14.7.2008 | 07:14
Listamaðurinn miðsonur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2008 | 20:22
13. júlí....
Í dag 13. júlí er nákvæmlega ár síðan við fjölskyldan lentum á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn og Danmerkur ævintýrið hófst. Það er eiginlega alveg ótrúlegt að það sé bara eitt ár síðan, því að árið hefur verið svo viðburðarríkt og við höfum upplifað svo marga hluti á þessu ári. Semsagt, gott ár að baki með góðar minningar, langflestar góðar en misgóðar þó... og ómetanleg reynsla í reynslubankann sem á eftir að fylgja okkur um ókominn ár.
Í dag 13. júlí erum við að leggja lokahönd á pökkun og þrif á húsinu okkar á Ranunkelvej. Síðustu dagar hafa verið notaðir vel og er ég bara sátt með gang mála. Það má segja að leiðindarverkin séu öll búin... það er búið að tæma útigeymsluna, búið að þrífa eldhúsinnréttinguna, ofninn og afþýða frystinn, það er búið að kalkhreinsa klósettið og fleira svona leiðinlegt. Nú þarf bara að spýtta í og klára að loka öllum kössunum.
Þrátt fyrir að flutningar séu á næsta leyti, þá höldum við áfram að njóta þess að vera hérna. Við vorum með Emma sem er æskuvinur Hafsteins hér um helgina og var mikið hlegið og mikið fíflast... ekki orð um það meir. Við fórum svo í gær í kaffi til Þórunnar og Steinars en þau eru alltaf jafn yndisleg heim að sækja.
Í dag var okkur svo boðið í afmæli, tvöfalt barnaafmæli. Það var vinur hans Emils, hann Janus sem er 5 ára og bróðir hans samfagnaði deginum því hann er ársgamall um þessar mundir. Það var bara gott að komast aðeins út úr draslinu hér og hitta annað fólk og auðvitað var Emil alsæll með daginn. Jón Ingi fór reyndar ekki með okkur í dag þar sem hann notar nú hverja stund til að vera með Birni sem er hans besti vinur hér í Horsens.
En áfram skal haldið....
Setti inn nokkrar nýjar myndir í nýtt albúm
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2008 | 17:48
Þakklæti....
Við hjónin vorum að ræða það í dag, hversu lánssöm við værum í lífinu. Við eigum góðar fjölskyldur sem vilja allt fyrir okkur gera og við eigum góða vini sem eru okkur ómetanlegir. Ég held að við höfum alltaf haft gott samband við fjölskyldur okkar og vini og oft stuðlað að því að halda fólki saman, en þegar maður er svo fjarri fólkinu sínu í langan tíma, þá finnur maður það enn betur hvað fólkið okkar skiptir okkur miklu máli.
Þessi umræða okkar hjóna kom til vegna skipulagningar flutninganna heim til Íslands. Við erum nefnilega ekki síður lánssöm með það fólk sem við þekkjum hér og erum við alveg ótrúlega þakklát fólkinu okkar hér sem allt vill gera til að aðstoða okkur. Hér kemur gámur í næstu viku og okkur reiknast til að á annan tug fólks ætli að hjálpa okkur í að fylla gáminn á einni klukkustund... það verður peace of cake... svona margar hendur fara létt með það:) Svo þarf að mála allt húsið í næstu viku líka og er Hlynur búinn að fá með sér 4 vaska sveina í þá vinnu (Raggi, Hallur, Bjarki og Steinar..takk) og ekki má gleyma henni Kiddu okkar, en hún ætlar að hýsa okkur fjölskylduna í næstu viku þegar dótið verður farið. Mig hlakkar nú bara til að eyða með henni síðustu kvöldunum okkar hér í Danmörku...
Mig langaði mest að gera eina svona væmna færslu til að þakka fyrir okkur og alla þá hjálp sem fólk er tilbúið í fyrir okkur. Þetta er ekki eitthvað sem okkur finnst sjálfsagt, að fólk eyði sínum frítíma í að hjálpa okkur og erum við ótrúlega þakklát
Takk Takk
Kolbrún og Hlynur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.7.2008 | 17:54
Emil kvaddi leikskólann sinn í dag....
Í dag var síðasti dagurinn hjá Emil í leikskólanum. Hann fékk því að halda kveðjupartý á leikskólanum í dag og var svo ánægður með daginn að hann ljómaði eins og sól í heiði þegar við sóttum hann. Hann fékk að fara með köku með íslenska fánanum til að bjóða krökkunum á deildinni sinni... síðan fór hann með pakka sem innihélt pússluspil með íslensku stöfunum fyrir deildina og loks gaf hann fóstrunum á deildinni sinni blómavasa sem mamma og pabbi gerðu fyrir hann en hann var áritaður með: Til mine venner i börnehaven. Tak for mig. Fra Emil H. Svo var auðvitað mynd af Íslandi á vasanum. Emil fékk svo líka kveðjugjöf frá leikskólanum en honum var færð derhúfa sem búið var að skrifa á kveðju frá leikskólanum og stensla á myndir... rosalega flott og er Emil alveg í skýjunum með hana. Hann fékk einnig möppu með kveðjubréfi til hans en í því er meðal annars rakin saga hans á danska leikskólanum, myndir bæði af honum og eftir hann og fleira.
Þetta var því bara mjög vel heppnaður dagur og allir ánægðir.
Þegar við höfðum náð í Emil í leikskólann skelltum við okkur öll til Árósa og eyddum deginum þar. Fórum i Bilka og í miðbæinn og enduðum á því að skella okkur á McDonalds í Stilling en það er uppáhaldsstaðurinn hjá strákunum, enda risastórt rennibrautaleikland sem er alveg hægt að gleyma sér í.
Ég setti inn fullt af nýjum myndum í nýtt albúm frá leikskólanum í dag....
Njótið
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2008 | 19:11
Halldór að fara heim til Íslands...
Já, allt tekur enda um síðir og nú er komið að kveðjustund hjá Halldóri vini hans Jóns Inga sem er búin að vera hjá okkur síðustu 12 daga. Eru þeir félagarnir búnir að fá að upplifa marga skemmtilega hluti saman á þessum dögum.. Þýskaland, Lególand, Tívolí Friheden, Bambagarðurinn, Vindmyllan, Umhverfissafnið, Silkiborg, hjólabrettarampar um allan bæ, hjólabrettabúðirnar, sund, bíó, McDonalds, Árósar og fleira... Minningar sem vonandi eiga eftir að setjast fastar um ókomna tíð hjá unglingunum okkar. Það er ótrúlegt ævintýri fyrir stráka á þessum aldri að fá að eyða tíma saman í öðru landi og gerir vináttuna án efa sterkari... það er svo sterkt fyrir Jón Inga að einhver af hans góðu vinum á Íslandi hafi upplifað Danmerkurævintýrið með honum. Við þökkum Halldóri kærlega fyrir samveruna síðustu daga:)
En um leið og við kveðjum síðasta næturgestinn okkar í Danmörku tekur við nýr kafli hjá okkur fjölskyldunni.... nú þurfum við að spýta í lófana og klára að ganga frá öllu hér og ekki er langur tími sem er ætlaður í það... eftir viku verður allt farið. Emilinn okkar kveður leikskólann sinn á morgun og hlakkar hann mikið til að fá að hafa smá kveðjupartý fyrir vini sína þar.... en hann á án efa eftir að sakna vinanna sinna á leikskólanum en hann hefur verið sérstaklega ánægður á þessum danska leikskóla eftir að hann náði loksins að aðlagast.. hmmm tölum ekki meir um það.
En viljið þið spá... ég er að nálgast 200.000 fléttingar á blogginu mínu. Það gefur mér orku í að halda áfram að blogga þegar ég sé að það er einhver sem nennir að lesa rausið í mér. Mér þætti gaman að vita hver yrði með fléttingu númer 200.000 en mér finnst líklegt að sá gestur kíki við í kvöld eða á morgun....
Ég setti inn nokkrar nýjar myndir í nýtt albúm
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2008 | 18:38
Nú langar mig að geta drepið í.....
Ég hef tekið ákvörðun.... nú ætla ég í stríð við sígarettufíkilinn sjálfa mig. Ekki ákvörðun sem er tekin allt í einu... nú er þetta bara komið gott. Ég er búin að reykja í alltof mörg ár, margoft íhugað að hætta en alltaf tilbúin með frestunarafsakanir. Núna ætla ég ekki að fresta þessu lengur og er nú þegar búin að minnka dagskammtinn minn um meira en helming. Hann verður minnkaður enn meira næstu daga og þegar ég lendi á Íslandi ætla ég mér að vera reyklaus...
Nú er þetta komið í orð og á opin vef og eins gott að ég standi mig.... ég skal - ég ætla.
Maðurinn minn ætlar að taka þátt í þessu átaki með mér þótt hann ætli ekki að ganga alla leið í fyrstu umferð... hann er byrjaður að tilreykja pípu en ætlar að láta sígaretturnar lönd og leið.
Nú kalla ég bara eftir smá sparki í rassinn frá ykkur kæru ættingjar og vinir....
Annars höfum við það bara gott... rigning, rigning, rigning í Horsens þessa dagana og spáir því áfram. Svei mér þá ef mér finnst það ekki betra en þessi svakalegi hiti sem hefur verið hérna. Unglingarnir eru svo sem ekkert of ánægðir með veðrið, ekki nógu gott brettaveður segja þeir. Við fórum í dag til Vejle með bílinn okkar í viðgerð en nú er verið að gera við framhlutann á honum eftir áreksturinn í febrúar... tryggingarkerfið er soldið seint hérna í Danmörku. En þeir lofa því að hann verði tilbúin í næstu viku en þá fer hann í gám til Íslands. Já, það er semsagt búið að panta gáminn og því Ísland handan við hornið....
Set inn myndir á morgun
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.7.2008 | 19:04
Nóg að gera....
Í dag fengum við góða gesti frá Íslandinu... Anna Gísla kom hingað með mann og börn og foreldra og var slegið upp vöffluveislu hér á Ranunkelvej. Það er alltaf svo gott að hitta fólkið sitt frá Íslandi og ég sannfærist alltaf betur og betur um að ég á heima á Íslandi og hvergi annarsstaðar. Ég hlakka mikið til að koma heim til Íslands.
Þegar gestirnir okkar kvöddu fórum við í fjölskylduferð á Engblommevejin til að fá að sjá aðeins litla Ragnarsson.... ég get ekki lýst því hvað hann er yndislegur. Emil var hálf feiminn við hann, enda að sjá hann í fyrsta sinn. Fannst hann voða lítill "svona eins og mús" orðaði hann það mjög skemmtilega. Segjum bara að hann hafi verið að meina krúttmús... heh. Auðvitað hafði samt Emil mestan áhuga á Hermanni og heilsuðust þeir eins og drengir sem höfðu ekki séð hvern annan í langan tíma, jafnvel þótt þeir hafi verið í leikskólanum saman í allan dag... krúttlegir þessir strákar.
Seinnipart dagsins fengu svo unglingarnir á heimilinu en þeir vildu fara í hjólabrettabúðina og kaupa stuttermabol.... og auðvitað eru þeir mestu töffararnir í dag.
Við kveðjum í kvöld héðan frá Horsens.... nokkrar nýjar myndir í nýju albúmi
Kolbrún og family
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2008 | 19:08
Silkiborg heimsótt í dag
Pabbi, hvenær förum við til Silkiborgar? Þessi spurning hefur aðeins nokkrum sinnum verið spurð síðastliðna viku. Í Silkiborg er hjólabrettahöll sem frumburðurinn elskar að heimsækja og auðvitað vildi hann sýna besta vini sínum á Íslandi staðinn. Þeir fóru loksins í dag í Silkiborg, vopnaðir hjólabrettum og HIM tónlist til að hafa í bílnum og auðvitað áttu þeir góðan dag í Silkiborg, enn ekki??? Þeir lofuðu að taka fullt af myndum til að setja inn hér fyrir foreldra Halldórs en afraksturinn voru 4 myndir, þar af ein mynd af húsbóndanum að lesa og tvær af fótunum hans Jóns Inga... þannig að þið fáið engar myndir í dag...
Á meðan strákarnir fóru til Silkiborgar vorum við hin hérna heima að undirbúa flutninginn okkar til Íslands... raða, flokka, pakka, plasta og þrýfa hefur verið þema dagsins. Tíminn flýgur alveg þessa dagana og margt sem á eftir að gera áður en við förum heim. Við eigum eftir að klára að pakka auðvitað, þrýfa húsið og mála, versla soldið og svo á ég eftir að fara soldið mikið líka til Bertu heh. Ég hef nú samt verið að reyna að gefa henni smá frið til að kynnast litla manninum sínum en.... það er bara svo freistandi að kíkja smá til hennar:)
Á morgun eigum við svo von á fullt af fólki í kaffi... en það er hópur Íslendinga sem við þekkjum sem er á ferðalagi hér um Danmörku... ef ég tel rétt eru þau 8. Það verður bara gaman...
En stutt í kvöld
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2008 | 21:11
Laugardagur.....
Hryllilegar fréttirnar sem við heyrum bæði hér í Danmörku og heima á Íslandi um rússíbanann í tívolíinu í Árósum. Nýji rússíbaninn í tívolíinu þar sem hefur verið í smíðum lengi lengi krassaði í gær eftir að hafa bara verið í 9 daga í notkun og það eru fjórir alvarlega slasaðir. Hræðilegt slys sem þeir telja vera að tæknilegum ástæðum. Það er kannski bara ekkert skrýtið að maður sé paranoid þegar börnin manns eru að fara í þessi tryllitæki í tívolíinu... þótt þetta eigi að vera hættulaust, þá geta bara samt gerst slys. Sem betur fer þurftu strákarnir okkar og Halldór ekki að horfa upp á þetta hræðilega slys í gærkvöldi en þeir eyddu deginum í gær í tívolí Friheden en höfðu yfirgefið tívoíið þegar slysið varð. Og ég er líka fegin því að þeir fóru ekki í þennan tiltekna rússíbana í gær... þeim fannst hann of ógnvekjandi. Mig myndi ekki undra að það yrði sett pínu stopp á rússibanaferðir hjá okkar strákum í kjölfarið á þessu slysi.
En dagurinn í dag hefur verið tíðindalítill hjá okkur hér í Horsens. Stóru strákarnir sváfu frameftir og skelltu sér svo beint í sund og eyddu þar löngum tíma. Þeir fengu svo útrás fyrir hjólabrettaáráttuna sína og eru í góðu yfirlæti núna að horfa á dvd með snakk og kók... bara ljúft hjá þeim í dag.
Ég hef ekki verið myndaglöð í dag og því fáið þið engar myndir... en þær koma örugglega á morgun:)
Nótt Nótt
Kolbrún
![]() |
Fjórir slösuðust í rússibanaslysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2008 | 20:08
Eggjahljóð..... gling gling
Var ég búin að segja ykkur frá veðrinu í Horsens? Það er svakalegur hiti hérna dag eftir dag... í dag tildæmis voru um og yfir 30 stig og glaðasól enda er ekki þurr þráður á manni allan daginn... Ég leyfi mér að gleðjast yfir því að það spái aðeins kólnandi næstu daga, þetta er eiginlega bara ólíft:)
En Hlynur fór með Halldór, Jón Inga og Hafstein til Árósa í dag í tívolí Friheden. Áttu þeir víst mjög skemmtilegan dag þar sem allur tíminn var notaður í rússíbana og önnur glæfratæki (að mati mínu)... og kannski best að ég sé ekkert með þegar markmiðið er að fara í þessi brjálæðistæki, ég verð svo paranoid. Halldór var frakkastur þeirra allra og fór í eitt svakalegasta tækið sem er í boði í tívoíinu og var ekki hægt að tala hann af því þrátt fyrir að það hafi verið ítrekað reynt... honum fannst tækið líta sakleysislega út en var komin á aðra skoðun þegar salíbunan var búin... þetta var aðeins of mikið:)
Ég setti inn fullt af nýjum myndum í nýtt albúm frá tívolíferð strákanna:)
Berta og Raggi komu heim í dag með litla strákinn sinn. Ég fór til þeirra í kvöld og OMG hvað hann er mikið æði. Ég reyndar undra mig á því að ég hafi einhverntímann átt svona lítið barn... hmmm allir strákarnir mínir eru minni fæddir en hann. Innilega til hamingju með litla gullmolann ykkar elsku Berta og Raggi og Hermann Veigar. Það er ekki laust við að það hafi verið hávær eggjahljóð hér á Ranunkelvej í kvöld. Kannski að maður ætti að hræra í eitt barn enn og freista þess að ég fái stelpuna mína.....
Over and out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar