Færsluflokkur: Dægurmál
8.7.2007 | 19:00
Hefur átt huga minn í allan dag
Við hjónin vorum fyrir norðan um helgina og lögðum af stað snemma í morgun til Reykjavíkur. Við ókum fram á þetta slys í morgun. Um tíma var Öxnadalsheiðinni lokað og við vorum í þeirri bílaröð sem beið þess að vegurinn yrði opnaður. Þegar ég sá brakið af bílnum og dót sem sennilega hefur kastast úr bílnum í hlíðinni fékk ég hnút í magann sem hefur ekki farið í allan dag. Ég vissi ekki þarna að þetta hafi verið banaslys þótt mig hafi grunað það, heyrði um það svo í hádegisfréttunum. Ég hef hugsað til aðstandenda þess látna í allan dag, þau eiga alla mína samúð. Það er hræðileg reynsla að keyra fram á svona slys, keyrum varlega.
Kolbrún out
![]() |
Banaslys í Norðurárdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2007 | 21:35
Við kveðjum nú brátt
Já við kveðjum nú brátt fjölskyldan og eftir rétt rúma viku verðum við lent í Kóngsins Köben. Það er ótrúlega margt fólk sem okkur langar að hitta áður en við förum (vonandi langar alla til að hitta okkur líka hehe) en því miður náum við ekki að hitta alla sem við myndum vilja.
Í kvöld vorum við með fjölskylduna okkar í mat... á morgun ætlum við að vera með Gunnu og Óskari og helginni ætlum við að eyða á Húsavík. Það eru því ekki margir dagar sem við höfum á landinu okkar sem eru eftir.
Við buðum að sjálfsögðu upp á kjúkling í kvöld og sérstaklega var óskað eftir uppskriftinni... set hana hér, hingað kíkja flestir okkar vinir og ættingjar við.
BBQ Kjúklingur
5-6 kjúklingabringur
2 dl barbeque sósa (við notuðum honey mustard)
1 dl apríkósumarmelaði
1 dl soja sósa
100 gr smjörlíki
100 gr púðursykur
Bringurnar skornar í þrennt og settar í eldfast mót (ekki steiktar fyrst). Sveppir, steikt beikon og rauð paprika sett ofan á bringurnar. BBQ sósa, marmelaði, sojasósa, smjörlíki og púðursykur blandað saman í pott og hitað í nokkrar mínútur. Bráðnaða gúmmelaðinu hellt yfir bringurnar og sett inn í 180 gráðu heitan ofn í 50 mín. Þegar nokkrar mínútur eru eftir er settur rifinn ostur yfir og bakað áfram.
Borið fram með hrísgrjónum og salati og brauði.
Set inn tvær myndir af þeim frændsystkinum sem voru teknar í kvöld.. öll voða mikið út í súkkulaði...
Emil og Magnús - flottir frændur
Edda vildi líka fá mynd af sér með frænda
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.7.2007 | 20:32
Ég fæ....
nýja myndavél, ligga ligga lá.
Ég á enga myndavél, stelst í myndavél elsta sonar og fæ við því mismunandi viðbrögð og þær myndavélar sem ég hef átt hafa verið glataðar.
Mér finnst hrikalega gaman að taka myndir og eiga myndir af börnunum mínum. Myndirnar skipta þúsundum og eru mér mikil verðmæti. Ég hef verið að suða í manninum mínum um að fá að kaupa nýja myndavél og fór alveg á flug í suðinu þegar ég sá SONY myndavél auglýsta um helgina á 19.000 kr. Suðið virkaði ekki bofs.... þangað til í dag. Þá fórum við hjónin í kringluna til að skoða myndavélar og hann ætlar að kaupa nyja handa mér í fríhöfninni.... ég er svo glöð. Hann er samt meira svona CANON maður og ég segi ekki nei takk við því.
Þannig að nú verða teknar myndir á þessum bæ
Out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.7.2007 | 19:36
Gleði helgarinnar
Helgin hjá okkur fjölskyldunni var hreint frábær. Við vorum með SSR partý á laugardagskvöldið og tilefnið var að kveðja hana Bertu okkar. Hún er nú ekki lengur SSR starfsmaður og það er ekki laust við að ég hafi saknað hennar strax í morgun, engin sem kom í bergið kl 9 En partýið var æðislegt, vel mætt, mikið drukkið, mikið sungið, sumir döðruðu, sumir drukku meira en aðrir, ég hefði ekki viljað vera hausinn á sumum á sunnudaginn, engin slasaðist í partýinu, einhver slasaðist í áframhaldandi gleðskap í miðborginni, einhver sofnaði.... en ég held að allir hafi skemmt sér vel.
Sunnudeginum eyddum við svo í sumarbústað hjá foreldrum mínum upp við Meðalfell.... frábært veður til útiveru....
Fullt af nýjum myndum í tveim albúmum
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2007 | 19:41
Pakki Pakk
Það eru alveg hreint ótrúlega margir hlutir sem þarf að huga að þegar maður flytur á milli landa. Ég hefði í raun ekki trúað því sjálf fyrr en ég fékk að kynnast því. Við erum nú aðeins byrjuð að undirbúa flutning okkar til Danmerkur. Það er af mörgu að taka og erum við rétt byrjuð að gera alla þá hluti sem þarf. Strákarnir þurfa ný vegabréf, því var reddað í dag. Ég þarf nýtt ökuskírteini, því var líka reddað í dag. Heimsókn á Hagstofuna, jú þarf að hafa fæðingarvottorð barnanna og hjúskaparvottorð á dönsku, heimsókn í Samskip, það þarf jú að fá tilboð í gáminn og athuga hvað kostar að senda bílinn út. Okkur reiknast til að það sé ódýrara að senda bílinn með Samskip heldur en að fara með Norrænu...við þurfum að leigja húsið, selja annan bílinn, redda okkur húsnæði í Danmörku, kaupa áskrift af Smart síma og ég gæti endalaust haldið áfram. Við vorum reyndar svo óendanlega heppinn að komast í kynni við konu í Danmörku sem heitir Sigrún Þormar og mun hún hjálpa okkur að fóta okkur aðeins í nýju landi.
Mesta vinna felst sennilega í því að pakka dótinu. Ég er nú bara búin að búa í húsinu mínu í rúm þrjú ár og þvílíkt sem maður hefur sankað að sér á þessum árum. Ég þarf þokkalega að lyfta grettistaki til að fara í gegnum allt dótið okkar. Byrjunin var þó gerð í dag... fór í Kassagerðina og keypti eitt knippi af kössum, dugar sjálfsagt skammt. Ég sannarlega vona að Sorpa verði góður vinur minn á næstu dögum, ég vona að ég hafi kjarkinn til að henda einhverju sem ég hef flutt á milli geymsla síðustu árin...
Ég ætla að kíkja í geymsluna mína í kvöld og tékka á stöðunni....
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.6.2007 | 19:09
Litli strákurinn minn er orðinn stór
Litli strákurinn minn hefur verið á frábærum leikskóla hér í Seljahverfinu. Hann byrjaði á leikskólanum þegar hann var eins árs, á litlu deildinni og höfum við öll verið afskaplega ánægð með leikskólann og starfsfólkið. Meira og minna sama starfsfólkið hefur unnið með honum frá því hann byrjaði þarna og skipulagið alveg til fyrirmyndar. Það var rætt við okkur í foreldra viðtali fyrr á þessu ári að fyrirhugað væri að hann myndi skipta um deild á árinu og fara þá á eldri deildina. Sjálf fékk ég smá kjaftshögg þegar deildarstjórinn fór að tala um þetta, ég veit hvað ég hafði en ekki hvað ég myndi fá. Kannski að það leynist bara smá einhverfa í mér, mér er svo ílla við breytingar. Ég vildi þó ekki vera taugaveiklaða móðirinn sem myndi taka þetta tækifæri frá litla stráknum mínum, tækifærinu að verða stór.
Litli strákurinn minn byrjaði á eldri deildinni í síðustu viku. Ég hefði aldrei trúað því að það gæti verið svona mikill munur á milli tveggja deilda á sama leikskóla. Ég veit ekki hvernig ég get orðað það pent... en allavega var ég mun ánægðari með gömlu deildina hans. Kannski er þetta einhverfan í mér bara, ég þoli ekki þessar breytingar. Ég á hreinlega erfitt með að skilja hann eftir á morgnana, hann á ekkert hólf og þarf að deila hólfi með öðru barni og það sem kannski fer mest í mig er að okkur foreldrunum var ekkert boðið að skoða nýju deildina og það var yfirhöfuð ekkert rætt við okkur. Það hefur því komið í ljós að allar upplýsingar hafa ekki alveg skilað sér á milli deilda.
Ég held að ég þurfi hreinlega að velja mér það viðhorf að nýja deildin hjá syni mínum sé jafngóð og sú gamla og jafnvel betri því hún gefur honum tækifæri til að þroskast enn meira....
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2007 | 23:21
Börnin okkar í lausu lofti
Skólarnir á Íslandi starfa í mun styttri tíma yfir árið en skólar í öðrum löndum, allavega heldur en í mörgum öðrum löndum. Algengt er að skólabörn fái 6 vikna frí á sumrin í öðrum löndum, á Íslandi eru börnin í fríi frá byrjun júní til lok ágúst. Við hjónin erum stundum í stökustu vandræðum með okkar stóru stráka í þessu langa fríi. Þeir eru komnir á þann aldur að þeir vilja ekki fara á leikjanámskeið, finnst það vera fyrir lítil börn en eru samt eiginlega of ungir til að hugsa um sig sjálfir á meðan við foreldrarnir erum að vinna. Við eigum jú ekki sumarfrí til að dekka svona langan tíma. Ég á sem betur fer góða að þannig að það væsir ekki um börnin mín, en ég veit um marga sem eru hreinlega að raða saman pússluspili allt sumarið. Ég velti fyrir mér hvort þessi staða mála sé virkilega það sem við viljum fyrir börnin okkar. Væri ekki betra að hafa skólann lengri og sumarfríið styttra og sumarfríið yrði þá notað til að fjölskyldan gæti verið saman?
Maðurinn minn fer í frí á föstudaginn og þá er okkar vandræðum lokið þetta sumarið. Elsti sonur er reyndar búin að vera að smíða kofa í sumar upp í Breiðholtsskóla og finnst það mjög spennandi, ræðir við mig um sandpappír, langa nagla, naglhreinsun og parketlagnir, hehe. Næsta sumar detta þeir svo inn í 6 vikna regluna þar sem þeir verða þá búsettir í Danaveldinu.
Smá púst fyrir nóttina
Nótt Nótt
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2007 | 17:36
Fyrsta heimsókn Emils til tannlæknis
Emil fór til tannlæknis í dag í fyrsta sinn. Jón Ingi reyndar líka. Emil stóð sig alveg eins og hetja hjá tannlækninum, settist í stólinn og opnaði munninn, tannlæknirinn fékk að taka mynd hjá honum og burstaði svo tennurnar í honum. Auðvitað var litli kallinn minn með enga skemmda tönn en myndin var tekin til að skoða svörtu framtönnina sem hann fékk eftir eitt fallið á leikskólanum. Sú tönn er ónýt og marin og ekkert hægt að gera við hana fyrr en hún bara dettur úr af sjálfu sér og fullorðinstönnin kemur upp.
Emil fékk svo að velja sér verðlaun hjá tannlækninum og fór alsæll heim aftur.
Þess má geta að Jón Ingi var heldur ekki með neina skemmda tönn:)
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2007 | 20:14
Hversu oft getur barn þurft að pissa á 90 mínútum?
I guess að barn þurfi kannski að fara einu sinni á klósett á 90 mínútum. En minn yngsti sonur toppaði sjálfan sig í dag hvað varðar klósettferðir. Ég fór með strákana mína í bíó í dag að sjá nýjustu SHREK myndina. Mikill spenningur var fyrir bíóferðinni, sérstaklega hjá yngsta syni. Spennan náði hámarki í sælgætissölu bíósins þegar ég keypti handa honum SHREK peskall, sá var ekki lítið ánægður. Við settumst svo inn í salinn, kannski korteri áður en myndin byrjaði. Yngsti sonur tilkynnti mér það formlega þegar hann var sestur að hann yrði sko að láta mig vita ef hann þyrfti á klósettið. Já Já sagði ég, en benti honum jafnframt á að hann gæti haldið í sér fram að hléi í bíó. Það liðu 2 mínútur max, þá heyrist í þeim yngsta... ÉG ÞARF AÐ PISSA. Ok, gott að þetta kom áður en myndin byrjaði hugsaði ég og dreif mig með sonin á klósettið. Hann eyddi mun lengri tíma við handþvott og sjálfvirku handþurrkuna heldur en á klósettinu en við komumst þó aftur í sætin okkar áður en myndin byrjaði. Myndin var rétt byrjuð þegar hann galar aftur... ÉG ÞARF AÐ PISSA. Ég sussaði bara á hann, enda var barnið ný búið að pissa, en allt kom fyrir ekki, ég mátti láta hálfa sætaröð standa upp fyrir okkur og fara með hann aftur á klósettið. Enn eyddi hann miklum tíma fyrir framan sjálfvirku handþurrkuna. Nú hélt ég að ég væri seif fram að hléi, en nei.... kannski 20 mín seinna galar yngsti sonur Ég ÞARF AÐ PISSA.... og hann gaf sig ekki neitt með það. Enn þurfti ég að láta hálfa sætarröðina standa upp og kom yngsta syni á klósettið þar sem hann gat með mikilli fyrirhöfn kreyst nokkra dropa.... en trúið mér, hann þurfti að nota handþurruna sjálfvirku í mun lengri tíma. Við settumst enn á ný inn í salinn og um leið og hann sest niður, þá galar hann ÉG ÞARF AÐ KÚKA.... arggggg
Set inn mynd af yngsta syni á leiðinni í bíó í dag...
Trúið mér, ég hló ekki að þessarri atburðarrás í dag, jafnvel þótt ég geti hlegið á eftir á.
out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2007 | 21:41
Gamaldags ég
Ég fór á vídeóleigu í kvöld. Það gerist ekki oft að ég fari sjálf til að leigja mynd fyrir mig og ektamanninn en hann sendi mig í kvöld á leigu og sagði mér að ég mætti bara leigja það sem mig langaði að horfa á. Hann myndi horfa með mér svo framarlega að ég myndi kaupa nóakropp fyrir hann. Ég fór á Vídeóheima og fann mjög fljótlega mynd sem mig hefur lengi langað að sjá, Holyday með Jude Law og Cameron Diaz. Miðsonur minn var með mér á leigunni og fór að skellihlæja þegar hann sá hvaða mynd ég hafði valið. Hann sagði að ég fengið aldrei pabbann á heimilinu til að horfa á þessa mynd með mér. Bætti við að hann skildi sko vera niðri í sínu herbergi og ekki trufla ástarmyndina. Ég hélt mínu striki og tók myndina. Fór á kassann til að borga og var beðin um kennitöluna mína. Þegar afgreiðslumaðurinn sló inn kennitöluna mína sagði hann að hann yrði að fá að sjá skilríki hjá mér því ég hefði ekki leigt mynd síðan 1997. Spáið þið í því hvað ég er eitthvað gömul, ég fer ekki einu sinni á vídeóleigur. Það tók ekki betra við þegar ég var búin að borga, ég kvittaði jú nafnið mitt á debetfærsluna og ætlaði að fara út. Afgreiðslumaðurinn kallaði á eftir mér og sagði að ég yrði að kvitta líka nafnið mitt á einhvern leigusamning. Hann sá greinilega að ég var óvanur viðskiptavinur eftir þetta, allavega eyddi hann hellings tíma í að útskýra fyrir mér að ef ég vildi svo skila myndinni þegar ekki væri opið á leigunni gæti ég notað lúgu og sýndi mér hana vel. Hann heldur örugglega að ég sé orðin svo gömul að ég verði vöknuð kl 6 í fyrramálið í panik yfir því að þurfa að skila mynd, hehe.
En allavega, við hjónin erum að fara að horfa á Holyday og fá okkur nóakropp....
Góða helgi
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 313103
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar