17.10.2007 | 17:47
Silkiborgar dagur
Við fjölskyldan skelltum okkur til Silkiborgar í dag.... rúmlega hálftíma keyrsla héðan frá Horsens og mig hefur langað til að sjá Silkiborg síðan ég kom hingað í sumar. Ég hef tekið þá afstöðu til málanna að nota þessi ár í Danmörku vel til að skoða mig um, það eru svo margir staðir bæði hér í Danmörku og í nágrannalöndunum sem mig langar að skoða, á meðan tækifærið býðst.
Það var alveg frábært að keyra til Silkiborgar í dag. Jane (við skýrðum gps tækið okkar Jane) lét okkur nefnilega ekki fara út á hraðbrautina til að fara til Silkiborgar, heldur fengum við að keyra þangað á venjulegum vegi. Það er alveg ný upplifun og í raun miklu skemmtilegri.... maður fer aðeins hægar yfir en það er svo miklu meira að sjá. Maður fær tækifæri til að keyra inn í alla þessu litlu bæi sem ég vissi ekki að væru til.....og sjá mismunandi menningarsamfélög í leiðinni. Og gróðurinn og trén á leiðinni... alveg eins í póstkorti bara.
Við skelltum okkur beint í miðbæinn í Silkiborg..... göngugatan var það heillin..... skoðuðum okkur um í Silkiborg og mikið langaði mig að finna gosbrunnana sem mamma var að segja mér frá um daginn... mamma, þú kannski kommentar nú einu sinni hjá mér til að segja mér hvernig ég á að finna þessa fallegu gosbrunna næst þegar við keyrum til Silkiborgar???? Ég veit nefnilega að mamma mín les bloggið á hverjum degi, nú er spurning hvort hún taki áskoruninni
Ég tók nokkrar myndir í dag í Silkiborg og sýnishorn af þeim er í nýju albúmi.... ætli ég fari ekki að sprengja albúmakvóta moggabloggsins, hehe
Kveð í kvöld.... viðfangsefni kvöldsins er að búa til barnabók með elskulegum manninum mínum
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2007 | 20:37
Dagur endurfunda
Í dag var loksins dagur endurfunda hjá Hafsteini mínum og Emma sem er æskuvinur hans, fyrsti alvöru vinurinn hans. Emmi býr hér í Danmörku, rétt hjá okkur og var það kærkomið fyrir Hafstein að endurnýja kynnin við hann. Þau komu hér í dag öll fjölskyldan hans í kaffi og sáust þeir vinirnir ekki allan timann nema rétt á meðan þeir kyngdu kökunni niður. Virkilega skemmtilegur dagur í dag:) Við erum búin að ákveða að fara og heimsækja Emma og fjölskyldu um næstu helgi og hlakkar Hafstein mikið til helgarinnar..... þeir eru jafnvel að plana næturgistingu.... já, það er gaman að vera 10 ára.
Annars er það að frétta af kommúnumálum að við fórum þangað aftur í dag.... við erum komin með danska kennitölu loksins. Emil er búin að fá vilyrði fyrir leikskólaplássi þann 13. nóvember en það er meðalbiðtími á leikskóla í danmörku - 4 vikur. Ekki kallar maður það nú langan biðtíma. Emil fer ekki á leikskólann við Fussingsvej eins og við vorum búin að ráðgera. Helsta ástæðan er sú að leikskólinn sá er lokaður vegna breytinga og engin ný börn tekin inn þar fyrr en í fyrsta lagi í febrúar.... ég held að hann Emil minn verði orðin ansi þreyttur á mömmu sinni í febrúar.... þannig að við sóttum um annan leikskóla sem er í Emils Möller gade sem er í miðbænum.... og þar fékk hann inni.
Í dag er Emil búin að vera að byggja leikskólann sinn úr legókubbum aftur og aftur.... hann hlakkar svo til að byrja þar.... Hann hefur líka verið að búa til leikskólann hans Hermanns, en Hermann fer á sama leikskóla. Það er samt smá misskilningur hjá mínum manni... hann býr til eitt hús úr kubbum sem hann kallar Emils Möller gade og svo annað við hliðina á sem heitir Hermanns Möller gade... bara sætt:)
Ég setti nokkrar nýjar myndir inn í nýtt albúm í kvöld og býð góða nótt
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2007 | 18:55
Horsens kommune
Í Horsens eru reglur um innskráningu inn í landið. Þegar þú flytur til Horsens verður þú að fara í ráðhúsið (Horsens kommune) innan 5 daga frá því að þú kemur til að láta skrá þig inn í landið. Þegar þú svo ert skráður inn í landið, færðu nýja kennitölu, danska kennitölu, cpr nummer.
Við fórum á mánudaginn í síðustu viku til að skrá okkur inn í landið. Hlynur er auðvitað skráður síðan í sumar en við hin áttum eftir að skrá okkur inn. Það eru þónokkrir pappírar sem þú þarft að skila inn til að fá að skrá þig inn í landið, fæðingarvottorð allra innskráðra, hjúskaparvottorð okkar Hlyns, afrit af vegabréfi og svo auðvitað umsóknin. Við vorum með alla okkar pappíra á hreinu og gerðum allt eins og við áttum að gera... allavega héldum við það:)
Í dag fórum við aftur niður í kommúnu til að sækja um leikskóla fyrir Emil og til að sækja um húsaleigubætur. Þegar við vorum að skrifa umsóknirnar fundu starfsmenn kommúnunnar ekkert um okkur.... við vorum ekki til í kerfinu hjá þeim. Okkur var hringlað á milli starfsmanna og í hvert skipti sem við þurfum að tala við nýjan starfsmann þurftum við að taka nýtt númer og bíða í korter til tuttugu mínútur. Ég var hreinlega að tapa mér þarna í dag. Það undarlegasta var að konan sem við byrjuðum að tala við, hún talaði líka við okkur síðust.... og það var nota bene sama konan og sá um innskráningu okkar fyrir viku síðan. Þegar við höfðum farið á milli starfsmanna í heilan klukkutíma, þá sagði hún að við hefðum tekið umsóknina með okkur heim í síðustu viku og þessvegna værum við ekki til í kerfinu... hún sagðist muna eftir þessu og ekki getað náð í okkur , því hún hafði engin símanúmer.... arggggg afhverju gat hún ekki sagt okkur þetta klukkutíma fyrr. Það hefði allavega sparað einhvern pirringin.
Við fórum heim og auðvitað fundum við pappírana sem vantaði upp á innskráningu okkar inn í landið, þeir voru í möppunni með vegabréfunum. Það þurfti því að gera aðra ferð niður á kommúnu eftir hádegi og nú á þetta víst að ganga segja þeir.
Á morgun þurfum við því enn einu sinni að fara niður á kommúnu til að ganga frá þeim umsóknum sem við fylltum út í dag... það er víst ekki hægt að sækja um neitt hér ef maður er ekki til í kerfinu....
En vonandi er fall fararheill en það er þó alveg víst að kommúnan er ekki minn besti vinur í augnablikinu.
Out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.10.2007 | 19:37
Bambagarðurinn heimsóttur í dag
Við heimsóttum bambagarðinn í Árósum í dag. Bambagarðurinn er í Thors skov sem er eiginlega í miðbæ Árósa og er garðurinn opin fyrir alla, en það eru fullt af Bömbum í garðinum sem eru lausir. Gestir sem koma í garðinn taka með sér gulrætur og epli til að fóðra bambana og auðvitað gerðum við það líka.
Ég get nú ekki sagt að hann Emil minn hafi verið til fyrirmyndar í garðinum í dag. Ég veit ekki hvaða samlíking er best til að segja ykkur frá þessu... en þegar beljunum er sleppt út á vorin er kannski ágætis samlíking. Hann Emil hreinlega hljóp inn í garðinn og hljóp á eftir öllum bömbunum, bambarnir urðu dauðhræddir og hlupu í burtu og Emil á harðaspretti á eftir þeim... omg ég vildi að ég ætti þetta á vídeó. En auðvitað er þetta ekkert fyndið, því að það má ekki vera með læti í garðinum.... en hann Emil minn var ekki mikið að spá í það í dag....
Hann hefur reyndar bara almennt átt frekar erfiðan dag... svo seinnipartinn kom skýringin. Hann er kominn með magapest og hefur setið á dollunni í dag með bullandi niðurgang... skemmtilegt!!!
Ég setti nýjar myndir inn í nýtt albúm í kvöld og bíð góða nótt
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.10.2007 | 18:29
Við ætlum ekki að búa til fleiri Hlyna takk:)
Það að flytja tekur þokkalega á, jafnvel þótt maður sé bara að flytja á milli húsa í Reykjavíkinni. Að flytja á milli landa er öllu meira mál og flóknara. Við Hlynur höfum flutt nokkrum sinnum í gegnum árin og í hvert skipti höfum við fengið góða aðstoð frá vinum og ættingjum við öll þessi tæknilegu mál, hehe..... ég veit hreinlega ekki hvernig við myndum búa í dag hér í Danmörku ef við hefðum ekki fengið alla þessa frábæru hjálp frá Ragga....hann hefur verið okkur ómetanlegur, setja upp ljós, tengja þvottavél, setja upp hillur og setja á parket og fullttt fleira. Takk Raggi minn:)
Í dag kom að því að tengja sjónvörpin hjá stóru strákunum mínum. Hlynur sagði að hann ætlaði að láta frumburðinn sjálfan um að tengja sitt sjónvarp.... ég hreinlega hváði og spurði hvort hann treysti honum virkilega til þess. Þá sagði hann þessa frábæru setningu "Við ætlum ekki að búa til fleiri Hlyna takk"..... og meinti með því auðvitað að hann á erfitt með að þurfa að fá alla þessa hjálp sjálfur á fullorðinsárum og vildi óska þess að hann væri meira svona handy man.... og strákarnir hans eiga semsagt að fara með meiri kunnáttu út í lífið en hann í þessum málum......
Við Emil fórum í dag á McDonalds með Bertu og Hermanni. Ástæðan var sú að Ronald McDonald var sjálfur á staðnum í dag fyrir börnin. Emil var sko alveg að fíla þennan Rónald og var ekki feiminn við hann.....þetta var bara gaman.
Ég setti inn slatta af nýjum myndum í nýtt albúm.
Gangið hægt um gleðinnar dyr á þessu laugardagskvöldi
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2007 | 19:52
Hugleiðing
Ég er útskrifaður þroskaþjálfi. Þegar ég útskrifaðist gekk ég með frumburðinn. Í skólanum höfðum við lært mjög mikið um fatlanir og tölfræðilega taldi ég að það væri með öllu ómögulegt að ég myndi fæða heilbrigt barn... í skólanum lærðum við að 1% barna fæddist með þennan galla og 2% með hinn gallann... og fatlanirnar sem við lærðum um voru svo margar að samkvæmt mínum reikningsbókum voru pottþétt yfir 100% barna sem fæddust með einhver frávik í þroska. Á meðgöngu minni með frumburðinn fór ég í allskonar auka tékk.... auka blóðprufur og skoðanir til að láta tékka eins vel á frumburðinum og einhver kostur væri. Ljósmóðirinn mín hafði á orði að þroskaþjálfar væru erfiðustu konur á meðgöngum. Jón Ingi minn, frumburðurinn, er alheilbrigður.
Fyrir fjórum árum síðan gekk ég svo með litla örverpið mitt.... mér var þá boðin hnakkaþykktarmæling og afþakkaði hana. Ekki vegna þess að ég tryði því að ég myndi bara eignast heilbrigð börn.... heldur vegna þess heldur að ég er ekki viss um að það hefði breytt neinu fyrir mig þótt ég hefði fengið að vita að örverpið mitt væri með litningargalla.... ég hefði örugglega ekki stöðvað meðgönguna.
Ég hef starfað með fötluðu fólki um árabil og um árabil starfaði ég með fólki með Downs heilkennið. Þetta eru alveg yndislegir einstaklingar sem allir eiga sérstakan sess í mínu hjarta. Einstaklingar sem lifa oftast mjög ánægjulegu og innihaldsríku lífi.
Hnakkaþykktarmælingin er byggð á líkum.... líkurnar á því að þú eignist barn með Downs heilkenni eða með klofin hrygg (spina bifida). Ég velti því oft fyrir mér þegar þessi umræða dúkkar upp, hversu mörg fóstur eru kannski deydd.... án þess að vera sködduð.... þetta er jú allt byggt á líkum er það ekki? Viljum við kannski "útrýma" fólki með Downs heilkenni? Ég vona ekki, því að fólk með Downs heilkenni eru hluti af mannflórunni okkar.
Pís out
![]() |
Foreldrarnir völdu fatlaða barnið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.10.2007 | 18:58
Vetrarfrí framundan
Í næstu viku eru allir skólar í Danmörku með vetrarfrí....bæði grunnskólar og háskólar, þannig að við fjölskyldan eigum heila viku framundan þar sem við erum öll í fríi. Þetta frí kemur auðvitað á besta tíma fyrir okkur, við ættum þá að hafa tíma til að koma okkur almennilega fyrir... Samt sem áður hefur það gengið framar öllum mínum vonum, það er búið að taka upp úr öllum kössum næstum því og heimilið farið að taka á sig mynd. Hlynur hengdi meira að segja upp nokkrar myndir í dag:)
Ég setti inn nokkrar myndir í nýtt albúm í dag frá flutningnum til Danmerkur.... annars þarf ég að vera duglegri með myndavélina, hehe... lofa
Ég er búin að segja ykkur frá því að ég er komin í stjórn Íslendingafélagsins í Horsens... og gegni þar starfi ritara. Ég fór á minn fyrsta stjórnarfund í fyrrakvöld, haldin í heimahúsi hér í Mosanum. Ég hélt að ég væri að fara á kannski klukkutímafund... tók ekki einu sinni með mér lykla, hehe. En nei.... ég held að ég sé næstum komin í nýjan saumaklúbb... kaffi, gos, nýbökuð súkkulaðikaka, ostar, salöt, kex og so videre. Og fundinum lauk ekki fyrr en um miðnætti og Hlynur þurfti að vaka eftir mér.... Mér líst bara vel á þetta og hlakka til að fá að taka þátt í þessu á næsta starfsári.
En ég bíð góða nótt í kvöld
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.10.2007 | 20:10
Komin í netsamband aftur
Halló Halló
Hafið þið nokkuð saknað mín, hehe.... I am back, komin í netsamband aftur og þá í leiðinni fæ smá þef af umheiminum again.
Við höfum í gær og í dag verið á fullu að koma okkur fyrir í nýja húsinu okkar og með góðri aðstoð frá Bertu og Ragga erum við held ég aðeins farin að sjá fyrir endan á þessu. Kössunum fer fækkandi og þeir kassar sem eftir sitja eru þessir týpisku kassar sem engin nennir að taka upp úr. Sjáum til hversu dugleg ég verð á morgun.
Við höfum það mjög gott hér.... strákarnir eru komnir á fullt í skólanum og líður bara vel.... þeir eru báðir búnir að eignast vini, bæði skólavini og Mosavini.... samt soldið skrýtið að heyra svona mörg ný nöfn og hætta að heyra Halldór, Birgir, Viktor og svo framvegis.... börn eiga auðvelt með að aðlagast, það er nokkuð ljóst. Ég hef keyrt strákana í skólann þessa vikuna og sótt þá líka.... ég þarf aðeins sjálf að treysta umhverfinu áður en ég sendi þá með skólabílnum.... enda finnst mér bara fínt að fá að sækja þá á daginn. Hafsteinn byrjaði svo í íslenskuskólanum í dag en hann er starfræktur í skólanum og það er íslenskur kennari sem kennir krökkunum einu sinni í viku. Honum fannst mjög gaman í íslenskutímanum, sérstaklega þar sem hann fékk að vera með íslenskum félögum sínum í tímanum.... hann var ekki alveg eins ánægður með kennarann sinn, ástæðan er sú að hann fékk heimanám. Þeir sem til okkar þekkja vita að Hafsteinn minn er soldill sófamaður og heimanám er ekki í miklu uppáhaldi hjá honum. Í morgun hringdi Jón Ingi í mig úr skólanum.... sagðist vera í leikfimi og að fyrirmælin í tímanum hafi verið að hlaupa 5 km og hann héldi að hann væri villtur.... móðurhjartað tók kipp, ég hann var allavega fundin áður en stuttu símtali lauk. Það er mikil hreyfing í skólanum hjá strákunum.... til að mynda á föstudaginn er sérstakur hreyfidagur og þá veit ég að Jón Ingi á að hjóla 10 km hring... hann hlakkar bara til.
Þegar ég náði í strákana í gær, fór ég að heyra svo skringilegt hljóð, alveg eins og það væri verið að bora eitthvað undir götunni, get ekki lýst því betur... ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég hugsaði, þið mynduð gera grín af mér.... en allavega ég heyrði þetta hljóð svo aftur. Þá fattaði ég hvaðan hljóðið kom.... þetta var sko ekkert smá hátt hljóð. Ef þú heldur þig ekki á götunni og á þeim hluta götunnar sem er ætlaður bílum er rönd í götunni sem gefur frá sér þetta svakalega hljóð og tilgangurinn er að vekja þá bílstjóra sem hugsanlega hafa dottað undir stýri og á leiðinni útaf. He he..... ég hlýt að vera afar slakur bílstjóri, því svo mikið veit ég að ég var ekki að sofna undir stýri.
Nú ætla ég að láta staðar numið í kvöld... framhald fljótlega.... smartsíminn okkar er ekki komin í lag, hann verður vonandi tengdur á morgun.
Pís out
Kolbrún
PS.... Gunna, Óskar og Erla Björg.... innilega til hamingju með Erluna ykkar í gær... mikið vildi ég að ég hefði getað eytt deginum með ykkur. Ég hringi þegar ég er komin í símasamband
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2007 | 08:00
Við erum flutt
Jæja erum flutt í Ranunkelvej 28 og sváfum þar í nótt. Gámurinn kom í gær og gekk vel að losa hann.... við erum að sjálfsögðu enn að reyna að fóta okkur innandyra með alla kassana en það hlýtur að koma með kalda vatninu.
Við erum internetlaus í bili.... kerfið hér í Danmörku er svo skrýtið að það sem fyrri leigjendur eru í vanskilum með einhvern símareikning þá er ekki hægt að tengja okkur inn í húsið.... en Hlynur ætlar eitthvað að rífast hjá þeim Teliamönnum í dag.
Læt þetta duga í bili, þar sem ég er í raun bara í heimsókn hjá Bertu núna í Brunch og Kidda kom frá Árósum til að joina okkur
Pís out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.10.2007 | 07:23
Skrýtinn morgun
Hér kemur smá info frá mér til ykkar heima á Íslandi sem ég veit að hugsið til okkar og kíkið hingað oft á dag....hehe
Í morgun var vaknað við vekjaraklukku, mánudagur og skóladagur. Ég keyrði fyrst Hlyn í skólann og fór svo í skólann með stóru strákunum. Þeir voru sáttir að fara í skólann í morgun. Þeir hafa báðir verið að leika við strákana í hverfinu yfir helgina og því engin kvíði í þeim yfir að fara í skólann í morgun. Þeir eru reyndar bara stutt í skólanum í dag, ég sæki þá í hádeginu. Jón Ingi var nú frekar mikið morgunfúll í morgun þegar hann var vakinn kl 7... tilkynnti það hátíðlega að klukkan heima á Íslandi væri FIMM. Það þarf að koma því inn hjá honum að nú þurfi hann að fara að lifa eftir danskri klukku en ekki íslenskri, hehe.
Annars er tíðindalítið... parket og ljós komin í húsið okkar og reykskynjararnir líka... vona að gámurinn komi í dag, bíð eftir símtali frá Hlyni, en hann ætlaði að hringja í Samskip til að athuga með gáminn. Ef hann kemur í dag, þá flytjum við í okkar hús í kvöld... nú er bara að krossa puttana:)
Pís out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar