Sorgir og Sigrar ársins 2008

Árið 2008 er senn á enda... enn eitt viðburðarríka árið í okkar lífi. 

Við heilsuðum nýju ári í Horsens, fjölskyldan saman.  Það var heldur einmannalegt hjá okkur þar sem við erum alltaf í kringum mikið af fólki á áramótum á Íslandi... ég fór með stóru strákana á áramótabrennu, Emil fór snemma að sofa því hann var hundlasinn af hlaupabólu.  Við fjölskyldan kúrðum okkur svo saman fyrir framan lítinn tölvuskjá og horfðum á áramótaskaupið online... ég var með heimþrá... hafði ekki einu sinni lyst á að skála í freyðivíninu sem ég hafði keypt að miðnætti.

Á þessum áramótum vissum við ekkert hvernig árið 2008 myndi þróast.  Auðvitað var planið þá, að við yrðum áfram í Horsens.  Ég fékk mér meira að segja vinnu í byrjun janúar við útburð á auglýsingapésum.  Ég hætti því fljótlega, enda svínað á mér og lítlir aurar í vasann til útlendinga, gott að svindla á útlendingum:(  Hlynur vann fyrir heimilinu á sjónstöðinni  í Vejle og stundaði líka nám í pædagog með góðum árangri.

Það er stórt skref að flytja með fjölskylduna til annars lands.  Það er hreinlega bara átak.  En lærdómsríkt og hefði ég ekki viljað missa af þessu ári sem við bjuggum í Danmörku.  Það var svo sem eitt sem særði mig mikið í Horsens... þó aðallega ég sjálf að vera ekki eins góður mannþekkjari og ég hélt mig vera.  Óneitanlega kynnist maður nýju fólki þegar maður flytur og sem betur fer eru flestir þeir sem við kynntumst gott fólk.  En það leynast ónýtir ormar allsstaðar og því miður þurftum við að verða fyrir slíkum í Horsens.... Hlynur var búin að sjá þetta fyrir, en ég vildi ekki trúa því að það væri til svona ílla innrætt fólk og hlustaði ekki á aðvörunarraddir... ég fékk það ílla í bakið og er enn að jafna mig á þeim hlutum.  Við kynntumst sem betur fer líka góðu fólki í Horsens, fólki sem við eigum vonandi eftir að halda sambandi við um ár og aldir....helst ber að nefna okkar elskulegu vini Bertu og Ragga, Kiddu, Guðný og Bjarka, Þórunni og Steinar, Steinunni og Hall, Jónínu og Jónu og Jörgen.. þið eruð yndisleg og gerðuð okkur árið ómetanlegt.

Við ferðuðumst þó nokkuð á árinu.  Við fórum í frábæra ferð til London sem mun lifa og lifa.... við fórum í heimsókn til Íslands og sáum að þar áttum við góða að, og ég fékk að upplifa New York í allri sinni ljósadýrð.  Ég vona að ég eigi eftir að upplifa þa borg aftur.  Innan Danmerkur ferðuðumst við líka mikið á árinu.  Við fórum auðvitað reglulega til Þýskalands til að ná okkur í birgðir, en við reyndum líka að nota tímann okkar vel og njóta þess sem Danmörk hefur upp á að bjóða.  Við ferðuðumst um nær allt Jótland, alveg upp til Álaborgar, niður að Fjóni og upp til Þýskalands... yfirleitt með nesti eins og sönnum Dana ber... borðað undir berum himni á hraðbrautinni. Sætt.

Við fengum líka fullt af gestum til okkar til Horsens á árinu.  Gummi kom, hann kom meira að segja tvisvar.  Gunna og Óskar og Erla Björg komu og voru með okkur í nokkra daga, Helga og Þorgeir komu með krakkana og voru hjá okkur, mamma og pabbi komu til okkar í nokkra daga, Anna Gísla kom með alla sína famelí í heimsókn og örugglega fleiri sem ég man ekki í svipinn, sorry:)  En það var gaman að fá gesti í útlöndum og leyfa sér að vera túristi... Himmelbjerget var alltaf jafn sjarmerandi og það var alltaf jafn gaman að fara í Bilka í Árósum... svo einfalt var það.

Stóru strákarnir kláruðu veturinn sinn í Egebjergskole og leið þeim vel þar.  Auk þess að vera í hefðbundnum dönskum skóla voru þeir í íslenskukennslu.  Danir hafa þann háttinn á að þeir prófa ekki nemendur og því vissum við aldrei hvernig strákunum gekk í raun.... bara orð kennaranna að allt gangi vel... en við höfum aðeins þurft að laga ákveðna hluti í skólamálum eftir að við komum aftur til Íslands:)  Emil minn var á leikskólanum við Emils Möllergade.  Hann var aldrei mjög hrifinn af þeim leikskóla en lét sig þó hafa það á endanum að vera þar....auðvitað var leikskólinn allt öðruvísi en leikskólinn hér en hann fékk samt að kynnast ólíkum siðum og venjum sem geymast vonandi í undirmeðvitundinni.... Lúsíuhátíð er dæmi um það sem við fengum að kynnast í leikskólanum og okkur fannst voða skemmtilegt og svo auðvitað Halloween.

Veðrið í Danmörku... næstum alltaf heitt... oft rigning.... frostið flott á trjánum... sjaldan snjór.  Veðrið er eiginlega það sem ég sakna frá Danmörku.  Ég get samt ekki sagt að ég sakni kóngulónna, mauranna og annarra skordýra sem fylgja góða veðrinu.  Það er því greinilega ekki bæði sleppt og haldið.

Við kvöddum Danmörk 19. júlí.  Að vissu leyti með söknuði.. að vissu leyti með létti.  Við tókum þá ákvörðun að fara heim til Íslands eftir árið og voru ástæðurnar margar.  Heimþrá hjá heimilisfólki, heimþrá til fjölskyldu og vina á Íslandi,  Hlynur fékk inn í Háskólann á Íslandi eftir margar misheppnaðar tilraunir, ég vildi halda vinnunni minni en hafði bara fengið ársleyfi...auk þess sem við vorum ekki að fýla hverfið sem við bjuggum í úti, slummið í Horsens og mikla óreglumenn í húsinu við hliðina á okkur sem héldu fyrir okkur vöku svo vikum skipti, reyndu tvívegis innbrot inn til okkar og fleira.

Ísland heilsaði... 

Ég var glöð í hjartanu

Glöð að vera kominn heim

Ég fékk reyndar smá sjokk þegar við komum í húsið okkar í Jöklaselinu og sá hversu ílla leigjandinn hafði gengið um okkar eigur.  En það þýddi ekkert annað en að bretta upp ermar, setja á sig latexið og fá lánaðann smið í næsta húsi til að redda því sem reddað var.  

Í dag er ég voða sátt við heimilið mitt og þær endurbætur sem við höfum gert á því á árinu,.

Við höfum eytt miklum tíma með fjölskyldum okkar eftir að við komum aftur heim til Íslands.  Byrjuðum á því að fara á ættarmót í Búðardal og svo hefur hver fjölskylduveislan rekið aðra....bara gaman og vonandi verður árframhald á þvi á nýju ári.  Einnig höfum við reynt að gera börnunum okkar daginn eftirminnilegan og leyft þeim að upplifa.... þú lærir með því að koma við og fá að upplifa og höfum við notið þess að upplifa nýja hluti með þeim.

Mesti sigur ársins 2008 er án efa reykbindindið á heimilinu.  Ég hef ekki snert sígarettuna síðan í ágúst... ég hefði ekki trúað því sjálf að ég gæti þetta en ég er greinilega sterkari en ég hélt... en ég skal aldrei segja að þetta hafi verið auðvelt... þetta er hunderfitt.  Ég skal, ég get.

Þá telst það sennilega til fregna að við hjónin keyptum okkur árskort í world class og erum alveg að fíla okkur í því sporti.  

Þá urðum við að sætta okkur við erum ekki ung lengur á árinu þegar frumburðurinn kynnti fyrir okkur kærustu.... 

 

Nýtt ár á næsta leyti... ég er ekki vön að' gera áramótaheit en ég ætla að gera það núna.  Árið 2009 verður ár geðræktar og heilsu... hjá okkur fjölskyldunni.....

Var ég búin að segja ykkur að ég á fallegasta mann í heimi og yndislegustu börn í heimi.... lífið er yndislegt.  Ég vona að þið njótið þess eins og ég geri.

ÞAÐ ERU 166 NÝJAR MYNDIR Í NÝJU ALBÚMI... ég efast um að þið nennið að skoða þær allar, en það er allavega í boði.

Gleðilegt nýtt ár

Kolbrún

Fjölskyldumynd á aðfangadagskvöld

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Megi nýja árið færa ykkur öllum gæfu og gleði

Anna Gísladóttir, 29.12.2008 kl. 23:43

2 Smámynd: Vilborg

Skoðaði sko hverja einu og einustu mynd enda með eindæmum gaman að sjá hvað þið hafið haft það gott á aðventunni og á jólunum

Hafið það sem allra best um áramótin og svo sjáumst við vonandi sem fyrst á nýja árinu

KNÚS

Vilborg, 30.12.2008 kl. 00:00

3 identicon

  Vá ég fékk vatn í muninn þegar ég sá kalkúninn aftur takk fyrir mig. Það var góð ákvörðun hjá ykkur að koma heim aftur Kolbrún mín það vantar allta mikið ef heil fjölskilda er í burtu. Vonandi verður bara nýja árið gott hjá okkur öllum.Knús á ykkur öll.   Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu.    Erla.

Erla (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 01:19

4 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

En hvað það er gaman að skoða allar myndirnar af ykkur fallegu fjölskyldunni....þið kunnið sko að njóta lífsins og halda stórveislur:) Það er gott að þú lítur jákvætt á dvölina í Danmörku Kolla mín, enda margt jákvætt sem kom út úr þeirri dvöl, bæði hvað varðar að upplifa nýja staði, fólk og menningu en einnig að sjá lífið í öðru ljósi og kunna betur að meta Íslandið og allt það góða fólk sem þið eigið þar (ekki það að þið hafið ekki kunnað að meta það áður...þú skilur mig).

Við söknum ykkar mikið og langar mig daglega að kíkja í kaffi til þín elsku vinkona.....en sumarið verður komið áður en við vitum af og þá verða sko fagnaðarfundir....ekki síst hjá litlu köllunum okkar:)

Til hamingju með alla ykkar sigra á árinu 2008 og gangi ykkur vel með áramótaheitin.....sem ég reyndar efast ekkert um með þig í fararbroddi...."ég skal, ég get":)

Gleðilegt ár elsku vinir og haldið áfram að  njóta lífsins....við eyðum áramótunum með góðu og skemmtilegu fólki í Egebjerg og hefði sko verið gaman að hafa ykkur með.

Takk fyrir ykkar góða vinskap, jólagjafirnar sem og allar aðrar gjafir og hafið það sem allra best

Berta María Hreinsdóttir, 30.12.2008 kl. 11:58

5 Smámynd: Rebbý

innlitskvitt og bestu óskir um að áramótaheitin ykkar standi 2009

Rebbý, 1.1.2009 kl. 04:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband