Færsluflokkur: Dægurmál
21.6.2007 | 21:45
Æðislegur dagur í Húsdýragarðinum í dag
Ég fór með strákana mína alla í Húsdýragarðinn í dag, vorum alveg í meira en þrjá klukkutíma í garðinum í sól, hita og fjöri. Hittum Bertu og Hermann í garðinum og yngsta syni fannst það nú ekki leiðinlegt. Það var frítt í garðinn í dag, skemmtiatriði með Skoppu og Skrítlu, Dýrunum í Hálsaskógi og fleirum, pylsur og kók. Frábær dagur í alla staði. Húsdýragarðurinn er ekki orðin neitt smá flottur, það virðist alltaf vera komið eitthvað nýtt fyrir börnin í hvert skipti sem maður kemur þarna. Þetta er orðin virkilega flottur fjölskyldugarður.
Ég tók fullt af myndum í dag og eru þær í efsta albúminu.
Hér er smá sýnishorn af þeim bræðrum
Out
KOlbrun
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2007 | 21:53
Danmörk - uppljóstrun
Það hefur oft verið sagt við mig í gegnum tíðina að það sé öllum mönnum hollt að prófa að búa annarsstaðar en á Íslandi, jafnvel þótt að Ísland sé best í heimi. Að það sé hollt hverjum manni að kynnast nýrri menningu og nýjum lifnaðarháttum. Undanfarin ár höfum við hjónin oft rætt þann möguleika að flytja erlendis og þá með það í huga að elsku maðurinn minn fari í frekara nám. Hann hefur um margra ára skeið langað að læra þroskaþjálfann en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir vilja skólar á Íslandinu ekki bjóða honum skólavist. Hann prófaði að sækja um námið í Danmörku og viti menn, hann komst inn í fyrstu tilraun. Staðan er því þannig að við fjölskyldan erum að flytjast af landi brott og hefja nýtt líf í Danmörku í haust. Við munum dvelja í litlum bæ á Jótlandi sem heitir Horsens en þar vitum við að búa margir Íslendingar í dag.
Okkur hlakkar mikið til að breyta lífinu okkar á þennan hátt, teljum það þroskandi fyrir okkur sem einstaklinga og einnig fyrir strákana okkar þrjá. Hvað ég fer að gera í Danmörku er enn alveg óljóst, kannski að ég verði bara í fullu starfi að taka á móti vinum og kunningjum í heimsókn, það væri ekki leiðinlegt.
Out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.6.2007 | 22:23
Blóðsugurnar í rúminu mínu - eða hvað?
Fyrir nokkrum dögum tók ég fréttablaðið með mér niður i rúm, ég tek fréttablaðið oft með mér niður í rúm, hehe. En í þessu ákveðna fréttablaði var viðtal við meindýraeyði og var hann að segja frá starfi sínu og ýmsu sem hann hafði lent í varðandi starfið.
Geitungar auðvitað stór hluti af hans starfi á sumrin, ROTTUR í mörgum húsum í Reykjavík, oj bara segi ég nú bara.... en það sem ég staðnæmdist mest við voru blóðsugur í rúmum okkar Íslendinga. Þessi meindýraeyðir vildi meina það að það væru lítil kvikindi í rúmunum okkar sem nærðust á blóði okkar, MÍNU.... ég fékk hrylling við lesturinn og lá við að ég stykki úr rúminu. Ég hef ekki getað gleymt þessari grein úr fréttablaðinu síðan. Ég kæri mig bara ekkert um að sofa hjá blóðsugum....
Ég gúgglaði þessari blóðsugu upp á vísindavefnum: http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2706
Efst á lista blóðsjúgandi sníkjudýra er veggjalúsin. Hún tekur sér gjarnan bólfestu í rúmum manna og nærist á blóði þeirra, einkum að næturlagi en veggjalúsin lætur lítið á sér kræla að degi til. Veggjalúsin barst hingað með norskum hvalföngurum um 1890 og dreifðist næstu áratugina til allra landshluta. Henni var endanlega útrýmt hér á landi fyrir nokkrum áratugum. Á seinni árum hefur þó orðið vart við einsök tilfelli af veggjalús. Afar brýnt er að ráða niðurlögum hennar áður en að hún nær að dreifa sér.
Smekkleg? Ég held að ég fari að skipta á rúminu mínu fyrir háttinn
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 14:28
Þá er það á hreinu, ég var karlmaður í fyrra lífi...
Ég kíkti inn á betra líf síðuna til að athuga hvað ég hafi verið í fyrra lífi... fékk linkinn hjá fræknkunni minni hér á blogginu.... og viti menn, ég var karlmaður...hehe
Niðurstöðurnar:
Ég veit svo sem ekki hvað þér finnst um það...en þú varst karlmaður í þinni síðustu tilvist.Þú fæddist í síðasta lífi á stað nálægt Austur-Ástralíu á því herrans ári 775.
Þú starfaðir sem: kortagerðarmaður, stjörnuspekingur og/eða stjörnufræðingur.
Hér er stutt lýsing á þér og högum þínum í síðasta lífi:
Þú varst persóna óframfærin, vandræðaleg í framkomu og einræn. Þú hafðir marga skapandi eiginleika en beiðst til hins síðasta með að nýta þér þá. Oftlega dæmdi umhverfið þig af skilningsleysi sínu.
Hvaða skilaboð færir fyrra líf þér til þessarar jarðvistar?
Þitt megin markmið er að gera heiminn með einhverjum hætti fallegri í víðustu merkingu þess orðs. Andlegar og líkamlegar eyðimerkur bíða snertingar þinnar. Brostu bara áfram!
Er þetta ekki að rifjast upp núna? - Farnist þér vel?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.6.2007 | 23:27
Heimsókn mín í fullorðins dótabúðina
Ég hélt að ég væri nú ekki mikil tepra, samt sem áður hef ég ekki gert það að venju að heimsækja dótabúðir borgarinnar. Ég heimsótti þó eina slíka í síðustu viku, Adam og Evu. Tilefnið var gæsapartýið fyrir hana vinkonu mína. Ég fékk kunningjakonu mína með mér sem er öllu reyndari í svona verslunum en ég.
Ég lagði bílnum mínum fyrir utan bakaríið hjá Jóa Fel. Mikill fjöldi af krökkum var fyrir utan bakaríið og ég þóttist bara vera kúl á því og labbaði inn í dótabúðina sem er við hlið bakarísins. Engir viðskiptavinir inn í búðinni en einn KALL að afgreiða þar og hann vildi veita okkur súperþjónustu og þurfti endilega og með mikilli ánægju að sína okkur hinar ýmsu gerðir af hjálpartækjum ástarlífsins. Ég lét það koma skýrt fram í hvaða tilgangi ég var inn í þessari búð og varð KALLINN þá enn uppveðrari og kom með hinar ýmsu vörur til að sýna mér sem hin verðandi brúður yrði að eignast, reyndi að sannfæra mig um að ef ég keypti þetta og hitt fyrir hana þá yrði hún svo ánægð. Mestu ítnina sýndi hann mér með sleipiefni sem hann vildi selja mér fyrir verðandi brúður og hann gekk svo langt að hann var búin að lækka efnið um þriðjung. Ég lét þó ekki glepjast, hehe. Á meðan að á þessu stóð voru krakkarnir úti að reyna að kíkja inn í búðina og flissuðu og reglulega sagði KALLINN þeim að hunskast í burtu.
Ég var guðslifandi fegin þegar ég var búin að sinna erindum mínum inn í þessari búð og komst út, fékk þvílíkt glott og fliss frá krökkunum sem biðu úti, ég reikna ekki með að gera svona heimsókn aftur í bráð, allavega ekki fyrr en hmmmm kannski Særún vinkona mín giftir sig. Hehe
Kolbrún greinileg tepra:)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.6.2007 | 19:08
Gæsapartý
Skemmtileg helgi að baki. Í gær fór ég í gæsapartý, það var verið að gæsa hana elsku Bertu. Við erum búnar nokkrar sem tengjumst henni að undirbúa daginn í nokkra daga og það er ekki laust við að það hafi verið erfitt á köflum að hitta hana og passa sig á því að tala ekki af sér. En við náðum að líma fyrir munninn á okkur og komum henni þokkalega á óvart í gær.
Við hittumst í heimahúsi kl 13:30 í gær og fljótlega kom limmósína til að ná í okkur. Limmósínan keyrði svo með okkur heim til Bertu. Bílstjórinn var sendur inn til að ná í hana, hún var reyndar ekki alveg á því að koma með honum strax þar sem hún hélt að það væri verið að ná í aðra stelpu í blokkinni hennar sem gifti sig í gær. Svipurinn á henni þegar hún kom inn í bílinn til okkar var óborganlegur, hún sá okkur auðvitað ekki en við gátum fylgst með hverju einasta svipbrigði hjá henni. Ég er frekar fúl að myndavélin brást mér í gær, týpiskt að svoleiðis gerist á svona degi.... en ég fæ myndir hjá hinum. Mínar myndir eru allar eins og hreyfðar því það var skítur á linsunni:(
Við fórum fyrst með Bertu i starfskynningu hjá Dominos. Hún var bara frekar róleg þar, enda vissi hún ekki hvað beið hennar seinna um daginn. Hún var rétt að renna niður pizzunni þegar hún sá tvö mótorhjól stoppa fyrir utan Dominos. Henni varð ekki um sel, enda aldrei farið á mótorhjól áður. Hún lét sig hafa það og skemmti sér vel á hjólinu. Hún fór í langan hjólatúr sem endaði svo upp í World Class. Þar tók á móti henni einkaþjálfari og dansari og fékk hún að púla þar í heilan klukkutíma, einkaþjálfarinn ætlaði ekki að hleypa henni út af staðnum fyrr en hún var búin að mæla í henni blóðþrýstinginn, hehe.... eftir klukkutíma púl, sveitt og sæt kom Ásgeir Kolbeins inn á World Class með stóra Shrek blöðru, klappaði á öxlina á henni og sagði henni að hún ætti að koma með sér. Og svipurinn Oh my god.... hún fékk áfall. Hún lét sig hafa það að fara með Ásgeiri og rúntuðu þau niður laugarveginn og fleira og endaði þessi bílferð upp á Rauðavatni..... Berta var nú nokkuð sátt við Ásgeir eftir að hafa kynnst honum ágætlega og var sérstaklega ánægð með að hann gaf henni bíómiða fyrir alla fjölskylduna á Shrek....
Við Rauðavatn renndi Berta fyrir fisk... en komst fljótlega að því að það voru ekki fleiri fiskar í sjónum fyrir hana. Við gáfum henni samlokur, bara notalegt í piknik. Henni brá heldur í brún þegar hún sá allt í einu jólasvein, já í fullum skrúða koma hlaupandi til okkar og sagði henni að drýfa sig á fætur, hún færi í bílferð með jólasveini í JÚNÍ.
Jólasveinninn keyrði hana í Ljós og þar fékk hún að fara í sturtu, maðurinn hennar tilvonandi hafði græjað föt fyrir hana og komið þeim á ljósastofuna. Hún var svo sótt þangað og keyrð beint á Ölver. Þar biðu hennar fullt af vinkonum og kunningjum í gegnum árin, bæði frá Hólabergi, Hamraskóla, Blakinu, fyrrum skólafélagar og fleiri. Berta tók sveifluna í í karaokí við mikinn fögðuð fyrir viðstadda.
Það var svo haldið í partý í heimahúsi, þar var matur, farið í minningaleik og borðuð TYPPAKAKA. Mjög skemmtilegur dagur sem ég held að Berta hafi notið jafn mikið og við sem stóðum í undirbúningnum.
Out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2007 | 12:01
Hæ Hó Jibbý Jei
Til hamingju með daginn 17. júní
Ég hef aldrei verið mikið hrifin af 17. júní, það er að segja þeim hátíðarhöldum sem tilheyra þessum degi. Fólk allsstaðar, hvergi bílastæði, raðir af fólki að kaupa blöðrur, þegar röðin kemur að þér þá er uppáhalds blaðra barnsins uppseld... þá er betra að fara bara í pönnukökukaffi til mömmu og pabba. Sem betur fer eru synir mínir sammála mér.
Við tókum þó smá forskot á hátíðardaginn 17. júní, á föstudaginn en þá var haldin sumarhátíð á leikskóla yngsta sonar. Farið var í skrúðgöngu og hittust öll börn og foreldrar + systkini leikskólabarna af fjórum leikskólum hér í Seljahverfinu. Gengið var saman með lúðrasveit verkalýðsins og endaði gangan við elliheimilið Seljahlíð en þar var sungið fyrir gamla fólkið. Blöðrur, fánar og endað í grillveislu í leikskólanum.
Tók nokkrar myndir, það verður að klikka á myndirnar til að sjá þær stærri.
Njótið dagsins
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2007 | 19:31
Beauty is pain
Ég átti frí í vinnunni í dag.... gerist ekki oft að ég taki mér frí á virkum degi en það gerðist í dag. Ég notaði allan daginn gjörsamlega í mína eigin þágu hehe.... fattaði hvað maður setur sjálfan sig oft í síðasta sæti. Byrjaði daginn á því að fara og fá mér neglur. Ég hef oft haft gelneglur áður en mikið rosalega var ég búin að gleyma því hvað þetta var vont, það er að segja á meðan hendurnar voru í hitaranum til að gelið myndi þorna. Síðan fór ég í fótsnyrtingu og er ekkert smá ánægð með árangurinn, það er eins og ég sé bara ekki með neinar ónýtar neglur lengur:) Þegar ég sýndi manninum mínum tásurnar spurði hann mig hvort þetta væri betri eða verri fóturinn.... Ég endaði svo á að fara í klippingu eftir hádegið í dag.
Þvílíkt sem manni líður vel að nota svona einn dag alveg fyrir sjálfa sig.... en hvað neglurnar varðar þá verð ég að segja að beaty is pain:)
Hvet ykkur kæru bloggvinir til að hugsa aðeins um okkur sjálf, dagurinn verður svo miklu betri:)
KOlbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.6.2007 | 21:40
Keila Keila
Kona einsömul enn einu sinni.... kallinn á Akureyri og ef ég þekki hann rétt er hann núna kominn upp á hótel og er að horfa á Star Trek:)
Við erum búin að hafa það hrikalega skemmtilegt í dag, ég og strákarnir mínir. Ég fór með þá eldri í keilu í dag og það var alveg hrikalega gaman.
Svona leit stigataflan út í lokin, það verður að klikka á myndina til að sjá hana stærri.
Við fengum okkur svo snarl í Keiluhöllinni og fórum í hressilegan göngutúr á eftir.
Hlökkum til að fá pabban heim á morgun:)
Out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2007 | 18:53
Ég er ....
...ef þú felur þig inni á baðherbergi til að geta verið ein smástund.
...ef þú hefur verið í trimmgalla alla helgina.
...ef fæturnir á þér festast í klístrinu á eldhúsgólfinu
...og þér er alveg sama.
...ef það er líklegra að þú verðir fyrir eldingu en að þú fáir ótruflaðan 8 tíma svefn.
...ef þú hefur aðeins tíma til að raka annan fótlegginn í einu.
...ef þín skilgreining á góðum degi er að halda fötunum frá sulli og óhreinindum.
...ef þú þværð barninu í framan með munnvatnsbleyttum þumalfingrinum.
...ef þú gerir ósjálfrátt tvöfaldan hnút á allt sem þú hnýtir.
...ef þér finnst góð lyktin af soðnum gulrótum með eplamauki.
...ef þú ert farin að kaupa morgunkorn með sykurpúðum.
...ef þér tekst að setja ólíkar tegundir matvæla á disk, án þess að nokkrar þeirra snertist.
...ef þú vonar að tómatsósa sé grænmeti, af því að það er það eina sem barnið borðar.
...ef þú byrjar alltaf á að skera matinn þinn í litla bita og leyfir öðrum að borða af disknum þínum.
...ef þú segir setningar eins og:
"ekki setja pastað í nefið á þér...!""
...ef þú telur skrautsykursmolana á hverjum kökubita svo allir fái jafnt.
...ef þú velur veitingastaði eftir gæðum barnamatseðilsins og dótinu sem fylgir með.
...ef þú ferð á fætur kl 5:30 á hverjum degi, hefur ekki tíma til að borða (hvað þá að drekka eða fara á klósettið) og samt tekst þér að þyngjast um 5 kíló!
...ef símtölin þín eru sífellt slitin í sundur af setningum eins og:
"Ekki skrifa á vegginn!"
"Ekki nota köttinn fyrir fjall!"
"Nei, skrifborðið á ekki að vera í sófanum!"
"Hættu að toga í hárið á systur þinni"
"Bíddu aðeins á meðan ég næ í þráðlausa símann, ég þarf að skipta á barninu/gefa barninu að borða/ finna barnið!!"
...ef þú nærð að hlaupa í gegnum alla íbúðina (og um leið setja barnið í stólinn sinn, hoppa yfir tvö öryggishlið, velta þremur taukörfum, hrasa um leikfang, hundinn og bolta á ganginum) og svara símanum áður en kviknar á símsvaranum. Um leið hefur þú öðlast réttindi til þáttöku í fjölþraut og átt góða möguleika á að vinna gullið!
..ef þú hefur litlar áhyggjur af bauki og bramli, en fyllist skelfingu ef allt er hljótt.
...ef þú heyrir rödd móður þinnar þegar þú segir: "Nei, ekki þegar þú ert í sparifötunum!"
...ef þú ert hætt að gagnrýna uppeldi móður þinnar á þér og syskinum þínum.
...ef þú ert farin að raula Disney-lög yfir uppvaskinu.
...ef þú færð barnapíu til að komast loksins út með manninum þínum og eyðir svo hálfu kvöldinu í að athuga hvernig gengur heima.
...ef þú segir á hverjum degi: "Ég er ekki rétta manneskjan í þetta starf" en myndir samt ekki vilja skipta um hlutverk við nokkurn annan! Það er svo ótrúlega mikið til í þessum boðskap....
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar