Hugleiðingar um Transfitu

Vitið þið hvað Transfita er?

Jú, harða fitan í fæðunni sem við viljum ekki borða. 

Þar sem ég hef verið í ákaflega stífu aðhaldi undanfarna vikur og mánuði, spái ég mikið í hvað ég læt ofan í mig.  Ég ætla jú að komast í kjólinn fyrir fermingu... hvaða kjól á eftir að koma í ljós.

Allavega.. þá átti Jón Ingi 14 ára afmæli núna í janúar og þar sem húsbóndinn var að vinna ákvað ég að bjóða honum á hans uppáhalds veitingarstað TacoBell í Hafnarfirði, sami veitingarstaður og KFC.  Og þótt maður sé í aðhaldi, þá verður maður að borða og máttur auglýsinga í sjónvarpi er það mikill greinilega að ómeðvitað valdi ég þennan veitingarstað þar sem það hefur verið mikið auglýst að það sé engin transfita í mat á KFC.

En ég þarf alltaf að fá staðfestingu á öllu og spyr því starfsmanninn hvort það sé ekki öruggt að það væri engin transfita, hvorki í Tower Cinger borgaranum sem er mitt uppáhald á KFC eða í frönskunum.  Starfsmaðurinn sem var ungur strákur horfði á mig eins og það væri eitthvað að  mér og sagðist ekki vita hvað transfita væri.... úff

En hann spurði félaga sinn og félaginn sagði að það hlyti að vera transfita í frönskunum.

Ég spurði þá, hvað þeir væru þá að auglýsa að það væri engin transfita í mat frá KFC.... og ekki könnuðust þeir við að hafa séð þessa auglýsingu og fóru því og spurðu þriðja vinnufélagann, hann notaði líkamann til að segja þeim að hann vissi ekkert hvað þeir væru að tala um.

Það var ekki fyrr en fjórði starfsmaður KFC var spurður um transfitu í mat frá KFC að ég fékk það staðfest að það er engin transfita í neinum mat sem maður borðar á KFC á Íslandi.

Þar hafið þið það....

 

En tíðindi vikunnar hjá okkur fjölskyldunni....

Ég er búin að eignast nýja tölvu.... mín gamla dó og hvílir í friði.  Ég er ógó ánægð með nýju tölvuna mína, allir takkarnir eru fastir á lyklaborðinu og allt hehe

Annars hefur vikan einkennst af afmælum...

Emil fékk að vera kóngur í einn dag á afmælinu sínu á leikskólanum

 Emil hélt upp á afmælið sitt í leikskólanum en þar tíðkast það að afmælisbarnið fær sérstakan kóngastól og kórónu.... allir syngja fyrir afmælisbarnið og svo fær afmælisbarnið að velja einn leik sem allir fara í.  Emil var hæst ánægður með afmælisdaginn sinn á leikskólanum, enda alveg í hans anda að fá athyglina óskipta í heilan dag.

Hann hélt svo upp á afmælið sitt fyrir fjölskyldu og vini helgina eftir og var hér margt um manninn.  Latabæjarþema var val Emils, eins og það komi einhverjum á óvart. 

Sömu helgi tóku Emil og Jón Ingi þátt á stórmóti ÍR sem haldið var í Laugardalshöll... Emil keppti í langstökki, 60 metra hlaupi og 400 metra hlaupi og stóð sig vel..  Jón Ingi keppti í kúluvarpi og hlaupum og bætti tíma sína í hlaupunum.  Hann ætlar á verðlaunapall á næsta móti....

Við hjónin skelltum okkur í vikunni í Borgarleikhúsið með tengdaforeldrum mínum og sáum sýninguna Laddi Sextugur.... stórskemmtilegt og kitlaði hláturtaugarnar.

Ég sjálf lenti í því að verða veik í vikunni, fékk hálsbólgu svo slæma að ég gat ekki talað vegna hæsis... en viti menn, ég var ekki nema örfáa daga að hrista þetta af mér og þurfti engin lyf til þess... þakka þessu reykbindindi mínu sem hefur nú staðið í meira en 5 mánuði.

Jón Ingi hélt partý fyrir skólafélagana

 Jón Ingi varð 14 ára í vikunni... orðin formlegur unglingur.  Hann hélt bekkjarpartý með fleiri vinum sínum úr öðrum bekkjum og held ég að þegar mest var hér á laugardagskvöldið síðasta voru hér 29 unglingar af báðum kynjum í pizzu og singstar.  Stelpurnar allar á háum hælum og stuttum pilsum, strákarnir flestir í mútum.... sætt og gaman að fá að taka aðeins þátt í lífi unglingsins á þennan hátt.

Hann bauð svo okkar nánasta fólki í mat á sunnudagskvöldið og komum við fólki á óvart með því að bjóða upp á þorramat með íslensku brennivíni og bjór.  Við eigum svo flottan þorrabakka sem Raggi smíðaði fyrir okkur í fyrra og fannst okkur tilvalið að nota hann við þetta tækifæri.  Veislugestir skrifuðu svo nöfn sín undir bakkann, og þannig verður bakkinn minning um þá gesti sem hafa borðað mat úr honum.  Æðsilegt kvöld og sérlega gaman að Lára frænka sem býr á Hólmavík kom og við gátum spjallað fram að miðnætti:)

 

Hvað meira hefur á daga okkar drifið....

Ég hitti Gunnu vinkonu mína í hádeginu í gær og fórum við á flug í slúðri og fengum okkur mexikóskan mat á Culiacan.... frábært enda frábær manneskja hún Gunna.. ég er ríkari að þekkja hana:)

Ég er búin að vera ógó dugleg í ræktinni, mæti næstum daglega og syndi þar að auki.  Ég fór einu sinni í vikunni og ætlaði að hlaupa úti en það var svo sleipt að ég gafst upp.  Ég geri aðra tilraun aðeins seinna...

Annars bara allt fínt hér og fullt af nýjum myndum í albúmi

Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kann að vera að þeir komist hjá að hafa transfitu í því sem þeir selja, en fitulaust getur það ekki verið.  Ekki það að allt er jú best í hófi og stundum gott að gleyma sér og láta eftir sér eitthvað sem ekki er gert á hverjum degi, góða helgi, kveðja Ella.

Ella (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 13:14

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Vá hvað það er gaman að skoða allar myndirnar....greinilega verið mikið fjör í afmælunum hjá prinsunum. Og þeir ekkert smá duglegir að keppa í frjálsum....alveg er ég viss um að þeir eigi eftir að fara á verðlaunapall að ári.

Gaman að sjá hvað við hugsum eins með afmælin.....á barnaborðinu vorum við báðar með afmælisköku, turn og möffins, hehe:) Bara öðruvísi þema í gangi;) Spurning hvort ég hafi fengið hugmyndina frá þér í gegnum árin?? Hehe:)

Fékk þokkalegt flashback við að sjá myndirnar af þorramatnum á bakkanum fína.....mikið vildi ég óska þess að við gætum haldið þorrablót aftur saman. En þar sem við getum ekki endurtekið leikinn í fyrra þá ætla ég að skella mér á þorrablótið hérna hjá Íslendingafélaginu með Guðnýju og kannski Kiddu og fleirum....verst að þú getur ekki komið með okkur stelpunum....það yrði geggjað að hafa þig með!

Allavegana....æðislegar myndir af frábæru fólki sem ég sakna ógó mikið og get ekki beðið eftir að hitta næsta sumar.

Berta María Hreinsdóttir, 3.2.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband