KANIL ilmurinn

Hæ fólks

Þvílíkur hiti sem er búin að vera hér í Horsens í dag.  Hann er bara næstum því óbærilegur.  Og spáin er svona fyrir alla næstu viku, heil sól og yfir 20 stiga hiti í forsælu.  Getið bara rétt ímyndað ykkur hvernig hitinn er þá í sólinni sjálfri, svo ég tali ekki um í bíl sem er ekki með loftkælingu.  

vedur Þrátt fyrir sólina höfum við nú að mestu eytt deginum í dag innandyra.  Það var jú verið að skúra út áður en mamma og pabbi koma á morgun....þau verða jú að upplifa að dóttir þeirra sé í raun heimavinnandi húsmóðir en ekki löt kona sem elskar að leggja sig á morgnana og detta niðrí internetið Blush

 

Við erum svo glöð yfir því að mamma og pabbi hafi valið morgundaginn til að koma og eyða með okkur, því að morgundagurinn 2. júní er afmælisdagur pabba.  Við ætlum því að elda góðan mat fyrir þau á morgun og ég var að enda við að klára að baka kaniltertu í eftirmat... svona ekta afmælisterta.  Verst hvað pabbi er lítið fyrir kökur, en við hin getum þá bara fagnað hans afmæli með köku heh.  Ég fékk fyrst að smakka kaniltertu hjá tengdaforeldrum mínum og ég hafði bara sjaldan smakkað eins góða köku á ævi minni.  Ég hef gert nokkrar misheppnaðar tilraunir til að baka kökuna og það var ekki fyrr en Gunna vinkona mín gaf mér jólagestgjafann fyrir síðustu jól að ég náði tökum á uppskriftini, en þar var einmitt verið að gefa lesendum uppskriftina af kökunni (reyndar heitir kakan þar Kóngaterta en þetta er samt sama kakan). 

Þið verðið að prófa þessa:

KANILTERTA:

190 gr smjör

190 gr sykur

250 gr hveiti

1/2 tsk kanill

Hitið ofnin í 200 gráður (180 ef blástur).  Hrærið saman smjörlíki og sykri þar til blandan verður ljós og létt.  Blandið þá hveiti og kanil saman við og hrærið saman.  Teiknið hringi sem eru um 22 cm í þvermál á 6 arkir af bökunarpappír.  Skiptið deginu í 6 jafna bita og smyrjið því á hringina.  Deigið er nokkuð stíft og því er best að nota smjörhníf til að smyrja deginu út í hringinn og vera með blauta fingur og skál með vatni til að dýfa áhaldinu í.  Botnarnir eru svo bakaðir í um 7 mínútur.  Botnarnir eru þunnir og eiga aðeins að taka lit.  

Botnarnir eru svo kældir og síðan lagðir saman með rjóma (um hálfur líter af þeyttum rjóma er passlegt fyrir þessa uppskrift).  Efsti botninn er samt smurður með bræddu súkkulaði (100 gr suðusúkkulaði og 1 msk bragðlítil olía brætt saman).   Látið bíða í kæli í 2 klst til 1 sólarhring...

Verði ykkur að góðu

Kolbrún out 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Úffff....á virkilega að vera heiðskýrt alla vikuna? Ég er búin að vera að bráðna í dag...en samt held ég að ég vilji þetta frekar en "kuldann" heima

Mikið á eftir að vera gaman hjá ykkur næstu daga.....yndislegt fyrir strákana að fá ömmu sína og afa til sín. Góða skemmtun og til lukku með pabba þinn á morgun

Berta María Hreinsdóttir, 1.6.2008 kl. 20:32

2 identicon

Jæja, svo fer að styttast í innrásina frá Grafarvogs búunum. Allir orðnir spenntir. Það verður fínt að komast í góða veðrirð og ná sér í smá tan um leið og maður massar sig í rusl á ströndinni með öllyftingum. Markmiðið er að koma heim hel köttaður.

Hlakka til að sjá ykkur, þó sýnu mest Hlyn eftir raksturinn.

Óskar (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk fyrir uppskriftina! Ég set inn hjá mér allar uppskriftirnar þínar og hef þegar gert voðalega góða súpu, sem ég stal frá þér.

Ég vildi alveg skipta á hitanum og því veðri í Reykjavík, að maður þurfi að hafa eyrnaskjól 1. júní. Og hananú .... Góðar kveðjur til ykkar.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.6.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Er þetta ekki kakan sem þú ætlaðir að gera handa mér?? Ég býð ENNÞÁ..múhahah. Til hamingju með pabba þinn. Njótið ykkar vel. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 2.6.2008 kl. 08:57

5 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Til hamingju með pabba þinn Kolla mín.

Enn og aftur þúsund þakkir fyrir ALLA hjálpina á föstudaginn og fyrir þessa fallegu gjöf sem ég er í skýjunum með. Ég á líka eftir að knúsa alla fjölskylduna þegar ég sé ykkur næst!

En mér líst vel á veðurspána því ég vona að það verði svona veður þegar skvísurnar koma þá verður þetta meira svona útlanda...

Kristbjörg Þórisdóttir, 2.6.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 309995

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband