Færsluflokkur: Dægurmál
6.5.2007 | 11:02
Mig setur hljóða
Ég hef undanfarna daga fylgst með fréttum um litla 3ja ára stelpu sem var rænt í Portúgal á fimmtudaginn. Mig hreinlega setur hljóða. Ég dæmi ekki foreldra þessarar stúlku, þau hafa örugglega dæmt sig sjálf. Ég vona að hún sé á lífi, ég vona að hún fari að finnast og komist aftur til foreldra sinna og systkina.
Ég lenti einu sinni í því sjálf að týna barninu mínu á Spáni og þvílíkar tilfinningar sem bárust. Við sátum á veitingastað við stóra verslunargötu og það var svo löng bið eftir matnum. Miðstrákurinn minn (sem var yngri strákurinn minn þá) var mjög órólegur á veitingastaðnum og því var ákveðið að ég og amma hans myndum fara aðeins með hann út og viðra hann. Við tókum kerruna hans með en hann hljóp á undan okkur niður tröppur veitingarhússins. Þegar við komumst niður með kerruna sáum við bara mannhaf en strákurinn minn var horfinn. Ég og amma hans skiptum liði, hún hljóp uppeftir og ég niðureftir. Ég varð hreinlega móðursjúk, hljóp inn í allar búðir og spurði alla hvort þeir hafi séð strák á hlaupum, engin hafði séð neitt. Eftir nokkrar mínútur (sem mér fannst klukkustundir) kom amma hans með hann hágrátandi niður götuna. Hún hafði hlaupið hann uppi þar sem hann var hljóp á fleygiferð upp götuna, þekkti hann á hermannahlýrabolnum sem hann var í. Ég held að ég hafi aldrei verið eins glöð að sjá barnið mitt eins og á þessum tímapunkti, ég næstum fór að gráta.
Enn í dag fæ ég martraðir og dreymi þessar mínútur á Spáni.
Kolbrún out
![]() |
Portúgalska lögreglan telur að stúlkan sem rænt var sé enn á lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2007 | 19:52
Ys og þys á laugardegi
Það er búið að vera mikið um að vera í dag hjá okkur fjölskyldunni. Dagurinn var tekin snemma þar sem elsti sonur skráði sig til leiks í Landsbankahlaupinu sem var þreytt í morgun. Vegalengdin sem hann hljóp var 1.5 km og kom hann í mark á rúmlega sjö og hálfri mínútu, ekki smá fljótur að hlaupa þessi elska. Hann fékk verðlaunapening um hálsinn og var leystur út með gjöfum frá Landsbankanum.
Á meðan sá elsti hljóp, brá ég mér á opin félagsfund hjá Blindrafélaginu en þar var verið að ræða sýninguna sem ég sótti í Los Angeles í mars. Mjög áhugavert að koma inn á svona fund, en ég hef aldrei fyrr sótt fund hjá Blindrafélaginu. Þegar maður kemur inn á svona fund er það fyrsta sem maður gerir að skanna salinn, athuga hvort maður þekki einhvern... því þótti mér áhugavert að í upphafi fundar var gengið á milli allra sem voru í salnum með hljóðnema og hver og einn kynnti sig. Blindir og sjónskertir geta auðvitað ekki skannað salinn eins og við sem erum sjáandi. Fundurinn var ágætur og það var gaman að heyra í hluta af ferðafélögunum segja frá sinni reynslu og upplifun af sýningunni.
Þegar fundurinn var búinn brunaði ég inn í Hafnarfjörð. Ég hef áður sagt að ég vinn með frábæru fólki sem er mikill hugur í og nú er starfsmannahópurinn minn byrjaður að safna fyrir námsferð til North Carolina í USA (höfuðstöðvar TEACCH). Fyrsti kökubasar starfsmannahópsins var semsagt í dag í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði og tók ég þátt í að afgreiða kökur í dag. Mér finnst alltaf gaman að vinna á þessum kökubasörum, þvílík flóra af fólki sem maður hittir. Í dag fékk vinnustaðurinn minn úthlutuðu plássi beint fyrir framan vínbúðina sem gaf okkur tækifæri til að upplifa alveg nýja menningu af fólki á laugardegi:)
Erillinn heldur áfram á morgun en þá ætlum við fjölskyldan að fara í Garðinn og vera í sextugsafmæli
Out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 20:35
Hvernig fallbeygist orðið KÝR?
Synir mínir eru nú í prófum. Kvöldin hjá þeim hafa því farið mikið í próflestur og undirbúning. Reyndar finnst mér soldið undarlegt að barn í fjórða bekk sé sent heim eftir hálftíma próf og engin kennsla þann daginn, svona verður þetta í nokkra daga, engin kennsla.... mér finnst þetta soldið skrýtið, er ekki hægt að taka prófin á skólatíma með svona ung börn.
Nóg um það...
Miðsonur fór í Íslenskupróf í morgun og sat ég með honum í gær og var að hjálpa honum að fara yfir efnið. Hann er að æfa sig núna í að stigbreyta, finna andheiti og samheiti og svo að fallbeygja. Ég lenti í smávandræðum í gærkvöldi þegar ég var að hjálpa honum, hvernig fallbeygir þú orðið KÝR?
Hér er Kýr, um Kú, frá Kú til Kúar
Hér er Kýr, um Kýr, frá Kýr, til Kýr
eða kannski bara Hér er Kýr, um Belju, frá Belju, til Belju..
Ég átti frábært kvöld í gær með skólasystrum mínum úr Þroskaþjálfaskólanum og þessi kúaumræða kom upp þar. Ég er ekki að grínast með það að útgáfurnar þar voru jafnmargar fyrir fallbeygingu þessa orðs eins og við vorum margar, hehe (við vorum fimm). Ég vona að við séum ekki bara svona vitlausar
out Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2007 | 07:30
Ekki í fyrsta sinn
Að lesa svona frétt kemur mér ekki á óvart. Við lentum í samskonar dæmi þegar miðsonur var í 1. bekk í grunnskóla. Hann og vinur hans fengu greinilega að vera eftirlitslausir á bílastæði skólans og í óvitaskap klifruðu þeir upp á bíl eins starfsmannsins og notuðu hann sem rennibraut. Skemmdir á bílnum voru auðvitað þónokkrar. Þrátt fyrir marga fundi með skólastjórnendum og mótmæli af okkar hálfu þurftum við að greiða fyrir skemmdirnar á bílnum, eða réttara sagt tryggingarnar okkar þar sem skemmdirnar voru upp á þriðja hundrað þúsund. Okkar kostnaður fólst í sjálfsábyrgðinni og það að við fengum ekki stofnávísun það árið.
Ég vona að það fólk sem á í hlut í þessari frétt fái þetta greitt öðruvísi. Við erum með börnin okkar í leikskólum og grunnskólum og treystum því að það sé fylgst með þeim þar og treystum því að þau fái ekki að vera eftirlitslaus í svona óvitaskap. Þetta eru lítil börn sem gera sér enga grein fyrir afleiðingunum.
Ég verð bara reið þegar ég les um þetta.
Kolbrún
![]() |
Ósátt við dagvistina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2007 | 19:10
Hlussurnar eru komnar!!!!!
Ojjj barasta bara... ég býð þær ekki velkomnar.
Koma þessara hlussa segja okkur að sumarið sé á næsta leyti. Jafnvel þótt sumarið sé frábær tími með sól og hita, grilli og ferðalögum verð ég að segja að þessar flugur eyðileggja ánægjuna oft fyrir mér. Ég er sjúklega hrædd við geitunga, minna hrædd við hunangsflugurnar. Ég er svo slæm að ég loka öllum gluggum heima hjá mér ef ég er ein heima, því ég þarf hreinlega að yfirgefa heimili mitt ef geitungur kemst inn. Ég þori ekki að reyna að drepa þá, jafnvel þótt ég hafi fjárfest í eitursprayi og flugnaspaða með straumi. Ég þori ekki að setja á mig ilmvatn seinni hluta sumars, því þær sækja í lyktina, þetta er sjúklegt, ég veit:)
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.4.2007 | 10:16
Þekkjast ekki allir Íslendingar í útlöndum?
Ég held að það hljóti að vera lítið mál að fá íbúðina lánaða, þau eru Íslendingar og ég er Íslendingur. Þekkjast ekki allir Íslendingar í útlöndum. Það er allavega mín reynsla að ef einhver heyrir mann tala íslenskuna í útlöndum er manni heilsað eins og ævagömlum vini af ókunnugum Íslendingum....
Kannski að manni fari bara að hlakka til að eyða nokkrum dögum á Manhattan...
múhahaha
![]() |
Fjallað um fasteignakaup Jóns Ásgeirs í New York Times |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2007 | 20:27
Daginn í dag, daginn í dag, gerði pabbi minn, gerði pabbi minn
Þetta lag syngur yngsti sonur hástöfum hér heima á daginn. Þetta er auðvitað lag sem hann upphaflega lærði á leikskólanum sínum og seinni tvær setningarnar eiga auðvitað að vera gerði Drottinn Guð, gerði Drottinn Guð, en yngsti sonur sem er mikill pabbastrákur er búin að breyta textanum (ætli hann hafi fengið einhverja hjálp til þess???)
Emil litli er búin að læra mikið á leikskólanum, alveg ótrúlega mikið, enda er það álit okkar foreldranna að hann sé á besta leikskóla í heimi. Í dag var opið hús á leikskólanum hans og auðvitað fórum við stórfjölskyldan með honum á hátíðina í leikskólanum. Það var frábært að sjá öll þau listaverk sem litla barnið mitt hefur verið að búa til í vetur og hann var svo stoltur af því að sýna okkur þetta allt. Þetta listaverk er bara eitt að mörgum sem við sáum í dag.
Leikskólinn er frábær undirbúningur fyrir skólagöngu seinna meir, leikskólinn er jafnvel farin að leggja inn stafi hjá mínum strák og er hann þó bara rétt þriggja ára.
Fjölskyldugleðin hélt áfram í dag því að elsti sonur var að keppa á sundmóti Ármanns í dag. Honum gekk rosalega vel og heldur keppni áfram á morgun.
Set eina bræðra mynd inn í lokin svona til að fullkomna það endanlega hvað ég er stolt af strákunum mínum. Myndin var tekin á leikskólanum í dag:)
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2007 | 17:06
Ísland er ekki saklaust lengur!!
Þegar ég var að alast upp sá maður varla fíkniefni. Þegar ég var í efstu bekkjum grunnskóla sá ég einu sinni hass í álpappír í veski skólasystur minnar og sjálf er ég svo saklaus að þetta er í fyrsta og eina skiptið sem ég hef borið fíkniefni augum, sá þó bara álpappírinn.
Ísland hefur breyst á fáum árum. Í dag virðist aðgangur að fíkniefnum mjög góður. Mér hefur verið sagt að hafi maður kontakta þá sé fljótlegra að panta sér fíkniefni en að panta sér pizzu. Dílerar eru farnir að fara inn í grunnskólana og minn elsti strákur hefur sagt mér frá díler sem er í grennd við hans skóla, og hann er ekki nema 12 ára. Reyndar hefur honum ekki verið boðin fíkniefni, en hann veit af þessum aðila eins og allir hans skólafélagar reyndar. Mér finnst þetta hræðileg þróun í landinu okkar. Ég hreinlega kvíði því að eiga unglinga og vona svo innilega að mínir strákar komist í gegnum unglingsárin án þess að komast í kynni við þennan fjanda. Mínir foreldrar voru strangir á útivistartíma hjá mér þegar ég var að fara í gegnum unglingsárin og mikið rosalega var ég stundum vond út í þau, en í dag skil ég þau svo vel og ég beiti nákvæmlega sama aga á minn strák og var beittur á mér... ég er kannski ekki alltaf vinsæl þegar ég byrja að ræða útivistartímann þegar komið er kvöld, en ég vil frekar hafa fullt af strákum hér inni hjá mér á kvöldin heldur en að vita ekki um strákinn minn.
Mér finnst svo sorglegt að lesa svona fréttir, og þessi frétt gæti allt eins verið um nágrannahús mitt. Það virðist vera alveg sama hvar í borginni maður býr, þessi fjandi er allsstaðar.
Kolbrún out
![]() |
Fíkniefni fundust við húsleit í Breiðholti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2007 | 19:05
Þurrkari - þriðji kafli
Ég hef alveg óendanlega gaman af því að blogga um þessi þurrkara mál á heimilinu. Við fengum símtal í dag frá viðgerðarverkstæðinu. Þurrkarinn er ónýtur. Við fáum nýjan á morgun, það er verið að reyna að finna sömu tegund hjá Elko en það hefur ekki gengið ennþá.... spurning hvort það verði fjórði kafli þegar við förum að þrasa um hvaða tegund af þurrkara við fáum í staðinn, múhaha...
Í kvöld erum við hjónin að fá í heimsókn nokkra þroskaþjálfa og hugmyndin er að skrifa grein sem á að birtast í Þroskahjálp.... þetta er önnur greinin sem þessi sami hópur er að skrifa, sú fyrri birtist í Blindrasýn sem verður borin út með Morgunblaðinu um helgina
Out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2007 | 19:39
The never ending story!!
Mér hefur verið tíðrætt um þurrkara málin á heimilinu. Við keyptum okkur nýjan þurrkara í janúar eftir að sá gamli gaf upp öndina. Nýji þurrkarinn er bilaður en við fengum loksins viðgerðarmann í dag. Hann hringdi í mig kl 10 í morgun og sagðist koma eftir 20 mín til okkar. Ég var stödd niðrí bæ og brunaði heim til að opna fyrir honum. Ég þurfti að bíða til kl 11, þá loksins kom hann. Viðgerðarmaðurinn fann bilunina fljótlega, dælan í nýja þurrkaranum mínum biluð/ónýt. Viðgerðarmaðurinn þurfti þá að skreppa upp í Kópavog til að ná í varahlut, og enn beið ég heima. Hann kom aftur um hádegið og þá hélt ég nú að hlutirnir færu að gerast, enda þurfti ég að drýfa mig í vinnuna aftur til að þurfa ekki að vinna fram á kvöld. Hann setti varahlutinn í og það kom sprenging. Sló út. Við fórum í það að reyna að koma aftur á straumi á rafmagntöflunni og þegar það var búið tilkynnti viðgerðarmaðurinn mér að sennilega hefði hann eyðilagt þurrkarann, hann hefði tengt eitthvað vitlaust og því kom sprenging með tilheyrandi brunalykt. Stýringin í þurrkaranum hafði sprungið. Ég eiginlega vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Klukkan farin að ganga eitt og í raun var ég á minna en byrjunarreit.
Viðgerðarmaðurinn sagði að hann myndi senda bíl til að ná í þurrkarann minn annaðkvöld á milli 18 og 22. Ég hreinlega hváði, afhverju ekki fyrr? Jú, bílarnir koma sko bara á verkstæðið einu sinni á dag og hann var búin að missa af bílnum fyrir daginn í dag og gat því ekki komið beiðninni í bilinn. Ég var ekki sátt. Ég er búin að vera þurrkaralaus nógu lengi. Ég spurði hann hvort ég fengi ekki nýjan þurrkara. Hann sagði að það væri ekki hans að ákveða það, ef það myndi svara kostnaði að gera við þurrkarann myndi það verða gert. Aftur var ég ekki sátt. Hver er réttur minn sem neytanda? Á ég að fá margviðgerðan þurrkara til baka fyrir þurrkarann sem ég keypti glænýjan fyrir þremur mánuðum síðan? Það á eftir að koma í ljós. Ég reyndi að ná í Elko símleiðis í dag til að fá að tala við deildarstjórann í heimilistækjadeildinni, ég vil bara fá nýjan þurrkara. Auðvitað var hann ekki við og ég setti inn skilaboð sem sjálfsagt verða aldrei svarað.
Aftur á móti var þurrkarinn minn sóttur kl 16 í dag. Viðgerðarmaðurinn hefur sjálfsagt beitt einhverjum brögðum á verkstæðinu til að reyna að gera mér til hæfis.
Ég á örugglega eftir að koma með framhald á þessari sögu inn á bloggið í vikunni... en þeir rétt ráða ef ég á að sætta mig við margviðgerðan þurrkara í staðin fyrir nýja þurrkarann minn....
Veit einhver um rétt neytenda í svona málum?
Out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar