Kúkur og piss

minnir að svona hafi byrjað einhver texti sem ég og mínir jafnaldrar voru með á heilanum þegar við vorum í grunnskóla.... þegar maður var enn á kúk og piss aldrinum, hehe

en svo ég skýri fyrirsögnina þá erum við hjónin búin að vera að reyna að koma yngsta syni á koppinn í langan tíma.  Ég meira að segja gekk svo langt þegar við vorum í Englandi í fyrra að ég keypti kopp þar í Mothercare, auðvitað bangsimon kopp, og fór með hann með mér heim í handfarangri og þótti það aðhlátursefni.  Svona var ég kappsöm að koma yngsta syninum á kopp.  Koppurinn hefur verið prófaður, það vantar ekki en aldrei hefur neitt komið í koppinn nema í mesta lagi að hann hafi verið fylltur af leikföngum.

Í dag fór ég með Bertu í rúmfatalagerinn að útrétta fyrir vinnuna og sá svona stól með koppi ofan í þar og greip svoleiðis með mér í þeirri veiku von að reyna að vekja áhuga yngsta sonar að fara að skila frá sér á venjulegan hátt.  Við komum með koppin heim og hann fór úr hverri einustu spjör og settist á koppinn og horfði á sjónvarpið á meðan.  Ekki leið á löngu þar til hann stóð upp með látum, baðaði út höndunum og benti í allar áttir.... staðreynd, fyrsta pissið hafði ratað í kopp, ekki flotta bangsimon koppinn sem ég hafði svo mikið fyrir að koma inn í landið heldur 800 kr koppinn úr rúmfatalagernum en ungin minn er svo ánægður með.  Hann sat áfram eftir að hafa skolað koppinn og pissaði fljótlega aftur í koppinn og klappaði mikið fyrir sjálfum sér.  Hélt svo áfram að rembast og þá kom stóra stykkið og þá varð minn maður enn meira hissa og fagnaði með miklum hljóðum, ætli hann hafi nokkuð séð stykkin sín áður, hehe,,,, alltaf fengið mikla þjónustu í þeim efnum.  Þennan mikla koppadag endaði hann svo með því að kúka aftur í koppinn fram í forstofu, einni mínútu eftir að pabbi hans kom heim úr vinnu, hann varð jú að sanna það fyrir pabba sínum líka að hann væri orðin stór og kynni að kúka og pissa í kopp.

Over and out

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 310005

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband