga fleiri börn.... maður má nú samt láta hugan aðeins reika.

Over and out

Kolbrún


Langar þig að fá þér AU PAIR

Í gegnum árin höfum við hjónin dreymt um að fá okkur Au-pair... þar sem heimilið er stórt, húsið á þremur hæðum og erfitt í þrifum og þvotturinn hefur hrannast upp hér eins og fjall, enda með hálfgerða unglinga  á heimilinu sem elska það eitt að skipta um föt oft á dag.

Mörg kvöldin höfum við setið og rætt alla kosti þess að hafa einhvern til að hjálpa okkur með heimilið og Hlynur hefur jafnvel gantast með að hann myndi vilja fá að velja sér AU PAIR eftir myndalista, hehe en það er nú bara í gríni. 

Okkur varð að ósk okkar fyrir um mánuði síðan.  Hingað flutti inn ung stúlka frá Norður Ameríku og áður en hún flutti inn hlakkaði okkur mikið til, sáum fram á að geta eytt meiri tíma með börnunum okkar og minni tíma í þrifin.  Við eyddum heilum degi í að gera herbergi klárt fyrir nýja heimilismanninn, redda rúmi, nettengja tölvu í herberginu hennar og gera allt sem við gátum til að hún gæti haft það sem best hjá okkur. 

Og svo kom stóri dagurinn og hún kom með dótið sitt og allir voru spenntir að opna heimilið fyrir ungri stúlku frá fjarlægu landi og allir voru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að láta hlutina ganga upp.  Þar sem við vorum að redda ákveðnum málum hjá þessari stúlku og það kom nokkuð skjótt upp á að hún myndi flytja til okkar þá gerðum við með okkur samkomulag í upphafi.  Hún myndi sjá um að hjálpa okkur við þrifin en við myndum láta hana hafa húsnæði, fæði, afnot af interneti og gsm síma. 

En þá kemur reynslusagan:

Allt gekk vel fyrstu dagana og ég var svo glöð þegar ég kom heim úr vinnunni og það var allt fínt í stofunni hjá mér og meira að segja búið að viðra kúruteppin mín í stofunni.  En eftir nokkra daga fóru hlutirnir  að breytast.  Minni og minni tiltekt, stundum ekkert gert.  Ég var sjálf farin að sjá um að ganga frá eftir hana, jafnvel morgunmatnum hennar á meðan hún var á internetinu daginn út og daginn inn.  Þrátt fyrir að hún væri ekki að standa við sinn hluta samkomulagsins voru kröfurnar hjá henni miklar og ekki í takt við það sem við erum vön.  Ég fékk fljótlega að vita hvað þyrfti að vera til á heimilinu fyrir hana og það er sko ekki stuttur listi... ég þurfti að kaupa inn mikið af skyri (allavega 2 dósir á dag) og bara með vanillubragði, 2 appelsínur á dag og aðra ávexti til að eiga á milli mála, múslí með mismunandi bragðtegundum, nokkur egg á dag sem borðuð voru harðsoðinn, sítrónur varð ég að eiga alltaf, einn haus af iceberg káli (kínakálið sem ég er vön að kaupa dugði ekki), nóg af te, 2 lítrar af Egilskristal með sítrónubragði á dag, kotasæla og ekki má gleyma casjú hnetunum sem hún borðaði í morgunmat en ég hef hingað til notað spari í salöt.  Listinn er lengri en þetta en ég nenni ekki að telja þetta allt upp.... Svo komu kröfurnar um að fá að nota ferðavélina mína, því hún vildi frekar vera niðri hjá okkur en uppi hjá sér, I wonder why.... og ég var frekar fúl með það enda var búið að eyða hellings vinnu í að gera fínt fyrir hana uppi... hún er meira að segja með sitt eigið sjónvarp, dvd spilara og leikjatölvu í herberginu sínu.  Það eru ófáar ferðirnar sem við erum búin að keyra hana til að sinna erindum sínum og ekki urðum við kát þegar henni datt í hug að baka fyrir heilt blaklið, bara afþví hana langaði til að gefa þeim kökur.... hefði kannski verið í lagi ef hún hefði spurt okkur hvort það væri í lagi....

En allavega.... pointið hjá mér er.....

Venjulega fá Aupair stelpur 40000 kr á mánuði í laun, auk fæðis og húsnæðis á Íslandi.... ég hef ekki borgað henni neina beina peninga en hún hefur samt verið dýr í rekstri án þess að skila neinu til baka til okkar .... kannski ekki engu... en mjög litlu.... þannig að þessi draumur um að fá aupair varð ekki eins og við höfðum hugsað okkur en samt dýrmæt reynsla, því að ég efast um að við eigum eftir að eyða fleiri kvöldum í það að láta okkur dreyma um lúxusinn að hafa aupair...þannig að ef fólk er í sömu hugleiðingum og við, huxið ykkur vel um.... það er ekki víst að þetta sé þess virði....

Þá var þetta púst búið, ágætt að pústa á tölvuna, því kallinn nennir ekki að tala um blessaða stúlkuna sem by the way FER ÚR LANDI Á MORGUN.

Over and out

Kolbrún


Hin fullkomna eiginkona

Er hún til???????

Mér finnst ég allavega hafa komist ansi nálægt því í dag við undibúning á afmæli miðsonar.  Alger eldhúsmella í dag og hver kakan á fætur annarri hefur litið dagsins ljós....

Ég sá ljóð um hina fullkomnu eiginkonu sem ég ætla að setja hér inn og þótt ég sé nokkuð ánægð með mig eftir daginn þá kemst ég ekki með tærnar þar sem hin fullkomna eiginkona hefur hælana...

Hin fullkomna eiginkona !
Hvernig skal sú kona vera,
sem karli þarf til hæfis að gera.
Hún þarf að vera undurfríð,
og karli ávalt blíð.
Með matinn alltaf á réttum tíma,
og eigi sitja og hanga í síma.
Skyrtan strokin inni í skáp,
og ekkert óþarfa búðarráp.
Að baka konan þarf að kunna,
og haga sér eins og nunna.
Börn skal konan manni sínum ala,
og ekki yfir íþróttum tala.
Karlinum þarf hún sífelt að hæla,
og á kvöldin við hann gæla.
Konan skal halda vextinum fínum,
þó karlinn tapi sínum.
Karlin á að styðja í framapoti,
og ekki vekja úr fyllerísroti.
Heimilið skal vera strokið og fínt,
svo karlinn geti það öðrum sýnt.
Konan skal kunna að negla og saga,
svo ekki hún þurfi karlinn að plaga.
Garðinn að hreinsa og bílinn að bóna,
og bursta af karlinum skóna.
Svo skal hún vera sæt og fín,
svo karlinum glepjist ekki sýn.
En ef hann rær á önnur mið,
skal konan halda frið.
Þá vitið þið það eflaust nú,
að vandi er að vera frú.



Ef svo vill til að fágætt eintak finnst, skal láta KARLREMBUFÉLAGIÐ vita !!!


Ég svaf hjá Jónsa úr svörtum fötum af því að mamma sagði mér að gera það

Þessi leikur er á barnalandi og er nú bara til skemmtunar....

endilega skrifið í comment hvað kemur upp hjá ykkur

Endilega skrifa í skoðanir hvernig þetta kemur út hjá ykkur !

Veldu mánuðinn sem þú fæddist-

Janúar- Ég drap
Febrúar- Ég sló
Mars- Ég svaf hjá
Apríl- Ég horfði á
Maí- Ég fróaði mér með
Júní- Ég slefaði á
Julí-Ég hló að
Ágúst- Ég stakk
September- Ég skaut
Október- Ég naut ásta með
Nóvember- Ég handtók
Desember- Ég kúkaðiá

Veldu núna afmælisdaginn þinn-

1. Hóru
2. Kærasta/una þína
3. Konu með HIV
4. Kynæsandi Dverg
5. Jólasvein
6. Playboykanínu
7. Giftri móðir
8. Kennara
9. Mömmu þína
10. Páskahérann
11. Köttinn
12. Djöflinum
13. Asíksum skiftinema
14. Jónsa í svörtum fötum
15. Stein
16. DVD spilara
17. Klámstjörnu
18. Síma
19. Tölvu
20. Húsið þitt
21. Svín
22. Lampa
23. Kúk
24. Davíð Oddson
25. 50 cent
26. Kynskifting
27. Yddara
28. Skólaumsókn
29. Birgittu Haukdal
30. Tappatogara

31. Prentara



Veldu Þriðja stafinn í eftirnafninu þínu -

A- Afþví að ég elska súkkulaði
B- Afví að mér leiddist
C- Afþví að buxurnar mínar voru of þröngar
D- Af því að ég þarf alltaf að prumpa
E- Af því að hjartað mitt er tvem nr of lítið
F- Af því að ég fékk engar gjafir um jólin
G- Afvþví mér finnst egg góð
H- Afþví að ég er á sýru
I- Afþví ég misteig mig
J- Afþví ég er með vörtu
K- Afþví mér líkar Cheer
L- Afþví að ég var skökk/skakkur
M- Afþví ég var full/ur
N- Afþví að mamma sagði mér að gera það
O- Afví ég er hýr
P- Því ér er einmanna
Q- Því mamma og pabbi eru alltaf að rífast
R- Afví að ég er gröð/graður
S- Því mig langar að deyja
T- Því ég hata skóla
U- Því ég þarf að fróa mér
V- Afþví að ég elska náttfata party
W- Afþví að það róar mig
X- Af því að ég elska marmelaði
Y- Afþví að ég elska prump
Ö- Því ég er að safna rassahárum


Næsta síða »

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband