Hugleiðing

Ég er útskrifaður þroskaþjálfi.  Þegar ég útskrifaðist gekk ég með frumburðinn.  Í skólanum höfðum við lært mjög mikið um fatlanir og tölfræðilega taldi ég að það væri með öllu ómögulegt að ég myndi fæða heilbrigt barn... í skólanum lærðum við að 1% barna fæddist með þennan galla og 2% með hinn gallann... og fatlanirnar sem við lærðum um voru svo margar að samkvæmt mínum reikningsbókum voru pottþétt yfir 100% barna sem fæddust með einhver frávik í þroska.  Á meðgöngu minni með frumburðinn fór ég í allskonar auka tékk.... auka blóðprufur og skoðanir til að láta tékka eins vel á frumburðinum og einhver kostur væri.  Ljósmóðirinn mín hafði á orði að þroskaþjálfar væru erfiðustu konur á meðgöngum.  Jón Ingi minn, frumburðurinn, er alheilbrigður. 

Fyrir fjórum árum síðan gekk ég svo með litla örverpið mitt.... mér var þá boðin hnakkaþykktarmæling og afþakkaði hana.  Ekki vegna þess að ég tryði því að ég myndi bara eignast heilbrigð börn.... heldur vegna þess heldur að ég er ekki viss um að það hefði breytt neinu fyrir mig þótt ég hefði fengið að vita að örverpið mitt væri með litningargalla.... ég hefði örugglega ekki stöðvað meðgönguna. 

Ég hef starfað með fötluðu fólki um árabil og um árabil starfaði ég með fólki með Downs heilkennið.  Þetta eru alveg yndislegir einstaklingar sem allir eiga sérstakan sess í mínu hjarta.  Einstaklingar sem lifa oftast mjög ánægjulegu og innihaldsríku lífi.

Hnakkaþykktarmælingin er byggð á líkum.... líkurnar á því að þú eignist barn með Downs heilkenni eða með klofin hrygg (spina bifida).  Ég velti því oft fyrir mér þegar þessi umræða dúkkar upp, hversu mörg fóstur eru kannski deydd.... án þess að vera sködduð.... þetta er jú allt byggt á líkum er það ekki?   Viljum við kannski "útrýma" fólki með Downs heilkenni?  Ég vona ekki, því að fólk með Downs heilkenni eru hluti af mannflórunni okkar.

Pís out


mbl.is Foreldrarnir völdu fatlaða barnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Veistu Kolla, ég gæti skrifað bók um þeta. Takk fyrir, kveðjur til þín og þinna!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.10.2007 kl. 22:50

2 identicon

Ég byrjaði svo seint að eiga börn að ég var komin á sama stig og þú með örverpið.

Það sem sló mig mest í þessari grein var hversu margir hafa kosið að deyða fóstur með þessum líkinda reikningi og aðeins eitt barn á fjórum árum hafi fengið líf.

Friggja (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 23:09

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ. Þetta er rosalegt að lesa, ég hafði ekki hugmynd um þetta. En margir sem ég þekki mundu sko ekki vilja eignast fötluð börn, mundu tafarlaust að láta eyða fóstrinu. En ég væri sko alveg til í að eiga tvo kríli sjálfur...veit bara ekki alveg hvernig ég á að fara að því..hehe. Hafið það gott. knús knús.

Guðmundur Þór Jónsson, 13.10.2007 kl. 01:30

4 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Ég fór ekki heldur í hnakkaþykktarmælinguna og mun ekki gera það með næstu börn (ef ég verð svo heppin að eignast fleiri börn). Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig það væri ef það væri hægt að skima fyrir t.d. einhverfu og öðrum fötlunum líka.....myndu þá örfá börn fæðast?? Það hljóta öll börn að vera með "líkur" á einhverri fötlun!! Það er hins vegar er ekki okkar að dæma aðra og mun ég ekki gera það, því allir vilja jú eignast ófatlað barn og flestir treysta sér ekki í annað, en samt fæ ég sting í hjartað við hugsunina um að aðeins eitt barn hafi fæðst á árinu með Down´s syndrome. Það segir manni að hlýtur að vera fjölgun á fóstureyðingum hjá börnum með "líkur" á fötluninni, er það ekki?!

Berta María Hreinsdóttir, 13.10.2007 kl. 07:46

5 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Sko, hann Emil er allt annað en örverpi, skammistín að tala svona. Ég á ekki börn og sennilega mun ekki eignast og veit ekki hvað ég myndi gera. En eins og þú veist Kolla af mínu lundarfari þá ferðu nærri um viðbrögðin.

Ingi Geir Hreinsson, 13.10.2007 kl. 09:54

6 Smámynd: Tómas Ingi Adolfsson

Ég held að margir vilji ekki taka "sénsinn" á því að eignast fatlað barn. Margir sjá örugglega bara fram á erfitt líf og mikil vandamál þegar það veit að það gæti eignast fatlað barn. Ég held að sú ákvörðun að deyða fóstur sem mögulega eru með Downs stafi bæði af fáfræði og að fólk telji það skömm að eignast fatlað barn. Því miður...

Tómas Ingi Adolfsson, 13.10.2007 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 309994

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband