Aftur nýjar myndir

Enjoy

Sé ykkur á facebook

 

Kolbrún


Nýjar myndir

Ég er að hugsa um að hætta með þetta blogg.... nenni þessu ekki lengur, er alveg föst á facebook.  En set inn myndir hér... fyrir mömmu þar sem hún kann ekki á facebook...

Mamma nú verður þú að fara að læra á facebook:)

Fullt af myndum í tveimur nýjum albúmum

Kolbrún


whats up

Jæja, best að henda inn einni færslu.... annars er ég alveg að missa áhugann á þessu bloggi mínu, áhuginn er allur á facebook.... en ég geri það fyrir okkar nánustu að henda inn myndum hér á bloggið og mun gera það eitthvað áfram.

Auðvitað er okkar líf viðburðarríkt eins og áður.... annars værum þetta ekki við hahahah

Hvað hefur á daga okkar drifið:

*  Um síðustu helgi fórum við á skautasýningu í Egilshöll.  Katrín Guðrún frænka mín fór þar á kostum en hún sýndi atriði sem hún ætlar að sýna á Ólympíuleikum  fatlaðra Í DAG.  Ég óska henni auðvitað góðs gengis í dag á svellinu, hún á eftir að rúlla þessu upp:=)

* Ég fór með strákana klukkutíma fyrir sýningu í Egilshöllina og við skelltum okkur á skauta.   Strákarnir elska skautaferðir en sjálf hafði ég ekki stigið á skauta í allavega 25 ár.  Ég skemmti mér rosalega vel á skautum og mun pottþétt fara aftur með þeim:)

*  Á mánudaginn fór ég í rannsókn/ristilspeglun og fékk það staðfest að ég er hraust á líkama og sál og líður stórkostlega.  Ristilvesen hefur fylgt minni fjölskyldu kynslóðum saman og gott að vera búin að útiloka eitthvert meinvarp þar:)

*  Í vikunni var opin dagur á leikskólanum hjá Emil.  Þar var mömmu boðið í morgunmat í leikskólanum og svo að vera þar í 2 klst og taka þátt í starfinu með Emil.  Rosalega skemmtilegt, og rúsínubrauðið sem boðið var upp á í morgunmat alveg gómsætt.  Emil fannst ekki leiðinlegt að mamma væri á leikskólanum og þurfti að sýna mér hreinlega hvert einasta horn í leikskólanum á þessum tveim tímum:)

*  Menntaskólaskvísuvinkonur mínar Ása og Guðrún Hilmars komu í heimsókn eitt kvöldið í vikunni og kjöftuðum við af okkur allt vit... áður en við vissum af var klukkan orðin eitt og við uppgötvuðum að við hittumst of sjaldan.  Ása mun fljótlega bjóða okkur í brunc með krakkana og svo er stefnan tekin á að hittast með kallana í mat hjá GUðrúnu fljótlega.  Bara gaman:)  það er ekkert sem jafnast á við að eiga góða vini.

*  Það sem stendur sennilega upp úr í vikunni er surprise fertugsafmælið hennar Ellu sem var á föstudagskvöldið.  Hún stóð í þeirri meiningu að hún væri að fara út að borða en Óskar var búin að skipuleggja stórt partý og var svakagaman hjá okkur.  Við mættum allar vinkonurnar úr Þroskaþjálfaskólanum og drukkum rauðvín og hvítvín eins og okkur væri borgað fyrir það.  GUnna skildi ekkert í því hvernig hún varð full... og aumingja Óskar lenti í að keyra fjóra fulla þroskaþjálfa heim eftir afmælið (hlynur fór heim fyrr til að hugsa um litlu strákana okkar).  EN þetta var frábært kvöld, pínu þynnka daginn eftir:)

*  EN það þýddi  svo sem ekkert að lifa í þynnku í gær... Hlynur þurfti að læra og ég fór með strákana í Laugarásbíó að sjá hundahótelið kl 12.  Það var engin annar en Logi Geirsson handboltastjarna sem bauð langveikum börnum á þessa sýningu og var voða gaman hjá okkur.  Flott framtak hjá Loga:)

*  VIð bruðuðum síðan eftir bíósýninguna í Hveragerði þar sem við fórum í sund á hótel Örk og fórum svo á kaffihús í Hveragerði til að safna orku til að halda áfram.  Við enduðum á því að keyra áfram til Stokkseyrar en þar skoðuðum við Veiðisafnið en núna um helgina var mikið um dýrðir þar, vegna þess að þeir voru með byssusýningu samhliða.  Strákarnir agndofa yfir þessari sýningu, enda mjög flott.

*  Það voru því þreyttir ferðalangar sem komu aftur til Reykjavíkur um kvöldmataleytið í gær... ein snílldnin á leiðinni í bæinn.  VIð keyrðum framhjá fangelsinu á Litla Hrauni og Jón Ingi sem getur verið afar hvatvís bað mig að stoppa.  Hann skellti sér úr bolnum og stökk út úr bílnum og tók á sprett ber að ofan í frostinu... hann ætlaði ekki að vera verri maður en Pétur Jóhann grínari sem lék þennan leik hér um árið.  Það verður seint sagt um frumburðinn að hann sé feiminn:)

Þetta er vikan okkar, svona sirka...

Við erum komin á kaf í fermingarundirbúning.... búin að græja fullt af hlutum og haldið verður áfram í næstu viku.  Jón Ingi fór á fermingarmót í Vatnaskógi í vikunni og gisti eina nótt og var alveg að fýla Vatnaskóg.  Eins gott, enda er ég þar að hálfu alinn upp og þykir óheyrilega vænt um staðinn.  Ég vissi að hann væri í góðum höndum hjá Sæla í Vatnaskógi og það reyndist rétt.

En enn þarf Hlynur að læra í dag og ætla ég að skreppa á götumarkaðinn í Kringlunni með strákanna og athuga hvort það sé séns að ég geti eitt einhverjum peningum ahhahah.... ég ætti kannski að spyrja húsbóndann hvað ég megi eyða miklu, en ég heyrði það í vikunni frá einni konu að það væri betra að spyrja hversu miklu má ég eyða, heldur en að spyrja má ég kaupa mér eittthvað ... haldið þið að það sé eithvað til í því.

FUllt af nýjum myndum í albúmi

Kv

KOlbrún

Jón Ingi að hlaupi loknu fyrir utan Litla Hraun


Hugleiðingar um Transfitu

Vitið þið hvað Transfita er?

Jú, harða fitan í fæðunni sem við viljum ekki borða. 

Þar sem ég hef verið í ákaflega stífu aðhaldi undanfarna vikur og mánuði, spái ég mikið í hvað ég læt ofan í mig.  Ég ætla jú að komast í kjólinn fyrir fermingu... hvaða kjól á eftir að koma í ljós.

Allavega.. þá átti Jón Ingi 14 ára afmæli núna í janúar og þar sem húsbóndinn var að vinna ákvað ég að bjóða honum á hans uppáhalds veitingarstað TacoBell í Hafnarfirði, sami veitingarstaður og KFC.  Og þótt maður sé í aðhaldi, þá verður maður að borða og máttur auglýsinga í sjónvarpi er það mikill greinilega að ómeðvitað valdi ég þennan veitingarstað þar sem það hefur verið mikið auglýst að það sé engin transfita í mat á KFC.

En ég þarf alltaf að fá staðfestingu á öllu og spyr því starfsmanninn hvort það sé ekki öruggt að það væri engin transfita, hvorki í Tower Cinger borgaranum sem er mitt uppáhald á KFC eða í frönskunum.  Starfsmaðurinn sem var ungur strákur horfði á mig eins og það væri eitthvað að  mér og sagðist ekki vita hvað transfita væri.... úff

En hann spurði félaga sinn og félaginn sagði að það hlyti að vera transfita í frönskunum.

Ég spurði þá, hvað þeir væru þá að auglýsa að það væri engin transfita í mat frá KFC.... og ekki könnuðust þeir við að hafa séð þessa auglýsingu og fóru því og spurðu þriðja vinnufélagann, hann notaði líkamann til að segja þeim að hann vissi ekkert hvað þeir væru að tala um.

Það var ekki fyrr en fjórði starfsmaður KFC var spurður um transfitu í mat frá KFC að ég fékk það staðfest að það er engin transfita í neinum mat sem maður borðar á KFC á Íslandi.

Þar hafið þið það....

 

En tíðindi vikunnar hjá okkur fjölskyldunni....

Ég er búin að eignast nýja tölvu.... mín gamla dó og hvílir í friði.  Ég er ógó ánægð með nýju tölvuna mína, allir takkarnir eru fastir á lyklaborðinu og allt hehe

Annars hefur vikan einkennst af afmælum...

Emil fékk að vera kóngur í einn dag á afmælinu sínu á leikskólanum

 Emil hélt upp á afmælið sitt í leikskólanum en þar tíðkast það að afmælisbarnið fær sérstakan kóngastól og kórónu.... allir syngja fyrir afmælisbarnið og svo fær afmælisbarnið að velja einn leik sem allir fara í.  Emil var hæst ánægður með afmælisdaginn sinn á leikskólanum, enda alveg í hans anda að fá athyglina óskipta í heilan dag.

Hann hélt svo upp á afmælið sitt fyrir fjölskyldu og vini helgina eftir og var hér margt um manninn.  Latabæjarþema var val Emils, eins og það komi einhverjum á óvart. 

Sömu helgi tóku Emil og Jón Ingi þátt á stórmóti ÍR sem haldið var í Laugardalshöll... Emil keppti í langstökki, 60 metra hlaupi og 400 metra hlaupi og stóð sig vel..  Jón Ingi keppti í kúluvarpi og hlaupum og bætti tíma sína í hlaupunum.  Hann ætlar á verðlaunapall á næsta móti....

Við hjónin skelltum okkur í vikunni í Borgarleikhúsið með tengdaforeldrum mínum og sáum sýninguna Laddi Sextugur.... stórskemmtilegt og kitlaði hláturtaugarnar.

Ég sjálf lenti í því að verða veik í vikunni, fékk hálsbólgu svo slæma að ég gat ekki talað vegna hæsis... en viti menn, ég var ekki nema örfáa daga að hrista þetta af mér og þurfti engin lyf til þess... þakka þessu reykbindindi mínu sem hefur nú staðið í meira en 5 mánuði.

Jón Ingi hélt partý fyrir skólafélagana

 Jón Ingi varð 14 ára í vikunni... orðin formlegur unglingur.  Hann hélt bekkjarpartý með fleiri vinum sínum úr öðrum bekkjum og held ég að þegar mest var hér á laugardagskvöldið síðasta voru hér 29 unglingar af báðum kynjum í pizzu og singstar.  Stelpurnar allar á háum hælum og stuttum pilsum, strákarnir flestir í mútum.... sætt og gaman að fá að taka aðeins þátt í lífi unglingsins á þennan hátt.

Hann bauð svo okkar nánasta fólki í mat á sunnudagskvöldið og komum við fólki á óvart með því að bjóða upp á þorramat með íslensku brennivíni og bjór.  Við eigum svo flottan þorrabakka sem Raggi smíðaði fyrir okkur í fyrra og fannst okkur tilvalið að nota hann við þetta tækifæri.  Veislugestir skrifuðu svo nöfn sín undir bakkann, og þannig verður bakkinn minning um þá gesti sem hafa borðað mat úr honum.  Æðsilegt kvöld og sérlega gaman að Lára frænka sem býr á Hólmavík kom og við gátum spjallað fram að miðnætti:)

 

Hvað meira hefur á daga okkar drifið....

Ég hitti Gunnu vinkonu mína í hádeginu í gær og fórum við á flug í slúðri og fengum okkur mexikóskan mat á Culiacan.... frábært enda frábær manneskja hún Gunna.. ég er ríkari að þekkja hana:)

Ég er búin að vera ógó dugleg í ræktinni, mæti næstum daglega og syndi þar að auki.  Ég fór einu sinni í vikunni og ætlaði að hlaupa úti en það var svo sleipt að ég gafst upp.  Ég geri aðra tilraun aðeins seinna...

Annars bara allt fínt hér og fullt af nýjum myndum í albúmi

Kolbrún out


Afmæli og Latibær

Yngsti sonur á afmæli í dag.  Hann er orðin 5 ára.

Það þarf sjálfsagt ekki að segja neinum sem til okkar þekkja þvílíka aðdáun yngsti sonur hefur á Latabæ og Íþróttaálfinum og hefur hann óskað sér þess að hafa Latabæjarþema í afmælinu.  Það vill svo til að hann valdi það líka á þriggja ára afmælinu þannig að mér fannst þetta ekki mikið mál.  Búið er að græja afmælisdúk, glös, diska og servéttur og aðra fylgihluti sem þarf til afmælis og auðvitað allt með Latabæjarþema.  Í dag hringdi ég svo í Bakarameistarann til að panta útprentaða marsipan mynd með Íþróttaálfinum eins og ég hafði gert fyrir tveimur árum en viti menn.  Svarið sem ég fékk frá starfsmanni Bakarameistarns var það að ekki væri lengur leyfilegt að gera Latabæjarmyndir og væru það boð frá framkvæmdastjóra Latabæjar.  Hann hafði fyrir nokkru sent formlegt bréf á bakaríið og bannað þetta.  Ég varð hissa og starfsmaður Bakarameistarans benti mér að hringja í Latabæ og kvarta, í þeirri von að sem flestir kvörtuðu þannig að Latibær myndi breyta afstöðu sinni.  Og baráttukonan ég, sem sé fram á heilt kvöld við blöndum matarlita til að gera íþróttaálfaköku hringdi beint í Latabæ.  Ég talaði lengi þar við mann sem benti mér á að það væri á móti prinsippum Latabæjar að skreyta kökur með lógóum frá þeim, þar sem þeir væru að boða hollustufæði og hreyfingu.  Ég svaraði á móti að ég gæti ekki skilið að þeir væru að selja afmælisdót og svo mætti ekki hafa köku frá þeim í afmælinu.  En þetta er alveg á hreinu, það er bannað að kaupa afmælisköku með íþróttaálfinum á Íslandi í dag.

Ég veit hvað ég verð að gera á föstudagskvöldið allavega... arggg

En sagan er ekki búin.

Ég spurði þennan mæta starfsmann Latabæjar hvort það tíðkaðist að fá Íþróttaálfinn til að koma í smá heimsókn í barnaafmæli og sagði hann svo vera.  Ég hætti í smá stund að vera fúl út í Latabæ og hugsaði með mér að þarna gæti ég látið draum yngsta sonar rætast, þar sem þetta er örugglega síðasta árið sem hann er með svona ofurdýrkun á íþróttaálfinum.  Ég spurði um verð og hann sagðist ætla að kanna það og hringja í mig aðeins seinna.  Það vantar ekki að hann hringdi klukkutíma seinna í mig og tjáði mér í fyrsta lagi að magnús sceving sjálfur kemur aldrei í afmæli heldur eru þeir með mann í vinnu við að koma fram fyrir hans hönd og verðið.... já litlar 60.000 kr.  Takk fyrir takk

Kæru vinir sem eru að koma í afmæli til Emils á sunnudaginn.  Íþróttaálfurinn kemur ekki í heimsókn.

 

Hvað er annars títt hjá þessari fjölskyldu:)

*  Soldið af afmælum... Skúli Björn besti vinur Emils átti afmæli um helgina og fórum við að sjálfsögðu í afmælið.  Svo átti amma mín Lára 80 ára afmæli á laugardaginn síðasta og var haldin heljarveisla sem var mjög vel heppnuð og mjög skemmtileg.

Ég með ömmu á 80 ára afmælinu hennar

 

 

 

 

 

 

 

 

*  Yngsti sonur byrjaði að æfa frjálsar íþróttir í vikunni en að hefur verið draumur hjá honum lengi.  Að sjálfsögðu er hann að æfa með ÍR.

*  Frumburðurinn byrjaði að læra á gítar í vikunni og situr nú lon og don með gítarinn og æfir grip.

*  Við hjónin skelltum okkur í bíó í vikunni og sáum Sólskinsdrengin.  Ég get eiginlega ekki enn sagt hvað mér finnst um myndina, þarf kannski að sjá hana aftur.  Við fórum saman út að borða á American Style fyrir sýninguna, frábært kvöld:)

*  Svo veiktist Emil og hann hefur verið veikur alla vikuna.  Hann er búin að fá sýklalyf og augndropa og var loksins hitalaus í kvöld.  Hann fær þá væntanlega að halda upp á afmælið sitt á leikskólanum á morgun en það var soldið skúffelsi í dag...

*  Í gærkvöld fengum við góða vinkonu í mat, Önnu Stínu og áttum með henni stórskemmtilegt kvöld.

 

Þetta er sirka vikann okkar.... fullt af myndum í nýju albúmi að sjálfsögðu

Við hjónin

 

 

 

 

 

 

 

 

Out Kolbrún


Saga úr sundi

Þegar ég var grunnskólastelpa, æfði ég sund með sundfélaginu Ármanni af miklu kappi.  Auk þess að stunda æfingar nær alla daga vikunnar, æfði ég sjálf með því að stunda sundlaugarnar í frítíma.  Sund var semsagt mikið áhugamál mitt þegar ég var barn. 

Ég man vel eftir því hvað ég vorkenndi og stundum kannski glotti góðlátlega þegar ég horfði á "gömlu" konurnar í sundi í Sundhöll Reykjavíkur, því þær syntu svo hægt með hausinn upp úr allann tímann. Mér fannst þær frekar hallærinslegar.

Ég fór í sund með strákana mína í Breiðholtslaug í vikunni.  Við gerðum okkur markmið að synda hálfan kílómetra og svo að leika okkur... ég kann nefnilega enn að leika mér heh.  

Hvað haldið þið að ég hafi uppgötvað í sundferðinni.... ÉG VAR GAMLA KONAN SEM SYNTI MEÐ HAUSINN UPP ÚR og frumburðurinn minn ætlaði greinilega ekki að þekkja þessa gömlu konu sem synti með bleik sundgleraugu en samt með hausinn upp úr vatninu.  Hann allavega færði sig yfir á næstu braut.

hahahah  ég næstum því hló upphátt.

En það var meira sem var skemmtilegt við þessa sundferð okkar.  Eftir að hafa synt í SITTHVORU lagi, þá var komið að leiktíma.  Strákarnir fóru að sýna mér listir sínar, standa á höndum og léku á alls oddi.  En það er nú einu sinni þannig, að ef þú hefur einu sinni lært eitthvað, þá er ekki auðvelt að gleyma því.  Ég kom þeim því mikið á óvart að geta staðið á höndum í sundinu.  Frumburðurinn fer þá að segja mér að hann hafi alltaf langað að læra að geta farið í kollhnís ofan í lauginni.  Og haldið þið að kellan hafi ekki farið í kollhnís eins og ekkert væri... frumburðurinn varð fúll, sagðist þurfa að æfa betur.... ég held að hann hafi ekki skammast sín mikið fyrir mömmu sína á þessum tímapunkti..... frekar verið hissa að gamlar konur gætu farið í kollhnís.

 

En vikan sem leið var afar skemmtileg hjá okkur fjölskyldunni...

Grýla, leppalúði og stúfur með fjölskyldunni  Svo var rosalega flott flugeldasýning

 

 

 

 

 

 

 

 

Saumaklúbburinn allur komin saman, Mjöll, Magga, Ingibjörg, ég og Valgerður   Jóhanna, ég, Erla og Stella í hitting

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

*  við fórum á þrettándagleði til tengdaforeldra minna.  Þau buðu okkur í æðislegan mat og svo löbbuðum við á þrettándabrennuna í Mosfellsbænum.  Þrátt fyrir rigningu og soldin kulda nutum við þess að vera þarna, Emil hitti Grýlu, Leppalúða og ýmsar kynjaverur á brennunni, kvaddi jólasveinanna og fjörið endaði í flottustu flugeldasýningu sem ég hef á ævi minni séð.  Frábært kvöld sem við þökkum fyrir:)

*  saumaklúbburinn minn hittist í vikunni, Ingibjörg er á landinu og ákváðum við að nota tækifærið og sameinast allar.  Það var komið að mér að halda klúbb og ákvað ég að bjóða þeim í mexikóska kjúklingasúpu og rauðvín í stað köku og heitra rétta og áttum við svo skemmtilegt kvöld að ég man ekki hvenær ég hló svona mikið síðast.  Hlynur meira að segja spurði þegar þær fóru hvort við værum alltaf svona, eins og smástelpur með píkuskræki.... heehh við erum bara svona ungar í anda en þessi æðislegi saumaklúbbur minn er búin að lifa í 18 ár.

* nú ég fékk svo annað símtal í vikunni frá Jóhönnu, sem var góð vinkona mín í denn og hún bauð mér heim til sín  ásamt Erlu og Stellu en við vorum allar góðar vinkonur... þvílíkt sem var gaman að hitta þessar stelpur aftur og við kjöftuðum til eitt um nóttina, það var um svo mikið að tala.  Við ætlum að hittast aftur fljótlega og hittast þá með litlu börnin okkar sem aldrei hafa hist... bara gaman.

*  nú svo er það ræktin...  ég er alveg að fíla mig þar og hef farið á hverjum einasta degi... toppaði sjálfa mig í dag þegar ég komst 10 km á tveimur jafnfljótum.

 

Nú erum við að fara inn í helgina og margt spennandi planað...

En þið verðið að bíða eftir næstu viku eftir því heh

Það eru nýjar myndir í albúmi

Kv

Kolbrún


Áramót

Á síðasta kvöldi ársins 2008Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og fjölskylda og þakkir fyrir liðnar stundir, bæði í lífi lifenda og blogglífi:)

Við erum búin að hafa það alveg ofsalega gott yfir hátíðarnar og búin að vera mikið með okkar fólki.  Auðvitað hefur mataræðið yfir hátíðarnar ekki verið til mikillar fyrirmyndar og finnst mér puttarnir á mér hreinlega vera að springa af salti og reyktu kjöti (svo ég tali ekki um nóa konfektið, ég kláraði það)

Ég fékk margar góðar jólagjafir sem ég þakka kærlega fyrir.  Auðvitað á ég mínar uppáhaldsgjafir eins og allir... eitt það dýrmætasta sem mér var gefið um jólin var um 30 ára jólakort sem ég hafði gefið ömmu minni og afa sem eru bæði dáinn.  Ég hafði búið sjálf til jólakortið, límt glansmynd framan á og skrifað inn í... pabbi gaf mér kortið núna um jólin en hann fékk það úr dánarbúi ömmu minnar.    Mér þótti líka óendanlega vænt um gjöfina frá miðsyni mínum en hann hafði búið til púða fyrir mig til að nota til að sofa með í sófanum (hmmmm sef ég í sófanum????) og á púðanum stendur með krosssaum... MOR ER BEST.  Hrikalega sætt.   Svo kom gjöfin frá Bertu og Ragga mér skemmtilega á óvart... þau sendu mér armband sem er með kínversku árunum sem mig hefur dreymt um að eignast forever og tvo kassa af flödebollum úr Aldi og það eru þær flödebollur sem ég elska mest í heiminum.  Tryggvi frændi minn gaf mér ómetanlega gjöf þessi jól, mynd í ramma af afa Agnari sem kvaddi okkur í fyrra.  Ég saknaði hans mikið um jólin.  Við hjónin fengum miklu fleiri góðar gjafir, bækur, jólaórann, inn í stellið okkar í Ristenhoff og Rosental, DVD og peninga sem koma sér vel í fatakaup þegar útsölurnar byrja (ég held allavega að minn hluti fari í að kaupa mér föt).  Takk elsku fjölskylda og vinir fyrir okkur.

Það setti smá svartan blett á annars góða daga yfir hátíðarnar að það skyldi vera keyrt á okkur á milli jóla og nýjárs.  Það var keyrt harkalega aftan á nýja Yarisinn okkar og var ég að keyra með Hafstein og Emil í bílnum.  Sem betur fer meiddist engin, en sjokkið var mikið og er Emil minn enn mjög upptekin af því hvort bílar komi of nálægt okkur í umferðinni í dag... hann hefur samt sem betur fer ekki neitað að fara út í bíl eins og hann gerði þegar við lentum í síðasta árekstri þannig að vonandi nær hann að vinna með þetta sjálfur.  En auðvitað er þetta gríðarlegt sjokk...

Áramótunum eyddum við með stórfjölskyldu minni og áttum stórskemmtilegt kvöld með þeim.  Ég á alltaf soldið erfitt á áramótum.... bæði er ég hrædd við flugeldana og hrædd um strákana mína og eitthvað komi fyrir í öllum hamaganginum... ég er því manna fegnust þegar allir flugeldar og allir kínverjar hafa verið sprengdir.  Svo hefur myndast hefð fyrir því á heimili foreldra minna að horfa á gamla árið fara og nýja koma  í sjónvarpinu og skála svo í freyðivíni um áramót... ómissandi hefð sem hefur fylgt okkur frá því ég man eftir mér.  Ég verð alltaf soldið meir þegar ég sé gamla árið kveðja í sjónvarpinu en á sama tíma þakklát fyrir að fá vera með ein áramótin enn, hraust á líkama og sál.

Ég með mömmu og pabba á áramótum Ég hef áður nefnt áramótaheit fjölskyldunnar.

Geðrækt og heilsa, hreyfing og heilbrigði.

Það var þvi ekki eftir neinu að bíða á nýju ári og byrjaði ég daginn á því að skella mér í ræktina og mikið rosalega var það gott, tilfinningin dásamleg.

Vatnið sem ég hef drukkið í lítravís í dag hefur svo aðeins skolað mestu saltinu úr líkamanum og því allt á réttri leið á ný.

Ég óska aftur öllum þeim sem ég þekki gleðilegs árs og megi allar ykkar óskir og þrár rætast á nýju ári.

Bjartsýni þarf á árinu 2009 !!!!!

Kolbrún out

 

Nýjar myndir í albúmi


Sorgir og Sigrar ársins 2008

Árið 2008 er senn á enda... enn eitt viðburðarríka árið í okkar lífi. 

Við heilsuðum nýju ári í Horsens, fjölskyldan saman.  Það var heldur einmannalegt hjá okkur þar sem við erum alltaf í kringum mikið af fólki á áramótum á Íslandi... ég fór með stóru strákana á áramótabrennu, Emil fór snemma að sofa því hann var hundlasinn af hlaupabólu.  Við fjölskyldan kúrðum okkur svo saman fyrir framan lítinn tölvuskjá og horfðum á áramótaskaupið online... ég var með heimþrá... hafði ekki einu sinni lyst á að skála í freyðivíninu sem ég hafði keypt að miðnætti.

Á þessum áramótum vissum við ekkert hvernig árið 2008 myndi þróast.  Auðvitað var planið þá, að við yrðum áfram í Horsens.  Ég fékk mér meira að segja vinnu í byrjun janúar við útburð á auglýsingapésum.  Ég hætti því fljótlega, enda svínað á mér og lítlir aurar í vasann til útlendinga, gott að svindla á útlendingum:(  Hlynur vann fyrir heimilinu á sjónstöðinni  í Vejle og stundaði líka nám í pædagog með góðum árangri.

Það er stórt skref að flytja með fjölskylduna til annars lands.  Það er hreinlega bara átak.  En lærdómsríkt og hefði ég ekki viljað missa af þessu ári sem við bjuggum í Danmörku.  Það var svo sem eitt sem særði mig mikið í Horsens... þó aðallega ég sjálf að vera ekki eins góður mannþekkjari og ég hélt mig vera.  Óneitanlega kynnist maður nýju fólki þegar maður flytur og sem betur fer eru flestir þeir sem við kynntumst gott fólk.  En það leynast ónýtir ormar allsstaðar og því miður þurftum við að verða fyrir slíkum í Horsens.... Hlynur var búin að sjá þetta fyrir, en ég vildi ekki trúa því að það væri til svona ílla innrætt fólk og hlustaði ekki á aðvörunarraddir... ég fékk það ílla í bakið og er enn að jafna mig á þeim hlutum.  Við kynntumst sem betur fer líka góðu fólki í Horsens, fólki sem við eigum vonandi eftir að halda sambandi við um ár og aldir....helst ber að nefna okkar elskulegu vini Bertu og Ragga, Kiddu, Guðný og Bjarka, Þórunni og Steinar, Steinunni og Hall, Jónínu og Jónu og Jörgen.. þið eruð yndisleg og gerðuð okkur árið ómetanlegt.

Við ferðuðumst þó nokkuð á árinu.  Við fórum í frábæra ferð til London sem mun lifa og lifa.... við fórum í heimsókn til Íslands og sáum að þar áttum við góða að, og ég fékk að upplifa New York í allri sinni ljósadýrð.  Ég vona að ég eigi eftir að upplifa þa borg aftur.  Innan Danmerkur ferðuðumst við líka mikið á árinu.  Við fórum auðvitað reglulega til Þýskalands til að ná okkur í birgðir, en við reyndum líka að nota tímann okkar vel og njóta þess sem Danmörk hefur upp á að bjóða.  Við ferðuðumst um nær allt Jótland, alveg upp til Álaborgar, niður að Fjóni og upp til Þýskalands... yfirleitt með nesti eins og sönnum Dana ber... borðað undir berum himni á hraðbrautinni. Sætt.

Við fengum líka fullt af gestum til okkar til Horsens á árinu.  Gummi kom, hann kom meira að segja tvisvar.  Gunna og Óskar og Erla Björg komu og voru með okkur í nokkra daga, Helga og Þorgeir komu með krakkana og voru hjá okkur, mamma og pabbi komu til okkar í nokkra daga, Anna Gísla kom með alla sína famelí í heimsókn og örugglega fleiri sem ég man ekki í svipinn, sorry:)  En það var gaman að fá gesti í útlöndum og leyfa sér að vera túristi... Himmelbjerget var alltaf jafn sjarmerandi og það var alltaf jafn gaman að fara í Bilka í Árósum... svo einfalt var það.

Stóru strákarnir kláruðu veturinn sinn í Egebjergskole og leið þeim vel þar.  Auk þess að vera í hefðbundnum dönskum skóla voru þeir í íslenskukennslu.  Danir hafa þann háttinn á að þeir prófa ekki nemendur og því vissum við aldrei hvernig strákunum gekk í raun.... bara orð kennaranna að allt gangi vel... en við höfum aðeins þurft að laga ákveðna hluti í skólamálum eftir að við komum aftur til Íslands:)  Emil minn var á leikskólanum við Emils Möllergade.  Hann var aldrei mjög hrifinn af þeim leikskóla en lét sig þó hafa það á endanum að vera þar....auðvitað var leikskólinn allt öðruvísi en leikskólinn hér en hann fékk samt að kynnast ólíkum siðum og venjum sem geymast vonandi í undirmeðvitundinni.... Lúsíuhátíð er dæmi um það sem við fengum að kynnast í leikskólanum og okkur fannst voða skemmtilegt og svo auðvitað Halloween.

Veðrið í Danmörku... næstum alltaf heitt... oft rigning.... frostið flott á trjánum... sjaldan snjór.  Veðrið er eiginlega það sem ég sakna frá Danmörku.  Ég get samt ekki sagt að ég sakni kóngulónna, mauranna og annarra skordýra sem fylgja góða veðrinu.  Það er því greinilega ekki bæði sleppt og haldið.

Við kvöddum Danmörk 19. júlí.  Að vissu leyti með söknuði.. að vissu leyti með létti.  Við tókum þá ákvörðun að fara heim til Íslands eftir árið og voru ástæðurnar margar.  Heimþrá hjá heimilisfólki, heimþrá til fjölskyldu og vina á Íslandi,  Hlynur fékk inn í Háskólann á Íslandi eftir margar misheppnaðar tilraunir, ég vildi halda vinnunni minni en hafði bara fengið ársleyfi...auk þess sem við vorum ekki að fýla hverfið sem við bjuggum í úti, slummið í Horsens og mikla óreglumenn í húsinu við hliðina á okkur sem héldu fyrir okkur vöku svo vikum skipti, reyndu tvívegis innbrot inn til okkar og fleira.

Ísland heilsaði... 

Ég var glöð í hjartanu

Glöð að vera kominn heim

Ég fékk reyndar smá sjokk þegar við komum í húsið okkar í Jöklaselinu og sá hversu ílla leigjandinn hafði gengið um okkar eigur.  En það þýddi ekkert annað en að bretta upp ermar, setja á sig latexið og fá lánaðann smið í næsta húsi til að redda því sem reddað var.  

Í dag er ég voða sátt við heimilið mitt og þær endurbætur sem við höfum gert á því á árinu,.

Við höfum eytt miklum tíma með fjölskyldum okkar eftir að við komum aftur heim til Íslands.  Byrjuðum á því að fara á ættarmót í Búðardal og svo hefur hver fjölskylduveislan rekið aðra....bara gaman og vonandi verður árframhald á þvi á nýju ári.  Einnig höfum við reynt að gera börnunum okkar daginn eftirminnilegan og leyft þeim að upplifa.... þú lærir með því að koma við og fá að upplifa og höfum við notið þess að upplifa nýja hluti með þeim.

Mesti sigur ársins 2008 er án efa reykbindindið á heimilinu.  Ég hef ekki snert sígarettuna síðan í ágúst... ég hefði ekki trúað því sjálf að ég gæti þetta en ég er greinilega sterkari en ég hélt... en ég skal aldrei segja að þetta hafi verið auðvelt... þetta er hunderfitt.  Ég skal, ég get.

Þá telst það sennilega til fregna að við hjónin keyptum okkur árskort í world class og erum alveg að fíla okkur í því sporti.  

Þá urðum við að sætta okkur við erum ekki ung lengur á árinu þegar frumburðurinn kynnti fyrir okkur kærustu.... 

 

Nýtt ár á næsta leyti... ég er ekki vön að' gera áramótaheit en ég ætla að gera það núna.  Árið 2009 verður ár geðræktar og heilsu... hjá okkur fjölskyldunni.....

Var ég búin að segja ykkur að ég á fallegasta mann í heimi og yndislegustu börn í heimi.... lífið er yndislegt.  Ég vona að þið njótið þess eins og ég geri.

ÞAÐ ERU 166 NÝJAR MYNDIR Í NÝJU ALBÚMI... ég efast um að þið nennið að skoða þær allar, en það er allavega í boði.

Gleðilegt nýtt ár

Kolbrún

Fjölskyldumynd á aðfangadagskvöld

 


Óstuð á frúnni

Já, það er óstuð á bloggsíðu minni þessa dagana.  Ástæðan er tvíþætt.  Tölvan mín er full því ég er með svo mikið af myndum inn á henni og þessvegna get ég ekki losað myndavélina og sett inn myndir sem mig langar svo að deila með ykkur.  Við getum ekki afritað yfir á hýsilinn af einhverjum ástæðum og ég er  bara komin í bloggfýlu út af þessu öllu saman.  Hin ástæðan er facebook.... þvílíkur tímaþjófur, skemmtilegur tímaþjófur.  Ég stend sjálfa mig af því að velja facebook fram yfir bloggið dag eftir dag.

5 dagar í jól.... ég á ekki von á stóru bloggi frá mér fyrir jól.... ekki nema engill af himnum komi og reddi tölvunni minni.  Ég held að þessi engill heiti Nýherji og sé ekki í englakórnum mínum fyrir þessi jól.

Deili samt með ykkur einni mynd sem ég fékk frá Mjöll vinkonu minni og er síðan ég var 18 ára  (semsagt 20 ára gömul mynd).... þvílíka pæjan sem ég var með hárið greitt í vængi

fra_mjoll.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

har det bra

Kolbrún out


Gamlar minningar

Allt finnur maður á netinu góða

Hér fann ég mynd af mér síðan ég útskrifaðist úr FB

Spurning hvort þið finnið mig heh

 

fb_utskrift.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

kolbrún out


Næsta síða »

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 253
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband