2.5.2006 | 15:29
Ég ætla ekki að eiga fleiri börn
Þá vitið þið það....
Það eru samt mikið af nýfæddum og ófæddum börnum í kringum mig en samt fæ ég ekki neitt svona "eggjahljóð". Ég er bara mjög þakklát fyrir mína þrjá heilbrigðu stráka.
Mér er samt minnistætt þegar við hjónin fórum í sónar að skoða hann Emil okkar. Við vildum vita kynið og þegar okkur var sýnt djásnið hans Emils brást elsku kallinn minn þannig við að hann sagði við hjúkkuna... er þetta strákur, þá getur þú bókað að ég á eftir að sjá þig að ári:)
Ég hef tekið þá ákvörðun að þrjú börn duga mér mjög vel en samt eru ákveðnar hugsanir sem koma upp í hugann... mér finnst ég vera að missa af einhverju að eiga ekki stelpu.... ég hugsa um að ég fæ aldrei tækifæri til að kaupa bleik föt, spennur, hárteygjur og leika í barbí og stelpuleikjum.... og um daginn fór ég að spá í, eftir að hafa talað lengi við Guðnýju vinkonu mína (við tölum sko stundum soldið lengi saman) og hún var að segja mér að hún mætti vera viðstödd fæðingu barnabarnsins síns, að þetta væri tækifæri sem ég fengi örugglega ekki, því að það er ekki mjög líklegt að tengdadóttir myndi leyfa tengdamömmu sinni að vera viðstödd fæðingu....ég held allavega að ég hefði aldrei tekið það í mál að tengdamamma mín væri viðstödd fæðingu strákanna minna, en samt á ég yndislega tengdamömmu.
Jæja, pæling dagsins komin á blað en það breytir samt ekki þeirri staðreynd að ég ætla ekki að eiga fleiri börn.... maður má nú samt láta hugan aðeins reika.
Over and out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
haha síðast þegar ég heyrði þetta þá frétti ég af óléttu hjá þér innan tveggja vikna. Maður á kannski von á einhverjum fréttum á næstunni????
helga Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.