Langar þig að fá þér AU PAIR

Í gegnum árin höfum við hjónin dreymt um að fá okkur Au-pair... þar sem heimilið er stórt, húsið á þremur hæðum og erfitt í þrifum og þvotturinn hefur hrannast upp hér eins og fjall, enda með hálfgerða unglinga  á heimilinu sem elska það eitt að skipta um föt oft á dag.

Mörg kvöldin höfum við setið og rætt alla kosti þess að hafa einhvern til að hjálpa okkur með heimilið og Hlynur hefur jafnvel gantast með að hann myndi vilja fá að velja sér AU PAIR eftir myndalista, hehe en það er nú bara í gríni. 

Okkur varð að ósk okkar fyrir um mánuði síðan.  Hingað flutti inn ung stúlka frá Norður Ameríku og áður en hún flutti inn hlakkaði okkur mikið til, sáum fram á að geta eytt meiri tíma með börnunum okkar og minni tíma í þrifin.  Við eyddum heilum degi í að gera herbergi klárt fyrir nýja heimilismanninn, redda rúmi, nettengja tölvu í herberginu hennar og gera allt sem við gátum til að hún gæti haft það sem best hjá okkur. 

Og svo kom stóri dagurinn og hún kom með dótið sitt og allir voru spenntir að opna heimilið fyrir ungri stúlku frá fjarlægu landi og allir voru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að láta hlutina ganga upp.  Þar sem við vorum að redda ákveðnum málum hjá þessari stúlku og það kom nokkuð skjótt upp á að hún myndi flytja til okkar þá gerðum við með okkur samkomulag í upphafi.  Hún myndi sjá um að hjálpa okkur við þrifin en við myndum láta hana hafa húsnæði, fæði, afnot af interneti og gsm síma. 

En þá kemur reynslusagan:

Allt gekk vel fyrstu dagana og ég var svo glöð þegar ég kom heim úr vinnunni og það var allt fínt í stofunni hjá mér og meira að segja búið að viðra kúruteppin mín í stofunni.  En eftir nokkra daga fóru hlutirnir  að breytast.  Minni og minni tiltekt, stundum ekkert gert.  Ég var sjálf farin að sjá um að ganga frá eftir hana, jafnvel morgunmatnum hennar á meðan hún var á internetinu daginn út og daginn inn.  Þrátt fyrir að hún væri ekki að standa við sinn hluta samkomulagsins voru kröfurnar hjá henni miklar og ekki í takt við það sem við erum vön.  Ég fékk fljótlega að vita hvað þyrfti að vera til á heimilinu fyrir hana og það er sko ekki stuttur listi... ég þurfti að kaupa inn mikið af skyri (allavega 2 dósir á dag) og bara með vanillubragði, 2 appelsínur á dag og aðra ávexti til að eiga á milli mála, múslí með mismunandi bragðtegundum, nokkur egg á dag sem borðuð voru harðsoðinn, sítrónur varð ég að eiga alltaf, einn haus af iceberg káli (kínakálið sem ég er vön að kaupa dugði ekki), nóg af te, 2 lítrar af Egilskristal með sítrónubragði á dag, kotasæla og ekki má gleyma casjú hnetunum sem hún borðaði í morgunmat en ég hef hingað til notað spari í salöt.  Listinn er lengri en þetta en ég nenni ekki að telja þetta allt upp.... Svo komu kröfurnar um að fá að nota ferðavélina mína, því hún vildi frekar vera niðri hjá okkur en uppi hjá sér, I wonder why.... og ég var frekar fúl með það enda var búið að eyða hellings vinnu í að gera fínt fyrir hana uppi... hún er meira að segja með sitt eigið sjónvarp, dvd spilara og leikjatölvu í herberginu sínu.  Það eru ófáar ferðirnar sem við erum búin að keyra hana til að sinna erindum sínum og ekki urðum við kát þegar henni datt í hug að baka fyrir heilt blaklið, bara afþví hana langaði til að gefa þeim kökur.... hefði kannski verið í lagi ef hún hefði spurt okkur hvort það væri í lagi....

En allavega.... pointið hjá mér er.....

Venjulega fá Aupair stelpur 40000 kr á mánuði í laun, auk fæðis og húsnæðis á Íslandi.... ég hef ekki borgað henni neina beina peninga en hún hefur samt verið dýr í rekstri án þess að skila neinu til baka til okkar .... kannski ekki engu... en mjög litlu.... þannig að þessi draumur um að fá aupair varð ekki eins og við höfðum hugsað okkur en samt dýrmæt reynsla, því að ég efast um að við eigum eftir að eyða fleiri kvöldum í það að láta okkur dreyma um lúxusinn að hafa aupair...þannig að ef fólk er í sömu hugleiðingum og við, huxið ykkur vel um.... það er ekki víst að þetta sé þess virði....

Þá var þetta púst búið, ágætt að pústa á tölvuna, því kallinn nennir ekki að tala um blessaða stúlkuna sem by the way FER ÚR LANDI Á MORGUN.

Over and out

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 310005

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband