Tveir litlir puttar á lofti

Nú styttist í það að mamma og pabbi komi til Horsens.  Emil litli er alveg með það á hreinu hvenær þau koma og er með tvo putta á lofti í dag.  Svo sannfærir hann sjálfan sig um að þegar þessi nótt er búin, þá sé bara einn putti og svo engin og þá læðist bros fram á varirnar á litlu síli, barnsleg eftirvænting sem er svo sæt.  Stóru strákanir hlakka ekki síður mikið til að hitta ömmu og afa, þeir kunna bara betur að fara með það en sá stutti.  Þeirra helstu áhyggjur er skólagangan þessa daga sem amma og afi stoppa.  Það á jú að nýta allan tímann með þeim.

Danmörk tekur ekki ílla á móti mömmu og pabba.  Ég sá eftirfarandi frétt á mbl og copya hana orðrétt hér inn: 

Maímánuður, sem nú er að renna sitt skeið, er sá sólríkasti mánuður í Danmörku frá því mælingar hófust árið 1929. Í morgun höfðu mælst samtals 332 sólarstundir í mánuðinum en eldra metið, frá 1947, var 330 stundir í maí. Búast má við 15 sólarstundum til viðbótar í dag, 31 maí.

Fréttavefur Jyllands-Posten hefur eftir veðurfræðingi, að ekki sé hægt að lofa góðu sumri þrátt fyrir að það byrji svona vel. Hins vegar hafi verið hlýtt, sólríkt og þurrt sumar árið 1947.

Spáð er  23-28 stiga hita og sólskini í Danmörku um helgina. 

 

 

Kidda 30 ára Helgin hjá okkur fjöskyldunni er búin að vera fín.  Í gærkvöldi fór ég ein ásamt Bertu til Árósa í afmæli til Kiddu en hún varð þrítug á dögunum.  Ég var með smá fiðrildi í maganum yfir því að koma í afmæli og þekkja engan en sá fiðringur var alveg óþarfur enda gæða konur sem Kidda þekkir í Árósum og eru með henni í sálfræðinni þar.  Konur sem kunna að skemmta sér og voru svalirnir hjá Kiddu vel notaðar í gærkvöldi.  Bara skemmtilegt kvöld og við Berta komum ekki aftur til Horsens fyrr en klukkan var farin að ganga tvö.  Kærar þakkir fyrir okkur Kidda InLove

 

Dagurinn í dag var svo tekin snemma að vanda, enda þéttsetin af dagskrá.  Við byrjuðum á því í morgun að keyra til Ranum sem er lítill bær í tæplega tveggja tíma keyrslu frá okkur.  Ranum er svo sem ekkert frábrugðin öðrum smáum bæjum hér í Danmörku nema að því leyti að þar eru VIA háskóli, pædagog udannelsescenter en það er "sama" skólakeðja og Hlynur minn er í hér í Horsens.  En afhverju að keyra í tvo tíma til að skoða skóla?  Jú... málið er að búið er að bjóða Hlyni að klára námið sitt hér úti í Danmörku í fjarnámi við skólann í Ranum og er hann að skoða málið og langaði að sjá skólann með berum augum.  

Skólabyggingin í RanumHlynur í VIA, pægagogisk udannelsescenter í Ranum

 Skólinn í Ranum er mjög vinalegur og virkaði vel á okkur bæði.  Þannig að nú verður tíminn bara að vinna með okkur í næstu skrefum... en það er enn nægur tími til að ákveða hvort námið verði klárað hér í Danmörku eða heima á Íslandi.  Við erum í öllu falli að flytja aftur heim í Jöklaselið, á því verður engin breyting, til að forðast allan misskilning.

Þar sem við vorum búin að keyra svo langt inn í landið í dag, þá ákváðum við að keyra aðeins lengra og fara inn í Álaborg.  Mig hefur dreymt um að skoða Álaborg og fékk því þann draum uppfylltan í dag og um leið var hringnum lokað soldið hvað mig varðar í því að skoða danskar borgir.  Álaborg var sú borg sem stóð eftir, þar til í dag.   Það er svo sem ekkert nóg að koma í dagstund og ætla sér að skoða Álaborg en við allavega fundum lyktina af borginni, löbbuðum sögufrægu göngugötuna þeirra (án þess að taka einn einasta bjór) og keyrðum um borgina.

Það var því bara yndislegur dagur í dag hjá okkur, jafnvel þótt ferðalangar hafi verið orðnir soldið þreyttir á keyrslunni í þessum mikla hita sem var í Danmörku í dag.

Það eru fullt af nýjum myndum í nýju albúmi

Enjoy

Kolbrún 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Sæl og blessuð Kolbrún.

Það er óhætt að segja að vaknað hafi rödd úr fortíðinni og er það bara skemmtilegt.

Sérstaklega er gaman að gamlir vinir sjái að maður hafi á einhverjum tímapunkti hætt að vera barn og farið að ala þau upp í staðinn.

Vonandi getum við endurnýjað kynnin á þessum vettvangi, ég er allavega að reyna að vinna eitthvað upp með því að lesa bloggið þitt.

Með bestu kveðju.

Villi

Vilhjálmur Óli Valsson, 31.5.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Ástarþakkir fyrir komuna elsku Kolla mín! Pastasalatið ykkar Bertu sló alveg í gegn og mikið er nú yndislegt að eiga góða vini eins og ykkur sem hrista eitt stykki veisluföng fram úr annarri erminni á korteri á meðan maður skellir sér í sturtu !

Gaman líka að sjá myndirnar og ástarþakkir til allrar fjölskyldunnar fyrir fallega gjöf sem mun fylgja mér og mínum búskap um ókomna tíð.

Kristbjörg Þórisdóttir, 31.5.2008 kl. 22:54

3 Smámynd: Rebbý

Aalborg er skemmtilegur staður - svona það sem ég hef séð af henni en ein helgi árið 1996 dugði heldur ekki til að skoða hana en JomfruAnnegade var heimsótt reglulega þó

Rebbý, 1.6.2008 kl. 10:55

4 identicon

í dag er eitt júní.

Miklar pælingar og verið að græja allt fyrir brottför , takk fyrir sendinguna fínir tenglar.

Hlökkum til og skemmtið ykkur vel með ömmu og afa.

P.S Er Subway í Danmörku. "Erla"

Kveðja, Gunna og co

Gunna (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 17:21

5 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Elsku Erla Björg,

Því miður er ekkert subway í Danmörku.  En það er MacDonalds nálægt okkur og líka Burger King.

Við hlökkum hrikalega mikið til að fá ykkur til Horsens:)

Kolbrún Jónsdóttir, 1.6.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 309866

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband