2.1.2009 | 19:12
Áramót
Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og fjölskylda og þakkir fyrir liðnar stundir, bæði í lífi lifenda og blogglífi:)
Við erum búin að hafa það alveg ofsalega gott yfir hátíðarnar og búin að vera mikið með okkar fólki. Auðvitað hefur mataræðið yfir hátíðarnar ekki verið til mikillar fyrirmyndar og finnst mér puttarnir á mér hreinlega vera að springa af salti og reyktu kjöti (svo ég tali ekki um nóa konfektið, ég kláraði það)
Ég fékk margar góðar jólagjafir sem ég þakka kærlega fyrir. Auðvitað á ég mínar uppáhaldsgjafir eins og allir... eitt það dýrmætasta sem mér var gefið um jólin var um 30 ára jólakort sem ég hafði gefið ömmu minni og afa sem eru bæði dáinn. Ég hafði búið sjálf til jólakortið, límt glansmynd framan á og skrifað inn í... pabbi gaf mér kortið núna um jólin en hann fékk það úr dánarbúi ömmu minnar. Mér þótti líka óendanlega vænt um gjöfina frá miðsyni mínum en hann hafði búið til púða fyrir mig til að nota til að sofa með í sófanum (hmmmm sef ég í sófanum????) og á púðanum stendur með krosssaum... MOR ER BEST. Hrikalega sætt. Svo kom gjöfin frá Bertu og Ragga mér skemmtilega á óvart... þau sendu mér armband sem er með kínversku árunum sem mig hefur dreymt um að eignast forever og tvo kassa af flödebollum úr Aldi og það eru þær flödebollur sem ég elska mest í heiminum. Tryggvi frændi minn gaf mér ómetanlega gjöf þessi jól, mynd í ramma af afa Agnari sem kvaddi okkur í fyrra. Ég saknaði hans mikið um jólin. Við hjónin fengum miklu fleiri góðar gjafir, bækur, jólaórann, inn í stellið okkar í Ristenhoff og Rosental, DVD og peninga sem koma sér vel í fatakaup þegar útsölurnar byrja (ég held allavega að minn hluti fari í að kaupa mér föt). Takk elsku fjölskylda og vinir fyrir okkur.
Það setti smá svartan blett á annars góða daga yfir hátíðarnar að það skyldi vera keyrt á okkur á milli jóla og nýjárs. Það var keyrt harkalega aftan á nýja Yarisinn okkar og var ég að keyra með Hafstein og Emil í bílnum. Sem betur fer meiddist engin, en sjokkið var mikið og er Emil minn enn mjög upptekin af því hvort bílar komi of nálægt okkur í umferðinni í dag... hann hefur samt sem betur fer ekki neitað að fara út í bíl eins og hann gerði þegar við lentum í síðasta árekstri þannig að vonandi nær hann að vinna með þetta sjálfur. En auðvitað er þetta gríðarlegt sjokk...
Áramótunum eyddum við með stórfjölskyldu minni og áttum stórskemmtilegt kvöld með þeim. Ég á alltaf soldið erfitt á áramótum.... bæði er ég hrædd við flugeldana og hrædd um strákana mína og eitthvað komi fyrir í öllum hamaganginum... ég er því manna fegnust þegar allir flugeldar og allir kínverjar hafa verið sprengdir. Svo hefur myndast hefð fyrir því á heimili foreldra minna að horfa á gamla árið fara og nýja koma í sjónvarpinu og skála svo í freyðivíni um áramót... ómissandi hefð sem hefur fylgt okkur frá því ég man eftir mér. Ég verð alltaf soldið meir þegar ég sé gamla árið kveðja í sjónvarpinu en á sama tíma þakklát fyrir að fá vera með ein áramótin enn, hraust á líkama og sál.
Ég hef áður nefnt áramótaheit fjölskyldunnar.
Geðrækt og heilsa, hreyfing og heilbrigði.
Það var þvi ekki eftir neinu að bíða á nýju ári og byrjaði ég daginn á því að skella mér í ræktina og mikið rosalega var það gott, tilfinningin dásamleg.
Vatnið sem ég hef drukkið í lítravís í dag hefur svo aðeins skolað mestu saltinu úr líkamanum og því allt á réttri leið á ný.
Ég óska aftur öllum þeim sem ég þekki gleðilegs árs og megi allar ykkar óskir og þrár rætast á nýju ári.
Bjartsýni þarf á árinu 2009 !!!!!
Kolbrún out
Nýjar myndir í albúmi
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 253
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár til ykkar allra Kolla mín og takk fyrir þau gömlu, sjáumst hressar;)
Dóra (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 20:58
Gleðilegt ár Kolla mín og takk fyrir allt á árinu sem var að klárast
Anna Gísladóttir, 6.1.2009 kl. 00:10
Gleðilegt árið elsku vinkona
Sé að gömlu hjónin breytast ekkert hehehe
Rebbý, 8.1.2009 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.