Færsluflokkur: Dægurmál
16.8.2007 | 20:18
Síðustu myndirnar í bili
Setti inn nokkrar nýjar myndir í kvöld en ætla ekki að hafa það neitt lengra í kvöld. Ætla að fara og fá mér meiri bjór og njóta síðasta kvöldsins hér í Horsens í bili.
Adios
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2007 | 21:23
Styttist í Íslandið
Jæja, nú styttist... ég kem heim á föstudaginn. Eins og flestir vita kem ég bara ein með strákana,þannig að ef þið viljið,þá get ég sent ykkur dagbókina mína um hvaða kvöld ég er laus ef þið viljið bjóða mér í mat, trúið mér það eru margar auðar blaðsíður í henni núna en fyrstur kemur fyrstur fær, hehe.
En hér hefur verið nóg að gera. Gámurinn kom í gær og með góðri hjálp tókst að losa hann á 20 mínútum. Það var hreinlega eins og allt hverfið legðist á eitt við að losa gáminn og jafnvel danirnir tóku þátt. Gaman að þessu en ástandið í húsinu sjálfu var ekki upp á marga, kassar út um allt.... en það hefur nú verið að saxast á þetta hægt og rólega.
Farin út á svalir að fá mér meira rauðvín... við erum 10 sem búum hér saman í húsinu núna og því mikið líf í kringum okkur.
Sjáumst á föstudaginn
Kolbrún og co
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 18:44
Fyrsti skóladagur stóru strákanna
Í dag var fyrsti skóladagurinn hjá Jóni Inga og Hafsteini í Egebjergskolen. Ég fór með þeim í skólann kl 8 í morgun og var með þeim allan skóladaginn... reikna með að vera með þeim aftur á morgun. Báðum fannst alveg frábært að byrja í skólanum í morgun enda einstaklega vel tekið á móti íslensku nemendum. Þeir byrjuðu daginn á því að fara í sína bekki. Hafsteinn er með einum íslenskum strák í bekk (og einni íslenskri stelpu) og Jón Ingi fékk líka einn íslenskan bekkjarbróður. Þegar þeir höfðu aðeins fengið smjörþefinn af sínum bekkjum fóru þeir í móttökubekkinn en það má eiginlega segja að móttökubekkurinn sé einskonar sprog skóli. Það var alger snilld að fylgjast með kennurunum kenna íslensku nemendunum dönsku og lærðu báðir strákarnir helling af nýjum orðum í dag, og alveg ófeimnir að tjá sig á dönskunni. Þetta verður þokkalega fljótt að koma hjá þeim. Ein mamman hér í hópnum sagði nú í dag að við foreldrarnir hefðum gott af því að fá bara að fljóta með börnunum okkar í móttökubekknum, kveðja svo bara barnaskólann um jólin á góðri dönsku. Kannski mikið til í því.
Kennarinn hans Hafsteins heitir Marianne og mér lýst alveg rosalega vel á hana. Auk þess að vera hans bekkjarkennari, kennir hún líka í móttökubekknum sem er mikill kostur.
Ég fékk ekki tækifæri til að hitta kennara Jóns Inga, get víst ekki klónað mig. Hann auðvitað man ekkert hvað hún heitir en orðaði hlutina svo pent að hún væri svo stór um sig að það þyrfti landakort til að rata um hana. Vantar ekki húmorinn í unglinginn á heimilinu.
Ég setti nokkrar nýjar myndir í albúmið.
Meira seinna
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.8.2007 | 20:26
Berta og Raggi búin að bætast við hópinn
Já, nú erum við átta sem búum saman á Engblommevej. Berta og Raggi komu hingað í gærkvöldi eftir að hafa ferðast yfir til Danmerkur með Norrænu. Við erum því ekki lengur eigin herrar hér á Engblommevej, heldur erum við eiginlega orðnir gestir hjá Bertu og Ragga, heh. En það hafa nú samt ekki komið upp neinir árekstrar og ég á ekki von á því að það gerist:)
Emil og Hermann Veigar hafa verið óaðskiljanlegir í dag. Þeir byrjuðu daginn á því að fara saman í Bilka en það er eitthvað afmæli hjá Bilka í dag og þvílíkur fólksfjöldi. Ég var í röðinni þar í 1 klst, þá gafst ég upp. Berta og Raggi ákvaðu að standa lengur í röðinni og komu heim 2 klst seinna. Það voru svo sem mjög góð tilboð í Bilka i dag, en come on... það er eins og fólk hafi ekki komist í búð í margar vikur, þvílíkur var mannfjöldinn í dag.
Litlu ungarnir á heimilinu nutu sín betur í sólinni í garðinum í dag heldur en í búðarrápi. Þeir erum búnir að vera í pottinum og leika á alls oddi. Soldið stuttur þráður í mínum manni, þar sem hann fékk að vaka eftir Hermanni í gærkvöldi og fór þvi ekki að sofa fyrr en hálf tólf... maður þarf sko að sofa sína 12 tíma á dag til að geðheilsan sé alveg hundrað prósent. Hann fór snemma að sofa í kvöld og lofar að sýna allar sínar bestu hliðar á morgun.... ég er samt ekki að segja að hann hafi verið neitt hrikalega óþekkur í dag, bara soldið stuttur þráðurinn.
Ég setti fullt af nýjum myndum í albúm og ætla núna að halda áfram að njóta þess að drekka hvítvín með Bertu úti á verönd. Yndislegt líf?
Óver and át
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2007 | 19:23
Kan jeg har en kop kaffe?
Ég velti því stundum fyrir mér hér í Horsens hvort að við Íslendingar séum langt á undan í mörgum hlutum eða hvort að Danir séu langt á eftir í mörgum hlutum. Eða gæti það kannski verið öfugt?
Á Íslandi er framboð af take away drykk og mat gríðarlegt. Við höfum marga McDonalds, Burger King, Subway, Dominos, Nings, pizza þetta og pizza hitt fyrir utan að allar sjoppur í dag bjóða upp á allskonar grillmat. Þá er það eftirtektarvert að flestar sjoppur í dag eru með lúgur, maður þarf ekki að fara út úr bílnum til að versla... jafnvel apótekið er komið með lúgu.
Hér í Horsens eru nær engir skyndibitastaðir... það er einn McDonalds hér í bænum og einn eða tveir pizzustaðir. Reyndar hafa Danir sína pylsuvagna út um allt en verði þeim að góðu með þær... mér finnst pylsurnar þeirra vondar. Enn hef ég ekki séð eina einustu lúgusjoppu. En það sem okkur hefur þótt merkilegt hérna í Horsens er að það er eiginlega ekki hægt að fá svona take away kaffi... þessir staðir eru á hverju strái heima í dag, þökk sé kaffitár. En hér fyrirfinnst þetta ekki nema á einni bensínstöð hér í bænum....
Ég velti fyrir mér hvort það megi ekki vera einhver millivegur á þessu öllusaman. Íslendingar virðast gleypa allt og þurfa að vera með alla hluti, soldið amerískir. Gengur oft út í öfgar á Íslandinu. Hér mætti nú vera aðeins meiri þægindi hvað þetta varðar.... erum við Íslendingar á undan Dönum hvað þetta varðar? Eða er þessi þróun á Íslandi bara ekki góð til eftirbreytni???
Ég á örugglega eftir að spyrja mig þessarar spurningar oft.
Kolbrún out
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2007 | 19:19
Skólasetning í Egebjergskolen
Í dag var skólasetning í Egebjergskolen en það er skólinn sem stóru strákarnir fara í þegar þeir koma hingað alkomnir í október. Egebjergskolen er í rauninni ekki í Horsens, heldur í litlum bæ sem er í fjögurra kílómetra fjarlægð frá okkur sem heitir Egebjerg. Næstum öll íslensku börnin í Horsens fara í þennan skóla þar sem skólinn hefur sérhæft sig í því að taka á móti íslendingum. Í dag sögðu kennararnir að þeir hefðu aldei séð eins mörg íslenssk börn komin saman sem væru öll að koma í fyrsta sinn í skólann en um 30 börn frá Íslandi eru að byrja í skólanum í haust. Þá eru ótalin þau börn sem hafa verið áður í skólanum og ef ég skil hlutina rétt þá erum um 80-100 íslensk börn í skólanum í það heila. Það hefur auðvitað sína kosti að Íslensku börnin séu svona mörg saman í skólanum, það veitir óneitanlega mikin stuðning fyrir þau og viðbrigðin verða ekki eins gríðarlega mikil. Á móti kemur að íslensku börnin hópa sig mikið saman í skólanum og því eru þau lengur að ná valdi á dönskunni. En mér persónulega finnast kostirnir sterkari:)
Strákarnir í skólasetningunni í morgun
Skólinn byrjar svo á mánudaginn kl 8. Þeir byrja báðir í sama bekk, svoköllluðum móttökubekk en þar byrja öll íslensku börnin saman á meðan þau eru að ná tökum á dönskunni. Á meðan þau eru í móttökubekknum sækja þau samt nokkrar greinar með sínum bekkjum s.s handmennt, myndmennt og svoleiðis greinar. Þegar kennararnir í móttökubekknum telja svo nemendurnar tilbúna til að fara alveg í sína bekki, þá hætta þau í móttökubekknum. Jón Ingi tilkynnti mér það í dag að hann ætlaði nú að stoppa heldur stutt í þessum móttökubekk, hehe.
Það eru tveir kennarar í móttökubekknum, Lisbet og Lena og lýst mér ágætlega á þær báðar. Þær hafa mikla reynslu af því að taka á móti íslenskum nemendum og virtust hlutirnir vera vel skipulagðir hjá þeim. Í skólanum fá þeir svo íslenskukennslu tvisvar í viku sem er æðislegt. Ég ætla að vera með þeim í skólanum á mánudaginn og jafnvel lengur, alveg þangað til þeir treysta sér til að vera einir (held að það taki reyndar ekki langan tíma, Jón Ingi vill ekki að ég verði með honum fyrsta skóladaginn en það eru nú víst reglur og ekki hjá því komist). Segi ykkur meira frá þessu í næstu viku en ég setti inn nokkrar myndir í nýtt albúm sem voru teknar í skólasetningunni í morgun.
Deginum í dag höfum við að mestu eytt heima fyrir. Hlynur má ekki gera neitt og ekki stíga neitt í fótinn og því ákváðum við bara að taka því rólega í dag. Nýja sundlaugin í garðinum okkar hefur slegið jafnmikið í gegn í dag eins og hún gerði í gær, enda ekki minna en 29 gráður hér í dag og solen skinner.
Í dag lögðu Berta, Raggi og Hermann Veigar af stað til Danmerkur með Norrænu. Þau eru væntanleg til okkar hingað á Engblommevej á laugardagskvöldið. Guð hvað mig hlakkar til að fá þau og eyða með þeim nokkrum dögum hér.
Hey Hey
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.8.2007 | 20:21
Spítalalíf
Komið þið sæl,
Ég hef lítillega minnst á það á blogginu mínu að manninum mínum hafi verið íllt í fætinum. Í raun hefur ástandið á honum verið þannig að hann er búin að hitta 6 lækna í Danmörku síðan við komum hingað og auk þess hefur hann hitt lækna á Íslandi. Engin hefur getað "læknað" þennan óbærilega sársauka í fætinum og allir þessir læknar hafa gefið mismunandi lækningaráð. Til að mynda hefur hann verið settur á þrjár mismunandi sortir af sýklalyfi síðan við komum til Danmerkur en ekkert lagast. Í gær var ástandið ekki gott og því fórum við á sjúkrahúsið hér í Horsens enn eina ferðina. Og loksins hittum við lækni sem vildi gera eitthvað í málunum. Myndataka, blóðsýni og innlögn á spítala og svo aðgerð í dag. Í aðgerðinni kemur það í ljós að það sem er búið að vera að valda þessum mikla sársauka er fitukirtill sem byrjaði sem pínulítill og stækkaði og stækkaði og stækkaði og olli meiri og meiri sársauka. Þessi óboðni gestur var semsagt fjarlægður i dag í aðgerðinni og gröfturinn hreinsaður.... þannig að nú á allt að verða á uppleið og maðurinn minn á að hætta að haltra:) Við erum að vonum mjög hamingjusöm í dag, jafnvel þótt dagurinn hafi verið erfiður. En mestu kvalirnar voru linaðar hjá honum i dag með morfíni og tveim hækjum.
Ég veit að fólk sem þekkir til okkar hefur haft áhyggur og þessvegna set ég þetta hér inn.
Ég setti inn slatta af nýjum myndum í albúmið.
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.8.2007 | 21:23
Samferðarfólk
Í gegnum tíðina hittir maður ótrúlega mikið af fólki. Sumt fólk sem maður hittir, langar mann að hitta aftur og mynda við það vinskap, svo er fólk sem maður hittir og veit að maður mun ekki hitta aftur en engu að síður skilur þetta fólk ótrúlega mikið eftir hjá manni. Jafnvel þótt maður tali ekki einu sinni við það.
Ég er búin að eyða kvöldinu á sjúkrahúsinu hér í Horsens... löppinn enn að bögga manninn minn. Þegar ég sat á biðstofunni varð mér hugsað til konu sem ég sá á skadestuen í Kaupmannahöfn. Þetta var mjög gömul kona sem var keyrð í hjólastól inn á biðstofuna af leigubílstjóra, hún var með ælupoka með sér sem hún var búin að æla í og á meðan hún beið grét hún. Það var engin sem var með henni þarna og henni leið greinilega mjög ílla. Það er alveg ótrúlegt hvað þessi kona hafði mikil áhrif á mig. Ég talaði ekkert við hana, hún bara varð á vegi mínum óvart. Ég held að ég hafi hugsað til hennar nær daglega síðan ég sá hana. Ég er búin að spá í hvernig hún hafi það, hvort hún eigi engan að sem þyki vænt um hana, ég hef jafnvel hugsað um hvort hún sé enn í heimi lifenda. Ég fann svo ótrúlega mikið til með þessari konu og mig langaði svo mikið að geta gert eitthvað fyrir hana. Þrátt fyrir greinilegan sársauka hjá henni, þá var hún búin að klæða sig í kjól og var svo fín.
Langaði að deila þessu með ykkur... sorry væmnina í kvöld.
Kolbrún bíður góða nótt
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2007 | 18:55
Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman
Loksins opnaði leikskólinn við Fussingsvej eftir að hafa verið lokaður í þrjár vikur vegna sumarleyfa. Emil hefur dreymt um að komast inn á leikskólann til að fá að sjá þar inni og tækifærið kom svo loksins í dag. Þegar við komum inn á leikskólann hittum við leikskólastjórann og það var eins og við manninn mælt, Emil litli varð enn minni og missti málið (þó ekki lengi), og hann ætlaði hreinlega inn í okkur, hann var svo feiminn. Auðvitað rann feimnin fljótt af honum og þegar hann var búin að fara út og fá að róla smá, þá var hann svosem alveg tilbúin til að verða bara eftir á leikskólanum.
Leikskólar í Danmörku eru þokkalega öðruvísi en við eigum að venjast heima á Íslandi. Opnunartímar eru öðruvísi, leikskólinn opnar kl 6:15 á morgnana (ÞÁ ER ENN NÓTT Í MINNI ORÐABÓK). Börnin fá ekki mat í leikskólanum, heldur þurfa þau að koma með nesti að heimann, tvo matarpakka fyrir daginn. Hér er ætlast til að börnin komi með köku fyrir alla þegar það á afmæli en á Íslandi má það ekki. Þá eiga börnin að koma í öskudagsbúningum á öskudaginn hér en það er bannað heima. Þá mega börnin hérna gjarnan koma með leikföng með sér í leikskólann en það er ekki vel séð heima. Það sem kemur mér á óvart hér er að ekki er lagt mikið upp úr útiveru hjá börnunum. Þau eru úti í 1 1/2 tíma á dag en þó ekki alla daga því suma daga fara þau í íþróttasalinn og þá fara þau ekki út. Þetta finnst mér skrýtið. Annars líst mér ágætlega á leikskólann. Þetta er þriggja deilda leikskóli með 60 börnum og þar af eru 19 íslensk börn. Lögð er áhersla á að börnin fái bæði að nota sitt móðurmál og líka að þau þurfi að nota og læra döskuna. Leikskólastjórinn vildi nú meina það að Emil yrði farinn að tala dönsku á mánuði... sjáum til.
Áður en við fórum út til Danmerkur var fólk búið að segja okkur frá veitingastað hér í Danmörku sem heitir Jensens Böfhus. Okkur var sagt að það væri sko algert must að fara þangað. Íslendingarnir hér í Mosanum hafa sagt sömu sögu. Við drifum okkur loksins í dag á þetta títtnefnda veitingarhús og urðum sko ekki fyrir vonbrigðum.... besti matur sem ég hef fengið síðan ég kom hingað, BBQ spareribs...
Annars allt gott af okkur hér
Setti inn nokkrar nýjar myndir í albúm
Out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.8.2007 | 18:56
Poll - sveitt
Nú er það sveitt í Horsens.... þvílíkur hiti. Það hefur verið svo mikill hiti hér í dag að það er hreinlega vont að vera inni...en verra að vera úti. Það koma því engar fjölskyldumyndir í dag, enda fjölskyldan búin að vera léttklædd í dag. Sá yngsti er til að mynda búin að vera á brókinni einni í nær allan dag. Alveg sama hversu allir eru léttklæddir lekur svitinn af heimilisfólki í dropatali. Það má nú á milli vera, hiti eða hita... nú vil ég fá aðeins meiri kulda hingað takk fyrir.
Og þessum mikla hita sem hefur verið hér undanfarna daga, (þó er ekkert sem toppar daginn í dag,) fylgir enn meira skordýralíf og skordýr búsett í Danmörku hreinlega elska mitt íslenska blóð. Ég er bitinn og étin hér á hverjum degi núna, höndum, fótum, fingrum, hálsi og kláðinn hefur verið óbærilegur. Ég fór af stað í dag að leita að apóteki sem er opið á sunnudögum en fann ekki neitt... en ég þarf deffinatly að ná mér í after bite. Ég reyni aftur á morgun, þá hljóta Danir að vera úthvíldir eftir helgarfríið sitt, hehe. Ég náði mér aftur í fyrirbyggjandi sprey fyrir skordýrum í einni kjörbúðinni í dag og er búin að spreyja á mig hátt og lágt. Mikið erum við heppinn á Íslandi að vera laus við þessi bit öll saman.
Out
Kolbrún og co sem eru öll POLL-SVEITT
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 313099
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar