6.10.2007 | 18:59
Fréttir frá Horsens
Jæja, nú er best að ég gefi mér smá tíma í fréttir frá okkur hér í Horsens. Við komum auðvitað hingað á fimmtudagskvöldið og höfum því aðeins fengið tíma til að hvíla okkur eftir annars erfiða daga heíma á Íslandi áður en við fórum. Við reyndar búum núna hjá Bertu og Ragga og verðum hér allavega fram á mánudag en þá er gámurinn okkar væntanlegur til okkar... okkur hlakkar mikið til að fá gáminn og byrja að búa aftur með okkar dóti aftur. Við erum búin að fá húsið okkar afhent og aðeins farin að tína dótið okkar þangað smátt og smátt. Við fórum svo í morgun og keyptum parket og verður það væntanlega lagt á, á morgun..... það er því ekki eftir neinu að bíða að flytja inn á mánudaginn.
Í dag fórum við líka til Þýskalands..... fórum meðal annars í landamærabúðina Fleggaard og birgðum okkur upp af drykkjarföngum. Við nennum nú kannski ekki að keyra neitt svakalega oft til Þýskalands þessvegna var keypt í þónokkru magni.... og verðið er líka gott á drykkjarföngum í þýskalandi....
3 kassar af bjór
3 kassar af Kók
9 kassar af Pepsi Max
12 flöskur rauðvín
1 lítill kassi af djús
sælgæti og Pez
KOSTUÐU OKKUR 790 KR DANSKAR.... EÐA SIRKA 9300 KR.
Fyrir utan landamærabúðina mátti sjá allra þjóða kvikindi og allir voru með mikið af drykkjum að hlaða í bílana sína. Við sáum líka tvo aðila sem byrjuðu að fylla bílana sina og fylltu svo kerrur sem þeir voru með aftan á bílunum..... spurning um að hamstra sko....
En þegar við komum aftur til Horsens fórum við beint í hangikjöt, kartöflur, uppstúf, rauðkál og grænar, flatkökur og baunasalat..... það eina sem vantaði var maltið og appelsínið... það kemur með gámnum;)
Fullt af nýjum myndum í albúmi
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.10.2007 | 08:13
Komin til Danmerkur
Heil og sæl
Bara að láta vita aðeins af mér. Við erum kominn til Horsens og erum í góðu yfirlæti hjá Bertu og Ragga..... Ferðin gekk vel til Danmark... frúin reyndar með 25 kg í yfirvikt en með hjálp góðra manna sluppum við við að greiða fyrir þau kíló. Hlynur kom og tók á móti okkur á Kastrup og voru miklir fagnaðarfundir.
Nú erum við á leið til Þýskalands að birgja okkur upp af gosi og kruðerí...
Komum svo beint til Ragga og Bertu í hangikjöt með tilbehör
Skrifa betur aðeins seinna
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.10.2007 | 21:45
4. október er á morgun
Bara að láta ykkur vita af því, ef ske kynni að það hefði farið fram hjá ykkur... múhahaha
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.10.2007 | 23:09
Eitt lag enn
eða kannski tvö:) Ég á tvær nætur eftir á Íslandi og tíminn núna líður í raun alltof fljótt.... skrýtið þar sem ég hef oftast kvartað yfir því að hann líði ekki nógu hratt... Ég hef haft svo yfirgengilega mikið að gera þessa vikuna að það hálfa væri hellingur.... skatturinn, bankinn, heilsugæslustöðinn, pósturinn, bónus, hárgreiðslustofan, tannlæknirinn, stöð 2, Orkuveitan... þetta er bara hluti af þeim stofnunum sem ég hef heimsótt í vikunni og ég er nú þegar kominn með to do lista fyrir morgundaginn.... ótrúlegt! Ég veit ekki hvernig þetta verður þegar ég kem út til Danmerkur og hef ekki neitt að gera.... ég verð örugglega að finna mér eitthvað að gera.
Við höfum lika verið dugleg að hitta fólkið okkar. Við fórum í heimsókn í dag til Særúnar og family og kvöddum þau og svo beint í afmæli til mömmu, hún er 57 ára gömul í dag... flottur matur þar á ferð auðvitað. Á morgun ætla ég svo að borða hádegismatinn með Gunnu vinkonu, hitta Guðný og fara í mat til tengdó auk þess að klára to do listann.... þannig að ég verð hreinlega kominn til Horsens áður en ég næ að snúa mér við.
Ætlaði nú bara aðeins að láta vita af mér... þarf að kíkja á grænu kökuna sem ég er að baka fyrir Þorgeir mág minn.
Out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2007 | 21:40
Sannkölluð veisluhelgi
Síðasta helgin okkar á Íslandi var sannkölluð veisluhelgi. Báðir strákarnir héldu sín kveðjupartý fyrir sína nánustu vini um helgina. Jón Ingi hélt sitt kveðjupartý í Loftkastalanum en þar eru hjólabrettarampar innanhúss..... mikill spenningur í mínum manni, enda hefur mér sem móður skilst að það sé engin maður með mönnum í þessum brettaheimi án þess að hafa farið í Loftkastalann. Mér leist ekki vel á staðinn þegar ég keyrði Jón þangað, eiginlega bara ílla og var alveg með hjartslátt yfir því að skilja barnið mitt eftir þarna. En þetta var draumurinn hans og draumurinn var uppfylltur. Að mestu gekk kveðjupartý Jóns Inga vel.... það kom reyndar upp smá myndbrot úr Stellu í Orlofi hehe.... einn strákurinn datt á rassinn og fékk flísar í rassinn og þurfti upp á slysó til að láta plokka þær úr... ég veit að þetta er ekkert fyndið en þetta er samt pínu fyndið... minnir á Stellu í Orlofi og ég veit að strákurinn hefur það gott í dag:)
Hafsteinn hélt svo sitt kveðjupartý í dag..... hann bauð sínum nánustu vinum í pottapartý og útigrillaða hamborgara.... allt gekk vel í dag og allir ánægðir með daginn.
Við fórum líka í tvö afmæli þessa helgina.... í gærkvöldi fórum við í afmæli til tengdapabba en hann varð 70 ára í gær... æðislegur matur og skemmtilegt kvöld. Í dag fórum við svo í barnaafmæli seinnipartinn en hann Viktor Smári frændi okkar er 6 ára.....
Svona hefur helgin okkar verið.... en auk þess að sinna þessum hlutum náðum við að afhenda húsið okkar í gær til nýrra notenda eftir þokkalegt þrifpuð.... og sjálf náði ég að láta kjósa mig í stjórn Íslendingafélagsins í Horsens, mun gegna starfi ritara í stjórninni næsta árið.
Held að nú vitið þið allt.... allavega næstum allt..... fullllttt af myndum í nýju albúmi
Pís out
Kolbrún Grafarvogsbúi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2007 | 22:07
Laddi og tannlæknasöngurinn
JÁ ÉG ER TANNLÆKIR... einhvernvegin svona hljómar lag sem Laddi söng af mikilli innlifun um árið... minnir allavega að það hafi verið Laddi.... Ég hef verið hjá tannlækni þessa viku, meira að segja tvisvar sinnum og í hvert skipti sem ég tek lyftuna upp á þriðju hæð í Valhallarhúsinu kemur þetta lag upp í hugann á mér. Ef það er eitthvað sem ég hef óbeit á, eru það tannlæknar. Tannlæknirinn minn er samt alveg góður kall sko, það eru tækin hans sem ég hreinlega þoli ekki. Ég veit ekki hvort mér finnst verra, deyfingarsprautan eða titraraborinn, fæ alveg hroll. Og bara í þessari viku er ég búin að þurfa að sitja í tvær klukkustundir í tannlæknastólnum, hver einasta mínúta er alger pína. Og það sem meira er.... ég þarf að fara aftur á mánudaginn.....
Afhverju skyldi maður vera svona hræddur við tannlækna? Ég er voða sátt þegar ég fer í lyftunni niður úr Valhallarhúsinu aftur..... en skrefin inn í lyftuna eru þung.
Er ég eitthvað skrýtin?
Lífið okkar hér í Breiðholtinu í dag hefur einkennst af tuskum og AJAX. Við ætlum að afhenda húsið til nýrra notenda á morgun í hádeginu..... miðað við ástandið hér akkúrat núna er það pínu bjartsýni, en við sjáum hvað setur. Ég veit að ég fæ einhverja hjálp í fyrramálið og þetta hlýtur að hafast. Við fengum góða hjálp í kvöld og er því mikið búið:) Á morgun flytjum við svo búferlum til systur minnar og hennar fjölskyldu í Grafarvoginn góða. Emil minn er farinn að hlakka mikið til að fá að gista hjá Magnúsi frænda.... vona að hann verði ekki mjög vonsvikinn yfir því að við verðum ekki heima hjá þeim 24/7.... það eru svo mörg plön í gangi fyrir þessa síðustu daga hjá okkur.
En ég bíð góða nótt og lofa nýrri færslu á morgun frá nýjum heimkynnum
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.9.2007 | 17:20
Emil kvaddi Jöklaborg í dag
Emil minn kvaddi vini sína á leikskólanum Jöklaborg í dag. Þegar hann flytur aftur til Íslands fer hann beint í Seljaskóla.....
Við keyptum flotta McQueen köku sem Emil fór með í leikskólann í morgun. Hann var ekki lítið glaður með kökuna sína litli kallinn minn, enda hrikalega flott kaka þarna á ferð. Emil átti mjög skemmtilegan dag í leikskólanum í dag. Hann fékk greinilega að vera aðalmaðurinn í dag og hefur ekki þótt það leiðinlegt. Hann fékk jafnvel að vera kóngurinn, og það er nú ekki á hverjum degi sem kóngastóllinn er dregin upp á leikskólanum.
Við eigum eftir að sakna leikskólans Jöklaborgar. Þetta er besti leikskóli sem ég hef kynnst með mína stráka. Konurnar á leikskólanum voru svo elskulegar að taka fullt af myndum af Emil í dag og setti ég þær inn í nýtt albúm
Skrifa kannski aðeins meira í kvöld, múhaha
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2007 | 22:28
Súpukvöld
Það var súpukvöld í kvöld. Við sem störfum á barnasviði SSR hittumst reglulega á súpukvöldi og skiptumst við á að halda kvöldin heima hjá hvor annarri. Í kvöld var súpukvöld hjá Snædísi. Ég átti virkilega skemmtilegt kvöld heima hjá Snædísi í kvöld með öllum konunum á barnasviði SSR, frábær kjúklingasúpa og ekki síðri ostakaka á eftir.... skolað niður með hæfilega miklu magni af rauðvíni...
Stelpurnar á barnasviðinu gáfu mér bók í kveðjugjöf. Bók sem heitir DJARFAR DÖMUR.... á bakhlið bókarinnar stendur "Handa þeim óskammfeilnu, daðurgjörnu eða veraldarvönu - öllum þeim sem kunna að meta gamanið, uaðinn og allan bjánaganginn í sambandið við ástarlífið. Syndsamlega stríðinn og fyndin smábók".
Bara gaman af þessu.....jafnvel þótt ég hafi spurt þær HVAÐA ÁSTARLÍF? hehe
Í dag er akkúrat vika þangað til ég fer til Danmerkur. Vika sem verður án efa fljót að líða þar sem það eru svo margir skemmtilegir hlutir sem bíða okkar í vikunni..... segi ykkur betur frá því seinna.
Góða gótt
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.9.2007 | 15:43
Tómarúmið hjá mér
Jæja, nú er gámurinn með búslóðinni minni farinn af stað til Danmerkur og ég sit hér í tómu húsi. Við fengum lánaðar sængur og tilbehör þannig að við höfum enn sem komið er okkar samastað hér í húsinu okkar. Síðustu daga hef ég verið að ganga frá ýmsum hlutum sem þarf að ganga frá áður en maður fer úr landi og það eru sko ekki fáir hlutir.
Ég fór tildæmis í vodafone í dag en ég hef áður skrifað um intrum bréf þeirra hér á blogginu... fyrir þá sem ekki nenna að lesa svona langt aftur í tímann, þá eru þeir að elta mig útaf 800 kr skuld sem er greidd en þeir bara koma þessu dæmi ekki út úr kerfinu hjá sér. Mikið svakalega mátti ég bíða eftir að fá þjónustu hjá vodafone... inn kom maður á eftir mér sem fékk strax þjónustu og fékk meira að segja tvo starfsmenn sem kynntu sig með nafni fyrir viðskiptavininum..... skildi það vera vegna þess að þessi ákveðni viðskiptavinur heitir Stefán Hilmarsson??? Mér er spurn, það er allavega ekki sama hvort maður heitir Kolbrún eða Stefán. En allavega fékk ég þjónustu fyrir rest og skuldin var felld niður... spurning hvort það takist hjá þeim í þessari tilraun að koma mér út úr kerfinu hjá sér.
Annars er Emil litli veikur núna... hann er með sýkingu í kinnholum og ég fór með hann til læknis í dag. Því miður fyrir mig lenti ég á nýútskrifuðum lækni sem ekki þekkir söguna hans Emils og vildi ekkert fyrir mig gera nema gefa honum spray í nefið.... hef ekki nokkra trú á því að það virki, það hefur ekkert virkað á blessað barnið þegar það er komið með sýkingu nema sýklalyf.... en við skulum sjá til.. það væri svo sem ekki verra ef hægt væri að komast hjá þeim fjanda.
Annars lítið framundan hjá okkur nema bið eftir að komast í flugvélina og hitta okkar elskulega... guð hvað við erum farin að hlakka til. Við ætlum nú samt að njóta síðustu dagana okkar hér á Íslandinu og nota tímann til að hitta vini og ættingja. Í gær var okkur til að mynda boðið í dýrindis kjöthleif Mörtu Stewart hjá litlu systur.....
Out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.9.2007 | 22:29
Alveg búin á því
Já, ég er alveg búin á því. Sit hér á gólfinu í næstum galtómu húsi. Þetta gat ég, með mikilli hjálp frá vinum og kunningnum.
Gámurinn orðinn stútfullur og bíður þess að fara yfir hafið.
Læt myndir í myndaalbúmi þjóna bloggfærslu dagsins og bíð góða nótt.
KOlbrún alveg out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar