21.6.2008 | 19:15
Love is in the year
Tíminn þýtur áfram. Allt í einu í dag uppgötvaði ég það sterkt að ég á ungling. Einn af bestu vinum unglingsins hér í Danmörku sem er jafnaldri hans og bekkjarbróðir (Íslenskur) er komin á fast... komin með kærustu og búin að kynna hana fyrir foreldrum sínum. Hólí Mólí... 13 ára á föstu. Auðvitað finnst mér sem móður unglingsins allt of snemmt að minn unglingur sé farin að hugsa um stelpur, en hvað veit ég? Hann er pottþétt farinn að spá í stelpurnar. Allavega eru stelpurnar hérna eitthvað farnar að spá í hann. Við höfum til að mynda séð skilaboð hér á veggjum, JON, SMUKKE JON. Auk þess hafa verið skrifuð skilaboð til unglingsins okkar á húddið á bílnum okkar. Þær verða þokkalega ritskoðaðar þær stelpur sem eiga eftir að koma heim með mínum strákum, úff.
Annars er bara fínt að frétta af okkur hér. Ég er grasekkja, þar til á þriðjudaginn þegar það verða loksins próflok. Vá, hvað mig hlakkar til. En hún Kidda vinkona okkar úr Árósum kom til Horsens í dag og ætlar að eyða helginni með okkur Bertu (Berta er líka grasekkja) og ætlum við að gera eitthvað ægilega skemmtilegt á morgun með strákunum okkar. Ég held að Jensens og Nachos komi sterkt inn.
En nú er jafntefli... ég er búin að vera lélegur bloggari, þið eruð verri commenterar. Þannig að ég kveð í kvöld
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.6.2008 | 18:02
This is my life
Mynd tekin á Ranunkelvej 28 í Horsens í dag
Góða helgi, mín verður það örugglega heh
Ein frétt út til ykkar: Ég fékk bréf í dag frá Háskóla Íslands þar sem mér er tilkynnt að ég sé innskrifaður nemandi við skólann næsta haust.
Kolbrún
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2008 | 18:40
Haldið þið að kellingin sé ekki búin að stofna sér síðu á facebook. Hafði aldrei látið mér detta það í hug að eiga síðu á facebook, en ákvað að skrá mig inn í gærkvöldi af því að systir mín er búin að setja inn myndasíðu þar og mig langaði að hafa aðgang að myndunum. ÞREMUR TÍMUM SÍÐAR VAR ÉG EKKI ENN BÚIN AÐ SKOÐA MYNDIRNAR, heldur datt ofan í þessa nýju afþreyingu.
Í dag þegar ég svo ætlaði að fara aftur inn í þessa nýju síðu, var síðan mín dottin út og ég þurfti að byrja upp á nýtt. Veit ekkert hvað klikkaði en vona nú samt að þessir fáu vinir sem ég var búin að fá þar inn endurheimti vinskapinn við mig þar.
Allt gott að frétta annars héðan. Við erum byrjuð að pakka niður, allt komið á fullt. Við vorum svo heppinn að fá að ættleiða fullt af kössum, sprengjuplasti og allskonar pökkunarefni frá Íslendingum sem voru að flytja í Mosann í vikunni, þannig að nú verður að reyna að pakka í þessa kassa til að stofan sé ekki full af tómum kössum.
Ætla að demba mér í nýja áhugamálið mitt heh.... og kannski að ég nái að skoða myndasíðuna í kvöld.
Hafið það gott
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2008 | 17:48
Fréttirnar eru af frumburðinum
Jón Ingi ákvað fyrir mörgum mánuðum að nú skyldi hann safna hári. Ég hef ekki verið ánægð með þessa ákvörðun hans lengi lengi... enda eru hormónarnir alveg á fullu í unglingskroppnum og hárið því fljótt að verða feitt. Það er alveg sama hvernig brögðum ég hef beitt á unglinginn, hann skyldi safna hári. Hann gekk svo langt að hann fór sjálfur út í búð og keypti sér sjampoo fyrir feitt hár. Ég hef átt mörg samtölin við hann um hárið og svo loksins í gærkvöldi þegar við vorum að ræða málin, samþykkti hann að fara í klippingu. Það var því ekki eftir neinu að bíða og þökk sé því að ég þekki klippikonuna í Horsens ágætlega að hann gat fengið tíma í dag. Flott unglingaklipping var útkoman og held ég bara að bæði hann sjálfur og við foreldrarnir séum hæstánægð með nýja lookið. Hann reyndar óskaði eftir því að fá fjólubláar strípur í hárið, en þar dró ég línuna heh.
Eftir klippinguna fór ég með unglingnum í hjólabrettabúðina hér í Horsens. Þar keypti ég hjólabrettapeysu á strákinn sem fór þokkalega ánægður heim, nýklipptur með nýja peysu í poka. Þegar heim var komið fór hann strax í peysuna en þá tókum við eftir því að það var stórt gat á bakinu. Ég vissi að það var til önnur samskonar peysa í sömu stærð í búðinni og keyrðum við því aftur niðrí bæ til að skipa peysunni. En viti menn, það var líka gat á þeirri peysu og ástæðan var sögð sú að um prufueintök frá framleiðslufyrirtækinu væri að ræða og í raun voru því gerð göt á peysurnar til að þær færu ekki í sölu. Ég var þokkalega ekki ánægð með þessa viðskiptahætti þegar Jón hringdi í mig til að segja mer fréttirnar og sagði að hann mætti velja aðra peysu sem væri ekki með gati eða þá að fá endurgreitt. Ekki er hægt að fá endurgreitt voru næstu fréttir og engar aðrar peysur á þessu verði (peysan kostaði 200 kr á útsölu). En hann fékk svo tilboð um að fá peysu sem var verðmerkt á 749 kr á 300 kr í sárabót. Ég samþykkti það ekki og var orðin frekar pirruð á þessu öllu saman. Sagði honum að segja að hann yrði annaðhvort að fá peysu á sama verði eða fá endurgreitt. Hann hélt því áfram að þrátta í búðinni og bætti svo við að mamma hans væri brjáluð út í bíl heh. En málið endaði þannig að hann fékk dýru peysuna og þurfti ekki að borga neitt á milli... duglegur strákurinn minn:) Og fannst honum hann þokkalega hafa lent í lukkupottinum því nýja peysan er víst í fatalínu sem er svo dýr að hann hefur aðeins látið sig dreyma um föt í þeirri línu. Hann er í nýju peysunni á myndinni hér að ofan.
Þeir eru þrír íslenskir vinir sem eru fastagestir í hjólabrettabúðinni hér í Horsens. Jón fór að segja mér í dag að þeir ganga allir undir ákveðnum nöfnum hjá starfsfólki búðarinnar. Fyrst er það Sólon, hann er bara kallaður Sólon. Svo er það Björn, starfsfólkið kallar hann mini Andra (hann á stóran bróðir sem er skater líka og heitir Andri) og svo er það Jón... hann er bara kallaður íslendingurinn. Frekar sætt.
En læt þetta duga í kveld
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.6.2008 | 10:40
Freedom
Þvílíkur munur, bæði fyrir mig og Emil að leikskólinn skuli vera búin að opna á ný. Ég gerði mér í raun ekki grein fyrir því hversu erfitt þetta hefur verið fyrr en Emil fór loksins á leikskólann í gær. Honum líður bara mjög vel og hlakkar til að fara og leika við krakkana... mér líður ekki síður vel að hafa smá tíma fyrir mig. Þannig græða báðir aðilar!!!!!
Í gær var Berta hjá mér og við byrjuðum að pakka. Það var pakkað og pakkað og afrakstur dagsins voru 23 kassar, merktir, límdir og númeraðir inn í geymslu. Það er ótrúlegt hvað maður á mikið af dóti, en samt vorum við duglegar að henda (Kannski fannst Bertu að ég ætti að vera enn duglegri heh).
Í dag tókum við svo frí frá pökkuninni og ég skellti mér alein í bæinn. Það var alveg yndislegt, að geta labbað á milli búða og skoðað á öllum slánum. Það eru svo góðar útsölur hérna í Horsens þessa dagana og hægt að gera þvílík góð kaup. Ég til að mynda keypti í dag: Flíspeysur á báða stóru strákana mína (stórar og þykkar), sparivesti á Emil, peysu á Emil, bol á frumburðinn og peysu á sjálfa mig og fyrir þetta borgaði ég alls 200 kr. Besta útsalan er í HM og er það auðvitað okkar uppáhaldsbúð, það er aldrei leiðinlegt að fara þangað:)
Lífið er bara skemmtilegt
En ég kem með aðra færslu í kvöld, því að undur og stórmerki eru að gerast hjá einum fjölskyldumeðlim í dag sem ég ætla að segja ykkur frá í kvöld.
Over og out
Kolla
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2008 | 06:57
Þjóðhátíð
Í dag er 17. júní, þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga.
Það voru blendnar tilfinningar að keyra strákana í skólann í morgun, bæði er náttúrulega komið sumar og manni finnst skrýtið að það skuli enn vera skóli og vera næstu tvær vikurnar en einnig hafa þeir auðvitað aldrei farið í skólann á þjóðhátíðardeginum. Emil minn var samt mjög kátur í morgun, hljóp inn á leikskólann og kyssti mig bless, var svo hlaupin í leik með Jaunusi sem tók svo einstaklega vel á móti honum í morgun:)
Það verður engin hátíð hér í Horsens í dag vegna þjóðhátíðar. Íslendingafélagið tók forskot á sæluna og hélt upp á þjóðhátíðardaginn síðastliðinn laugardag. Soldið skrýtið að flýta sjálfum þjóðhátíðardeginum... kannski að maður spái í að halda bara jólin nokkrum dögum fyrr ef vikudagurinn hentar okkur ekki. Eða hvað?
Við hjónin vorum nú samt að ræða það að gera okkur einhvern dagamun í dag... kannski að dagamunurinn felist í því að panta pizzu fyrir strákana í kvöld. Þá vildi ég nú frekar vera heima hjá mömmu í pönnukökukaffi eins og við höfum verið síðustu ár á þjóðhátíðardaginn.
Í dag útskrifast kær frændi minn sem stúdent á Akureyri. Til hamingju með áfangann Sigurður Orri og þú átt von á gjöf frá okkur inn um lúguna heima hjá þér:) Njóttu dagsins.
Eigið gleðilegan þjóðhátíðardag
Kolla
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2008 | 17:52
Taste of home !!
Kvöldverður á Ranunkelvej 28 .. grafarþögn ríkti við borðhaldið. Jú, húsmóðirinn eldaði íslenskar kjötfarsbollur með brúnni sósu og rabbabarasultu, ásamt heimabökuðu rúgbrauði og féll það vel í kramið hér í kvöld. Taste of home Við hlökkum öll mikið til að koma heim til Íslands og erum að byrja að huga að því að pakka niður. Hafsteinn hefur fengið það verkefni að safna saman kössum og ætlar hann að byrja söfnunina á morgun. Þá höfum við sett teljara á bloggið til að telja niður dagana þangað til við lendum á Íslandi.
Gunna, Óskar og Erla Björg kvöddu okkur í dag. Það var leiðinlegt að þurfa að kveðja, dagarnir hafa verið allt of fljótir að líða en að sama skapi erum við líka búin að eiga frábæra daga hér saman. Emilinn minn neitaði að kveðja þau reyndar, sagði að honum þætti leiðinlegt að þau væru að fara. Spurning hvort hann hafi haldið að þau myndu framlengja ef hann myndi ekki kveðja þau heh. En það er gott að finna það að við eigum góða vini heima á Íslandi, og það er stutt þangað til við hittum þessa góðu vini aftur. Ferð Gunnu, Óskars og Erlu Bjargar var í dag haldið áfram til Svíþjóðar og eru þau sennilega í þessum töluðu orðum búin að koma sér fyrir í hóteli í Lundi. Kannski er Óskar meira að segja búin að skoða háskólann í Lundi og eignast kaffibollan með lógóinu. Hann er jú mikill aðdáandi Næturvaktarinnar og Georgs Bjarnfreðssonar og verður því að eignast bolla með logoi frá Lundi hahahaha.
Í dag erum við búin að vera í algeru chilli og haft það í rauninni alltof gott. En það er samt nauðsynlegt að taka algert letikast á þetta stundum, því það bíður okkar mikil vinna næstu daga og vikur. Hlynur er að fara á kaf í lestur fyrir prófið sitt og ég er að fara að pakka okkur niður í gám:) Svo þarf að mála allt húsið hér á Ranunkelvej, taka parketið upp auk þess að þrífa allt hátt og lágt. Það eru soldið öðruvísi reglurnar við skil á leiguhúsnæði hér í Danmörku en heima á Íslandi. Eru sjálfboðaliðar til að hjálpa okkur?????????
Annars eru svo allra bestu fréttirnar þær, að verkfallið hjá pædagogunum hér í Danmörku eru leyst og fer Emil minn aftur á leikskólann sinn á þriðjudaginn. Þvílíkur munur sem það verður fyrir barnið að hitta aftur önnur börn. Hann allavega hlakkar mikið til að fara aftur á leikskólann og auðvitað á það líka eftir að auðvelda mér lífið að hann sé á leikskólanum á meðan mesta vinnan hér heima á sér stað.
Setti nokkrar nýjar myndir inn að vanda
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2008 | 20:45
Föstudagurinn Langi
Kannski ekki í þeirri meiningu en samt.... föstudagurinn sem var notaður vel frá a-ö og allir glaðir. Við fórum í dag í dýragarð sem heitir Givskud zoo og er í rétt hálftíma keyrslu héðan frá Horsens. Dýragarðurinn er þannig upp byggður að það er keyrt í gegnum hann og labbað til skiptis. Maður fær að keyra hjá gíröffum, sebrahestum, ljónum og miklu fleiri dýrum og eru þau laus við götuna. Í dag labbaði tildæmis gíraffi fyrir framan bílinn hjá okkur... ljónin voru reyndar löt í dag, við hefðum alveg viljað sjá þau í meiri aksjon. Á göngusvæðunum fengum við svo að sjá dýr eins og apa, fíla og svona "róleg" dýr. Í endanum á dýragarðinum er svo stórt leiksvæði fyrir börnin. Við eyddum fjórum klukkutímum í dýragarðinum í dag og hefðum auðveldlega getað eytt miklu lengri tíma þar, þessi dýragarður er sá allra skemmtilegasti sem ég hef heimsótt ... en plan er plan...
Búið var að lofa krökkunum að við myndum fara í sumarbústaðinn sem Gunna og Óskar eru í en þar fengu þau að fara í heita pottinn og kölluðu það pottapartý. Notalegt og gaman og á meðan fengum við hin (næstum öll) en öl. Ferðinni var svo heitið á Jensens Böfhus með alla hersinguna en Óskar og Gunna voru svo yndisleg að bjóða okkur þangað. Maturinn á Jensens klikkar aldrei, BBQ Ribs er málið þar og við þökkum kærlega fyrir okkur:)
Semsagt yndislegur dagur að kvöldi komin, sannkallaður Föstudagurinn Langi.
En smá fréttir af okkur:
Ég er búin að fá vinnu og byrja að vinna 21. júlí. Ég byrja á afleysingarstarfi á heimili fyrr börn í Árlandi og leysi þar af í mánuð. Framhaldið verður svo bara að ráðast en eitt er víst, ég enda aftur í Hólabergi.
Hlynur er kominn inn í skóla hér í Danmörku og ætlar að klára námið sitt hér. Hann fer í háskóla í Kaupmannahöfn og kemur til með að stunda fjarnám þar í pædagog námi. Yndislegt tækifæri fyrir hann (og kannski mig líka, því þá hef ég kannski stundum tækifæri til að koma með honum út og heimsækja Bertu og HM heh. Ég hef sko alveg forgangsatriðin á hreinu).
Annars er Hlynur minn á kafi í próflestri en hann tekur munnlega prófið sitt 24. júní. Ég veit alveg að hann á eftir að rúlla því upp en lesturinn hjá honum hefst þó ekki fyrir alvöru fyrr en í næstu viku. Býst ekki við að hann verði mikið heima við en ég hef nóg að gera á meðan. Ég ætla að byrja að pakka búslóðinni niður á mánudaginn og fæ góða aðstoð frá Bertu... ég held að við verðum hvort sem er hálfgerðar grasekkjur þar til kallarnir okkar eru búnir í prófunum.
Nú svo eru það gestir og fleiri gestir... bara gaman.
Ég setti inn ríflega 100 myndir í nýtt albúm þannig að þið kæra fjölskylda og vinir eigið væntanlega eftir að dvelja lengi á bloggsíðunni minni í dag.
Yfir og út
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.6.2008 | 21:29
Hvað er að gerast?
Þið fáið bara blogg frá mér daglega þessa dagana og stundum tvisvar á dag. Vona að þið njótið þess á meðan ég er í þessu mikla bloggstuði... ég gæti tekið uppskriftadagana á þetta þegar ég er í minna stuði heh.
Loksins hefur kólnað í Horsens og hér féllu meira að segja nokkrir regndropar í dag. Það var nú tími til kominn að hvíla sig aðeins á þessari miklu sól og mikla hita sem hefur verið hérna í langan tíma. Ekki misskilja mig og halda að það hafi verið vont veður í dag, það er af og frá... bara þægilegt veður til útiveru. Við höfum notið dagsins í dag með gestunum okkar, Gunnu, Óskari og Erlu Björgu. Það er bara yndislegt að hafa þau í heimsókn og ég er strax farin að kvíða því að þurfa að kveðja þau... snökkt. En við höfum nokkra daga í viðbót og ætlum að njóta þess í botn.
Í morgun fórum við saman upp á Himmelbjerget, sem er fyrir þá sem ekki vita STÆRSTA fjallið í Danmörku. Við Íslendingar myndum nú varla tala um Himmelbjerget sem fjall en det er det. Við þurfum að ganga heila 100 metra til að komast upp á topp. En engu að síður er Himmelbjerget svona must see fyrir þá sem koma hingað og vorum við Gunna og Óskar að rifja það upp í bílnum í morgun þegar við vorum í landafræði í grunnskóla og áttum að merkja inn á kort Himmelbjerget. Þrátt fyrir að gangan upp fjallið sé ekki löng er um að ræða skemmtilegt útivistarsvæði og finnst okkur alltaf jafn gaman að koma á þennan stað:)
Við brunuðum síðan beint í Bilka til að svala verslunarþörf gestanna okkar heh en síðan heimsóttum við bambagarðinn í Árósum. Við höfum oft heimsótt bambagarðinn síðan við fluttum hingað út, í dag var heimsóknin aðeins öðruvísi vegna þess hve bambarnir voru frekir og ágengir. Líka var sérstaklega áberandi hversu karl bambarnir höfðu sig mikið í frammi. En skýringin á þessu öllu saman var svo sú að það eru mörg ungviði í garðinum núna og bambarnir, sérstaklega karldýrin eru að verja sitt. En allir skemmtu sér vel í garðinum í dag og er stefnan tekin á að fara aftur í bambagarðinn í vikunni:)
Ég setti inn nýjar myndir í nýtt albúm.
Og þar sem ég er svona sérstaklega virk að láta vita af okkar lífi, þá þætti mér mikið vænt um að fá soldil komment frá ykkur um hvað sé að gerast í ykkar lífi. Okkur finnst líka gaman að fá að fylgjast aðeins með fjölskyldu og vinum heima á Íslandi.
Out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2008 | 19:28
Verðlagning á neysluvörum - Ísland/Danmörk
Nú fer ég bráðum að vera búin að búa í Danmörku í eitt ár. Þegar ég flutti til Danmerkur stóð krónan í um 10 kr en í dag kostar danska krónan um 16 kr... stærðfræðingurinn ég segi því að danska krónan hafi hækkað um yfir 50% á þessu ári.
Ég vil meina að það sé alger goðsögn að það sé ódýrara að lifa í Danmörku heldur en á Íslandi þegar við skoðum neysluvörur. Jú, húsnæði er ódýrara en rafmagn og vatn er miklu miklu dýrara, bílar eru dýrari og bensínið er líka dýrara. Ferskvara er ódýrari (kjúklingur, svínakjöt, grænmeti og ávextir) en allt sem þú þarft í matargerðina, s.s þurrvaran er dýrari hér en á Íslandi. Gosið er mjög dýrt í Danmörku og reyndar allt sem inniheldur sykur, það eru háir sykurskattar í Danmörku. Það er akkúrat öfugt á Íslandi og það finnst mér reyndar óeðlilegt... Þú ert heppin í Danmörku ef þú getur keypt þér pylsu og kók á 35 kall (yfir 500 kall íslenskar). Fatnaður er enn aðeins ódýrari í Danmörku en á Íslandi og er það helst kannski HM að þakka... allar merkjavörur og íþróttavörur eru aftur á móti dýrar hér í DK. Ég heyri það oft frá Íslendingum sem hér búa að þeir fái áfall þegar þeir fara í Bónus heima, því að allt sé svo dýrt þar miðað við hér í DK. Ég bara get ekki verið sammála, ég sé ekki þennan mikla verðmun. Eitt dæmi... ég hreinlega var húkkt á bónus brauðinu heima og finnst það mjög gott brauð. Hér færðu brauð, svona litlar toast sneiðar, tvö brauð saman á 18-20 kr en ef þú vilt fá brauð í sama stærðarflokki og Bónusbrauðið þarftu að borga mun meira. Auðvitað eru stundum tilboð hérna, en tilboðin eru bara líka á Íslandi.
Ég fór bara aðeins að spá í þetta eftir að ég drakk í mig vefsíðu sem ég rakst á þegar ég var að sörfa á internetinu... http://www.this.is/drgunni/okur.html , hvet ykkur til að skoða þessa síðu.
Það er allavega mitt mat að það sé orðið sambærilegt að kaupa í matinn hér í Danmörku og á Íslandi....
Svo aðeins um heilbrigðisþjónustuna hér en hún er jú ókeypis. Hún er víst reyndar líka orðin ókeypis fyrir börn á Íslandi. En ég er langt frá því að vera ánægð með heilbrigðisþjónustuna hér í Danmörku. Hér nenna læknarnir hreinlega ekkert að hitta þig og afgreiða meira og minna allt í gegnum sima og tölvupóst. Hvort sem þú HELDUR að þú þurfir að fá pensilín fyrir barnið þitt eða að barnið sé með sýkingu í augunum, þá bara sendir þú eitt email og lyfið er komið í apótekið. Þú þarft í raun aldrei að hitta lækninn þinn (enda hefur hann ekki tíma til að hitta þig, hér er meira en mánaðarbið eftir tíma hjá heimilislækni, kannski vegna þess að það er frítt). Ég myndi frekar vilja borga komugjald og fá skoðun á barnið mitt, já og á mig, ef ég kenni mér meins.
Vá hvað ég er í miklum vígaham í kvöld...
Out
Kolbrún
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 312795
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar