Færsluflokkur: Dægurmál

Í fréttum er þetta helst......

Þvílík leti

Að nenna ekki einu sinni að setjast niður og skrifa nokkrar línur inn á bloggið... uss uss

Hvort sem þið trúið því eður ei...ÉG ER ENNÞÁ REYKLAUS og það eru komnir 9 dagar.  Hver hefði trúað því heh. En auðvelt er þetta ekki, það skal ég játa.

logo_66_nordur2.jpgEmil minn er byrjaður í leikskóla aftur á Íslandi.  Og þvílík hamingja hjá þessum litla manni.  Það þurfti sko ekki að vekja hann í morgun, heldur spratt hann upp úr rúminu þegar klukkan hringdi og fór í fötin sem búið var að taka til fyrir hann og svo lá við að hann biði við útidyrahurðina eftir því að klukkan yrði átta.  Hann fór svo á tveim jafnfljótum ásamt pabba sínum á leikskólann eitt sólskinsbros og vildi ekki láta sækja sig fyrr en klukkan sló fjögur. Þá var farið með prinsinn í bæjarferð, því að þegar maður er að byrja aftur á leikskóla, þá vantar manni ýmislegt eins og öllum skólastrákum.  Í dag vantaði prinsinum á heimilinu flíspeysu en áður hafði hann fengið Latabæjarpollagalla og héldum við foreldrarnir að hann væri þá klár... en nei... flíspeysa þarf að vera til.  Ég fór með hann í 66 gráður norður og reyndar labbaði mér beint inn í útsölumarkað þeirra... þar dvöldum við Emil víst í 20 mínútur að karpa um hvort það yrði blá eða brún peysa sem yrði keypt.  Emil hafði vinningin og bláa peysan var keypt (ég ætlaði að vera svo hagsýn og kaupa aðeins stærri peysu sem var ekki til í bláu) og labbaði hann sér út úr búðinni skellihlæjandi með bláu peysuna og bláa vettlinga í stíl, sigri hrósandi yfir því að hafa unnið orrustuna við mömmu sína

 

Viljið þið að ég taki símaumræðuna líka í kvöld heh

Við fjölskyldan erum formlega hætt að skipta við símann, landssímann.  Við höfum svo sem alltaf verið ánægð með þjónustuna sem blessaður síminn veitir og höfum ekki yfir neinu að kvarta í þeim efnum NEMA VERÐINU.  Ég þurfti áfallahjálp eftir að hafa opnað fyrsta símareikninginn frá þeim og vitið menn, það voru bara svona allskonar gjöld og þjónustugjöld en næstum engin notkun.   Við ákváðum þvi að fara í verkfall við blessaðan landssímann og segja honum stríð á hendur.  Löbbuðum okkur í Tal í dag og fórum út með nýjan samning í vasanum og nýja gemsa líka á línuna sem við fengum í kaupbæti.  Ekki slæm skipti það.  Nú get ég bara hringt og hringt og hringt og hringt... vissuð þið að pabbi minn kallaði mig SÍMON þegar ég var lítil hehe

Jæja, out

Kolbrún

 

 

 

 


Ég var klukkuð...

Já, hún Guðborg frænka mín klukkaði mig.....

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Vatnaskógur (sumarbúðir), Hraðfrystistöðin í Reykjavík, Kópavogshæli og SSR (Svæðisskrifstofa Reykjavíkur)

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

Ég er nú ekki mikil bíómyndakona ... jú Grease var góð

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Dalabyggð, Reykjavík, Mosfellsbær og Danmörk

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Boston Legal, House, CSI og Greys Anatomy

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

USA, Spánn, Þýskaland og England

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):

mbl,is ,  visir.is   ,  facebook,   vefpóstur

Fernt matarkyns sem ég held uppá:

Taco Bell,  Lambalæri,  fylltur frampartur að hætti tengdaforeldra minna og  RIBS

Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:

Fréttablaðið,  24 stundir,  Morgunblaðið og Séð og Heyrt

Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:

Ameríku, USA, Ameríku og USA

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Berta María, Ragnar Hermannsson, Guðmundur Þór Jónsson og Hrefna Ben


Er ég með fordóma??

Eftir að hafa búið í Danmörku, þá var það eitt af því sem ég hlakkaði mest til, það var að geta þegið þjónustu á mínu tungumáli.  Ég lærði aldrei dönskuna nema rétt til að bjarga mér og þegar ég þurfti að fá upplýsingar eða flóknari þjónustu þurfti ég að notast við orðabókina eða einfaldlega að fá einhvern með mér sem talaði betri dönsku en ég.

En nú er ég á Íslandi og ég í raun krefst þess að ég fái að þiggja hér alla þá þjónustu sem ég þarfnast á mínu en tungumáli.  En er það í raun þannig?  NEI NEI NEI

Eins og hvað ég er hrifin af Bónus búðunum og þakka þeim það að ég get veitt fjölskyldunni minni meira... þá þoli ég ekki afgreiðsluna þar.  Það er alveg sama á hvaða kassa maður fer, það finnst ekki afgreiðslufólk sem talar íslensku.  Meira að segja fólkið sem sér um áfyllingar í hillurnar í Bónus frá fyrirtækjum út í bæ, eru útlendingar.  Ég stóð sjálfa mig að því í síðustu viku þegar ég þurfi að fá upplýsingar í Bónus, að ég gekk að starfsmanni og byrjaði á því að spyrja hann hvort hann talaði íslensku... (fékk íslenskumælandi starfsmann í annarri tilraun í það skipti, enda heppin að lenda á verslunarstjóranum - ætli hann sé eini íslendingurinn sem starfar í bónus??)

Annað mál.... pizzusendlar... eru einhverjir Íslendingar sem sinna því jobbi í dag?  Ég panta svo sem ekki oft pizzu en í þau tvö skipti sem það hefur gerst á undanförnum vikum var það útlendingur sem kom með pizzuna og skildi ekki orð af því sem ég var að reyna að segja við hann.

Vitið þið það... ég er greinilega með fordóma, því miður.  Ég hreinlega sætti mig ekki við að fá ekki þjónustu í mínu heimalandi á mínu tungumáli.  AMEN.  Í Danmörku fá útlendingar tildæmis ekki vinnu í þjónustustörfum nema þeir tali dönsku, en geta auðvitað fengið fullt af vinnu eins og lagervinnu og svoleiðis.... afhverju eru svona margir útlendingar í þjónustustörfum hér á Íslandi sem tala enga íslensku???' GETUR ÞAÐ VERIÐ VEGNA ÞESS AÐ VIÐ ÍSLENDINGAR LÍTUM SVO STÓRT Á OKKUR AÐ ÞJÓNUSTUSTÖRF Í BÓNUS OG DOMINOS ERU STÖRF SEM VIÐ HREINLEGA EKKI VINNUM... eða hvað???

Kolbrún kveður í kvöld

3 reyklausir dagar og búin að kaupa nikótín tyggjó


ÓPIÐ

Hefur einhverjum ykkar langað að fara út á tröppur og öskra út í loftið....

Mig langar að gera eitthvað svo miklu meira en það akkúrat núna.

En

Reyklaus í tvo daga núna 

5693_no_smoking_symbol_over_a_man_smoking_a_cigarette.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kolbrún out


Hefðum við Íslendingar verið ánægðari með bronsið ??????

113487Ég vaknaði í morgun til að horfa á leikinn, enn ekki hvað.  Vaknaði reyndar súper snemma þar sem frumburðurinn var sóttur hingað heim fyrir kl sjö í morgun en hann horfði á leikinn ásamt vinum sínum í Vodafon höllinni.  Ég verð að viðurkenna það að ég varð smá svekkt eftir leikinn...ég var svo svekkt yfir því að strákarnir okkar skyldu tapa.  Ég eiginlega velti fyrir mér hvort ég og örugglega margir Íslendingar hefðum verið ánægðari með  það að fá bronsið og í leiðinni enda keppnina með unnum leik.  Það sem situr í manni í dag er að enda þessa frábæru handboltaveislu með tapleik.  En þrátt fyrir að maður hafi verið vonsvikinn í dag, þá er  árangur íslenska handboltaliðsins algerlega frábær og sjálf fylltist ég þjóðarstolti þegar ég horfði á íslensku leikmennina fá verðlaunapening og rósir í morgun:)  Það er bara leiðinlegt að þetta sé búið og engin næsti leikur til að hlakka til.

Annars tíðindalítið héðan frá Breiðholtsbúum.... fórum í bíó í dag með þá tvo yngri og sáum myndina Wall E - .. Emil var svo spenntur yfir að fara í bíó að hann var farin að hlæja í auglýsingum fyrir myndina... ímynd hans af bíó er greinilega hlátur og gaman enda naut hann sýningarinnar.  Seinnipartinn í dag fengum við svo gesti, Vilborg, Gísli, Sigurður og Eyþór komu til okkar og borðuðum við saman í kvöld... bara gaman:)

En læt þetta nægja

Kolbrún 

 


mbl.is Íslendingar taka við silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ding Dong Dingalingaling...

Íþróttaálfurin sjálfur mættur á staðinnÞað var stór stund hjá yngsta syni í dag.  Hann fékk að sjá íþróttaálfinn með berum augum en það hefur hann aldrei fengið áður.  Ég er ekki viss um að hann hafi fattað það fyrirfram að Íþróttaálfurinn kæmi fram sjálfur, hann hefur bara séð þetta mikla átrúnaðargoð í sjónvarpi.

Emil hefur lengi verið mikill aðdáandi Íþróttaálfsins og hef ég nokkrum sinnum minnst á það hér á blogginu að Íþróttaálfadúkkan hans hefur fylgt honum upp á hvern einasta dag í langan tíma og er hún farin að láta á sjá.  Íþróttaálfadúkka yngsta sonar hefur fengið að upplifa það að ferðast til 5 landa, hann fær að borða, fer í sturtu, fær að sofa í notalegu rúmi, burstar tennurnar, það er lesið fyrir dúkkuna og margt fleira - hann Emil minn hugsar vel um Íþróttaálfinn sinn  (sem hann reyndar sjálfur kallar KÁLFINN) 

Við sem sagt tókum þátt í Latabæjarhlaupinu í dag eins og við höfum gert síðustu ár.  Spenningurinn var gríðarlegur hjá Emil, allt frá því að hann vaknaði í morgun.  Og sá var ekki fyrir vonbrigðum með daginn enda fékk hann að upplifa hluti í dag sem hann hafði ekki dreymt um.  Auðvitað ber hæst að hafa fengið að sjá sjálfan Íþróttaálfinn en hann fékk líka flottan verðlaunapening og latabæjarblöðru, hann fékk að prófa allskonar leikmuni úr latabæjarþáttunum svo sem að skoða heimili Glanna Glæps, bílinn hans og sjóræningaskipið.  Algert ævintýri.  

Ég setti inn myndir frá deginum í nýtt albúm 

Stoltir krakkar með flottu verðlaunapeningana sína

 

 

 

Áfram Ísland

Kolbrún 


Mamma, það er erfitt að læra að lesa !!!

IMG_7118Það var stór stund hjá yngsta syni í kvöld.  Stund sem hann hefur reyndar beðið eftir í langan tíma.  Hann fór í sinn fyrsta "lestrartíma" hjá pabba sínum, fjögurra ára gamall.    Hann hefur lengi lengi haft mikinn áhuga á stöfum og kann þá alla fyrir löngu síðan, til að mynda lærði hann að skrifa nafnið sitt fyrir ári síðan.  Og núna hefur hann óskað eftir að stíga skrefið til fulls og læra að lesa úr stöfunum... Þeir feðgar ætla að hafa sína lestrartíma á kvöldin, strax eftir kvöldmatinn og í dag fóru þeir saman á bókasafnið í Gerðubergi til að finna svona einfaldar kennslubækur í lestri, fyrir byrjendur. 

Ég er auðvitað voða ánægð með það að yngsti sonur sæki það svona stíft að læra að lesa.  Ég er líka á þeirri skoðun að þau börn sem kunna að lesa áður en þau fara í skóla séu með ákveðið forskot inn í grunnskólann.  En auðvitað verða börnin að finna þetta sjálf, yngsti sonur telur sig tilbúinn... pabbi hans var læs þegar hann var fjögurra ára gamall... þannig að nú verður gaman að sjá hvernig þeim yngsta á heimilinu gengur.

Hann reyndar tilkynnti mér það eftir lestrartíma kvöldsins að það væri erfitt að læra að lesa.. krúttið.

 

IMG_7119
 
Annars er tíðindalítið héðan af heimilinu...... allir að gíra sig upp fyrir leikinn á morgun, það verður spenna og skemmtun, hvernig sem fer.
Setjum upp smá skoðunarkönnun hér í kommentakerfinu... hvernig fer leikurinn á morgun?  
Kommenta svo....
 
Out
Kolbrún 

 


Það er ekki fríkeypis að vera í skóla

peningarTuttugu og sex þúsund fjögur hundruð þrjátíu og tvær krónur

 

SÆLL - svona hljómar reikningur bókabúðarinnar vegna tveggja skólabarna, eins á unglingastigi og eins og miðstigi.  Og ekki valdi ég dýrustu búðina í bænum til að kaupa nauðsynjar vetrarins, heldur lét ég mig hafa það að bíða í röðinni í Griffill. Að vísu þurfti ég að kaupa eina skólatösku og er verðið á henni inn í þessari upphæð en mér er bara alveg sama.  Og svo segjum við að skóli fyrir börn sé ókeypis á Íslandi.. huh.

Ekki minnist ég þess að foreldrar mínir hafi þurft að standa í löngum biðröðum og kaupa fulla poka af stílabókum, möppum, blöðum, litum og öðru þegar ég var í grunnskóla.  Skólinn einfaldlega útvegaði þetta til nemenda á þeim árum... Þetta nýja fyrirkomulag kallar bara á meiri meting hjá börnum, því að það er víst ekki sama hvaða mynd er framan á stílabókinni í dag.  Kannski hafa ekkert allir foreldrar efni á því að kaupa það sem börnin vilja fá og er INN og hvað þá?  Kallar það ekki á stríðni, jafnvel einelti... verða ekki allir að eiga allt í dag til að lifa af í íslenska skólakerfinu???

Annars eru strákarnir mínir spenntir að byrja í skólanum og hefur miðsonur eytt kvöldinu í það að merkja liti og blýanta í kvöld og raða og endurraða í nýju skólatöskuna.  Það er sem sagt allt tilbúið fyrir alvöru lífsins sem hefst á föstudaginn.  En það er gott að börnunum hlakki til að fara í skólann aftur, það segir manni að þeim líður vel í skólanum.  Er hægt að biðja um meira en það?

Nú svo þegar skólinn fer á fullt hefst líka skipulagning tómstunda vetrarins.  Elsti sonur ætlar að fara að æfa frjálsar íþróttir hjá ÍR... miðsonur hefur áhuga á sundi og bardagaíþróttum.  Sjáum hvernig þetta fer allt saman.  Nú svo hefst fermingarundirbúningur frumburðarins líka á haustdögum... mér skilst að sá undirbúningur felist meðal annars í fræðsluferð í Vatnaskóg í tvo sólarhringa og skyldumætingu í 16 messur... JÁ SEXTÁN MESSUR. 

En nóg í kvöld

Kolbrún 


Ég á vegg

Loksins er veggurinn á efstu hæð hússins okkar kominn upp, þvílík hamingja.  Við fengum tvo smiði hér klukkan 8 í morgun og nú í dagslok er veggurinn tilbúin til málningar.  Húsbóndinn veit hvað hann verður að gera á morgun.  Þessi veggur var nauðsynlegur til að tryggja öryggi yngsta sonar hér á heimilinu, en þegar húsið okkar var byggt var það greinilega byggt að vanefnum og handriðið sem er á milli hæða er vægast sagt ólöglegt, það er eða VAR svo auðvelt að detta niður.  Sem betur fer er nú búið að laga þennan þátt á heimilinu og við orðin örugg hér:)

Bræðurnir Annars var helgin bara ljúf hjá okkur.  Fórum í gær í afmæli til Magnúsar frænda en hann er 5 ára í dag.  Allir skemmtu sér stórvel í afmælinu og það er skemmst frá því að segja að það var ekki eldaður kvöldmatur á heimilinu í gærkvöldi.

Nú svo var vakað og horft á handboltann í nótt... ég get því ekki neitað að ég er búin að vera soldið þreytt í dag... en það er ekki á hverjum degi sem það er svona handboltaveisla, en það er alltaf hægt að sofa bara seinna.  Og ekki ætla þeir að láta blóðþrýstinginn fara niður þeir landsliðsmenn og spennan í lokakaflanum alveg óbærileg.  Enn og aftur endaði ég inn í eldhúsi og kíkti fram á sjónvarpið.  Nú er bara næsta mál að vinna Pólverja og þá verða allir glaðir.

Ég setti inn fullt af nýjum myndum í nýtt albúm

Out

Kolbrún 


Ég öskraði mig hása

Auðvitað horfðum við á leikinn í dag... enn ekki hvað.  Og auðvitað voru það strákarnir okkar sem voru að gera góða hluti í dag á móti Dönum (ef liðið hefði tapað hefðu það sjálfsagt ekki verið strákarnir okkar, heldur íslenska landsliðið í handbolta).  Leikurinn í dag tók svo á taugarnar hjá mér að ég veit ekki hversu oft ég stóð upp úr sófanum og fór inn í eldhús.... þegar vítið var svo í leikslok, stóð ég inn í eldhúsi og kíkti fyrir hornið... hehe.  En stórkostlegur árangur og ég hlakka til að horfa á framhaldið.  Eins gott að þetta verði ekki svona taugatrekkjandi aftur, því ég hreinlega öskraði mig hása í seinni hálfleik, svo mikið lifði ég mig inn í þetta.

Annars er allt við það sama hjá okkur fjölskyldunni.  Við höfum fengið mikið af góðum gestum til okkar í vikunni.   Vilborg, Gísli og Eyþór komu í heimsókn til okkar en þau eru í bænum þessa dagana og svo kom Kidda til okkar í mat í vikunni og áttum við mjög skemmtilegt spjall langt frameftir kvöldi.  Þvílíkt sem maður er heppin að eiga vinkonur eins og hana.  Já og svo hitti ég Fríðu í vikunni og hún er ekki síðri vinkona og gott að eiga hana að.  Nú svo er það vinnan en það hefur verið nóg að gera þar.  Við útveguðum okkur nýjan smið í vikunni (já Raggi, svona er þetta bara sorry) og verður hafist hér handa á mánudaginn í að henda upp eins og einum vegg á efstu hæð hússins og svo í framhaldinu verður flísalagt í eldhúsinu.  Allt að gerast:)  Það sem setti skugga á liðna viku var jarðarför sem við hjónin fórum í, en við fylgdum fyrrum vinnufélaga Hlyns af sjónstöðinni, ung kona í blóma lífsins, hrifsuð burt fyrirvaralaust.  Sorglegt.

Þetta var svona upptalningarblogg heh... en þið verðið bara að afsaka það að ég hef ekki haft neina einbeitingu til að blogga síðustu daga.... vonandi kemur andinn aftur yfir mig fyrr en síðar.

En þar til næst

Knúsið hvert annað

Kolbrún 


mbl.is Jafntefli gegn Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband