Færsluflokkur: Dægurmál
8.9.2007 | 09:27
Gubbupestin komin á heimilið
Já, ég vaknaði við vondan draum í morgun fyrir klukkan sjö. Emil kom hlaupandi inn í rúm til mín og ældi allt út... og hélt svo áfram að æla alla leið inn á klósett. Ohhh og að þrífa ælu er það versta sem ég veit í heiminum. Þannig að við gætum átt von á því að gubbupestin myndi taka sér bólfestu hér á heimilinu næstu daga... vona samt ekki.
Við áttum skemmtilegt kvöld í gær hjá tengdaforeldrum mínum. Þau buðu okkur í sænska réttinn og OMG hvað það er góður matur. Það er eiginlega í algeru uppáhaldi hjá mér. Verst er að innihaldið í réttinn fæst ekki allt á Íslandinu góða en þar sem tengdaforeldrar mínir fara reglulega til Svíþjóðar þá ná þau að kaupa það sem þarf og við hin njótum góðs af. Ég vona að innihaldsefnin fáist í Danmörku, þá gæti ég eldað hann þar:) Kærar þakkir fyrir okkur Hreinn og Veiga
Ingi Geir sagði mér frekar fyndin brandara í gær, best að deila honum með ykkur:) Vitið þið hvað bæjarstjórinn í Hafnarfirði er kallaður? LORD OF THE RINGS. hehe (hringtorgin sko, þeim hefur fjölgað soldið mikið í Hafnarfirðinum).
En nú er fjórða vikan byrjuð hjá mér sem sjálfstæðri móður. Ohhh hvað ég vildi að tíminn myndi líða aðeins hraðar. Ég hlakka svo til að hitta Hlyn. Yngsti sonur er svo hændur að mér núna þessa dagana að ég get ekki farið á klósett án þess að taka hann með mér. Ég held að hann sé hræddur um að ég fari líka frá honum eins og pabbi.... hann passar upp á mig alveg 100 prósent. Enda kannski ekki von að hann skilji aðstæður núna.
Ég er búin að tala við Samskip og gámurinn okkar fer út þann 26. september. Þannig að sem betur fer fara nú hlutirnir að styttast í annan endan. Ég ætla að nota daginn í dag til að koma einhverju í kassa, enda ekki mikið annað að gera þegar gubbupestin tók sér bólfestu. Ég sem ætlaði að fara á ljósmyndasýninguna Undrabörn í Þjóðminjasafninu í dag... sem betur fer verður hún þó opin eitthvað lengur, jafnvel þótt það hefði verið gaman vað vera viðstödd opnunina.
En það eru myndir í albúmi
Góða helgi
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.9.2007 | 18:02
Hefur hún ekki verið hundelt?
Ég hreinlega get ekki trúað því að móðirin eigi þátt í hvarfi litlu stúlkunnar. Þvílíkt fjölmiðlafár sem hefur verið um hvarf stúlkunnar og hafa foreldrarnir verið hundeltir af fjölmiðlum. Hvernig ætti konan að geta flutt lík í bílnum án þess að neinn hafi tekið eftir því?
Þetta mál verður skrýtnara með hverri vikunni.
Mikið vona ég að hlutirnir fari að skýrast, og mikið vildi ég að líkið finnist.... mér finnst ekki líklegt að aumingja litla stúlkan sé lifandi, því miður.
![]() |
Móðir Madeleine hugsanlega ákærð fyrir manndráp af gáleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2007 | 18:42
Fyrir 15 árum síðan
Fyrir 15 árum síðan settist ég á skólabekk í Þroskaþjálfaskóla Íslands. Ég ætlaði mér aldrei að verða þroskaþjálfi þegar ég var lítil, vissi varla hvað fatlað fólk var. Ég ætlaði mér alltaf að verða viðskiptafræðingur. Ég byrjaði að stefna að því strax eftir grunnskólann og útskrifaðist af viðskiptabraut um menntaskóla með verslunarpróf líka upp á arminn. Og að sjálfsögðu lá svo leiðin beint upp í Háskóla Íslands þar sem ég skráði mig í viðskiptafræði.
En svo kom örlagadagurinn minn....
Háskólinn byrjaði ekki fyrr en í lok september. Mér var boðið afleysingarstarf í Digranesskóla í Kópavogi í 3 vikur á sérdeild fyrir einhverf börn. Ég tók starfinu, hugsandi að það væri gott að vinna sér inn nokkrar krónur fyrir komandi viðskiptaskólagöngu, jafnvel þótt ég vissi ekki hvað einhverfa var, hafði aldrei heyrt talað um hana einu sinni.
Til að gera langa sögu stutta, þá heillaðist ég af starfinu í Digranesskóla og að þremur vikum loknum skráði ég mig úr Háskóla Íslands og tók mér frí frá námi. Það var á þeim tímapunkti sem ég held að foreldrar mínir hafi haldið að það yrði ekkert úr mér, hehe. Að frumburðurinn skyldi hætta við að fara í Háskóla, OMG. Eftir að ég hafði farið á skrifstofu HÍ og afskráð mig úr námi fór ég heim og las atvinnuauglýsingar Moggans. Þar rakst ég strax á auglýsingu frá meðferðarheimili fyrir einhverfa unglinga á Seltjarnarnesinu....ég hringdi þangað, fékk að koma í viðtal og vann svo á þessu ágæta stað í 4 ár. Eftir fyrsta árið mitt í starfi á meðferðaheimilinu hóf ég nám við Þroskaþjálfaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1994.
Skólinn minn var æðislegur. Hann var upp í Brautarholti í sama húsi og skjár einn er í dag. Skólinn var mjög heimilislegur og í þessu framhaldsnámi mínu mátti ég syngja, fara í leiki, læra leikræna tjáningu og skapandi starf. Mér varð reyndar um og ó þegar ég mætti minn fyrsta skóladag, þekkti engan í bekknum en kannaðist við eina stelpu sem hafði unnið með einhverfum. Við tókum tal saman og urðum óaðskiljanlegar fyrsta veturinn minn í skólanum. Þá ákvað hún að fjölga mannkyninu og hætti í skólanum. Það var þá sem ég kynntist fleiri stelpum í skólanum og einmitt í kvöld er ég að fara að hitta fjórar bekkjarsystur mínar sem ég eyddi miklum tíma, eiginlega öllum mínum tíma með seinni tvö árin í skólanum. Og það eru ófáar stundirnar sem við höfum eytt saman eftir að við höfum útskrifast...
Í dag talaði ég lengi við Hlyn. Hann er nú búin að vera tæpa viku í sínum þroskaþjálfaskóla í Danmörku. Hann er búin að fá að syngja og fara í leiki. Hann er í raun að upplifa í dag það sem ég fékk að upplifa fyrir 15 árum síðan. Eini munurinn er að hann fær að upplifa þetta allt saman á dönsku:)
Out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.9.2007 | 17:13
Fyrsta skólaballið
Jæja, miðsonur er orðinn stór. Hann er að fara á sitt fyrsta skólaball í kvöld. Og spenningurinn er svakalega mikill, hann er sko nú þegar búin að fara í sturtu og setja á sig rakspírann, undirhandasprey og gel í hárið, hehe. Það á sko að mæta fínn á sitt fyrsta skólaball. Dí hvað hann er allt í einu orðin stór, hann sem hefur í raun alltaf verið litla barnið mitt í mínum augum vegna veikinda sinna. Ég hef trúlega ofverndað hann aðeins of mikið í gegnum árin og verð að fara að slíta naflastrenginn.
Hann er allavega búin að græja sig fyrir ballið og ég bíð spennt eftir fréttum frá honum hvernig hann muni skemmta sér á ballinu.
Annars gengur lífið okkar hér bara sinn vanagang.
Later
Kolbrún
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2007 | 20:43
Það er gott að eiga góða vini
Ég á alveg ótrúlega marga kunningja.... en ég er ekki eins viss um að ég eigi marga vini. Auðvitað á ég vini en ég get þó á engan hátt kallað alla þá sem eru í mínu lífi vini, margir eru kunningjar mínir. Vinahópurinn minn kemur úr öllum áttum og í raun tilheyri ég nokkrum vinahópum sem ekki tengjast innbyrgðis. Auðvitað er Hlynur minn besti vinur minn, ég sakna þess að hafa hann ekki hjá mér. Svo eru það stelpurnar úr þroskaþjálfaskólanum, þær eru yndislegar. Við vorum alltaf fimm saman á aftasta bekk í skólanum (ég var samt ekki tossi sko) og við höldum alveg ótrúlega miklu sambandi í dag. Svo eru það saumaklúbbsvinkonurnar mínar. Svo eru það vinkonur mínar úr menntaskóla, já ég á enn tvær góðar þaðan. Svo eru það æskuvinkonurnar, þær eru ekki margar eftir. Og svo eru það allir hinir sem maður hefur kynnst á lífsleiðinni og myndað vinskap við. Einni góðri vinkonu minni kynntist ég þegar ég var að vinna á Skálatúni árið 1995 og ég er alveg ómöguleg ef ég hef ekki heyrt í henni í nokkra daga.
Það er gott að eiga góða vini. Góðir vinir eru ekki eitthvað sem maður á að taka sem sjálfsagðan hlut, maður verður að rækta sambandið við þá.
Ég fór að spá í þetta í dag. Foreldrar mínir komu til mín og eitthvað finnst mömmu minni pökkunarmálin á heimilinu ganga hægt. Ég sagði við hana að ég hefði eiginlega svo lítin tíma í þetta pakkastand, því ég væri alltaf svo upptekin á kvöldin. Fjögur kvöld í þessari viku er ég að nota til að hitta fólk, hitta vini og kunningja og auðvitað ættingja.
Ég er mikil félagsvera og líður vel innan um fólk.
Nú ætla ég að fara að hita kaffi handa Dofra vini mínum sem er á leiðinni til mín:)
KOlbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.9.2007 | 21:10
Alnæmi
Ég horfði á þáttinn hennar Sirrýjar í kvöld, Örlagadagurinn. Átakanlegur þáttur, nema ég sé orðin svona ofur viðkvæm á fullorðinsárum.
Þegar ég var í menntaskóla var umræðan í þjóðfélaginu mikil um alnæmi. Það voru auglýsingaspjöld um allan bæ um alnæmi... ég man meira að segja nákvæmlega hvar auglýsingaskiltið var staðsett á Hlemmi en Hlemmur var daglegur viðkomustaður hjá mér, miðbæjarrottunni, áður en ég eignaðist bíl. Umræðan var lika mikil í skólanum. Ég man eftir einu skólaballi hjá FB sem var kallað smokkaball og þegar við keyptum okkur miðann á ballið fengum við smokk í kaupbæti. Átti þetta að vekja fólk til umhugsunar um alnæmi. Reyndar var skemmtinefndin ekki með meira á milli eyrnanna en svo að smokkurinn var HEFTUR við miðann hehehe.
Hvernig er staðan í dag 20 árum seinna? Ég heyri næstum aldrei talað um alnæmi í dag. Samt er fólk ekkert hætt að smitast af alnæmi. Breytingin á þessum árum hefur meira að segja verið á þann veg að nú smitast frekar gagnkynhneigt fólk heldur en samkynhneigðir. Ég sannarlega vona að þátturinn í dag vekji fólk aftur til umhugsunar um þennan hræðilega sjúkdóm. Það ætti að vera miklu meira vitað um sjúkdóminn í dag heldur en fyrir 20 árum síðan og það ætti að vera miklu meira vitað um smitleiðir í dag heldur en þá líka. Mér finnst ég hafa verið ílla upplýst um þessar breytingar og get varla verið ein um það. Ef við erum svona ílla upplýst af þjóðfélaginu okkar, kyndir það ekki undir fordóma áfram. Hefur eitthvað breyst í þeim? Myndi maður drekka úr sama glasi og HIV smitaður einstaklingur? Myndi maður nota sama klósett og HIV smitaður einstaklingur? Myndi maður kyssa HIV smitaðan einstakling á munninn?
Einu skiptin sem ég hef verið minnt á Alnæmi síðustu ár er í tengslum við meðgöngur. Ég hef alltaf þegið alnæmipróf á mínum meðgöngum en thats it.
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2007 | 23:53
Helgarsteikin
Helgarsteikin var borðuð hjá mömmu og pabba. Þvílíkt dekur í gangi hjá okkur mæðginunum. Amma og afi voru líka og þvílíkt fjör á mannskapnum. Fengum æðislegan mat, eins gott að okkur sé stundum boðið í mat því eins og miðsonur sagði mér í dag, það eru alltaf pylsur eða brauð hjá þér núna mamma. Fékk pínu samviskubit, verð aðeins að fara að elda hér á kvöldin.
Helgargleðin heldur svo áfram núna, múhaha. Þegar ég kom upp eftir að hafa svæft þann yngsta þá beið mín heit salsa sósa og doritos. Slurp... ég er greinilega búin að kenna frumburðinum það allra nauðsynlegasta í matargerð.
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2007 | 23:59
Star Wars
Ég á bara stráka. Maðurinn minn var forfallinn Starwars aðdáandi þegar hann var yngri og hefur nú komið þeim áhuga yfir á strákana sína. Sá elsti hefur nú aðeins misst áhugan á þessu en miðsonur er mikill Starwars kall. Sjálf finnst mér Starwars vera strákadót og hef því ekki mikinn áhuga... hef farið á eina Starwars mynd í bíó með manninum mínum og SOFNAÐI. Ég þekki nú samt flest nöfnin á þessum ofurköllum, enda kemst maður kannski ekki upp með annað þegar maður lifir í Starwars veröld á heimilinu.
Hafsteinn minn er að safna Monopoly spilum... reyndar er hann lika að safna spilastokkum. Hann pantaði með aðstoð mömmu sinnar Starwars monopoly á ebay fyrir nokkrum vikum og barst það í pósti í vikunni. Þvílík hamingja. Þegar hann sá tilkynninguna um sendinguna fór hann upp í rúm strax eftir kvöldmatinn til að tíminn sem hann þyrfti að bíða eftir spilinu myndi verða styttri. Hann fékk semsagt spilið ekki í hendurnar fyrr en eftir skóla daginn eftir þar sem það átti eftir að tollafgreiða það. Daginn eftir var svo mættur hálfur bekkurinn til að fá að sjá þetta forláta spil og vakti það mikla kátínu hjá þeim félögunum.
Nú er þriðja vikan mín byrjuð sem SJÁLFSTÆÐ MÓÐIR. Þó svo að tíminn líði hægt, þá sem betur fer þokast hann áfram. Ég valdi mér það viðhorf að láta mig bara hafa nóg að gera, þá myndi tíminn líða hraðar. Og ég hef svo sannarlega haft nóg fyrir stafni.
Í kvöld eyddum við tímanum með Fríðu, Steinari og Andra. Við fórum saman á Taco Bell... uppáhaldið mitt og elsta sonar og sem betur fer Fríðu líka, heh. Þvílík stappa af fólki á Taco Bell, það þyrfti deffenatly að opna annan slíkan stað á Íslandi. Emil litli var svo lítill í allri mannþvögunni að þegar hann var að reyna að riðja leiðina til að komast niður í sætið sitt, kallaði hann bara hástöfum BÍB BÍB og vakti það mikla kátínu þeirra viðskiptavina sem enn biðu í röð eftir afgreiðslu. Þegar við vorum búin að snæða uppáhalds matinn okkar fórum við svo heim og slúðruðum fram eftir kvöldi. Emil tók algeru ástfóstri við Andra, hann mátti meira að segja prófa brunabílinn hans og það eru sko ekki allir sem komast í þá guðatölu.
Núna fyrst er ég að setjast niður í dag, nýbúin að svæfa litla soninn (ekkert uppeldi á þessum börnum, fá að vaka næstum fram að miðnætti) og á eftir að taka bloggrúnt dagsins.
Góða helgi
Það eru nýjar myndir í albúmi
Kolbrún
Dægurmál | Breytt 1.9.2007 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.8.2007 | 21:58
Ljóta húsflugan
Síðan ég kom heim frá Danmörku hef ég ekki opnað einn einasta glugga heima hjá mér. Ástæðan: GEITUNGAR. Ég er svo hrædd við þessi kvikindi á þessum árstíma að það er næstum sjúklegt...kannski ekki einu sinni næstum, þá myndi ég kannski opna gluggana í rigningu eða hvað? Þegar það hafa komið geitungar inn til mín hef ég flúið út, hringt í húsbóndann og beðið hann um að koma heim úr vinnu til að drepa kvikindið, hringt í nágranna og beðið um aðstoð og fleira. Nú hef ég engan húsbónda og þekki enga nágranna, þannig að ég sé ekki neitt í stöðunni annað en að hafa alla glugga lokaða.
En á meðan allir gluggar eru lokaðir komast blessaðar húsflugurnar ekki út í ferska loftið úti og hafa því tekið sér bólfestu á heimilinu mínu. Ég myndi giska að það væru þrjár húsflugur í hverju einasta herbergi í húsinu mínu. Ég læt þær ekki pirra mig neitt á daginn, mér er alveg sama þótt þær séu hérna. Á nóttuni eru þessir nýju sambýlingar mínir ljótu húsflugurnar. Þær hafa haldið fyrir mér vöku, þær hafa vakið mitt og þær hafa eyðilagt snúsið á morgnana fyrir mér. Þótt þær hafi heilt herbergi til að fljúga um í, þá sækjast þær bara í eyrun á mér og suðið í þeim er að gera mig crazy.
En það er víst ekki bæði sleppt og haldið.... af tvennu íllu vel ég ljótu húsflugurnar framyfir ljótu geitungana.
Það er eins gott að ljótu húsflugurnar hafi sig hægar í nótt... ég er búin að ná mér í einhverja leiðindar pest, kvef, hausverkur og stuttur þráður í minni núna. Ég þarf að sofa þetta úr mér... Vill einhver ættleiða ljótu húsflugurnar mínar?
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.8.2007 | 22:11
4. október er dagurinn
4. október er dagurinn sem við bíðum eftir í ofvæni:) Ég loksins pantaði far fyrir okkur aðra leiðina út til Danmerkur í dag og varð 4. október fyrir valinu. Ji hvað við hlökkum til að hitta pabbann á heimilinu aftur. Auðvitað eru smá hnökrar sem við eigum eftir að græja hérna heima... við eigum í raun hvergi heima síðustu vikuna okkar á Íslandi og verðum að fá að liggja inni á einhverjum... bíður einhver sig fram??? Við lofum að vera voða skemmtileg og góð í umgengni, hehe.
Við áttum skemmtilegan dag í dag. Þegar Emil var rétt tveggja mánaða byrjaði ég í mömmuklúbb með nokkrum mömmum sem allar eiga börn fædd í janúar 2004. Ég veit reyndar ekki alveg hvernig mér datt í hug að fara í þennan klúbb, það er ekki líkt mér að hitta fólk sem ég veit engin deili á og kynntist á netinu. Kannski að örlögin hafi hagað þessu svona og ég græddi það á því að kynnast frábærum stelpum og Emil kynntist frábærum krökkum. Við höfum verið í sambandi alveg síðan og höfum hist af og til. Í dag bauð ég Kristjönu og Öddu til mín með krakkana í pylsupartý og var alveg ferlega gaman að hitta þær. Svo er svo gaman að sjá krakkana leika sér saman í dag, þau tala saman og leika saman. Krakkar sem héldu varla haus þegar þau hittust fyrst. Ég sannarlega vona að við eigum eftir að hittast áfram í framtíðinni með krakkana, eða líka kannski án þeirra, hehe... það er nefnilega þokkalega gaman að djamma með þessum stelpum.
Kristjana bauð okkur að koma á ljósanótt í Keflavík um næstu helgi... þarf aðeins að sofa á því... það er ekki eins og ég þekki einhverja í Keflavík. En let me think about it:)
Kolbrún out.. farin að horfa á CSI
ps nýjar myndir í albúmi
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 313083
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar