28.5.2007 | 19:59
Söfnunaráráttan
Jæja þá er hvítasunnuhelgin að baki. Ég held að allir fjölskyldumeðlimir séu sáttir við helgina enda höfum við fjölskyldan verið á flakki alla helgina. Við höfum farið í grillveislu til afa og ömmu í breiðholtinu, kaffi til langömmu og langafa í kvíslunum, göngutúr, róló, bíltúr og margt fleira... á milli þess sem húsmóðirinn þurfti að sinna vaktaskyldu sinni í vinnunni.
Ég er búin að setja inn fullt af nýjum myndum í albúmið frá helginni, gjössogvel:)
Ég fór að hugsa í dag, þegar við vorum í heimsókn hjá langömmu og langafa strákanna hvað við fjölskyldan erum ótrúlega dugleg að safna hlutum. Amma og afi gáfu Jóni Inga lyklakippur sem þau höfðu keypt handa honum á Spáni en Jón hefur safnað lyklakippum frá því hann var lítill. Hann á ótrúlegt safn af lyklakippum, örugglega eitthvað á annað þúsundið. Hann hefur komið fram í sjónvarpinu með lyklakippusafnið sitt og í tímaritinu Séð og heyrt auk þess sem hann hefur haldið eina sýningu á safninu.
Hafsteinn fékk spilastokk frá Spáni frá ömmu og afa en hann hefur safnað spilastokkum í þónokkurn tíma. Stokkarnir hans skipta tugum og erum eins mismunandi og þeir eru margir. Helst vill hann fá stokka sem ekki hafa verið opnaðir og eru enn með plastinu á. Stokkana geymir hann svo vandlega í pappakassa í herberginu sínu.
Húsmóðirinn á heimilinu á þó sjálfsagt metið í því að safna einhverju. Ég byrjaði á því sem barn að safna servéttum og þó að ég sé löngu hætt að safna þeim, þá á ég mörg hundruð servéttur í geymslunni minni, allskonar servéttur, mikið af seríum, fermingarservéttum frá ættingjum, jafnvel brúðkaupsservéttu frá því að foreldrar mínir giftu sig. Í dag safna ég Georg jensen jólaórum og á eina 14 þannig, ég safna líka Georg Jensen hnífapörum, bjórglösum frá Casa (þessum sem eru engin eins), snafsaglösum frá Royal Copenhagen og svo auðvitað svínunum mínum:) Yngsti sonur safnar svo sem ekki neinu enn sem komið er, húsbóndinn safnar helst dvd myndum og á myndarlegt safn af þeim.
Þá vitið þið allt um söfnunaráráttu fjölskyldunnar:)
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 256
- Frá upphafi: 311871
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hey - vissi ekki af söfnunaráráttunni hjá Hafsteini, skulda honum 2 stokka svo ég geri ekki upp milli bræðranna veit ekki með mömmuna og svínin, þau gætu bæst í safnið en allavega fær pabbinn ekki 2 dvd frá mér á næstunni
Rebbý, 29.5.2007 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.