Eggjahljóð..... gling gling

Halldór vildi fara í svakalegt tæki í tívolí sem engin annar vildi prófa með honum.....Var ég búin að segja ykkur frá veðrinu í Horsens?  Það er svakalegur hiti hérna dag eftir dag... í dag tildæmis voru um og yfir 30 stig og glaðasól enda er ekki þurr þráður á manni allan daginn... Ég leyfi mér að gleðjast yfir því að það spái aðeins kólnandi næstu daga, þetta er eiginlega bara ólíft:)

En Hlynur fór með Halldór, Jón Inga og Hafstein til Árósa í dag í tívolí Friheden.  Áttu þeir víst mjög skemmtilegan dag þar sem allur tíminn var notaður í rússíbana og önnur glæfratæki (að mati mínu)... og kannski best að ég sé ekkert með þegar markmiðið er að fara í þessi brjálæðistæki, ég verð svo paranoid.  Halldór var frakkastur þeirra allra og fór í eitt svakalegasta tækið sem er í boði í tívoíinu og var ekki hægt að tala hann af því þrátt fyrir að það hafi verið ítrekað reynt... honum fannst tækið líta sakleysislega út en var komin á aðra skoðun þegar salíbunan var búin... þetta var aðeins of mikið:)

Ég setti inn fullt af nýjum myndum í nýtt albúm frá tívolíferð strákanna:)

Gling Gling...... Berta og Raggi komu heim í dag með litla strákinn sinn.  Ég fór til þeirra í kvöld og OMG hvað hann er mikið æði.  Ég reyndar undra mig á því að ég hafi einhverntímann átt svona lítið barn... hmmm allir strákarnir mínir eru minni fæddir en hann.  Innilega til hamingju með litla gullmolann ykkar elsku Berta og Raggi og Hermann Veigar.  Það er ekki laust við að það hafi verið hávær eggjahljóð hér á Ranunkelvej í kvöld.  Kannski að maður ætti að hræra í eitt barn enn og freista þess að ég fái stelpuna mína.....

 

Over and out

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Kolla og Hlynur. GO 4 IT!! Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 4.7.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Vinstri, hægri, snú og koma svo!!!

Helga Jónsdóttir, 5.7.2008 kl. 07:28

3 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Það væri nú bara gaman að bæta einu við hehe!

Það er nú ekki hægt að komast hjá háværum eggjahljóðum þegar maður heldur á slíkum gulldrengjum!

Knús frá Kiddu.

Kristbjörg Þórisdóttir, 5.7.2008 kl. 14:33

4 Smámynd: Rebbý

væri alveg komin tími á prinsessu í barnahópinn ......

Rebbý, 5.7.2008 kl. 18:15

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.7.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband