Hin fullkomna eiginkona

Er hún til???????

Mér finnst ég allavega hafa komist ansi nálægt því í dag við undibúning á afmæli miðsonar.  Alger eldhúsmella í dag og hver kakan á fætur annarri hefur litið dagsins ljós....

Ég sá ljóð um hina fullkomnu eiginkonu sem ég ætla að setja hér inn og þótt ég sé nokkuð ánægð með mig eftir daginn þá kemst ég ekki með tærnar þar sem hin fullkomna eiginkona hefur hælana...

Hin fullkomna eiginkona !
Hvernig skal sú kona vera,
sem karli þarf til hæfis að gera.
Hún þarf að vera undurfríð,
og karli ávalt blíð.
Með matinn alltaf á réttum tíma,
og eigi sitja og hanga í síma.
Skyrtan strokin inni í skáp,
og ekkert óþarfa búðarráp.
Að baka konan þarf að kunna,
og haga sér eins og nunna.
Börn skal konan manni sínum ala,
og ekki yfir íþróttum tala.
Karlinum þarf hún sífelt að hæla,
og á kvöldin við hann gæla.
Konan skal halda vextinum fínum,
þó karlinn tapi sínum.
Karlin á að styðja í framapoti,
og ekki vekja úr fyllerísroti.
Heimilið skal vera strokið og fínt,
svo karlinn geti það öðrum sýnt.
Konan skal kunna að negla og saga,
svo ekki hún þurfi karlinn að plaga.
Garðinn að hreinsa og bílinn að bóna,
og bursta af karlinum skóna.
Svo skal hún vera sæt og fín,
svo karlinum glepjist ekki sýn.
En ef hann rær á önnur mið,
skal konan halda frið.
Þá vitið þið það eflaust nú,
að vandi er að vera frú.



Ef svo vill til að fágætt eintak finnst, skal láta KARLREMBUFÉLAGIÐ vita !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 310005

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband