Færsluflokkur: Dægurmál
21.9.2007 | 22:47
Opið hús
Kæru vinir,
Það verður opið hús hjá mér á mánudaginn næsta frá kl 17:00..... ástæðan... gámurinn kemur og það þarf að fylla hann af einu stykki búslóð. Mér þætti vænt um ef einhverjir af mínum vinum og kunnigjum gætu komið og aðstoðað mig við þetta.
Ég bíð pizzu fyrir greiðann.....
Díll???
Ætla að halda aðeins áfram að pakka fyrir svefninn
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2007 | 22:59
Viljið þið meira?
Viljið þið meira af Heklu málum mínum? Ég er nefnilega rétt að byrja... Ég náði í bílinn minn nýja í morgun. Viti menn hann var kominn upp á bílaþing þannig að ég var mikið glöð með að það skuli eitthvað standast í þessum bílaviðskiptum mínum. Bílasöluvinurinn minn réttir mér lyklana af bílnum en er samt eitthvað að vandræðast í kringum mig. Loksins gubbar hann því út úr sér að hann finni ekki aukalykil á bílinn og að ekki hafi verið tími til að þrífa bílinn... Ég nennti ekki að pirra mig yfir þessu, enda með loforð frá honum að hann ætli að finna lykilinn og láta mig hafa og ef hann finnur hann ekki myndum við láta smíða annan lykil úti á KOSTNAÐ HEKLU.
Ég var orðin tímabundin því að ég varð að vera kominn með bílinn út í Samskip fyrir hádegið, þannig að ég bruna af stað og beint niðrí Sjóvá til að ganga frá tryggingum og til að fá græna kortið. Ekki tók það neina smá stund, enda Hekla ekki búin að ganga frá eigendaskiptum á Skóda Ljóta... komst loksins út úr Sjóvá að verða hálf tólf. Þá varð ég að taka bensín á bílinn, ég fékk hann mér til mikillar mæðu bensínlausann. Þannig að ekki var mikill tími til að koma mér út í Samskip.
Þegar ég loksins komst þangað rétt fyrir tólf, með öll gögn sem áttu að fylgja bílnum opnaði ég hanskahólfið á bílnum til að ná í skráningarskírteinið og hvað haldið þið? Auðvitað var ekkert skráningarskírteini í bílnum, hanskahólfið var galtómt. Ég hreinlega bilaðist. Enda komst bíllinn ekki úr landi án þess að sýna skráningarskírteini. Ég hringdi í Heklu og hreinlega missti mig... í stuttu máli sagði ég þeim að redda þessu helvítis skráningarskírteini á stundinni og senda það með leigubíl út í Samskip og þeir skildu ekki halda það að ég ætlaði að borga leigubílinn. Ég hélt á þessum tímapunkti að hlutirnir gætu ekki versnað en...síðan fór ég inn í bílaplan Samskipa og.... ÞAÐ VORU ALLIR FARNIR Í MAT OG HÆTT AÐ TAKA Á MÓTI BÍLUM Í DAG.
Ég hreinlega reikspólaði inn í afgreiðlsu Samskipa og talaði við þjónustufulltrúa þar. Hann sagði mér að ekki væri hægt að tryggja það að bíllinn kæmist út til Danmerkur í dag... og spurði mig svo þessarar óþolandi spurningar "afhverju komstu ekki fyrr". Ég nennti nú ekki að fara að útskýra fyrir honum raunir morgunsins en án gríns þá hefði ég getað farið að grenja.
En þá kom bjargvætturinn minn... kona á næsta bás fór að skipta sér af málunum og sagði að hún skildi reyna að redda málunum. Fór í símann og talaði við einhvern mann sem hún NB truflaði í mat og OLA bíllinn okkar fór út í dag. Bílasöluvinurinn minn þorði ekki sjálfur að koma með skránigarskírteinið til mín en sendi þess í stað yngsta starfsmann bílaþings Heklu með skírteinið til mín út í Samskip.. ég hefði ekki viljað vera hann, honum leið ekki vel við þessar aðstæður og afsakaði sig í bak og fyrir.
En málinu er lokið, bíllinn á leið til Árósa með tvo poka af Nóa Kroppi í hanskahólfinu... það eina sem Hlynur minn þarf að gera er að leysa bílinn út og þrífa hann.
Kveð í kvöld
Kolbrún out
18.9.2007 | 23:25
Nú á ég engan Skóda Ljóta
Ónei... Skóda Ljóta var skilað í umboðið í dag. Varahlutirnir sem vantar í hann eru ekki komnir og ekki vitað hvenær þeir koma til landsins og ég get ekki beðið lengur, því ég þarf að senda bílinn okkar til Danmerkur í hádeginu á morgun. Ég sem var svo ánægð með Skódan.... NOT. Það er þokkalega engin eftirsjá hjá mér í Skóda Ljóta. Við fengum líka miklu flottari bíl í staðinn, Golf station. Reyndar var það ekki tekið út með sældinni einni saman að semja við þá Heklu menn. Það var sett tja 155.000 kr meira á Golfinn heldur en ég keypti Skóda Ljóta á, og ég auðvitað vildi bara fá jöfn skipti. Finnst ykkur ég ekki góð? Þeir Heklu menn voru samt ekki alveg sammála mér, I wonder why! En eftir þriggja tíma viðveru í Heklu í dag var loksins skrifað undir - 25.000 á milli og málið var dautt. Það liggur við að ég hefði átt að fara á launaskrá hjá þeim í dag, næstum hálfur vinnudagur... en ætli ég hafi ekki bara haft ágætt tímakaup miðað við hvað ég borgaði á milli og það sem þeir byrjuðu að bjóða mér. Ég held það bara og fer sátt frá þessum kaupum. Aldrei aftur skal ég kaupa mér Skóda.
Stóru strákarnir mínir hafa verið frekar uppteknir af því að fá að halda kveðjupartý fyrir sína nánustu vini. Litli unginn á heimilinu hefur að sjálfsögðu apað þetta upp eftir bræðrum sínum, hann skildi fá kveðjupartý líka. Hann vildi hafa sitt kveðjupartý á Mc Donalds og bjóða sínum besta vini úr leikskólanum Skúla Birni og vinkonu sinni á leikskólanum sem heitir Lena. Kveðjupartýið var í kvöld á McDonalds í Skeifunni og skemmtu þau vinirnir sér konunglega. Auk þeirra þriggja fengu systkini boðsgestanna að vera með í fjörinu.
Setti nokkrar myndir í albúm frá kvöldinu.
Ætla að fara að sofa aðeins í koddan minn og láta mig dreyma um Golf
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.9.2007 | 22:47
Helgin
Nú er þessi helgi að enda komin, það þýðir það að það eru einungis tvær helgar þar til ég verð farin til Danmerkur. Leiðinlegar fréttir um þessa helgi hafa litað daginn í dag. Deginum höfum við eytt með fjölskyldunni.
Í gærkvöldi hélt starfsfólkið mitt í Hólabergi kveðjupartý fyrir mig. Við byrjuðum á því að fara saman á Ruby Tuesday að borða. Ég fékk mér að sjálfsögðu BBQ svínarif, best í heimi. Síðan var haldið heim til Fríðu þar sem gleðin var fram á rauða nótt. Kvöldið var endað í miðbæ Reykjavíkur. Við fórum á tvo skemmtistaði, annarsvegar Amsterdam sem var mitt annað heimili þegar ég var ung. Ég á ekki nein nógu sterk lýsingarorð til að lýsa staðnum í dag.... mér skilst að í dag sé Amsterdam samkomustaður Fáfnismanna en þar voru örfáar hræður sem betur hefðu leigt sér hótelherbergi en að slefa upp í hvert annað á skemmtistað og þung tónlist. Celic Kross var viðkomustaður númer tvö... lítið skárri. Ég var í raun fljót að forða mér heim úr þessum miðbæjarheimi og á ekki von á því að ég heimsækji miðbæ Reykjavíkur um ókomin ár að næturlagi. Ég er orðin gömul, það staðfestist hér með formlega.
Ég hef oft rætt það hér á blogginu mínu að ég vinni með frábæru fólki. Á því var að sjálfsögðu engin undantekning í gærkvöldi. Starfsfólkið mitt færði mér að gjöf æðislega eyrnalokka og demantshálsmen úr Leonard og yndislega félagsfærnisögu um árin mín í Hólabergi. Takk kærlega fyrir mig, kæra samstarfsfólk. Þið eruð öll frábær og ég á eftir að sakna ykkar MEST.
Það var einmannalegt að skríða upp í rúm í nótt., alein í húsinu... saknaði Hlyns alveg hryllilega. Ég hef reynt að fara í gegnum þessa daga brosandi en nú finnst mér nóg komið. Við höfum verið í sitthvoru landinu núna í heilan mánuð og ég get ekki beðið eftir að fá að hitta hann. Ég hélt að það væri ekki hægt að sakna einhvers svona mikið.
En svo kom nýr dagur og ég auðvitað reyndi að vakna brosandi eins og ég hef reynt að gera síðasta mánuðinn. Ég hitti strákana mína aftur eftir hádegið og við fórum strax í bíó, ásamt Helgu systur og family. Þau komu svo hingað heim til mín og hjálpuð mér alveg fullltt í dag við pökkun. Takk kærlega fyrir hjálpina Þegar búið var að pakka þannig að svitadroparnir féllu niður á parketið hjá mér fórum við svo með alla strolluna á American Style. Í stuttu máli var sú ferð þannig... við komum þangað kl korter í sjö, fengum matinn kl átta. Fengum gjafabréf fyrir annarri American Style fyrir okkur öll í sárabætur. ÞÁ ÆTLUM VIÐ AÐ FARA KL 18:00. En maturinn klikkaði að sjálfsögðu ekki á American Style..... en litla barnið mitt fór alltof seint að sofa í kvöld fyrir vikið... en samt sem áður sæll og glaður.
Það eru fullt af nýjum myndum í albúmi
Kolbrún kveður í kvöld
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.9.2007 | 17:30
Lífið er upp og niður
Já, lífið okkar hér á heimilinu er upp og niður. Magapestin gerði vart við sig aftur í morgun og var hringt í mig úr skólanum kl 9:30 og ég beðin um að ná í miðsoninn. Hann hefur legið fyrir í allan dag. Frumburðurinn kom svo eftir hádegi og sagðist vera flökurt og HANN LIGGUR FYRIR. Þá er nú mikið sagt. Ég ætla nú bara rétt að vona að þetta verði gengið yfir á morgun, það eru svo skemmtileg plön í gangi fyrir morgundaginn sem mig langar alls ekki að missa af.
Annars höfum við verið að reyna að pakka niður.... það kom hér heilt herlið í gærkvöldi til að hjálpa okkur að pakka, við vorum 5 saman og náðum að klára efstu hæðina á tveim tímum:) Takk fyrir hjálpina stelpur.
Jón Ingi minn er búin að vera að safna sér fyrir hjólabretti og í gær var hann loksins komin með fyrir helmingnum og mamman fór með honum í þessa margumtöluðu Smash og borgaði hinn helminginn fyrir hann í brettinu. Hann er kátur í dag með nýja brettið sitt:)
Njótið helgarinnar
Nýjar myndir í albúmi
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.9.2007 | 18:55
Saumaklúbburinn minn
Það er saumaklúbbur í kvöld. Ég er búin að vera í saumaklúbbnum mínum síðan í september 1990, já þið lásuð rétt. Við erum fimm í þessum saumaklúbb, byrjuðum sex en það eru fimm eftir. Það er þokkalega búið að bralla mikið á þessum 17 árum sem við höfum verið að hittast... og ég veit að þessi klúbbur mun halda áfram að lifa um ókomin ár, jafnvel þótt við höfum ekki alltaf getað hist allar vegna þess að sumar hafa búið erlendis. Í dag erum við bara þrjár á landinu en ein af okkur býr í Bandaríkjunum og ein býr í Frakklandi, en við hittumst nú samt:) Ég er heldur barasta ekkert viss um að við værum enn vinkonur í dag ef við hefðum ekki stofnað þennan klúbb fyrir næstum því tveim áratugum. Við vorum nú bara stelpur þá, rétt að skríða út úr menntaskóla. Í dag erum við ráðsettar frýr, og búnar að fjölga okkur um 10 stykki börn, hehe.
Það er spurning hvar næsti saumaklúbbur verður svo haldin...
Mjöll og Magga - hvað segið þið bara um Þýskaland?? er það ekki mitt á milli mín og Ingibjargar??
Hey Hey
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.9.2007 | 18:44
11. september
Ég man eins og gerst hefði í gær hvar ég var stödd þegar ég frétti af spreningunum þann 11. september 2001. Ég hafði nýlega hafið störf hjá SSR (Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík) og búin að vinna þar í um hálfan mánuð. Ég var stödd á fundi með öllum þroskaþjálfunum sem störfuðu hjá SSR og það var Björn Sigurbjörnsson fyrrverandi framkvæmdastjóri SSR sem sagði okkur frá þessu.
Þann 11. september 2007 er staðan þannig að ég vinn ennþá hjá SSR en eftir rúmlega hálfan mánuð læt ég af störfum hjá stofnuninni (allavega í bili).
Árin sem ég hef átt hjá SSR hafa verið yndisleg. Ég vinn á yndislegum vinnustað, með frábæru fólki sem ég á eftir að sakna alveg gríðarlega. Ég á dýrmæta reynslu í fararteskinu eftir þessi ár mín hjá SSR, þau hafa verið sérstaklega lærdómsrík og góð fyrir mig sem þroskaþjálfa. Ég vil meira að segja ganga svo langt að SSR sé sá allra besti vinnustaður sem ég hef unnið hjá. I will be back....
Eitt af því sem ég hef fengið tækifæri til að upplifa í starfi hjá SSR er "lífsspeki fisksins". Það er lífsspeki sem á uppruna sinn til Seattle en það voru fisksalar þar sem fyrst kynntu þessa lífsspeki. Lífsspekin byggist á fjórum þáttum;
1. Veldu þér viðhorf
2. Gerðu öðrum daginn eftirminnilegan
3. Vertu til staðar
4. Leiktu þér.
Er þetta ekki frábært? Ég hef lesið mér mikið til um lífsspeki fisksins síðan ég fékk fyrst kynningu á henni. Ég held að sumir í vinnunni setji samasem merki á milli mín og fiska, hehe.... enda er ég auðvitað líka í stjörnumerki fisks. Í síðustu viku var góð kona sem ég þekki ágætlega sem færði mér gjöf sem hún hafði keypt á ferðalagi erlendis... nefnilega regnhlíf með fulllllt af fiskum.
Ég læt fylgja með súkkulaðiköku fisk sem ég bakaði fyrir SSR:)
Ef einhverjum langar að ná sér í meiri upplýsingar um lífsspeki fisksins er gott að kíkja á heimasíðuna www.vtlausn.is
En nóg í kvöld, ég ætlaði nú bara að blogga aðeins um 11. september en missi mig svo í lífsspeki fisksins:) Í kvöld ætla ég að fá góðar vinkonur í heimsókn.... njótið kvöldins
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.9.2007 | 20:24
Þetta smart var kannski ekkert svona smart
Við Hlynur höfum notað svokallaðan SMART síma til að geta talast við í síma á hverjum degi, stundum tvisvar á dag. Það er fyrirtækið HIVE sem er með þessa síma og í stuttu máli sagt virkar hann þannig að allir smart símar hringja frítt í hvern annan og úr smart síma hringir maður frítt í alla heimasíma. Allavega... þessi tækni er eitthvað að stríða okkur þessa dagana. Stundum gengur allt eins og smurt og við getum talað saman án vandamála. En svo koma dagar eins og í dag sem ekkert heyrist í helv... smartsímanum. Hrikalega get ég verið pirruð þegar tæknin er að stríða manni svona. Við reynum bara aftur á morgun HLynur minn:)
Að öðru...
Þetta er greinilega ekki minn dagur. Ég varð óstjórnlega pirruð þegar ég sótti skóda ljóta í viðgerð í dag. Hann er búin að vera í viðgerð í rúma viku núna og ég er búin að vera á lánsbíl. Þegar við keyptum skóda ljóta var það alltaf umsamið að bíllinn færi inn á verkstæði til þeirra og það var ýmislegt sem þurfti að laga í honum, skipta um tímareim, laga öryggisbeltin og svo átti að djúphreinsa öll sætin líka.
Þetta byrjaði í morgun þegar sölumaðurinn hjá Heklu hringdi í mig og sagði að bíllin væri tilbúin en svo sagði hann þetta blessaða EN.... já en það þarf að skipta um mælaborð í bílnum og mælaborðið er ekki til á landinu og er í pöntun, kemur eftir viku eða tvær. Sölumaðurinn sagði að ég gæti náð í bílinn í dag og kæmi svo bara aftur með hann þegar mælaborðið kemur. Ok Ok... ég fór svo í dag og náði í bílinn. Það fyrsta sem ég rakst á þegar ég opnaði bílinn.... grútskítugur, ekkert búið að þrýfa hann. Ég spennti Emil í beltið sitt.... beltið jafn bilað og áður en hann fór á verkstæðið. Þá var mér allri lokið og fór inn og bisti mig laglega við aumingja sölumanninn, sem á auðvitað ekki neina sök á þessu. Hann fór beint í símann og skammaði þriðja aðila, mér leið eiginlega soldið ílla að hlusta á skammirnar í honum og hefði ekki viljað vera bílaþvottamaðurinn í dag.
Við keyrum af stað á skítugum bílnum með loforð í vasanum að bíllinn verði þvegin þegar mælaborðið kemur til landsins. Þá fatta ég að það vantar líka varadekkin sem áttu að vera komin í skottið á bílnum. Ég þurfti því að hringja aftur upp í Heklu til að græja það að dekkinn myndu líka verða sett í skottið þegar blessaða mælaborðið kemur til landsins.
Þannig að í raun er ég enn á jafnskítugum bíl, ennþá soldið biluðum bíl og með engin dekk.
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.9.2007 | 17:42
Innrás á heimilið mitt
Já, það var sko innrás á heimilið mitt í dag.... í tvennum skilningi.
Það kom hér óboðin gestur og reyndar líka óvelkominn. Fyrsti geitungurinn í haust hélt það virkilega að hann væri velkominn í stofuna til mín, en nei takk. Hann fékk að finna fyrir eiturgufum frá frumburðinum. Hann er sko ekki hræddur við þessi kvikindi hann Jón Ingi minn, hann hefur gaman af því að takast á við þessi kvikindi og kom svo stoltur með veiði dagsins í eldhúsrúllu til að sýna mér... EINS OG MIG HAFI LANGAÐ TIL ÞESS???
Hin innrásin á heimilið mitt í dag var ekki óvelkomin Mamma og pabbi komu hér með kerruna og hreinlega skófluðu út úr bílskúrnum með okkur. Farnar voru tvær ferðir á Sorpu, með fulla kerru af drasli og aðra fulla af flöskum. Það væri sko hægt að halda gott partý í bílskúrnum núna, það er svo fínt í honum (allavega miðað við fyrir innrás).
Ég er komin á þann stað í lífinu í dag að það er gripin um sig örvænting, þannig að ég þigg alla hjálp með þökkum:)
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2007 | 18:49
Það eru miklar tilviljanir í lífinu
Já, tilviljanirnar eru oft alveg ótrúlegar í lífinu. Hann Hafsteinn minn átti góðan vin þegar við bjuggum í Grafarvoginum, vin sem hann lék við hvern einasta dag. Leiðir skildu fyrir tveimur árum síðan þegar þessi vinur flutti til Danmerkur.
Hafsteinn minn fór að segja einhverja sögu af þessum vin sínum í dag. Og þá rifjaðist það upp fyrir mér að hann hefði flutt til Danmerkur. Ég prófaði að googla fjölskydlunni og með tveimur músaklikkum uppgötvaði ég það að vinurinn býr í Horsens.
Hann Hafsteinn minn er kátur í dag. Hann er búin að tala við Emma vin sinn í síma og hlakkar nú enn meira til að fara út til Danmerkur. Mikið held ég að það verði gott fyrir Hafstein að hafa vin í Danmörku.
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar