10.6.2008 | 08:40
Komin dagsetning á heimferð
Nú styttist í að við fjölskyldan flytjum aftur heim til Íslands. Við eigum nú bókað flug heim þann 19. júlí.
Við ákváðum að flýta aðeins heimferð vegna þess að leigjandinn okkar í Jöklaselinu er búinn að fá nýja leiguíbúð og er við það að flytja út og þá er í raun ekki eftir neinu að bíða fyrir okkur.
Hlökkum mikið til að koma heim í kuldann
Kolbrún og family
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.6.2008 | 20:15
Dagsferð í Djurs Sommerland
Í gær fórum við fjölskyldan, ásamt Gunnu, Óskari og Erlu Björg í skemmtigarð sem er hér í nágrenninu sem heitir Djurs Sommerland. Garðurinn er sambland af skemmtigarði og tívolí og er risastór. Við höfum aldrei áður farið í þennan garð en trúið mér, það er búið að suða. Garðurinn er í raun alltof stór til að eyða bara einum degi í honum því að við komumst bara yfir brot af því sem er í boði þarna fyrir börn á öllum aldri. Hafsteinn fékk að fara í stærsta rússibana sem er í boði hér á Jótlandi og kom skríkjandi úr honum. Við fórum öll í vatnsrússíbana og skemmtum okkur vel og feðgarnir fóru svo allir í stóra vatnsrennibraut en þar fór mér að hætta að lítast á blikuna. Emil virðist ekki alveg skilja að hann sé bara fjögurra ára gamall og vill fá að prófa allt eins og bræður sínir. Mér fannst algert glapræði að fara með hann í þetta vatnstæki (Speedy Gonzales) og reyndar var pabbi hans sammála mér með það, en Emil var viss um að þetta væri það eina sem hann vildi og fékk sitt fram að lokum eins og alltaf. En ekki leið mér vel þegar ég horfði á þá feðga koma á fljúgandi siglingu niður brautina, úff. Eftir að hafa eytt deginum í mikilli sól og hita í Djurs Sommerland var komið við á McDonalds og fengið sér að borða og svo eiginlega bara heim að sofa, enda allir orðnir lúnir eftir daginn.
Við höfum svo verið í algerum rólegheitum í dag hér heima. Aksjon marga daga í röð er ekki alveg að gera sig fyrir Emil, þannig að það var hvíldardagur í dag heh. En góður dagur engu að síður sem endaði með því að við hittum Grafarvogsfjölskylduna og borðuðum við saman. Við Gunna stungum svo af og fórum saman bara tvær í Bilka og mikið er gott að komast stundum bara barnlaus í smá búðarráp og njóta þess að skoða á öllum fataslánum hah.
Ég setti inn nýjar myndir í nýtt albúm frá ferðinni okkar í Djurs Sommerland.
Enjoy
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2008 | 06:25
Ég þoli ekki þetta verkfall
Við Emil vorum á Íslandi í 3 vikur um daginn.... komum svo aftur til Danmerkur og þar tók á móti okkur verkfall hjá pædagog medhjælper og stóð það verkfall í 3 vikur. Þegar því lauk tók við verkfall hjá pædagogum og er fjórða vikan nú hafin í því stríði og ekkert að gerast sem ég veit um. Emil er því búin að vera án leikskólans meira og minna síðan um miðjan mars og er orðin þokkalega leiður, líkt og mamma hans sem er líka orðin leið á þessu rútínuleysi og óróa sem skapast við langvarandi svona aðstæður. Ég hreinlega þoli ekki þetta verkfall og dreymir drauma á nóttunni að ég sé að keyra Emilinn minn á leikskólann. Þar fær hann þá útrás sem hann þarfnast, auk félagsskaparins við önnur börn.
Ætli Emil fari nokkuð á leikskólann meir hér í Danmörku????? Sumarlokun hefst eftir mánuð hjá leikskólanum og svo er það Ísland sem bíður okkar Í NÆSTA MÁNUÐI.
Blogga meira í kvöld.. þurfti bara aðeins að pústa yfir þessu leiðindarverkfalli sem er ekki alveg að virka fyrir mig í dag
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2008 | 21:16
Fleiri gestir:)
Hvar skyldi ég nú við ykkur síðast? Jú, mamma og pabbi voru nýbúin að kveðja Horsens og við pínu döpur yfir því. En það birtir alltaf upp um síðir.
Á fimmtudaginn kom Bjargey Una sem er samstarfskona mín frá SSR til Danmerkur en hún og vinkona hennar eru núna í Danmerkur að heimsækja Kiddu. Við hittumst semsagt allar á fimmtudagskvöldið, ásamt Bertu og fórum saman út að borða á ítalskan veitingastað sem þykir mjög góður hér. Síðan fórum við á kaffihús og enduðum heima hjá Bertu í rauðvíni og nóa konfekti. Bara gaman að hitta Bjargey (og auðvitað hinar stelpurnar líka heh) , bara alveg eins og ég hefði hitt hana í gær:) Mikið spjallað, langt frameftir kvöldi.
Í gær komu svo Gunna, Óskar og Erla Björg til okkar og voru hjá okkur í nótt. Frábært að fá þau til okkar og tilhlökkun að eyða með þeim næstu viku. Við fórum öll saman til Þýskalands í dag þar sem búðirnnar voru aðeins skoðaðar, mismikið þó... en HM var vel skoðuð og C&A einnig. Við nutum þess svo bara að vera í iðandi mannlífi í Þýskalandi í góða veðrinu og enduðum á því að fara í Citty Park og Fleegard til að kaupa gos og matvöru. Það voru því þreyttir ferðalangar sem komu aftur til Horsens um áttaleytið í kvöld en það aftraði okkur þó ekki frá því að elda okkur BBQ Ribs og franskar pylsur fyrir börnin hmmm.....
Á morgun er svo stefnan tekin á Djurs Sommerland, sem er stórt tívolí hér á Jótlandi. Þangað höfum við aldrei komið og strákana hefur dreymt um að fara þangað. Það er því von á skemmtilegum degi á morgun.
Setti nokkrar myndir inn í nýtt albúm
Enjoy
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 15:13
Söknuður
Jæja, þá eru mamma og pabbi farin frá okkur. Þau komu á mánudaginn og dagarnir með þeim liðu svo hratt að ég er bara ekki að trúa því að þeir séu búnir. Það er búið að vera mjög gaman að hafa mömmu og pabba í heimsókn. Við erum búin að fara með þeim til Árósa, Silkiborgar og Herning og auk þess fórum við á Himmelbjerget. Svo var slappað af með strákunum, borðaður góður matur, kíkt í búðir og í gærkvöldi fórum við svo öll saman að borða á Jensens Böfhus. Bara ljúft líf. Verst að pabbi var svo bitin hér af flugunum að hann fer allur merktur heim eftir dvölina:)
Við vorum sorgmædd að þurfa að kveðja þau í dag:( sérstaklega Hafsteinn minn og Emil sem vildu báðir fara heim til Íslands með ömmu og afa. En það styttist í það. Það er huggun í söknuðinum á heimilinu í dag að við fáum næstu gesti á morgun, en þá koma Gunna, Óskar og Erla Björg og hlökkum við mikið til að eyða fullt af dögum með þeim.
Í kvöld er það hinsvegar Bjargey Una sem ég er að fara að hitta en hún kom til Danmerkur í dag og fengum við Berta eitt kvöld með henni og Kiddu:) Stefnan er tekin á að fara út að borða.
Það eru fullt af nýjum myndum í albúmi frá heimsókn mömmu og pabba
Kv
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2008 | 06:43
OMG í mínum heimabæ
Ég hef alltaf verið svo blind á það sorglega sem er að gerast í þessum heimi að ég hélt að svona gerðist bara í "útlöndum" en ekki í næsta garði við heimili mitt.
Mikið vona ég að móðir barnsins finnist svo hægt verði að aðstoða hana. Þetta er hræðilegt.
Annars er ég á fullu að njóta daganna hér í Horsens með mömmu og pabba. Það var yndislegt að fá þau til okkar í gær og áttum við skemmtilegan afmælisdag með pabba. Borðuðum BBQ ribs og rósavín og sátum úti í góða veðrinu næstum fram að miðnætti. Ég reyndar fékk afleiðingarnar strax, því ég var bitinn oftar en ég næ að telja í gærkvöldi og klæjar allsstaðar.
Kem með feita bloggfærslu síðar
Kolbrún
![]() |
Lík af nýfæddu barni fannst í Horsens |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.6.2008 | 18:05
KANIL ilmurinn
Hæ fólks
Þvílíkur hiti sem er búin að vera hér í Horsens í dag. Hann er bara næstum því óbærilegur. Og spáin er svona fyrir alla næstu viku, heil sól og yfir 20 stiga hiti í forsælu. Getið bara rétt ímyndað ykkur hvernig hitinn er þá í sólinni sjálfri, svo ég tali ekki um í bíl sem er ekki með loftkælingu.
Þrátt fyrir sólina höfum við nú að mestu eytt deginum í dag innandyra. Það var jú verið að skúra út áður en mamma og pabbi koma á morgun....þau verða jú að upplifa að dóttir þeirra sé í raun heimavinnandi húsmóðir en ekki löt kona sem elskar að leggja sig á morgnana og detta niðrí internetið
Við erum svo glöð yfir því að mamma og pabbi hafi valið morgundaginn til að koma og eyða með okkur, því að morgundagurinn 2. júní er afmælisdagur pabba. Við ætlum því að elda góðan mat fyrir þau á morgun og ég var að enda við að klára að baka kaniltertu í eftirmat... svona ekta afmælisterta. Verst hvað pabbi er lítið fyrir kökur, en við hin getum þá bara fagnað hans afmæli með köku heh. Ég fékk fyrst að smakka kaniltertu hjá tengdaforeldrum mínum og ég hafði bara sjaldan smakkað eins góða köku á ævi minni. Ég hef gert nokkrar misheppnaðar tilraunir til að baka kökuna og það var ekki fyrr en Gunna vinkona mín gaf mér jólagestgjafann fyrir síðustu jól að ég náði tökum á uppskriftini, en þar var einmitt verið að gefa lesendum uppskriftina af kökunni (reyndar heitir kakan þar Kóngaterta en þetta er samt sama kakan).
Þið verðið að prófa þessa:
KANILTERTA:
190 gr smjör
190 gr sykur
250 gr hveiti
1/2 tsk kanill
Hitið ofnin í 200 gráður (180 ef blástur). Hrærið saman smjörlíki og sykri þar til blandan verður ljós og létt. Blandið þá hveiti og kanil saman við og hrærið saman. Teiknið hringi sem eru um 22 cm í þvermál á 6 arkir af bökunarpappír. Skiptið deginu í 6 jafna bita og smyrjið því á hringina. Deigið er nokkuð stíft og því er best að nota smjörhníf til að smyrja deginu út í hringinn og vera með blauta fingur og skál með vatni til að dýfa áhaldinu í. Botnarnir eru svo bakaðir í um 7 mínútur. Botnarnir eru þunnir og eiga aðeins að taka lit.
Botnarnir eru svo kældir og síðan lagðir saman með rjóma (um hálfur líter af þeyttum rjóma er passlegt fyrir þessa uppskrift). Efsti botninn er samt smurður með bræddu súkkulaði (100 gr suðusúkkulaði og 1 msk bragðlítil olía brætt saman). Látið bíða í kæli í 2 klst til 1 sólarhring...
Verði ykkur að góðu
Kolbrún out
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.5.2008 | 20:14
Tveir litlir puttar á lofti
Nú styttist í það að mamma og pabbi komi til Horsens. Emil litli er alveg með það á hreinu hvenær þau koma og er með tvo putta á lofti í dag. Svo sannfærir hann sjálfan sig um að þegar þessi nótt er búin, þá sé bara einn putti og svo engin og þá læðist bros fram á varirnar á litlu síli, barnsleg eftirvænting sem er svo sæt. Stóru strákanir hlakka ekki síður mikið til að hitta ömmu og afa, þeir kunna bara betur að fara með það en sá stutti. Þeirra helstu áhyggjur er skólagangan þessa daga sem amma og afi stoppa. Það á jú að nýta allan tímann með þeim.
Danmörk tekur ekki ílla á móti mömmu og pabba. Ég sá eftirfarandi frétt á mbl og copya hana orðrétt hér inn:
Maímánuður, sem nú er að renna sitt skeið, er sá sólríkasti mánuður í Danmörku frá því mælingar hófust árið 1929. Í morgun höfðu mælst samtals 332 sólarstundir í mánuðinum en eldra metið, frá 1947, var 330 stundir í maí. Búast má við 15 sólarstundum til viðbótar í dag, 31 maí.
Fréttavefur Jyllands-Posten hefur eftir veðurfræðingi, að ekki sé hægt að lofa góðu sumri þrátt fyrir að það byrji svona vel. Hins vegar hafi verið hlýtt, sólríkt og þurrt sumar árið 1947.
Spáð er 23-28 stiga hita og sólskini í Danmörku um helgina.
Helgin hjá okkur fjöskyldunni er búin að vera fín. Í gærkvöldi fór ég ein ásamt Bertu til Árósa í afmæli til Kiddu en hún varð þrítug á dögunum. Ég var með smá fiðrildi í maganum yfir því að koma í afmæli og þekkja engan en sá fiðringur var alveg óþarfur enda gæða konur sem Kidda þekkir í Árósum og eru með henni í sálfræðinni þar. Konur sem kunna að skemmta sér og voru svalirnir hjá Kiddu vel notaðar í gærkvöldi. Bara skemmtilegt kvöld og við Berta komum ekki aftur til Horsens fyrr en klukkan var farin að ganga tvö. Kærar þakkir fyrir okkur Kidda
Dagurinn í dag var svo tekin snemma að vanda, enda þéttsetin af dagskrá. Við byrjuðum á því í morgun að keyra til Ranum sem er lítill bær í tæplega tveggja tíma keyrslu frá okkur. Ranum er svo sem ekkert frábrugðin öðrum smáum bæjum hér í Danmörku nema að því leyti að þar eru VIA háskóli, pædagog udannelsescenter en það er "sama" skólakeðja og Hlynur minn er í hér í Horsens. En afhverju að keyra í tvo tíma til að skoða skóla? Jú... málið er að búið er að bjóða Hlyni að klára námið sitt hér úti í Danmörku í fjarnámi við skólann í Ranum og er hann að skoða málið og langaði að sjá skólann með berum augum.
Skólinn í Ranum er mjög vinalegur og virkaði vel á okkur bæði. Þannig að nú verður tíminn bara að vinna með okkur í næstu skrefum... en það er enn nægur tími til að ákveða hvort námið verði klárað hér í Danmörku eða heima á Íslandi. Við erum í öllu falli að flytja aftur heim í Jöklaselið, á því verður engin breyting, til að forðast allan misskilning.
Þar sem við vorum búin að keyra svo langt inn í landið í dag, þá ákváðum við að keyra aðeins lengra og fara inn í Álaborg. Mig hefur dreymt um að skoða Álaborg og fékk því þann draum uppfylltan í dag og um leið var hringnum lokað soldið hvað mig varðar í því að skoða danskar borgir. Álaborg var sú borg sem stóð eftir, þar til í dag. Það er svo sem ekkert nóg að koma í dagstund og ætla sér að skoða Álaborg en við allavega fundum lyktina af borginni, löbbuðum sögufrægu göngugötuna þeirra (án þess að taka einn einasta bjór) og keyrðum um borgina.
Það var því bara yndislegur dagur í dag hjá okkur, jafnvel þótt ferðalangar hafi verið orðnir soldið þreyttir á keyrslunni í þessum mikla hita sem var í Danmörku í dag.
Það eru fullt af nýjum myndum í nýju albúmi
Enjoy
Kolbrún
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.5.2008 | 20:19
Fylgst með úr fjarlægð
Mikið svakalega finn ég til með fólkinu á Suðurlandi í dag. Þrátt fyrir að það hafi sem betur fer ekki orðið alvarleg líkamstjón er andlegi rússíbaninn mikill og vona ég að fólk fái alla þá hjálp sem hægt er til að vinna úr sínum málum.
Það er ekki margt sem ég hræðist meira en jarðskjálfa. Ég man nákvæmlega hvar ég var stödd í stóra skjáltanum árið 2000 en ég var á þroskaþjálfavakt á Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ, stödd í glerhúsinu. Seinni skjálftin sem kom þá nokkrum dögum seinna kom að nóttu til, Hlynur að vinna í Odda og ég ein heima með strákana. Ég vaknaði við skjáltan og fann hvernig líkaminn spenntist upp og ég lá í rúminu algerlega stjörf af hræðslu.
En ég hugsa heim til Íslands núna og hugsa til fólksins okkar þar.
Við getum ekkert gert nema að halda áfram að fylgjast með fréttunum.
Kem með blogg á morgun, er ekki í neinu stuði.
Kolbrún out
![]() |
Afar öflugur jarðskjálfti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.5.2008 | 18:20
Þessi frétt snerti mig
Því miður þekki ég nokkra eða þekki til nokkurra af þessum 916 einstaklingum sem hafa látist í bílslysum á síðustu árum. Enn fleiri þekki ég sem hafa lent í bílslysum og slasast alvarlega, jafnvel þótt það birtist oftast í fréttum sem svo að viðkomandi hafi verið sendur á slysadeild en sé ekki í lífshættu. Þá er sagan sjaldnast öll sögð. Kona sem ég þekki vel lenti í bílslysi fyrir ári síðan og kom fréttaflutningurinn af slysinu nákvæmlega á þennan veg. Staðreyndin er hinsvegar sú að þessi kona er búin að vera í heilt ár á spítölum og í endurhæfingu, heima og að heiman, í hjólastól og á hækjum og nú síðast með löbbu. Og hún fór að geta unnið hlutavinnu núna ári eftir slysið.
En þessi frétt snerti mig mikið og fékk mig til að sjá það raunverulegra hversu marga skó í raun og veru þarf til að skóa alla þá einstaklinga sem hafa farist í bílslysum. Svo ekki sé talað um alla þá skó sem sitja eftir í lífi lifenda í mikilli sorg og söknuði.
Það er virkilega von mín að fólk taki þennan gjörning til sín og hugsi um hann. Sérstaklega er vert að hugsa um þetta þegar sumarið er komið og sumir eiga það til að fá fiðring í bensínfótin.
Gott framtak hér á ferð - Keyrum varlega
Kolbrún out
![]() |
916 látnir í umferðinni á 40 árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar