Er ég kem heim í Búðardal

Um helgina var haldið ættarmót hjá föðurfólkinu mínu.  Mótið var haldið í Búðardal en fjölskyldan er frá þeim slóðum (nánar tiltekið frá Búðardal á Skarðsströnd).  Síðasta ættarmót hjá fólkinu okkar var haldið árið 1994 og var þá stórkostleg mæting, því miður var ekki eins góð mæting í þetta skiptið en það var góðmennt. 

Ég ólst upp í Dalabyggð og bjó þar til 6 ára aldurs á sveitabæ sem heitir Sveinsstaðir.  Ekki man ég mikið eftir þessum fyrstu árum ævi minnar, einhverjar glefsur þó.  Ég fór í skóla í sveitinni, í 6 ára bekk, og var um að ræða heimavistarskólann á Laugum í Sælingsdal.  Ég man vel að mér leið ekki vel á heimavistinni enda bara lítið barn sem var sent af heiman í heila viku.  Ég sæi mig gera þetta við mína stráka.... en það var ekki bara ekki annað í boði í þessa daga.  

Laugaskóli í Sælingsdal (þar er í dag rekið Edduhótel)Við fórum og heimsóttum Laugaskóla um helgina og mikið hafði ég gaman af því, jafnvel þótt ég hafi ekki munað neitt eftir skólanum.  Við vorum svo heppin að hitta þar konu sem fór með okkur inn í gamla skólann og sýndi okkur allt.  Skólinn var lagður niður árið 2000 og fluttur til kaupstaðarins Búðardals en í dag er rekið Edduhótel á Laugum.  

Þetta var bara skemmtilegt:)

 

Annars var líka yndislegt að fá tækifæri til að hitta alla fjölskylduna um helgina, en þótt mætingin hafi almennt mátt vera meiri á ættarmótið, þá held ég að það hafi verið full mæting frá öllum systkinum pabba og er það nú bara slatti af fólki sem fylgir þeim systkinum.  Boðið var upp á dagskrá fyrir börnin, grillað læri með tilbehör og svo kvölddagskrá...

Það var virkilega gaman að heimsækja Búðardal... en ég verð þó að játa það að þar myndi ég aldrei vilja búa.  En það var skrýtið, eins og hvað Búðardalur er lítill bær og alls ekki í alfararleið að við skyldum hitta þar fullt af fólki sem við þekkjum sem hafði bara komið þar við.  Við hittum hann Tryggva sem býr í nágrenni Horsens (ég ætlaði nú samt ekki að trúa því að þetta væri hann ), við hittum konu sem starfar í einhverfugeiranum og ég hef haft þónokkur samskipti við og við hittum æskuvin pabba míns... allir í kaupfélaginu hehe.  Ísland er greinilega lítið land.

Ég setti inn fullt af myndum frá helginni í nýtt albúm

Smá viðbót:  Þegar ég var á ættarmótinu fékk ég mjög skemmtilegt símtal frá félaga mínum sem er gay.  Hann vissi þó vel að ég var stödd út úr bænum en hringdi í mig áður en hann fór í stóru gay pride gönguna, bara til að segja að hann elskaði mig og þyrfti að segja mér það ef hann skyldi lenda í sprengingu í göngunni eins og búið var að hóta.  Nokkru seinna fékk ég svo sms frá honum  Ég er á lífi, þú ert heppinn.  Mér fannst þetta ótrúlega krúttlegt:)

Enjoy

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Já Kolla mín. Þú ert ótrúlega heppin. Ísland er mjög lítið land, fólk hittist á ótrúlegustu stöðum. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 11.8.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 309939

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband