Ég á vegg

Loksins er veggurinn á efstu hæð hússins okkar kominn upp, þvílík hamingja.  Við fengum tvo smiði hér klukkan 8 í morgun og nú í dagslok er veggurinn tilbúin til málningar.  Húsbóndinn veit hvað hann verður að gera á morgun.  Þessi veggur var nauðsynlegur til að tryggja öryggi yngsta sonar hér á heimilinu, en þegar húsið okkar var byggt var það greinilega byggt að vanefnum og handriðið sem er á milli hæða er vægast sagt ólöglegt, það er eða VAR svo auðvelt að detta niður.  Sem betur fer er nú búið að laga þennan þátt á heimilinu og við orðin örugg hér:)

Bræðurnir Annars var helgin bara ljúf hjá okkur.  Fórum í gær í afmæli til Magnúsar frænda en hann er 5 ára í dag.  Allir skemmtu sér stórvel í afmælinu og það er skemmst frá því að segja að það var ekki eldaður kvöldmatur á heimilinu í gærkvöldi.

Nú svo var vakað og horft á handboltann í nótt... ég get því ekki neitað að ég er búin að vera soldið þreytt í dag... en það er ekki á hverjum degi sem það er svona handboltaveisla, en það er alltaf hægt að sofa bara seinna.  Og ekki ætla þeir að láta blóðþrýstinginn fara niður þeir landsliðsmenn og spennan í lokakaflanum alveg óbærileg.  Enn og aftur endaði ég inn í eldhúsi og kíkti fram á sjónvarpið.  Nú er bara næsta mál að vinna Pólverja og þá verða allir glaðir.

Ég setti inn fullt af nýjum myndum í nýtt albúm

Out

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Til lukku með vegginn. Best að vera löglegur. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 19.8.2008 kl. 10:30

2 Smámynd: Vilborg

Takk fyrir okkur um daginn...alltaf jafn gaman að sækja ykkur hjónakornin heim.  Mitt fyrsta verk þegar ég kem heim er að skanna myndirnar úr Miðholtinu....múhhhhaaaaa!!!

Verðum svo í bandi....þeim elsta langar mjög mikið að fá að kíkja líka

Vilborg, 20.8.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband