Þegar ég var lítil....

datt ýmislegt í hug þegar elsti sonurinn sem er að komast á gelgjuna kallaði pabba sinn gaur og mig, MÖMMU sína dúddu.....

Þegar ég var lítil:

*  voru tölvur ekki til, ekki leikjatölvur og alls ekki internetið.... þá vorum við krakkarnir úti í eina krónu á kvöldin og skipti ekki máli á hvaða aldri krakkarnir voru, það voru allir saman.

*  var ekki sjónvarp á fimmtudögum og ekkert sjónvarp allan júlímánuð

*  Fjölskyldan safnaðist saman einu sinni í viku með popp og sodasteam djús og horfði á Dallas

*  var hægt að kaupa sér grænan hlunk frostpinna sem er allt öðruvísi og miklu betri í endurminningunni en frostpinnar í dag... póló var vinsælt hjá mér og páskaeggin voru með alvöru botni

*  voru ekki til vídeótæki.... og þvílík bylting þegar pabbi keypti BETA tækið þegar ég var orðin unglingur.... fyrsta geisladiskinn eignaðist ég þegar ég var komin vel yfir tvítugt og var það diskur með tónleikum frá Kór Langholtskirkju (já ég veit... fékk hann í gjöf:)

*  var til sérstök mjólkurbúð og var hún staðsett beint á móti æskuheimilinu mínu

*  drullumallaði ég og bauð gestum og gangandi í drullukökukaffi og svo fór ég í búðarleik með peningablóm

*  var aðaláhugamál ömmu minnar heitinnar að hlusta á aðra tala saman í símann, það var sko hægt að hlera í sveitinni og við börnin áttum sko að gjöra svo vel að hafa lágt til að amma gæti hlustað.

*  borðaði ég oft rabbabara með sykri, og svo sátum við krakkarnir úti og borðuðum hundasúrur og leituðum af fjögurra blaða smárum.

*  fór ég stundum á Sædýrasafnið, munið þið eftir því?

*  Mosfellsbærin var hreinlega upp í sveit

*  notuðum við systurnar aldrei öryggisbelti í bílnum og þegar við fórum í Garðinn í heimsókn til Gunnu og Eyja þá settumst við systurnar á gólfið í bílnum á leiðinni heim og sváfum með hausinn á sætinu.

*  kínaskórnir... svartir.... til í Hagkaup... og já legghlífarnar í öllum regnboganslitum og grifflur og kórónað með svörtum varalit og musk olíu.

*þá safnaði ég öllu mögulegu... glansmyndum, plastpokum, frímerkjum, ópalpökkum og ekki má gleyma servéttunum sem ég á enn í dag.

*  héldum við sýningu heima hjá mér og eina atriðið á dagskrá var að pabbi minn gat staðið á höndum og allur skólinn varð að sjá það.

*  var maður alltaf úti að leika sér og það virtist alltaf vera gott veður....

Það var margt gaman í gamla daga og synd hvað heimurinn hefur breyst mikið á fáum árum.

Hafið þið einhverju við þetta að bæta.....

Endilega commentið nú:)

Kolbrún eldgamla

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

*gos var ekki drukkið nema á sérstökum dögum og fyrirtækið Sól var með allskonar tilraunir í útgáfu á gosi s.s. Seltser, Póló, einhvern kakógosdrykk og hver getur gleymt RC cola. Eins var spur og sinalco vinsælt!
*Tomma hamborgarar var æðislegur staður en ekkert daglegt norm að fara þangað :o)
*Virðing var borin fyrir sér eldra fólki og það er eiginlega það atriði sem fer mest í taugarnar á mér að hafi breyst svona mikið!
*Man ekki mikið meira í bili, þú skrifaðir nánast eins pistil og ég hefði gert...erum greinilega á sama róli, þ.e.a.s. nánast jafn ungar hehehe.
Allir biðja að heilsa öllum!!!!

Vilborg (IP-tala skráð) 14.5.2006 kl. 11:17

2 Smámynd: Helga Jónsdóttir

#Var til haltu-kjafti brjóstsykur með allskonar bragði.

#Borðaði maður appelsínur og setti sykurmola í miðjuna.

#Héldum við tombólu á hverri helgi og kömumst í blöðin fyrir það.

Man ekki meira í bili allavegana

Helga Jónsdóttir, 14.5.2006 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 310005

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband