Færsluflokkur: Dægurmál
26.8.2007 | 20:27
Helgin á enda
Jæja, þá er helgin á enda.... Því miður náðu tveir yngri drengirnir mínir sér í pest um helgina og því hefur verið mikið um inniveru á heimilinu, sérstaklega í dag. Sá yngri náði sér í eyrnabólgu, læknirinn í dag sagði mér að hann yrði að fá rör aftur áður en við flytjum út... sá í miðið náði sér í magapest. Vonandi er þetta nú allt á batavegi, það er nefinilega spennandi plan í gangi á morgun:)
Hafsteinn fór í afmæli til bekkjarbróður síns í gær. Þar sem við vorum öll að fara í matarboð í gærkvöldi hvarlaði það að mér í eina mínútu að senda hann ekkert í afmælið en ákvað á síðustu stundu að hann færi í afmælið og ég myndi bara ná í hann aðeins fyrr til að við kæmumst til Gunnu, Óskars og Erlu. Mikið vorkenndi ég afmælisbarni dagsins í gær, það voru bara fjórir bekkjarfélagar sem mættu í afmælið, þvílík vonbrigði og höfnun fyrir aumingja litla hjartað. Ég var ekki lítið fegin að hafa sent Hafstein í afmælið. Ég veit það sjálf að það er mikill undirbúningur sem fylgir svona afmæli, pizzur, kaka, nammi, leikir og fleira.... og svo mætir engin. Er þetta ekki eitt form af einelti??
Við áttum góða stund með Gunnu, Óskari og Erlu Björg í gærkvöld... fengum frábæran kjúkling í matinn og spjall fram á kvöld. Svo var næstum ákveðið að þau myndu vera hjá okkur í Danmörku í kringum næstu verslunarmannahelgi... er það ekki?? Við vorum svo leyst út með fullt af kössum þannig að ég hef enga afsökun fyrir því að pakka ekki niður..... Takk fyrir okkur kæru vinir:)
En læt þetta duga í kvöld... nokkrar nýjar myndir í albúmi.
Out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2007 | 21:34
Pakka Pakka
jæja, nú er búið að taka upp pappakassana á heimilinu og hefst þá niðurpökkunin. Vandamálið er bara að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Allir eru að gefa mér góð ráð, byrjaðu að flokka, pakkaðu niður í einn kassa á dag, pakkaðu niður því sem þú ert ekki að nota og so on. Hitt vandamálið er að ég hreinlega nenni ekki þessu pakkastandi... mér finnst leiðinlegt að pakka og finnst ég hafa svo rosalega langan tíma á Íslandi að það liggur ekkert á. Ætli ég reyni nú samt ekki að taka einhverjum ráðleggingum og byrja... ég náði í kassana, það er byrjunin. Spurningin er hvort réttir hlutir hafi ratað í kassana í kvöld hehehe
Annars sjáum við fram á góða helgi saman... ég þarf reyndar að taka mig aðeins á í húsmóðurshlutverkinu, er ekki alveg að nenna því núna. Svo varð ég steinhissa yfir því að synir mínir kvörtuðu yfir að fá brauð með túnfiski í kvöld... Það sjálfsagt bjargar fæðuhringnum þeirra að við erum boðin í mat annaðkvöld:)
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.8.2007 | 22:34
Leigjendurnir í næsta húsi
Ég á mjög góða granna....nágranna. Þeir eru nokkurn vegin eins og ég vil hafa þá, þeir skipta sér ekki af okkur og við ekki af þeim. Það er þó einn maður sem á húsið við hliðina á okkur sem ég spjalla stundum við en hann er í því hlutverki að þekkja alla og vita allt um alla. Það eru örugglega svona kallar allsstaðar. Þessi maður leigir neðstu hæðina í húsinu sínu... það hefur verið þar ungt par í nokkur ár og höfum við þurft að búa við það að hækka vel í sjónvarpinu á síðkvöldum... það er þokkalega hljóðbært hérna. Sumt vill maður bara ekki heyra og því hefur verið gripið til fjarstýringarinnar. Þetta unga ÁSTFANGNA par flutti fyrir stuttu síðan út. Nýtt ungt par flutti inn. Ég veit ekki hvort þau séu eitthvað minna ástfangin eða hvað, en það eina sem ég heyri frá þeim öll kvöld er rólegt gítarspil og ljúfur söngur. Mér finnst það bara kósý:) Ég held að gítarspilið frá þeim í kvöld hafi svæft yngsta soninn á heimiliu, þetta er svo róandi að hlusta á.
Ég ætla að fara að koma mér í háttinn og vona að ljúft gítarspil muni fylgja mér inn í draumaheiminn.
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.8.2007 | 21:41
Það er gott að elska...
Fann textan við þetta lag á netinu. Þetta lag minnir mig alltaf á Hlyn... hann söng það fyrir mig svo eftirminnilega í Mosfellsbænum fyrir nokkrum árum þegar við vorum á balli á Áslák...
Það er gott að elska
Það var einn morgun snemma sumars þegar sólin kíkti innég sat við gluggann með kaffið var að horfa á himininn
geislarnir tipluðu inn á hvítum fótum og földu brosin sín
og fundu þig undir sænginni mjúku og opnuðu augun þín.
Viðlag:
og Það er gott að elska
og það er gott að elska
og það er gott að elska
konu eins og þig.
dimmblá fegurð augna þinna er það eina sem ég sé
Það er ljúft að horfa á þig og finna friðinn sem leggur frá þér
þú ert falleg svona nývöknuð, þú ert allt sem ég óska mér.
Og það er gott ...
að fá furðu smáar hendur að morgni dags um háls á mér.
Og gagnvart konu eins og þér er ástin mitt eina svar
og ef það er líf eftir þetta líf þá mun ég elska þig líka þar.
Og það er gott ...
Bubbi Morthens
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 22:44
Hvernig fara einstæðar mæður að þessu
Mikið svakalega fann ég fyrir því í dag að vera ein. Þetta er hreinlega búin að vera crazy dagur. Ég var í vinnunni frá 8-16, það var mikið að gera í dag í vinnu svo ég komst ekki með strákunum mínum í skólasetninguna, smá sektarkennd yfir því. Þeir voru svo auðvitað einir heima í allan dag, smá sektarkennd yfir því líka... en tæknin bjargaði málunum og ég var eins og ritari í stórfyrirtæki að taka við fyrirspurnum frá ungunum mínum á meðan ég var í vinnunni í dag, símtölin svo mörg að ég hætti að telja.
Þegar ég kom heim kl 16 tók við vinnudagur númer tvö. Það þurfti að fara í bókabúð og versla fyrir skólann... auðvitað margt um manninn í bókabúðum landsins á þessum árstíma, tók tímana tvo. Á meðan ég stóð í röð hljóp yngsti unginn um alla búðina í leit að einhverju sem hann þurfti nauðsynlega á að halda í sitt líf. Þegar þessarri örtröð lauk hófst leit að skóm fyrir elsta soninn... það var brunað í þrjár íþróttabúðir til að leita að réttu skónum, hverjir réttu skórnir fyrir unglinginn á heimiliu eru veit ég ekki enn.... leitinni verður haldið áfram eftir vinnudaginn á morgun.
Ég skreið heim um kvöldmatarleytið með ungana og hófst þá matarstríðið, svefnstríðið, þvottastríðið og lagatil stríðið. Þegar heimilið var orðið boðlegt tók við að merkja, merkja og merkja skóladót og bækur, finna leikfimidót, smyrja nesti og græja skóladaginn á morgun.
Ég er ekkert að vorkenna sjálfri mér, en engu að síður viðurkenni ég alveg að ég er orðin þokkalega lúin eftir svona dag....
Einstæðar mæður - rokka!!!
Kolbrún algerlega out
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.8.2007 | 21:08
Hver er fyrsta æskuminningin?
Vá hvað ég þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að rifja upp fyrstu æskuminninguna mína. Fyrstu árin í lífi mínu ólst ég upp á sveitabæ í Dalasýslu. Ég man ekki mikið frá þeim árum. Ég man örfáar glefsur, þegar ég brenndi mig á löppinni í kleinfeitinni, þegar ég eyðilagði gleraugun hennar Láru frænku, þegar ég fór í heimavistarskólann.... allt eru þetta leiðinlegar minningar... afhverju man ég ekki eftir neinu skemmtilegu frá fyrstu 6 árum ævinnar??? Ég fluttist á mölina þegar ég var 6 ára og fór í Hlíðaskóla...það sem ég man frá því ári er aðeins meira, ég man þegar keyrt var á litlu systur mína, ég man þegar ég fékk nýtt hjól og byrjaði á því að detta á fyrsta degi og beygla hjólið, ég man þegar við krakkarnir vorum að búa til snjóhús í garðinum og eitthvað fleira. 7 ára flutti ég í Kópavoginn og frá þeim árum man ég mjög marga hluti.
Ég fór að spá í þetta í dag, vegna þess að miðsonur bað mig um að fá að fara að sjá mynd í bíó, RUSH eitthvað.... ég auðvitað gat ekki farið með honum og því fékk ég mág minn til að fara með honum í bíó í dag. Honum er búið að hlakka til í marga daga að fara í bíó og hefur sagt öllum sem hann hefur hitt að hann sé að fara í bíó með Inga Geir. Krúttlegast fannst mér þegar hann var að setja eldri bróður sínum frá þessu, við vorum að keyra í Ártúnsbrekkunni í gær þegar hann sagði honum að það hafi verið akkúrat hérna sem mamma hefði hringt í Inga Geir og beðið hann um að fara með honum í bíó. Ég gerði mér enga grein fyrir hvað þetta skipti strákinn rosalega miklu máli, að fá að fara einn í bíó með frænda. Þeir fóru svo í bíó í dag og enduðu á því að fara að fá sér að borða á Fridays. Ætli þessi dagur verði einn af æskuminningum miðsonar??
Hver er þín fyrsta æskuminning?
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.8.2007 | 21:29
Mánudags hugvekja
Í gærkvöldi horfði ég á þáttinn Örlagadagurinn með Sirrý. Ég datt alveg óvart inn í þennan þátt þegar ég var að svæfa yngsta soninn. Í þættinum var talað við móður fíkils sem byrjaði í neyslu 13 ára gamall og hefur hann sokkið mjög langt niður. Móðirinn sagði í lok þáttar að hann væri nú inn á Litla Hrauni vegna þjófnaðarmála og það væri mikil hvíld fyrir fjölskylduna að vita af honum þar en ekki á götunni. Þessi þáttur hafði mikil áhrif á mig, og hugrekki þessarar konu er mikið. Jón Ingi minn er 12 ára núna. Ég bið til guðs á hverjum degi að mín börn lendi ekki í þessum heimi, þessum ógeðslega heimi sem er svo mun aðgengilegri ungum börnum í dag heldur en fyrir nokkrum árum síðan.
En nóg um það
Vinnan kallaði á mig í morgun eftir gott sumarfrí. Yngsti sonur byrjaði því aftur í leikskólanum í morgun eftir jafnlangt frí. Og sá var ekki sáttur. Hann varð eiginlega bara alveg snar... hann ríghélt í mig og hefur greinilega orðið mikill mömmustrákur í fríinu. Það þurfti að taka hann frá mér grátandi og hálftíma seinni hringdi svo leikskólastjórinn í mig og þá var hann fyrst að jafna sig eftir átök morgunsins. Auminginn minn litli, það er svo margt nýtt hjá honum núna og hann skilur ekki alveg lífið þessa dagana. Vona að það gangi betur í fyrramálið. Ég reyndar sótti hann nú snemma í dag þar sem hann fór í 3 1/2 árs skoðun og hann hreinlega hljóp upp í fangið á mér þegar hann sá mig. Hann brilleraði þvílíkt í skoðuninni í dag, skoraði allsstaðar hátt, litli snillingurinn minn.
Við fengum svo gesti í dag. Vilborg kom með strákana sína í heimsókn og léku strákarnir sér saman fram eftir degi. Skrýtið að sjá þá Jón Inga og Sigurð saman, þeir hafa þekkst frá fæðingu og eru nú að upplifa unglingsárin saman... EN ÞEIR FÆDDUST SAMT BARA Í GÆR!!!
Síðan ég kom heim til Íslands hef ég enn ekki þurft að nota pottana mína. Ég hefði svo sem þurft þess í kvöld þar sem dagbókin telur ekki fleiri í bili.... en ég hreinlega nennti því ekki og bauð strákunum mínum á Pizza Hut. Og þvílík gleði í ungum hjörtum.
Hey Hey
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.8.2007 | 22:31
Hugleiðing á sunnudegi
Jæja, þá er síðasti sumarleyfisdagurinn minn að kvöldi kominn. Vinna í fyrramálið. Reyndar verður vinnudagurinn á morgun aðeins í styttri kantinum þar sem ég þarf að fara með Emil litla í 3 1/2 árs skoðun á heilsugæsluna á morgun eftir hádegi. Í kvöld er ég búin að eyða einum og hálfum klukkutíma í að leita af ónæmisskírteininu hans Emils litla en alveg sama hvar ég leitaði, ég fann það ekki. Mér fannst ég vera ömurleg móðir, að tína þessum gögnum. Elsti sonur kom heim frá vini sínum kl 10 og spurði hvað ég væri að róta í öllum skúffum, þegar ég sagði honum hvað ég væri að leita að, sagðist hann vita um skírteinið og náði í það á 1 mínútu. Hvernig átti mér að detta það í hug að skírteinið væri inn í bílskúr?????
Ég er búin að velta því fyrir mér í dag hvað ég á að gera við bloggið mitt. Ég er að skrifa persónulega pisla á hverjum degi og mun halda því áfram, svo lengi sem fjölskyldan er aðskilinn. Það er erfitt fyrir húsbóndan að vera einn í Danmörku og því mun ég áfram vera dugleg að setja inn myndir af strákunum mínum á bloggið og skrifa persónulega pistla. Málið er að það eru mjög margir að skoða bloggið mitt á hverjum degi, stundum svo margar IP tölur að mér dettur ekki í hug að ég þekki svona margt fólk. Ég hef því verið að íhuga að læsa blogginu mínu. Mér finnst vont að vita ekki hver er að skoða bloggið, það eru ekki margir sem kvitta og ég hef ekki hugmynd um hvaða fólk skoðar bloggið.
Við mæðginin höfum átt góðan dag í dag. Við drifum okkur í Kringluna eftir hádegi og strákarnir duttu heldur betur í lukkupottinn þar. Síðasti dagur afmælishátíðar Kringlunnar og strákarnir fóru úr Kringlunni pakksaddir, enda fengu þeir fullt af góðgæti í boði Kringlunnar, kökur, popp, mjólk,candiflos, blöðrur og sleikjó. Einnig hitti Emil Skoppu og Skrítlu en honum finnst þær æðislegar. Hann varð svo feiminn þegar hann sá þær að hann fór næstum niður í gólf.
Eftir Kringluævintýrið fórum við beint í afmæli til Magnúsar frænda en hann varð 4. ára í gær. Og þvílíkar kræsingar sem voru þar á borðum, það fór engin svangur úr því afmæli. Til hamingju með daginn elsku Magnús frændi:)
Ég bíð góða nótt
Það eru fleiri myndir í albúminu:)
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.8.2007 | 21:31
Áfram latibær
Ég fór með tvo yngri syni mína í Latabæjarhlaupið í dag. Við fórum reyndar líka í fyrra. Í ár virtist allt skipulag svo miklu betra en í fyrra.... börnum var skipt upp eftir aldri og hlaupið var núna haldið við háskólann en ekki í miðbænum. Þetta fyrirkomulag var alveg að virka og allt gekk eins og vel smurð vél. Strákarnir skemmtu sér hið besta í hlaupinu í dag, enda sérstaklega gott veður til útiveru.
Annars er einstaklega vel hugsað um okkur mæðginin. Við byrjuðum daginn á því að fara í pizzu til mömmu og pabba og svo eftir hlaupið í grill til Helgu systur og fjölskyldu. Er hægt að biðja um betri þjónustu?
Adios
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2007 | 09:51
Komin til Íslands
Jæja, þá er ég komin heim til Íslands með strákana. Ferðin heim í gær gekk ágætlega, en það var erfitt að þurfa að kveðja Hlyn og vita að við hittum hann ekki fyrr en í október. Ferðalagið var langt í gær, næstum hálfur sólarhringur frá því að við kvöddum alla í Horsens þar til við vorum komin heim í Breiðholtið.
Við fórum beint í æðislegan mat hjá tengdaforeldrum mínum í gærkvöldi og urðu fagnaðarfundir þegar strákarnir hittu ömmu og afa. Emil var reyndar svo feiminn til að byrja með að ég hélt að hann ætlaði bara inn í mig aftur. Svo eftir matinn bað Emil um að fá að fara heim að sofa, enda orðin alveg uppgefinn. Þegar við komum svo heim fór hann sjálfur upp í rúm, bauð góða nótt og sofnaði alveg sjálfur.
Ég hef verið í fullri vinnu við að láta þvottavélina vinna, opna allan póstinn og taka upp úr töskunum aftur. Það er þokkalegt magn af pósti og dagblöðum sem safnast upp á svona löngum tíma. Jón Ingi er búin að endurheimta vinina sína, fór og hitti þá strax í gærkvöldi og er farin út aftur núna. Þeir eru með margt planað þennan tíma sem þeim munu eiga saman hér þar til við förum út aftur.
Ætla að fara inn í daginn hér á Íslandinu, margt planað í dag hjá okkur. Setti inn myndir í albúm og mun örugglega vera dugleg að blogga núna sem fyrr og setja inn myndir fyrir elsku Hlyn sem er án okkar í Danmörku. Við erum strax farin að sakna þín elsku Hlynur.
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 313088
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar