Bókin á náttborðinu....

postulinBókin á náttborðinu mínu í dag er bókin Postulín sem er skrifuð af Freyju Haraldsdóttur og Ölmu Guðmundsdóttur.  Bókin kom út fyrir jólin og var á mínum óskalista fyrir jólin.  Ég fékk ekki bókina um jólin en Kidda var svo elskuleg að lána mér bókina og byrjaði ég á henni í fyrradag.  Bókin lofar góðu og ég hlakka til að halda áfram með hana:)

 

 

Helgin hjá okkur fjölskyldunni hefur verið afskaplega ljúf.  Hlynur er reyndar á fullu að leggja lokahönd á stórt verkefni sem hann á að skila í næstu viku og fór laugardagurinn að mestu í þá vinnu.  Svavar og Hlynur höfðu reyndar verið búnir að plana að hittast tveir á laugardagskvöldið og fá sér viskí og vindil... en þar sem við Rakel getum ekki án þeirra verið, var plönum breytt og við hittumst öll fjögur með barnaflóðið okkar og borðuðum saman og áttum skemmtilegt kvöld.  

Dagurinn í dag var svo tekin snemma að venju, enda þurftu allir að fara í sturtu og spariföt fyrir hádegi.  Við fórum svo í fermingarveislu til Einars Ágústs upp í Juelsminde en  Einar Ágúst er sonur Þórunnar og Steinars og bróðir Emma.  Við áttum með þeim frábæran dag í frábæru veðri, en það hafði verið spáð roki, rigningu með tilheyrandi þrumum og eldingum.  Og maturinn var algert æði.  Það var kokkur sem sá um hann sem heitir Siggi og vinnur sem kokkur á hótelinu í Bygholm Park... og boðið var upp á nautakjöt, hunangsgláða skinku og kjúkling með öllu upphugsanlegu meðlæti og svo fermingarterta, kransaterta ásamt stóru kökuhlaðborði í eftirmat.  Það var ekki eldaður kvöldmatur hér í kvöld:)

Sætu hjónin á 29  Fermingarbarn dagsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Setti fullt af nýjum myndum í nýtt albúm.

Out

Kolbrún 


Ísland - New York - Ísland - Danmörk

Það hefur margt á mína daga drifið síðan ég skellti inn færslu hingað síðast.  Ég fékk það tækifæri að eyða 5 dögum í stóra eplinu New York.  Ég er heilluð... mig langar að fara aftur til New York og fá tækifæri til að skoða borgina enn betur.  Ég fór með vinnufélögum mínum úr Hólabergi, frábært að hitta allt fólkið aftur.  Við skoðuðum þrjár stofnanir fyrir fatlaða í New York, ein stendur alveg uppúr www.nyfac.org  ef þið hafið áhuga.  Algerlega frábær heimsókn og vítamínsprauta fyrir mig sem þroskaþjálfa.  Við skoðuðum líka New York borg, við skoðuðum Ground Zero, Frelsisstyttuna, China Town, Little Italy, Times Sqare, Trump Tower og margt fleira... en það sem stendur algerlega uppúr er Central Park.  Við fórum á hjólakerru með leiðsögn um garðinn og var það alveg æðislegt.

IMG 3945Að sjálfsögðu var verslað í New York, enn ekki hvað.  Leynivinaleikurinn sem hefur verið í Hólabergi undanfarna daga var endaður... Gummi var minn leynivinur og mig svo innilega grunaði það ekki, jafnvel þótt hann hafi gefið mér kveikjara með drottningarspili... hann hefði ekki getað gefið mér betri vísbendingu en allt kom fyrir ekki, ég var alveg græn.  Svo var árshátíð Hólabergs haldin á Planet Holliwood í New York og var það hin besta skemmtun.  Nokkrir starfsmenn fengu tilnefningar og bikar til eignar á árshátíðinni og vinnufélagar mínir komu mér rækilega á óvart og færðu mér bikar og gjöf sem á var prentað Drifkraftur Hólabergs 2008.  Kærar þakkir fyrir mig kæru samstarfsfélagar:)

Dagarnir liðu fljótt í New York og áður en ég vissi af var ég lent aftur á Íslandi.  Ég stoppaði þó ekki lengi á Íslandi í þeirri lotu, aðeins tæpan sólarhring.  Ég kvaddi Ísland í algeru vetrarveðri en á leiðinni út á flugvöll var snjór og snjókoma, rok og skafrenningur... og ég sem hélt að það væri að koma vor.  Við þurfum meira að segja að bíða út í flugvél í heilan klukkutíma áður en við fórum í loftið vegna þess að það var verið að afýsa flugvélina.  Ferðin heim gekk vel með Emilinn minn, jafnvel þótt ég hafi verið að drukkna í farangri.  Jebb Iceland Express græddi 3 kg í yfirvikt á mér og var ég látin borga fyrir það 3000 kr, safnast í ferðasjóð starfsmanna þess fyrirtækis heh... en mér finnst það fulllangt gengið að rukka fyrir þetta, við vorum tvo saman að ferðast og vorum semsagt með 1 1/2 kg hvort í aukavikt.  

Danmörk tók á móti okkur í sumarlitunum, hér er komið vor svo sannarlega og höfum við séð hér tveggja stafa hitatölur.  Mikið var gott að koma heim til fjölskyldunnar, hitta strákana mína og sofa í mínu rúmi.  Auðvitað er ég búin að hitta vinina hér líka, en þeirra hafði ég líka saknað undanfarnar vikur.  

Það er semsagt allt að komast í fastar skorður í lífinu mínu á ný... 

Ég setti inn FULLT af nýjum myndum í nýtt albúm merkt New York 2008.  

Out

Kolbrún 


New York á morgun

Jæja... loksins.  New York á morgun og mæting kl 10:30 í fyrramálið....

Endaði Íslandsdvöl mína í bili í mat hjá mömmu og pabba í steiktum fisk... gott að enda bara nákvæmlega eins og maður byrjar.

Næsta færsla kemur sjálfsagt frá henni Danmörku, þar sem ég fer nánast beint frá New York til Danmark.

Hafið það gott

Kolbrún out


Rafmagnsleysi á Íslandi

Það var rafmagnslaust í Grafarvoginum í dag.... og ekkert smá lengi.  Hér fór rafmagnið rétt eftir hádegið og kom ekki aftur fyrr en fimmleytið... og mig hefur sjaldan vantað að nota rafmagnið eins mikið og þessa klukkutíma heh... nema að maður sé bara svona rosalega háður rafmagninu, það er trúlega skýringin.

Við Emil erum annars búin að hafa það gott, þrátt fyrir að hafa pissað í myrkri í dag, ekki getað hitað okkur brauð í örbylgjunni og ekki getað horft á dvd... svo ég tali ekki um netleysið...

Ég og Emil með Dofra

Við fórum og hittum Gumma og Dofra í dag og borðuðum með þeim Dominos Pizzu.  Skemmtileg kvöldstund í góðum félagsskap.  Setti inn nokkrar nýjar myndir í nýtt albúm.

Annars bara pass í kvöld

Kolbrún


Frúin lætur dekra við sig á Íslandi

Þvílíkt dekur sem ég fékk í dag.... líður bara vel.

Við Emil byrjuðum daginn á því að fara í Mosfellsbæinn.... fastur viðkomustaður þessa dagana.  Bæði var okkur boðið í góðan hádegismat og svo þurfti Emil auðvitað að kanna hvort að Íþróttaálfahjólið væri nú ekki örugglega á sínum stað.

Við fórum svo beint í heimsókn til Fríðu og þar fékk ég þokkalega mikið dekur... enda stelpan alger snillingur, snyrtifræðingurinn sjálfur.  Hún plokkaði og litaði augabrúnirnar á mér, litaði augnhárin og svo fékk ég þennan fína andlitsmaska þannig að mér líður eins og fermingarstelpu í andlitinu. Hólí Móli hvað er frábært að eiga svona vinkonu:)  Við Fríða kjöftuðum svo frá okkur næstum allt vit og var ég því ekki komin aftur í Grafarvoginn fyrr en um sexleytið...

Ætlaði að vera komin löngu fyrr, því að til stóð að litlu frændsystkinin fengju að baka sínar eigin pizzur í kvöld og græja eftirmat líka.... þrátt fyrir að við Emil höfum slórað soldið í dag, þá hófst nú bæði pizzubakstur og rice kökur og allir fóru sáttir að sofa hér í kvöld.

hmm ætti ég að setja eitthvað meira

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frábær dagur að kvöldi komin.... og spennandi plön á morgun:)

NÝJAR MYNDIR Í NÝJU ALBÚMI

Enjoy

Kolla slétta heh 


Bloggedí Blogg

Tíminn líður aðeins of hægt á Íslandi núna.  Ég er búin að eiga heima í ferðatösku núna í tvær vikur og það er eiginlega bara að verða alveg ágætt.... ég er í raun bara að hangsa hérna þessa dagana og bíða eftir því að komast í langþráða New York ferð, en nú fer að styttast í ferðina:)

Draumastaða þessa unga pilts

Ég fór og hitti hópinn sem fer saman til New York á fimmtudagskvöldið og var það bara gaman.  Það var síðasti hittingur fyrir ferðina og verið að fara yfir öll þessi praktísku mál sem þurfa að vera á hreinu þegar svona stór hópur er að ferðast saman.  Síðan skruppum við nokkur á Kaffihús á Kaffi Mílanó og var það bara gaman. 

Annars hef ég nú bara verið að leika mér hér á Íslandi... aðeins farið að skoða búðirnar og þá sérstaklega Hagkaup sem mér finnst bara æðisleg.  Ég fór í Hagkaup í Holtagörðum en ég hafði ekki komið þar áður og finnst sú búð bara æði... þvílíkt úrval af vörum.  Í gærkvöld horfði ég svo á sjónvarpsþáttin Bandið hans Bubba... og ég var bara ekkert voða snortin....meira að segja fannst mér þetta bara frekar hallærinslegur þáttur.  En það er einn strákur sem er þátttakandi sem mér fannst flottur söngvari, jafnvel þótt hann sé bara 18 ára gamall... hann á eflaust eftir að taka þetta.  En ég myndi sko ekki missa svefn þótt ég myndi aldrei sjá þennan þátt aftur.

Emil minn er orðin alger íþróttaálfur hér á Íslandi... og þótti sumum nóg um áhugasemi hans áður en hann fór til Íslands.... ég setti inn fullt af myndum í nýtt albúm af íþróttaálfinum mínum litla...

Annars lítið markvert.... söknum feðgana í Horsens meira með hverjum deginum...Emil saknar pabba og hvítu tölvunnar mest....

Kolbrún out


Auglýsing

Kæru félagar

Þegar við fjölskyldan fórum í frí hingað til Íslands um páskana, þá lánuðum við Íslendingum húsið okkar í Horsens á meðan.... okkur fannst betra að hafa fólk í húsinu yfir þessa hátíðisdaga.  En því miður, þá varð smá slys hjá fólkinu sem við lánuðum húsið.... fólkið slökkti óvart á frystisr.kápnum okkar og allur íslenski maturinn okkar ónýtur.  Við áttum þónokkuð mikið af mat í frystiskápnum okkar og því er skaðinn mikill fyrir okkur.  Tryggingarfélag þess sem við lánuðum húsið borgar skaðan en ég þarf að koma matnum heim til Danmerkur á ný.

Ég flýg heim til Danmerkur 9. apríl og langar að taka með mér íslenskan mat til að fylla á frystiskápinn minn aftur.... en þar sem ég er að fara til New York, þá hef ég engin aukakíló til að taka neitt með mér, allar töskur fullar.

Þessvegna langar mig að athuga hvort einhver þekki einhvern hjá Iceland Express sem gæti gert mér þann greiða að setja fasta yfirvikt inn á bókunarnúmerið mitt.... ég veit að það er gert, en auðvitað verður maður að þekkja einhvern hjá fyrirtækinu.

Vona að einhver geti hjálpað mér:)

Kolbrún out


Sælgætishugleiðingar

Mig langar að deila með ykkur sögu sem vinkona sagði mér um daginn.  Við erum nefnilega svo mikið upptekin af því að sykur og sætindi espi börnin okkar upp og geri þau kolvitlaus... eða hvað?

Það var gerð rannsókn um áhrif sætinda á börn.  Haldin voru tvö barnaafmæli.  Í öðru afmælinu var boðið upp á hlaðborð með hnallþórum og öllu því sem börn elska að fá í afmælum, gosdrykkjum og sælgæti.  Í afmælinu var boðið upp á rólega tónlist, börnin fóru í rólega leiki með gestgjöfunum, gerðu jógaæfingar og fleira.  Til að gera langa sögu stutta, þá var þetta mjög rólegt afmæli og börnin alveg til fyrirmyndar.  Í hinu afmælinu var bara boðið upp á hollustu, grænmeti, brauð og ósæta drykki.  En í það afmæli var spiluð hávær tónlist, það kom trúður að skemmta og mikið fjör.... og börnin voru alveg rosalega fyrirferðarmikil og erfið í afmælinu.

Maður spyr sig.... er það alltaf sykurinn sem er að gera vonda hluti fyrir börnin okkar?  Eða getum við stjórnað þessu soldið með umhverfinu??

Börn eru börn og þurfa að fá að vera börn.... vera stundum með læti og gauragang... það er hluti af þroskaferlinu...

Ætla að fara að ná í Emilinn minn bráðum en hann svaf hjá ömmu og afa í nótt.... ætti ég að koma við og kaupa handa honum sleikjó?  Segi svona

Skrifa meira í kvöld og set inn nýjar myndir.....

Kolbrún out


27. mars

Tíminn líður... bara 6 dagar þar til ég fer til New York.  Ég er svo sem löngu tilbúin og gæti allt eins farið upp í flugvél í dag...

Við Emil höfum verið dugleg að eyða dögunum hér á Íslandi og höfum verið að hitta fullt af fólki á daginn.  Ég er ekki frá því að hann sé orðin soldið leiður á þessu heh.. en engu að síður þá er hann farin að gera sig heimakomin hvert sem við förum og gengur beint að fataskápum og öðru, alveg eins og hann eigi heima allssstaðar.

Í fyrrakvöld fór ég að hitta bekkjarsystur mínar úr Þroskaþjálfaskólanum en útskriftarhópurinn hittist alltaf nokkrum sinnum á ári.  Það var bara gaman að hitta hópinn, og sjá að við höfum barasta ekkert breyst heh.  Allt mjög góðar stelpur.  

Guðrún, ég og ÁsaÍ gær hitti ég svo þær Guðrúnu Hilmars og Ásu en þær stöllur var ég alltaf með þegar ég var í FB (Fjölbraut í Breiðholti) og þrátt fyrir að ég hafi útskrifast þaðan fyrir 18 árum síðan, þá höldum við góðu sambandi enn í dag og hittumst nokkrum sinnum á ári.  Það var skemmtilegt í gær að stóri strákurinn hennar Guðrúnar sem er 17 ára tók mynd af okkur en ég á mynd af Guðrúnu heima hjá mömmu og pabba á Barónsstígnum þar sem hún er kasólétt af stóra stráknum, sem er víst komin með kærustu og alles.  Maður bara skilur þetta ekki, ég sem aldrei eldist neitt hehh.

En það var mjög gaman að hitta Guðrúnu og Ásu í gær og höfðum við um nóg að tala, enda soldið síðan við hittumst síðast.  En mikið er það frábært að þekkja svona æðislegar stelpur:)

Fyrir utan þessar stórskemmtilegu heimsóknir, þá höfum við Emil heimsótt leikskólann Jöklaborg þar sem tekið var á móti Emil með hverju faðmlaginu á eftir öðru... allt virðist óbreytt þar og fóstrurnar sem Emil finnst svo skemmtilegar eru á sínum stað og vinirnir hans voru líka á sínum stað.    Þá heimsóttum við Emil líka SSR í gærmorgun og þar var líka vel tekið á móti okkur... SSR konfektið tekið upp afþví að við vorum sérstakir gestir heh.. krúttlegt.  En ég náði að hitta þar Guðný Önnu, Lone og Bjargey, auk þess sem ég kastaði kveðju á fleiri.

Þannig að við höfum það semsagt ágætt á Íslandi.  Emil er að fara til ömmu sinnar og afa í dag og ætlar að gista þar í nótt... hann er fyrir lifandis löngu búin að taka sig til, aukaföt og tannbursta og bíður nú eftir afa (jafnvel þótt ég sé margbúin að segja honum að hann komi bara alls ekkert strax).  Það lítur því út fyrir algeran dekurdag hjá mér í dag... ætla að hitta Freydísi, Söndru og Fríðu í hádeginu og svo er stóri New York ferðafundurinn í kvöld og örugglega smá skrall með hópnum eftir hann.  

En þetta er svona sirka lífið mitt í dag.  Ég setti inn nýjar myndir í nýtt albúm, jafnvel þótt ég hafi ekki verið neitt voðalega dugleg með myndavélina síðustu daga

Farin út í daginn

Kolbrún 


Hann á afmæli í dag

Elsku maðurinn minn á afmæli í dag.... mikið sakna ég þess að vera ekki með honum í dag.  Hann er besti maður sem er hægt að hugsa sér og ég er heppnasta kona í heimi að vera gift honum. 

Til hamingju með daginn elsku Hlynur minn, ég hringi í þig í dag:) 

Njóttu kvöldsins með bestu vinunum í kvöld.. ég veit að þú færð góðan afmælismat.  Takk elsku Svavar og Rakel fyrir að taka feðgana svona að ykkur.

Kolbrún out


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband