Færsluflokkur: Dægurmál
10.8.2008 | 23:26
Er ég kem heim í Búðardal
Um helgina var haldið ættarmót hjá föðurfólkinu mínu. Mótið var haldið í Búðardal en fjölskyldan er frá þeim slóðum (nánar tiltekið frá Búðardal á Skarðsströnd). Síðasta ættarmót hjá fólkinu okkar var haldið árið 1994 og var þá stórkostleg mæting, því miður var ekki eins góð mæting í þetta skiptið en það var góðmennt.
Ég ólst upp í Dalabyggð og bjó þar til 6 ára aldurs á sveitabæ sem heitir Sveinsstaðir. Ekki man ég mikið eftir þessum fyrstu árum ævi minnar, einhverjar glefsur þó. Ég fór í skóla í sveitinni, í 6 ára bekk, og var um að ræða heimavistarskólann á Laugum í Sælingsdal. Ég man vel að mér leið ekki vel á heimavistinni enda bara lítið barn sem var sent af heiman í heila viku. Ég sæi mig gera þetta við mína stráka.... en það var ekki bara ekki annað í boði í þessa daga.
Við fórum og heimsóttum Laugaskóla um helgina og mikið hafði ég gaman af því, jafnvel þótt ég hafi ekki munað neitt eftir skólanum. Við vorum svo heppin að hitta þar konu sem fór með okkur inn í gamla skólann og sýndi okkur allt. Skólinn var lagður niður árið 2000 og fluttur til kaupstaðarins Búðardals en í dag er rekið Edduhótel á Laugum.
Þetta var bara skemmtilegt:)
Annars var líka yndislegt að fá tækifæri til að hitta alla fjölskylduna um helgina, en þótt mætingin hafi almennt mátt vera meiri á ættarmótið, þá held ég að það hafi verið full mæting frá öllum systkinum pabba og er það nú bara slatti af fólki sem fylgir þeim systkinum. Boðið var upp á dagskrá fyrir börnin, grillað læri með tilbehör og svo kvölddagskrá...
Það var virkilega gaman að heimsækja Búðardal... en ég verð þó að játa það að þar myndi ég aldrei vilja búa. En það var skrýtið, eins og hvað Búðardalur er lítill bær og alls ekki í alfararleið að við skyldum hitta þar fullt af fólki sem við þekkjum sem hafði bara komið þar við. Við hittum hann Tryggva sem býr í nágrenni Horsens (ég ætlaði nú samt ekki að trúa því að þetta væri hann ), við hittum konu sem starfar í einhverfugeiranum og ég hef haft þónokkur samskipti við og við hittum æskuvin pabba míns... allir í kaupfélaginu hehe. Ísland er greinilega lítið land.
Ég setti inn fullt af myndum frá helginni í nýtt albúm
Smá viðbót: Þegar ég var á ættarmótinu fékk ég mjög skemmtilegt símtal frá félaga mínum sem er gay. Hann vissi þó vel að ég var stödd út úr bænum en hringdi í mig áður en hann fór í stóru gay pride gönguna, bara til að segja að hann elskaði mig og þyrfti að segja mér það ef hann skyldi lenda í sprengingu í göngunni eins og búið var að hóta. Nokkru seinna fékk ég svo sms frá honum Ég er á lífi, þú ert heppinn. Mér fannst þetta ótrúlega krúttlegt:)
Enjoy
Kolbrún
Dægurmál | Breytt 11.8.2008 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.8.2008 | 22:06
Smá grín á föstudegi
Smá gín á föstudegi
Þrír bjórframleiðendur hittast á bara til að bera saman bækur sínar, sá frá Egils pantaði Gull, sá frá Vífilfell pantaði Thule, en þegar kemur að framleiðanda Carlsberg pantar hann sér Sódavatn. Hinir tveir eru alveg hissa á þessu og spyrji hvernig standi á þessu. Nú þar sem þið ákváðuð að panta ykkur ekki bjór, ákvað ég að gera það ekki heldur svarar hann.
Skál í boðinu og njótið helgarinnar
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.8.2008 | 21:01
Við unnum orrustuna...
Ég hef ekki nennt að blogga um samskipti okkar hjóna við þá Sjóvá menn. Við lentum í því að leigjandinn okkar varð valdur að vatnstjóni í eldhúsi. Slanga frá uppþvottavél hafði losnað frá í ruslaskápnum og það flæddi vatn út um allt gólf og á parketið. Ljótt tjón á parketinu en engu að síður vildu þeir "vinir" okkar í Sjóvá reyna að lagfæra parketið. Ekki tókst þeim betur til en svo að parketið í eldhúsinu var verra eftir viðgerð en fyrir viðgerð, hvernig sem það er nú hægt. Óteljandi símtöl í Sjóvá, við tjónamatsmenn, heimsóknir tjónamatsmanna, viðtal við lögfræðing, viðtal við framkvæmdastjóra tjónasviðs og fleiri mæta menn sem hefur nú tekið tvær vikur fékk loksins farsælan endi í dag. Og trúið mér, farsæli endinn varð eingöngu vegna þrautsegju okkar hjóna... við neituðum að gefast upp og neituðum að sætta okkur við ljótt gólfefni (þrátt fyrir að sumir tjónamatsmennirnir fundust parketið fullgott fyrir okkur eheh)
En það á semsagt að borga okkur parketið í eldhúsinu, án afalla vegna aldurs. Og ef okkur reiknast rétt til, þá eigum við að geta flisalagt eldhúsið fyrir allan peninginn heh.
Auðvitað hefðum við heldur viljað nýtt gólfefni á alla hæðina, en þetta var svona Plan B...
Ég er semsagt að fá nýjar flísar og er hæstánægð með það!!!!!!!
Ég setti inn nokkrar nýjar myndir frá síðustu dögum, aðallega frá parketlögn húsbóndans og Steinars á efstu hæð hússins. Þið haldið örugglega að lífið mitt snúist um parket og flisar hahaahhaa.
Nei svo sannarlega snýst lífið mitt líka um vegg á efstu hæðinni hahahahaha (bíður sig einhver fram við að reisa hann? )
Jæja, hætt þessu bulli
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.8.2008 | 00:38
Uppgjör helgarinnar.....
Versluarmannahelgin að baki... flestir sem við þekkjum fóru úr bænum og nutu veðurblíðunnar í bland við regndropana... Við aftur á móti áttum þá stífustu vinnuhelgi sem við höfum átt lengi hér á heimilinu.
Parketlögn á efstu hæð hússins hófst á laugardag og henni lauk í dag... við nutum góðrar aðstoðar Steinars og Fríðu og þökkum við þeim kærlega fyrir ómetanlega hjálp alla helgina. Þegar ég labba upp stigann heima hjá mér núna, blasir við allt annar veruleiki en ég hef átt að kynnast fyrr... allt nýmálað og með nýju parketi. Þvílíkt sem ég er ánægð með vinnu helgarinnar.
Nú vantar bara að setja upp vegg á efstu hæðinni til að tryggja öryggi yngsta sonar. RAGGI, I MISS YOU
Annars hefur þessi verslunarmannahelgi einkennst líka af gestagangi (og ég sem var að segja að flestir væru úr bænum heh)... en við höfum fengið mömmu í heimsókn, tengdó, Guðnýju vinkonu mína, auðvitað Fríðu og Steinar og fjölskyldu, Gummi kom hér við og í kvöldinu í kvöld eyddum við með Gunnu, Óskari og Erlu Björg. En flestir vita nú að við elskum að fá gesti og lífið okkar væri dapurt án þeirra:) Ég hef oft líkt heimili mínu við umferðarmiðstöðina og á því hefur ekki orðið nein breyting... dyrabjallan byrjar hér snemma á morgnana, vaskir strákar að spyrja um strákana okkar og sem betur fer stoppar dyrabjallan ekki einn einasta dag.
En framundan er ný vinnuvika, örugglega spennandi vika.
Njótum hennar:)
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2008 | 22:12
Ég hef aldrei farið á alvöru útihátíð
Þá er þessi mesta ferðahelgi Íslendinga runnin upp... sjálf ætla ég að vera heima í Reykjavík þessa helgi eins og reyndar við fjölskyldan höfum alltaf gert um verslunarmannahelgi. Sem unglingur fékk ég ekki leyfi til að fara á svona fyllerísssamkomur, fannst það fúlt þá, en mikið skil ég foreldra mína í dag. Ég biði ekki í svipinn á mér ef unglingurinn minn bæði um að fá að fara á útihátíð....
Aftur á móti hefur skapast ákveðin hefð í fjölskyldunni um þessa helgi. Tengdaforeldrar mínir voru til margra ára búsettir í Vestmannaeyjum en fluttu í menninguna eftir gosið. Þau halda samt ennþá í "þjóðhátíðarhefðir" og hafa boðið okkur til kvöldverðar þessa helgi síðan ég man eftir mér heh. Á því var engin breyting í ár og erum við fjölskyldan nýkomin heim eftir að hafa eytt kvöldinu í Mosfellsbænum í ekta íslenskum grillmat. Á þjóðhátíð í húsi tengdaforeldra minna hef ég tvisvar sinnum fengið tækifæri til að smakka Lunda og fannst mér það afar spennandi matur, mismunandi eldaður í hvort skipti.
Það sem fangar huga minn samt hverja verslunarmannahelgi er... hversu mörg slys verða, verða banaslys? Hversu margar nauðganir? Ég vona að fréttir þessu tengdar verði ekki aðalfréttaefnið eftir helgina.
En yfir í annað...
Það er einn hlutur sem ég er upptekin af því að læra hér á Íslandinu þegar ég fer að versla í matinn. ÉG ÞARF EKKI AÐ EIGA ÞRJÁ HLUTI AF ÖLLU. Í Danmörku virka búðirnar þannig að það eru alltaf magntilboð... keyptu 3 kaffipakka og sparaðu fullt af krónum... keyptu 4 snakkpoka og sparaðu enn fleiri krónur. Ég er eiginlega enn soldið föst í þessu munstri og finnst að ég þurfi að kaupa margar einingar af öllu því sem mig vantar til heimilisins... en þetta hlýtur að lærast upp á nýtt heh. Ég er allavega búin að ná að safna mér ágætis birgðum hér á Íslandi með danska stílnum.
En ég kveð í kvöld
Gangið hægt um gleðinnar dyr
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2008 | 21:00
Línur úr Breiðholtinu
Jæja gott fólk.
Mér finnst ég eiginlega vera farin að skulda ykkur blogg. Það hefur heilmikið á daga okkar fjölskyldunnar drifið síðan við fluttum aftur til Íslands. Hlynur byrjaði á því að mála allt húsið okkar með góðri hjálp frá pabba sínum og bróður, auk þess sem stóru strákarnir tóku virkan þátt. Það er ekki lítil vinna að mála hérna, því fyrir þá sem ekki vita þá búum við í þriggja hæða húsi. Við tókum þá ákvörðun að mála allt hvítt og sé ég ekki eftir því... þvílíkt sem er bjart hér hjá okkur núna og það er eins og að húsið hafi hreinlega stækkað. Á meðan að á öllu þessu stóð, þá byrjaði ég að vinna strax daginn eftir að við lentum á Íslandi... mér finnst æðislegt að vera byrjuð að vinna aftur og finn að ég kem fersk inn í vinnu aftur eftir langt frí. Það hentar mér mun betur að vera í vinnu en að vera heimavinnandi húsmóðir, þó það hafi verið ágætt að fá að prófa að upplifa það:)
Gámurinn með dótinu okkar kom svo á fimmtudaginn í síðustu viku, aðeins 8 dögum eftir að honum var lokað í Horsens. Ég hafði haft smá áhyggjur af tollayfirvöldum hér á landi því ég hef heyrt að þeir geti verið erfiðir, en það voru óþarfaáhyggjur, því að gámurinn var tollaður á þremur mínútum. Við fengum góðan hóp af fólki til að aðstoða okkur við að taka úr gámnum og var hann orðin galtómur 40 mínútum eftir að hann kom í hlað. Við höfum svo eytt síðustu dögum í það að taka úr kössum og koma dótinu okkar fyrir. Það er eiginlega alveg með ólíkindum að það hafi allt komið heilt út úr gámnum, því að við tókum eftir því strax að dótið hafði farið af stað í gámnum. Það eina sem var brotið var eitt rauðvínsglas úr ikea... ég græt það ekki mikið.
Við höfum fengið ómetanlega hjálp frá fjölskyldu og vinum í flutningum okkar heim til Íslands og fyrir það viljum við þakka. Það er sannarlega gott að eiga góða að.
Í bland við kassa og uppröðun höfum við líka gert aðra hluti. Við erum búin að taka rúntinn um Reykjavík...fá okkur pylsu og kók, fara á Batman í bíó, fara í matarboð til mömmu og pabba, Emil hefur fengið að vera mikið hjá ömmu sinni og í gær fór ég og heimsótti Söndru og litla nýfædda soninn hennar.
Um helgina verður svo haldið áfram framkvæmdum hér í Breiðholtinu en þá er stefnan sett á að leggja parket á efstu hæðina... þegar það er búið má segja að við eigum heimili aftur heh. Auðvitað fáum við góða aðstoð við parketlögnina frá Fríðu og Steinari og stefnum við á að eiga góðan laugardag hér.
Ég setti inn fullt af nýjum myndum frá fyrstu dögunum okkar hér á Íslandi
Bið að heilsa öllum vinum okkar yfir hafið:)
Kolla
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.7.2008 | 22:29
Myndir Myndir
Vitið þið það, að ég er svo uppgefinn að ég nenni ekki að blogga. Lofa að vera aðeins duglegri þegar hlutirnir fara að róast hérna heima hjá mér.
En í staðinn er ég búin að setja inn fullttt af myndum í nýtt albúm (þurfti samt að setja þær inn í þremur hollum heh).
See ya
Kolbrún
ps....JÓNA MJÖLL... MSN IÐ MITT ER KOLLAJO@HOTMAIL.COM. ADDAÐU MÉR ENDILEGA INN.
ps2 Berta... call me babe
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2008 | 23:51
Við erum á Íslandi.....
Það er alltaf einhver fiðringur sem fer um mann þegar flugfreyjan segir í hátalarann: "Velkominn heim" þegar maður lendir á Keflavíkurflugvelli. Fiðringurinn var ekki lítill í nótt þegar við lentum, því þá upplifði ég það svo sterkt að ég var kominn heim.
Heimferðardagurinn var yndislegur en honum eyddum við í að heimsækja vini okkar í Horsens og nágrenni, í algerum rólegheitum. Ferðin heim gekk líka vel, allt á áætlun og það eina sem við getum kvartað yfir var þessi ógeðslega breska leiguflugvél sem flaug okkur yfir hafið. Það er yndislegt að vera komin í húsið sitt í Reykjavík og í dag hófst uppbyggingin hér innanhúss.... og við eigum vægast sagt mikið verk óunnið hér enda hafði leigjandinn okkar ekki svo mikið sem tekið upp eina tusku áður en hann flutti út. Sárin á fingurgómunum hafa því tekið sig upp að nýju eftir skrúbb dagsins... sárabótin er að maðurinn minn bauð mér á Taco Bell í kvöld en það er mitt uppáhald:)
Á morgun á ég svo að byrja að vinna...held ég.....
Ég ætla að skrifa almennilegt blogg og svo á ég eftir að setja inn fullt af myndum sem enn eru á minniskubbnum á vélinni, vonandi á morgun en ætla að fara að kíkja í koju núna.
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.7.2008 | 18:00
I just called to say......
Síðasta nóttin okkar í Mosanum í kvöld.....
Blóð, sviti og tár hér síðustu daga en þetta er að taka enda.
Við erum á leiðinni HEIM.
Vildi bara aðeins láta vita af okkur.
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.7.2008 | 07:14
Listamaðurinn miðsonur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar