Færsluflokkur: Bloggar
17.4.2006 | 11:27
afmæli
Hafsteinn er 9 ára í dag......það er eins og gerst hefði í gær:) Á þessum tíma fyrir 9 árum lá ég á sængurkvennagangi, þá voru tímarnir aðrir en í dag.... ekkert hreiður og Hlynur fékk ekki einu sinni að fylgja okkur inn á sængurkvennaganginn eftir fæðinguna..... hann fékk ekki einu sinni að koma í heimsókn til okkar nema í heimsóknartímanum og var gangurinn læstur og ekki opnaður fyrr en kl 3.... þannig mátti Hlynur bíða frammi þar til ljósmæðurnar opnuðu með lykli á slaginu 3. Þá var heldur ekki neitt til sem heitir feðraorlof.... neibb.... hann Hlynur vann í Odda á þessum tíma og átti kvöldvaktir þannig að hann gat ekki einu sinni verið með okkur í pabbatímanum. Og þegar ég kom heim af fæðingardeildinni þá fór hann beint að vinna og ég var eftir ein heima, viðkvæm með tvö lítil börn, Jón var bara rétt tveggja ára á þessum tíma.... hvernig gat ég þetta eiginlega.... ég er greinilega orðin gömul því mér finnst Emil einn og sér bara dágóður pakki í dag.
En Hafsteinn minn er mjög ánægður með að vera búin að ná þessum merka áfanga að verða níu ára. Það er nefnilega þannig að þegar maður verður níu ára má maður fá debitkort... jamm og auðvitað er Hafsteinn búin að sækja um eitt slíkt..... á bara eftir að senda mynd af sér inn í bankann og OLA , þá fær hann debitkort sem hann má nota í búðum. Þvílík spenna. Hann er náttúrulega búin að fylgjast með bróður sínum nota sitt debetkort í tvö ár og langar að vera eins og hann....
Jæja, við ætlum að nota daginn í dag vel... vorum að spá í að skella okkur á Þingvöll og fá okkur ís og sollis.... Merse hefur aldrei farið á Þingvöll og okkur langar að sýna henni...... áður en hún fer aftur til Argentínu.
Over og out
Kolbrún
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2006 | 20:19
Ja hérna hér
Ég hélt að ég myndi aldrei blogga.... en ákvað að prófa það svona að ganni af því það eru allir að blogga í dag.
Ég þarf nú að læra hressilega á þetta allt saman held ég
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar