16.8.2008 | 20:30
Ég öskraði mig hása
Auðvitað horfðum við á leikinn í dag... enn ekki hvað. Og auðvitað voru það strákarnir okkar sem voru að gera góða hluti í dag á móti Dönum (ef liðið hefði tapað hefðu það sjálfsagt ekki verið strákarnir okkar, heldur íslenska landsliðið í handbolta). Leikurinn í dag tók svo á taugarnar hjá mér að ég veit ekki hversu oft ég stóð upp úr sófanum og fór inn í eldhús.... þegar vítið var svo í leikslok, stóð ég inn í eldhúsi og kíkti fyrir hornið... hehe. En stórkostlegur árangur og ég hlakka til að horfa á framhaldið. Eins gott að þetta verði ekki svona taugatrekkjandi aftur, því ég hreinlega öskraði mig hása í seinni hálfleik, svo mikið lifði ég mig inn í þetta.
Annars er allt við það sama hjá okkur fjölskyldunni. Við höfum fengið mikið af góðum gestum til okkar í vikunni. Vilborg, Gísli og Eyþór komu í heimsókn til okkar en þau eru í bænum þessa dagana og svo kom Kidda til okkar í mat í vikunni og áttum við mjög skemmtilegt spjall langt frameftir kvöldi. Þvílíkt sem maður er heppin að eiga vinkonur eins og hana. Já og svo hitti ég Fríðu í vikunni og hún er ekki síðri vinkona og gott að eiga hana að. Nú svo er það vinnan en það hefur verið nóg að gera þar. Við útveguðum okkur nýjan smið í vikunni (já Raggi, svona er þetta bara sorry) og verður hafist hér handa á mánudaginn í að henda upp eins og einum vegg á efstu hæð hússins og svo í framhaldinu verður flísalagt í eldhúsinu. Allt að gerast:) Það sem setti skugga á liðna viku var jarðarför sem við hjónin fórum í, en við fylgdum fyrrum vinnufélaga Hlyns af sjónstöðinni, ung kona í blóma lífsins, hrifsuð burt fyrirvaralaust. Sorglegt.
Þetta var svona upptalningarblogg heh... en þið verðið bara að afsaka það að ég hef ekki haft neina einbeitingu til að blogga síðustu daga.... vonandi kemur andinn aftur yfir mig fyrr en síðar.
En þar til næst
Knúsið hvert annað
Kolbrún
Jafntefli gegn Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 256
- Frá upphafi: 311871
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjúkk, get ég þá hætt að hafa áhyggjur af því að húsbóndinn ætli að gera eitthvað sjálfur....
En þetta verður aldrei eins flott og ef að ég hefði gert þetta
Kv.
Ragnar Hermannsson, 17.8.2008 kl. 07:13
Gott að heyra að allt gengur vel hjá ykkur......hér var líka mikil spenna fyrir leiknum og heyrðust fagnaðaróp úr öðru hverju húsi hér í mosanum eftir vítið í lokin, hehe:)
Í gærkvöldi fóru síðustu gestirnir frá okkur og byrjar Raggi svo í skólanum eftir viku þannig að þangað til ætlum við að hafa það huggulegt saman fjölskyldan.
Knús til ykkar allra elsku vinir
P.s. Veistu Hlynur.... ég hef fulla trú á þér, þú getur allt sem þú ætlar þér....ekki hlusta á Ragga montprik, hehe;)
Berta María Hreinsdóttir, 17.8.2008 kl. 09:33
já leikurinn var erfiður áhorfs, sat ein og bölvaði og öskraði og fagnaði allt til skiptis strákarnir okkar geta þetta og það verður bara gaman að fylgjast með næstu leikjum
Rebbý, 17.8.2008 kl. 11:46
Kolla ég sé þig alveg fyrir mér að ÖSKRA...hef horft á eurovision með þér...gleymi því ALDREI. Þetta verður án efa glæsilegt eldhús og efri hæð þegar þetta er allt búið..hlakka til að sjá. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 17.8.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.