OMG í mínum heimabæ

Ég hef alltaf verið svo blind á það sorglega sem er að gerast í þessum heimi að ég hélt að svona gerðist bara í "útlöndum" en ekki í næsta garði við heimili mitt.

Mikið vona ég að móðir barnsins finnist svo hægt verði að aðstoða hana.  Þetta er hræðilegt.

 

Annars er ég á fullu að njóta daganna hér í Horsens með mömmu og pabba.  Það var yndislegt að fá þau til okkar í gær og áttum við skemmtilegan afmælisdag með pabba.  Borðuðum BBQ ribs og rósavín og sátum úti í góða veðrinu næstum fram að miðnætti.  Ég reyndar fékk afleiðingarnar strax, því ég var bitinn oftar en ég næ að telja í gærkvöldi og klæjar allsstaðar.

Kem með feita bloggfærslu síðar

Kolbrún 


mbl.is Lík af nýfæddu barni fannst í Horsens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ ... Já frekar ógeðslegt með þetta barn, en ég meina að einhverjar afleiðingar hljóta þetta verkfall að hafa þegar ljósmæður og annað fólk innan heilsugeirans er búið að vera í verkfalli núna í einhverjar 8 vikur.

En annars hér er allt gott að frétta, við gerðum tilraun til að kíkja í heimsókn til ykkar á laugardaginn. En enginn var heima  Svo við gerum aðra tilraun seinna hehe...

Kveðja Jóna

Jóna Mjöll (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 07:31

2 identicon

Jóna Mjöll. Þetta hefur auðvitað ekkert með verkfall ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga að gera. Ég vinn á fæðingadeild hérna úti í Danmörku og við höfum samt uppi nauðsynlega starfssemi þrátt fyrir verkfallið. Ef að það er eitthvað sem angrar fólk eftir að þau eru útskrifuð geta þau hringt eða komið inn aftur og talað. Auk eru flestar ljósmæður fyrir löngu teknar aftur til starfa þar sem þeim fannst þær ekki geta verið í verkfalli.
Stór hluti hjúkrunarfræðinga er enn og hefur alltaf verið að vinna þrátt fyrir verkfallið og það er örugglega þess vegna sem svona illa gengur að semja og yfirvöld gefa sig ekki.

Þetta er sorglegt mál auðvitað og ég giska á að þetta hafi verið hrædd unglingsstelpa sem hafi örugglega haldið óléttunni leyndri og orðið dauðhrædd þegar að hún fæddi. Slíkt hefur nú gerst áður því miður (þegar engin verkföll voru). Það getur líka verið að barnið hafi verið andvana fædd og hún hafi ekki vitað sitt rjúkandi ráð hvað hún ætti að gera. Ég vona innilega að greyið stúlkan finnist og hún fái þá hjálp sem hún þarf.

Íris (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 10:10

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Ji, þetta er hræðilegt!!! Ég fæ vatn í munninn þegar ég las matseðil gærkvöldsins...MMMMMMMM. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 3.6.2008 kl. 12:04

4 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Þetta er auðvitað ein hryggðarsaga og sjálfsagt erfiðara en orð fá lýst fyrir móðurina að standa eftir. Vonandi verður hægt að veita viðeigandi hjálp og koma í veg fyrir enn meiri sorg og hörmungar í þessari fjölskyldu.

En að hinu og það er ekkert skrýtið að dýraríkið sé að reyna að éta þig og þína upp til agna miðað við matseðlana sem eru uppi og þær lýsingar sem hafa komið fram yfir gæði eldamennsku þinnar.

Maður verður kannski bara að skreppa til Danmerkur og "droppa" inn í smakk!

Vilhjálmur Óli Valsson, 3.6.2008 kl. 16:24

5 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Villi, go 4 it man.

Guðmundur Þór Jónsson, 4.6.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 261
  • Frá upphafi: 311869

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband