Laugardagur.....

Hryllilegar fréttirnar sem við heyrum bæði hér í Danmörku og heima á Íslandi um rússíbanann í tívolíinu í Árósum.  Nýji rússíbaninn í tívolíinu þar sem hefur verið í smíðum lengi lengi krassaði í gær eftir að hafa bara verið í 9 daga í notkun og það eru fjórir alvarlega slasaðir.  Hræðilegt slys sem þeir telja vera að tæknilegum ástæðum.  Það er kannski bara ekkert skrýtið að maður sé paranoid þegar börnin manns eru að fara í þessi tryllitæki í tívolíinu... þótt þetta eigi að vera hættulaust, þá geta bara samt gerst slys.  Sem betur fer þurftu strákarnir okkar og Halldór ekki að horfa upp á þetta hræðilega slys í gærkvöldi en þeir eyddu deginum í gær í tívolí Friheden en höfðu yfirgefið tívoíið þegar slysið varð.  Og ég er líka fegin því að þeir fóru ekki í þennan tiltekna rússíbana í gær... þeim fannst hann of ógnvekjandi. Mig myndi ekki undra að það yrði sett pínu stopp á rússibanaferðir hjá okkar strákum í kjölfarið á þessu slysi.

En dagurinn í dag hefur verið tíðindalítill hjá okkur hér í Horsens.  Stóru strákarnir sváfu frameftir og skelltu sér svo beint í sund og eyddu þar löngum tíma.  Þeir fengu svo útrás fyrir hjólabrettaáráttuna sína og eru í góðu yfirlæti núna að horfa á dvd með snakk og kók... bara ljúft hjá þeim í dag.

Ég hef ekki verið myndaglöð í dag og því fáið þið engar myndir... en þær koma örugglega á morgun:)

Nótt Nótt

Kolbrún 


mbl.is Fjórir slösuðust í rússibanaslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Ég hugsaði einmitt til strákanna þegar ég las fréttina í gærmorgun á dr.dk. Hræðilegt slys en sem betur fer var "bara" um beinbrot að ræða (utan við andlegu hliðina)......hefði örugglega getað farið miklu verr. En því miður geta slysin gerst alls staðar og oft þar sem maður á síst von á þeim

Berta María Hreinsdóttir, 6.7.2008 kl. 07:16

2 Smámynd: Rebbý

já það er gott að strákarnir voru ekki vitni að þessu og þú segir að það verði væntanlega sett stopp á þá í bráð - heldur þú að þess þurfi?   situr svona frétt ekki líka í þeim í smá tíma og stoppar þá af automatiskt?

Rebbý, 6.7.2008 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband