Færsluflokkur: Dægurmál

Danmörk á iði

Ég get svo svarið það að ég held að Danmörk sé hreinlega á iði.  Þvílíkt skordýralíf sem ég þarf að læra að lifa með.  Það eru kóngulær allsstaðar og vefir allsstaðar.... ég svosem veit ekki hvernig ástandið væri ef kóngulærnar væru ekki til staðar, eitthvað af pöddum hljóta þær að éta.  Maurarnir eru líka allsstaðar.  Strákarnir mínir elska það að róta aðeins í maurabúunum og þá verða þeir alveg kolvitlausir.  Geitungar og geitungar.  Og síðast en ekki síst eru það moskítóflugurnar en þær eru að gera mér lífið aðeins erfitt núna, ég er með fullt af bitum og það bætist í hópinn á hverri nóttu...

Viljið þið sjá sýnishorn....

f9ccc9a6899e00ba1f6cedc169376f19

 

geitungur

 

 

 

kongul

 

 

 

 kónguló

 

 

 

 

 

maur

 

 

maur

 

 

 

 

aeedc50079404a959dad3e22348db52b_Myg_moskito_insek

 

 

moskítófluga

 

 

 

 

 

Sleep tight

Kolbrún 


Þýskaland heimsótt

Við fórum til Þýskalands í dag, en það er um eins og hálfs tíma keyrsla fyrir okkur.  Við vitum að mjög margir Íslendingar fara reglulega til Þýskalands til að kaupa áfengi, gos og tóbak í svokölluðum landabærabúðum og því ákváðum við að skella okkur og skoða.

Strákunum fannst ekki leiðinlegt að keyra síðasta spottann inn til Þýskalands.  Rétt áður en maður kemur að landamærunum eru SEX shops í lange baner, meira að segja samkeppni á milli þessarra búða, því að allavega hét ein þeirra discount sex shop.  Strákarnir mínir eru greinilega komnir með hvolpavit og finnst þetta alveg stórmerkilegt að þessar búðir séu á hverju strái.  Eins eru þeir búnir að komast að því að það er hægt að kaupa bláar myndir á næstu bensínstöð.  

Allir feðgarnir saman

 

Við skoðuðum okkur um í Þýskalandinu í dag, lögðum bara bílnum og fórum i miðbæinn.  Allt í einu varð ég agalega mikill útlendingur því ég skildi fæst skiltin og þjóðverjar tala alls enga ensku....  en gaman að þessu samt.  Flensburg er reyndar bara lítill bær þannig lagað séð, engin stórborgarbragur á henni.  Við sáum strax að það eru allt öðruvísi búðir í Þýskalandi en í Danmörku og við fyrstu sýn virðast búðirnar í Þýskalandi vera ögn vandaðri.   Við enduðum svo Þýskalandsferðina okkar á því að fara í landamærabúðina og birgja okkur aðeins upp af pepsí max

 

 

Annars er allt gott af frétta af okkur fjölskyldunni.  Emil virðist aðeins vera að fatta að hann sé komin í annað málumhverfi.  Hann spurði mig í dag hvernig "öðruvísi maðurinn" segir já.  Mér fannst það frekar sætt.  Hafsteinn minn er búin að eignast vin í Horsens, jafnaldra sem heitir Hlynur og er Hafsteinn alveg í skýjunum yfir þessum nýja vini.  Hann er enn úti að leika með honum og enn slær móðurhjartað aðeins hraðar.... en hann er nú bara hérna rétt hjá og ratar heim og er alveg á fullu á trampolíni í garðinum hjá honum.  

Búin að setja inn nokkrar myndir í albúm frá Þýskalandsferðinni okkar í dag.

Kolbrún 


Komin til Horsens

Jæja, loksins erum við orðin nettengd aftur.  Við erum komin til Horsens og búin að koma okkur þokkalega fyrir í íbúðinni þeirra Bertu og Ragga á Engblommevej 93.  Það eru góðir nágrannar hér sem hafa hjálpað okkur með því að lána okkur það allra nauðsynlegasta:)

En við komum hingað á föstudaginn.  Það var hér einhver stór tónlistarhátíð um helgina og því var tekið á móti okkur með lúðrablæstri.  Hlynur lýsir Horsens á mjög skemmtilegan hátt, hann segir Horsens vera eins og póstkort.  Já, við ætlum að eiga heima í póstkorti, þannig er landslagið hérna.  Það er margt sem hefur komið okkur á óvart í Horsens, við tildæmis rákum okkur á mjög sérstakan hlut hér strax á fyrsta degi.   Við löbbuðum upp í hverfisbúðina og vorum að kaupa matvöru, settum allt í poka og ég rétti svo afgreiðslukonunni vísakortið mitt.  En nei... flestar búðir í Danmörku taka bara alls ekki íslensk vísakort, heldur þarftu að eiga svokallað dankort.  Þannig að nú voru góð ráð dýr, við með allan matinn í poka og gátum ekki borgað.  En okkur til mikills léttis var íslenskur maður í röðinni fyrir aftan okkur (við vissum það ekki strax að hann væri íslendingur) og þegar hann sá í hverju við vorum að lenda bauðst hann til að borga fyrir okkur.  Hann fylgdi okkur svo í hraðbanka þannig að við gætum borgað honum til baka. 

Við höfum notað tímann hér í Horsens til að skoða nánasta umhverfið.  Við höfum farið með strákana í Lególandið í Billund og það var hrein snilld... það er sko pottþétt að ég á eftir að kaupa mér ársmiða í Lególand.  Við erum búin að skoða skólana hjá bæði strákunum og hjá Hlyni og miðbær Horsens hefur verið skoðaður í þaula.  

Í dag fórum við svo til Arhus, en það er að mér skilst stærsta borgin á Jótlandi.  Við fórum í Ikea í Arhus og þvílíkt mannhaf, ég held að ég láti bara Ikea eiga sig í framtíðinni.... þetta er eins og að vera komin á Strikið.  

Jón Ingi er búin að eignast hér fullt af íslenskum vinum og hefur hreinlega ekki sést hér heima á daginn.  Það eru margir strákar hér á hans aldri og halda þeir mikið hópinn.  Jón Ingi fór tildæmis í gær með þessum strákum í sund og var í þrjá klukkutíma... ég skal viðurkenna að hjartað var farið að slá ögn hraðar eftir því sem tíminn leið, ég er ekki enn örugg með að hann skuli vera bara einhversstaðar úti að leika sér í útlöndum.  Hafsteinn er enn að vinna í þvi að læra á hverfið og svo ætlar hann að fara að finna stráka á sínum aldri.  Emil... þarf ekki mörg orð, honum líður mjög vel og er næstum alltaf glaður.  

Hlynur er búinn að skrá sig inn í Danmörku, það gerði hann í dag.  Hann fær nýja kennitölu og skattkort sent í pósti eftir hálfan mánuð... hann er því svona næstum því orðin hálfur dani, hehe 

Skrifa meira á morgun, á eftir að vinna upp svo margt i tölvunni eftir margra daga fjarveru við hana...

FULLT AF MYNDUM Í NÝJU ALBÚMI

Hafið það sem allra best kæru vinir, það gerum við

Kolbrún og co 


Kristjanía í Kaupmannahöfn

Við fjölskyldan urðum vitni af kröftugum mótmælum hér á Vesterbrogade í dag.  Mjög fjölmenn skrúðganga með heavy metal tónlist á fullum styrk fór hér framhjá með miklum látum.  Í skrúðgöngunni var að finna fólk sem rauða hanakamba, græna hanakamba, fólk í litskrúðugum og rifnum fatnaði og all flestir voru með bjór í hendi.  Kröfuspjöld voru á lofti sem stóð á tildæmis FUCK THE LAW og fleira í þeim dúr.  Um var að ræða skrúðgöngu til að mótmæla því að eitthvert hús í Kristjaníu hafi verið rifið og hafa þeir sem voru í skrúðgöngunni sjálfsagt margir hverjir tilheyrt Kristjaníugenginu.  Mjög skrýtið að upplifa þetta svona sjálfur en ég horfði á þetta allt út um stofugluggann hjá mér.

 

Annars höfum við átt góðan dag í dag.  Við fórum í verslunarmiðstöð sem er sú stærsta í allri Skandinavíu og heitir Fields.  Það missti sig engin í kaupæði enda vorum við nú mest að skoða okkur um þarna.  Emil hefði svosem alveg getað misst sig í leikfangabúðinni Toysrus en það var alger paradís fyrir hann að fá að skoða hana.  Okkur hinum í fjölskyldunni fannst meira gaman að skoða okkur um í Bilka, en það er svona eins og lítið Wal-mart.

Þetta var eins og að komast í paradís fyrir litla EMil

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á morgun kveðjum við svo Kaupmannahöfn og höldum til Horsens.  Við munum eyða deginum á morgun í að hitta Íslendinga í Horsens sem eru svo frábærir að vilja aðstoða okkur við að koma okkur fyrir.  Við erum hreinlega búin að fá allt lánað sem okkur vantar, dýnur, sjónvarp, ferðarúm fyrir Emil, kaffikönnu, garðhúsgögn ... name it:)   Það er frábært að fólk sem þekkir okkur ekki neitt sé svona viljugt að hjálpa í svona millibilsástandi.  

Það eru enn á ný slatti af nýjum myndum í albúmi sem heitir fields.

Har det bra

Kolbrún 


Klukk

Ég var klukkuð - tvisvar.  Það voru þau Ingi Geir mágur minn og Guðný Anna samstarfsfélagi sem klukkuðu mig.

 

Ég er svo sein að svara þessu klukki að ég held hreinlega að það séu allir búnir að fá klukk, þannig að ég klukka bara engan á móti.  Engu að síður tók ég þessari áskorun:

*  Ég er hrikalega stjórnsöm/ráðrík, mér hreinlega líður ílla ef ég fæ ekki að ráða

*  Ég er með söfnunaráráttu ... ég safna öllu mögulegu en fjölskyldunni finnst undarlegast að horfa á stóra SVÍNA safnið mitt

*  Ég elska að hlusta á Björgvin Halldórsson, Bubba, Brimkló, Dr Hook og Cat Stewens... uppáhöldin mín

*  Ég er uppalin á sveitabæ vestur í Dalasýslu... byrjaði mína skólagöngu á heimavistarskóla á Laugum í Sælingsdal

*  Ég er mikil félagsvera ...  ég hreinlega fúnkera ekki ef ég hef ekki fólk í kringum mig... þessvegna líður mér alltaf vel að vera með marga gesti

*  Ég er stundum alveg hrikalega móðursjúk og er með sífelldar áhyggjur af börnunum mínum (ég veit, ekki hollt)

*  Ég er tvígift (sama manninum)

*  Ég er mjög metnaðarfull... hef alltaf þurft að fá háar einkunnir í skóla og lesið þar til ég kann efnið næstum því utanbókar.  Hefur skilað mér nokkrum verðlaunum við skólalok.  Ég er líka með ákveðna fullkomnunaráráttu þegar ég er í vinnunni minni.

 

Svo mörg voru þau orð

Kolbrún 


Tívolí í Kaupmannahöfn

Tívolí í Kaupmannahöfn

 

 

 

 

 

 

 

 

Tívolíið í Kaupmannahöfn minnir mig alltaf á Stuðmannamyndina MEÐ ALLT Á HREINU, ein mesta snilldarmynd sem hefur verið gerð á íslensku.  Ég hreinlega kunni hana utan að þegar ég var yngri og enn í dag get ég auðveldlega farið með setningar úr myndinni.  

Í sól og 25 stiga hita eyddum við fjölskyldan deginum í Tívolíinu í dag.   Emil litli gaf bræðrum sínum ekkert eftir í tækjunum í Tívolínu, hann fór í flest þau tæki sem þeir fóru í og ef hann komst ekki í einhver tæki vegna lítillar hæðar sinnar fór hann bara að gráta.  Í einu tæki sem hann komst ekki í sagði hann hátt og skýrt ÉG GET ALVEG HÆKKAÐ MIG og stóð á tám.

Við höfðum vísvitandi frestað Tívolíferðinni, vildum fara á virkum degi því við héldum að þá væru minni raðir en um helgar í tækin.  En miðað við þá mannmergð sem var í Tívolí í dag og allar þær raðir sem við þurfum að bíða í, þá myndi ég ekki bjóða í heimsókn í Tívolí um helgi.  

En allavega... mjög skemmtilegur dagur hjá okkur í dag.... strákarnir skemmtu sér allir mjög vel, stóru strákarnir höfðu upplifað Tívolíið í Kaupmannahöfn áður en það var yndislegt að fá að upplifa þetta með Emil, hann hreinlega ljómaði af ánægju.

Emil að bíða í röðinni til að fara aftur í klessubílana

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er búin að setja inn fullt af nýjum myndum í albúmið frá Tívolíferðinni okkar í dag....

Biðjum að heilsa frá Kaupmannahöfn

Kolbrún 


Dagur í Svíþjóð

saenski
 

 

 

 

Við fjölskyldan eyddum deginum í gær í Svíþjóð.  Við fórum með lestinni frá Hovedbanegarden til Malmö en það tekur bara um hálftíma.  Við áttum ágætan dag í Svíþjóð en ég er alveg á því að mér líkar betur við Danmörku heldur en Svíþjóð þótt það hafi verið gaman að heimsækja landið í nokkra klukkustundir.  

Myndavélin brást enn og aftur.  Það er greinilega gallað minniskortið sem við vorum að kaupa í vélina og því er ekki hægt að taka neinar myndir af kortinu, bara eyða þeim... urr... ég varð alveg brjáluð í gær þegar ég uppgötvaði að allar myndirnar frá Svíþjóð væru ónýtar en í staðinn var hægt að ná nokkrum myndum frá dýragarðinum inn á vélina.

IMG_0131

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_0136

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_0138

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En aðeins meira af Dönunum:)

Matvöruverslanir eru með mun styttri opnunartíma hér í Danmörku en við eigum að venjast heima á Íslandi.  Hér loka allar búðir kl sex á daginn á virkum dögum og kl fimm á laugardögum.  Á sunnudögum taka Danir sér svo bara frí og allt lokað.  Þetta er eitthvað sem við þurfum að venjast, að geta ekki farið í búð þegar okkur hentar.  

Svo eru það flöskurnar.... þegar maður fer í búð til að kaupa gos, þá er verðið sem er gefið upp í búðinni bara fyrir innihaldinu.  Þegar maður kemur með flöskuna á kassann eru svo rukkaðar 3 kr danskar fyrir umbúðirnar.  Það er svo hægt að skila þeim aftur í búðina og fá sínar 3 kr til baka.  Mér reiknast til að skilagjaldið séu um 35 kr íslenskar og er það þrisvar sinnum hærra skilagjald en heima á Íslandi.  Enda er það bara þannig hér í Danmörku að þú sérð hvergi tómar flöskur á götum og víðavangi.  Spurning hvort Íslendingar ættu að hækka skilagjaldið og fá í staðinn hreinni borg:)

Ég get ekki hætt án þess að minnast á gangstéttarnar.  Mér finnst alveg með ólíkindum að gangstéttar hér samanstanda af allskonar hellum, litlum stórum, rauðum og gráum.  Það væri svo sem í lagi ef hellurnar væru lagðar á gangstéttina í sömu hæð, en nei það eru misfellur allsstaðar.  Ég er nú nokkrum sinnum búin að næstum detta í götuna þegar ég stíg á misfellurnar en í gær gerðist það svo... ég var að storma niður Vesterbrogade og hreinlega flaug í götuna... það þorði nú engin að hlæja að frúnni í fyrstu en miðsonur sprakk svo úr hlátri þegar ég stóð upp og allt virtist vera í lagi....  

En nóg í bili frá okkur í Danmörkunni.  Við ætlum að skreppa í Tívolí í dag.

Hafið það gott

Kolbrún 


Danmörk heilsar

Heil og sæl,

Frúin heilsar frá Kaupmannahöfn, Vesterbrogade.  Fengum óvænt þráðlaust net, sjálfsagt í gegnum einhvern annan í húsinu sem við búum í, en hehe okkar gróði.

Ég sit hér í stofunni okkar á Vesterbrogade, sólbrunnin með sviða.  Við tókum góða veðrið með okkur til Danmerkur og höfum verið hér allan tímann í glaðasól.  Við höfum það alveg hrikalega gott hér, búin að skoða alveg helling, hafmeyjuna, Amaliuborg, Dýragarðurinn, Fiskitorvet, Strikið og fleira.  Við eigum enn eftir að vera hér í þrjá daga þannig að það er nóg eftir áður en við förum til Horsens.  Kvöldunum höfum við eytt við spilamennsku fjölskyldan.  Pabbinn sagði í dag að það væru þrír hlutir sem væru alveg á hreinu, vatnið er blautt, sólin er heit og mamma vinnur alltaf í Monopoly.  

Við erum vonandi búin að ljúka sjúkrahúsferð eiginmannsins í þessari ferð.  Hann hefur verið að drepast í fætinum og var því ekkert annað í stöðunni í morgun en að fara með hann á sjúkrahúsið (sem heitir Skadestuen).  Þar máttum við bíða í meira en tvo klukkutíma eftir þjónustu og það tók læknana heilan einn og hálfan tíma að skoða kallinn og gefa honum sýklalyf.  Hann er komin með sýkingu í fótinn og þarf að fara í aðgerð þegar við komum til Horsens.  En það er ekki séns að við fjölskyldan náum að heimsækja nýjar slóðir án þess að hann þurfi að komast allavega einu sinni á sjukrahúsið, hehe. 

Á morgun er ferðinni heitið til Svíþjóðar, ég hlakka mikið til þess.

 

Flottir feðgar í Amaliuborg

 

 

 

 

 

 

 

 

En nokkrar hugleiðingar um Dani hér í lokinn:

Það kemur mér hrikalega á óvart hversu miklir reykingarmenn Danir eru.  Hér er reykt allsstaðar hreinlega og það virðast allir reykja.  Mér fannst mjög skrýtið í hádegiu í dag þegar við vorum á frekar fínum pizzustað að allir kokkarnir og þjónarnir sátu saman út í sal og reyktu yfir okkur.  Það er langt síðan svona hlutir sáust á Íslandinu og þótt mér finnist smókurinn góður, þá var ég ekki alveg að fíla þetta hjá Dananum.

Hjólamenningin er svo annað.... hér virðast allir vera á hjólum, hvort sem er unglingar eða fínt fólk í einkennisbúningum.  Engin er á einhverjum svaka flottum hjólum, bara gömlum ræflum og flestir með svona körfu framan á hjólinu.  Það eru sér hjólastígar allsstaðar en það vekur undrun mína að ég hef ekki séð neina (jú einn krakka í gær) með hjálm... það virðist ekki vera hluti af hjólamenningunni að vera með hjálma.

Ég get haldið áfram.... Danir virðast ekki leggja mikið upp úr því að búa í almennilegum húsum, þvííkt brak og brestir í húsunum... ég er núna að reyna að æfa mig að ganga á nöglunum, þá brakar minna hehe..... eins kemur það mér á óvart að allar vatnslagnir eru lagðar utan á.  Í íbúðinni sem við erum í er tildæmis alveg ný eldhúsinnrétting en gömlu ljótu vatnslagnirnar eru enn utan á fínu innréttingunni.

Svo eru það gluggarnir á húsunum hér.  Þeir eru ekki beint barnvænir.  Þeir eru í lágri hæð en þeir eru svo háir að hvert einasta mannsbarn myndi geta stokkið niður um þá.  Við erum dauðhrædd við þessa glugga hér vegna Emils og ekki séns að við getum haft neinn glugga opin hér á daginn... hvað ætli mörg börn í Danmörku hafi hent sér niður um svona glugga??? 

Ég held áfram næstu daga að segja ykkur sögur frá Danmörkunni.  Ég setti inn slatta af nýjum myndum í albúm merkt Danmark 1.  Myndavélin brást mér í Dýragarðinum, ég tók fullt af myndum þar en svo kom bara eitthvað error í minniskortinu og allar myndir ónýtar... fúlt. 

 

Out í kvöld

Kolbrún 


Aldrei að segja Aldrei

skodi

Ef þú vilt lífsins njóta

þá keyptu þér Skóda

Það er bara til bóta

Að hafa þá ljóta

 

Jæja, nú er frúin sem sagt komin á Skóda.  Aldrei í lífinu ætlaði ég að kaupa mér Skóda, enda hef ég undanfarin ár verið mest dekruð þegar kemur að bílum.  En í dag keypti ég mér Skóda Oktavía, við seldum flottu bílana okkar tvo og eigum nú bara einn Skóda en engin bílalán:)  Ég er bara mjög hamingjusöm með Skódann og ætlum við að taka hann með okkur til Danmerkur.... 

Ég kasta kveðju á mannskapinn, farin til Danmark

Hilsen

Kolbrún


Síðasta helgi

Síðasta helgi var alveg hreint frábær. 

Við eyddum föstudagskvöldinu með góðum vinum, þeim Gunnu og Óskari og Erlu.  Borðuðum grillaðan mat og vorum saman langt fram á kvöld.  Það er alltaf svo gaman að hitta þau hjónin:)

Gunna og Óskar

Á laugardagsmorgunin brunuðum við hjónin svo á Húsavík til að vera með Bertu og Ragga á brúðkaupsdaginn.  Það var æðislegur dagur.  Við stoppuðum aðeins á Akureyri því frúin vildi svo gjarnan heimsækja jólahúsið þar.  Þetta er það allra flottasta jólahús sem ég hef á ævi minni séð og ef ég hefði ótakmarkaða heimild á vísa kortið mitt væri ég ekki lengi að nota hana á þessum stað.  Ég skoðaði hreinlega allt þarna en duglega ég keypti ekki neitt, mér fannst það hreinlega ekki við hæfi að versla jólavörur um hásumar.

Við hjónin brugðum okkur í gervi jólasveinanna í jólahúsinu og hafði ég mikið gaman af... hmmm veit ekki alveg með Hyn

Við hjónin í Jólahúsinu á Akureyri

Brúðkaup Bertu og Ragga var æðislegt... falleg afhöfn, æðislegur matur og skemmtileg skemmtiatriði langt fram á kvöld.  Ég hef nú alltaf vitað að hún Berta mín væri lagleg, en omg hvað hún var falleg á brúðkaupsdaginn.  Ég tók fullt af myndum í brúðkaupinu

Flottu brúðhjónin Berta og Raggi  Þau voru svo æðisleg

Ég og Berta  Hlynur og Raggi

Við stóðumst það ekki á Húsavík að kíkja aðeins á Reðursafnið, fórum reyndar ekki inn á sjálft safnið en það var svo sem nóg að sjá fyrir utan... hehe

Reðursafnið á Húsavík

 

Það eru fleiri myndir í albúmi, merkt helgin

Out Kolbrún


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 313103

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband