Færsluflokkur: Dægurmál

Getur einhver gefið mér uppskriftina??

Ég hreinlega datt ofan í Nóa konfekt síðan á jólunum í kvöld... ekki af því mér leiddist, nei... afþví það var að renna út eftir nokkra daga....hehe

Hverjum datt þessi snilldaruppskrift í hug.  Það er ekki til betra konfekt í öllum heiminum.

konfekt-2

Kolbrún out


Kona einsömul

Já, ég er orðin kona einsömul... tja kannski ekki alveg einsömul, ég hef strákana mína hjá mér.  Hlynur fór í dag til Englands á námskeið og er ekki væntanlegur fyrr en seint á þriðjudagskvöld.  Ég verð að segja það alveg eins og er að ég verð alveg ómöguleg að missa kallinn svona til útlanda með reglulegu millibili, smá söknuður í gangi á þessum bæ.  En þetta verður fljótt að líða.

Við strákarnir erum búin að vera á flakki í allan dag, fórum að útrétta og enduðum svo á því að fara á McDonalds, uppáhald strákanna og borða inni.  Það er eitthvað sem húsbóndinn nennir alls ekki og því notuðum við tækifærið í dag.  Þeir voru alveg í skýjunum, hamborgari og ís og svo leiktækin á staðnum, gerist ekki betra.  Yngsti sonur fékk svamp sveinsson tölvuspil með barnaboxinu sínu sem hann hefur ekki sleppt. 

Við lofuðum pabbanum á heimilinu myndum og hér koma þær.

P1010004   P1010005

P1010006   P1010010

Out Kolbrún


Sveitaferð

Í dag fórum við fjölskyldan (utan elsta sonar) í sveitaferð upp í Miðdal í Kjós með leikskólanum hans Emils.  Emil skemmti sér alveg rosalega vel í sveitinni, hann var þó ekki minna hrifinn af dráttarvélaflota bæjarins en dýrunum sjálfum.  Hann þurfti að prufa allar dráttavélarnar og hverja og eina reyndar oft. 

Við tókum fullt af myndum í dag í sveitaferðinni og sést vel á þeim hversu gaman strákunum þótti í sveitinni.  Við fullorðna fólkið sem fórum með í sveitina erum aftur á móti svo mikil borgarbörn að við teljum nauðsynlegt að þvo allan þann fatnað sem okkur fylgdi í dag, það er svo mikil "fjósalykt" af okkur, haha

Til að sjá myndirnar stærri er nóg að klikka á þærSmile

P1010014    P1010018  P1010019

P1010028   P1010029  P1010036

 

Out Kolbrún


18. maí

er dagurinn sem

*  tengdaforeldrar mínir giftu sig fyrir 44 árum síðan

*  maðurinn minn var skírður fyrir 32 árum síðan

*  elsti sonur minn var skírður fyrir 12 árum síðan

*  miðsonur minn var skírður fyrir 10 árum síðan

*  yngsti sonur var skírður fyrir 3 árum síðan

*  við hjónin endurnýjuðum heitin okkar fyrir 3 árum síðan og engin vissi af því fyrr en í kirkjunni

 

Í tilefni dagsins var okkur fjölskyldunni boðið í mat til tengdaforeldra minna í kvöld.  Yndislegt kvöld, góður matur og til mikils að gleðjast:)

18. maí er fjölskyldudagurinn okkar.

Kolbrún


Dýrin stór og smá

Ég ólst upp í sveit, alvöru sveit með fullt af beljum, kindum og öðrum húsdýrum.  Ég flutti til Reykjavíkur þegar ég var 6 ára og foreldrar mínir hafa sagt að ég hafi tekið höfuðborgina með trompi, þvílíkt borgarbarn er ég í dag.  Ég hef ekki einu sinni viljað fara í styttri heimsóknir út fyrir höfuðborgina.  Ég á svo sem ekki margar minningar út sveitinni, ég man ekki svona langt aftur í tímann.  Jú ég man eftir því að hafa verið send í heimavistarskóla á Laugum í Sælingsdal, ég grét jafnmikið þegar rútan keyrði mig aftur heim eftir vikuna eins og þegar hún sótti mig í skólann.  Þannig að heimþráin hefur sjálfsagt verið þónokkur. 

Afhverju fór ég að tala um sveit... jú vegna hræðslu minnar við hunda.  Ég hef alltaf verið sjúklega hrædd við hunda og ef hundur kemur nálægt mér þá stend ég alveg stjörf og set hendurnar fyrir andlitið (öskra stundum smá).  Hundarnir virðast alveg finna það að ég sé hrædd við þá, allavega sækja þeir mikið í mig.  Elsti strákurinn minn fékk þessa hræðslu með móðurmjólkinni en þeir tveir yngri eru miklir hundavinir.  Í dag fórum við hjónin með yngsta son í heimsókn til Guðnýjar vinkonu minnar.  Ég hugsaði það í dag að það væri vandfundin eins góð vinkona og hún Guðný, hún er hreinlega frábær manneskja, en því miður sæki ég hana ekki oft heim vegna þess að hún á ÞRJÁ HUNDA.  Ég er ekki alveg að höndla alla þessa hunda, því miður.  Í dag hringdi ég á undan okkur og þá var Guðný buin að gera ráðstafanir um að hundarnir kæmust ekki nálægt mér, haldið að það sé ástand.  En litli sonur minn hann vildi auðvitað fá að hitta hundana hennar Guðnýjar, enda mjög hrifinn af þeim og biður þá um að leika við sig.  Hann fékk tækifæri til að verða eftir í smá stund hjá Guðný með pabba sínum og leika við hundana.  Ég beið út í bíl á meðan. 

Þessi hundahræðsla er því eiginlega hálfgerð fötlun hjá mér.

Guðný tók myndir í dag af yngsta syni með hundunum... gjössogvel

IMG_0231      

IMG_0232

 

IMG_0237

Yndislegar myndir:)

Kolbrún


Eigum við öll að vera steypt í sama mót?

Ég horfði á Fyrstu skrefin á Skjánum í kvöld.  Umræðuefni þáttarins voru einstaklingar með Downs heilkenni.  Í formála þáttarins var rætt um að með tækninni í dag séu þessir einstaklingar í "útrýmingarhættu".  Í dag er farið að bjóða verðandi foreldrum upp á að fara í hnakkaþykktarmælingu á 12 viku meðgöngu.  Í þessari mælingu er verið að athuga hugsanlegar líkur á því að barnið sé með fötlun, þar á meðal Downs heilkenni.  Í þættinum í kvöld kom það fram að nær 100% verðandi foreldra sem fá niðurstöður út úr mælingunni um að barnið þeirra gæti verið með Downs heilkenni, fari í fóstureyðingu.

Persónulega er ég mikið á móti þessari hnakkaþykktarmælingu.  Ég afþakkaði hana sjálf þegar ég gekk með yngsta son, ekki var boðið upp á þessa mælingu þegar ég gekk með eldri strákana mína.  Eigum við öll að vera steypt í sama mót?  Eru einstaklingar með Downs heilkenni óvelkomnir í samfélagið okkar? 

Einstaklingar með Downs heilkenni lifa mjög oft mjög innihaldsríku lífi.  Þeir eru lífsglaðir og njóta þess að vera með í samfélaginu okkar.  Ég þekki persónulega svo marga einstaklinga með Downs heilkenni, frábært fólk:)

Erum við á réttri leið að eyða öllum þessum fóstrum... er alveg víst að öllum þeim fóstrum sem er eytt séu raunverulega fötluð?  Ég leyfi mér að efast......

Kolbrún out

 


Helgin í hnotskurn:(

Húsmóðirinn með tak í bakinu, yngsti sonur með lungnabólgu, þrír heimilismenn með magakveisu.... en STJÓRNIN HÉLT MEIRIHLUTA, ÞAÐ ERU GÓÐU FRÉTTIRNARWhistling

Kolbrún out


Einhverfa og bólusetningar

Ég datt ofan í mynd á Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Myndin sem er bresk sjónvarpsmynd og heitir Hear the Silence fjallaði um einhverfan dreng og fjölskyldu hans.  Mömmu stráksins grunaði að með einhverfunni væri ekki öll sagan sögð og hóf leit að sannleikanum og sú leit hreinlega gagntók líf hennar.  Það sem hún fann út var að bólusetning ungbarna gæti leitt til einhverfu og fékk hún í lið með sér hóp sérfræðinga til að gera rannsókn á tenglsunum á milli einhverfunnar og ákveðinna bólusetninga.  Það sem vakti athygli mína er að myndin er gerð árið 2003, sem sagt bara fjögur ár síðan hún var framleidd... en í dag er löngu löngu búið að afsanna að það séu einhver tengsl á milli þessarar fötlunar og bólusetningar ungbarna.  Ef foreldrar barna láta ekki bólusetja barnið sitt, tildæmis vegna svona goðsagna, þá getur það haft svo miklar afleiðingar, það hefði því þurft að taka það fram í lok myndar að búið væri að afsanna tengslin þarna á milli.

En myndin var annars mjög áhugaverð.  Þar sem ég vinn með einhverfum börnum alla daga, þá gat ég séð svo margt í hegðun einhverfa barnsins sem ég sé daglega í mínu starfi.  Hún var virkilega vel leikin þessi mynd.  Ég virkilega fann til með móðurinni og gat svo einhvernveginn skilið tilfinningarnar hennar, sérstaklega þegar litli drengurinn hljóp frá henni og út á mikla umferðargötu.  Hann skildi ekki hætturnar sem voru í umhverfinu. 

Einnig vakti það athygli mína að móðir einhverfa drengsins í myndinni tók af honum glúten og mjólkurvörur og sá hún jákvæðar breytingar í kjölfarið hjá drengnum.  Á Íslandi eru nokkrir foreldrar sem ekki gefa börnum sínum neitt glúten og engar mjólkurvörur, ekki hefur verið hægt að afsanna að inntaka þessara fæðuflokka geti haft neikvæð áhrif á einhverfuna.

silencea_f1

Kolbrún out


Ég er treg

Ég varla trúi því að ég sé sú eina sem kann ekki að meta þetta nýja talningarform hér á blog.is.  Mér finnst vera búið að flækja hlutina alltof mikið og get ekki skilið hversu margar heimsóknir ég hef fengið samtals á síðuna.  Ég get séð hversu margar fléttingar samtals.  Undarlegt.

Innlit í dag og gestir í dag, hver er munurinn?  Þessar tölur eru allavega ekki þær sömu hjá mér.

Ég vil fá gamla kerfið aftur.  Það var miklu einfaldara.

Kolbrún out


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband