Hagkaup - þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla

Ljúfur dagur á Íslandi í dag... fór og hitti ömmu Láru í hádeginu og við fórum á Ruby Tuesday... fékk mér besta nachos í heimi með bestu ostasósu í heimi...

Við fórum svo í Kringluna að skoða okkur um og eyddum góðum tíma í Hagkaup.  Emil minn var ekki lengi að þefa uppi Latabæjarhjól sem hann langar í, meira en allt annað í heiminum. Þannig að ef þið hafið séð fjögurra ára strák á fullu í prufuhjólaakstri í Hagkaup í dag, þá var það Emil.   Ég svo sem skil Emil vel að langa í hjólið, því að hjólið er algert æði.  Það er alveg merkilegt hvað Latabæjarmenn eru góðir markaðsmenn, vörurnar þeirra soga að sér börn (og trúlega foreldrana líka).

Best að ég láti fylgja með í sögunni að hjólið kostar 17.000..... kannski að ég ætti að stofna opin styrktarreikning!!!!!

LAZ214_01

 

 

 

 

 

 

Kolbrún out 


Feðgarnir farnir til Danmerkur

Svona leit ferðataskan út sem fór til Danmerkur

Þeir fóru eldsnemma í morgun til Danmerkur, Hlynur, Jón Ingi og Hafsteinn, klifjaðir af íslensku góðgæti.  Þokkalega fljót að líða þessi vika sem við áttum hérna saman á Íslandi.

Nú tekur við daglegt líf hjá þeim feðgum... verst hvað mér finnst ég vera ómissandi og er að hafa óþarfa áhyggjur að lífið gangi ekki án mín....ég veit samt alveg að þeir plumma sig vel saman og það á eftir að vera stanslaus vídeógleði í hálfan mánuð í mosanum...

Hjá okkur Emil heldur gleðin áfram á Íslandi og helling af hlutum planaðir í vikunni.  Svo er það New York í næstu viku....

Setti inn páskamyndir í nýtt albúm

Kolbrún


Smá blogg

Það er nóg að gera hjá okkur hér á Íslandi.... erum á leiðinni í matarboð í kvöld með fjölskyldum okkar, Jón Ingi taldi að við yrðum 16 saman í kvöld.  Bara gaman...

Flottur með húllahringinn

Setti inn fullt af myndum í nýtt albúm... það verður að duga í bili

Kolbrún og fjölskylda í gleðinni


Blogg fyrir Rakel

Elsku Rakel okkar,

Þökkum góðar kveðjur í athugasemdaflokknum hér í fyrri færslu.  Ég veit að við erum ekki að standa okkur í blogginu þessa dagana, en við komum jú ekki til Íslands til að blogga heh.  Ég skal segja þér alla ferðasöguna þegar ég kem til baka yfir góðum Grand:)  En ég hlakka líka til að hitta þig aftur Rakel mín, og fara aftur í gamla góða rólegheitalífið í Danmörku.  Ég get ekki sagt að Ísland sé rólegheit...

En við erum búin að hafa það mjög gott hér á Íslandi og allir eru að keppast við að dekra við okkur fjölskyldun.  Jón Ingi reyndar hefur ekki verið mikið með okkur, en hann er alla daga í Breiðholtinu hjá vinum sínum sem er bara allt í lagi.  Við erum búin að hitta fullt af skemmtilegu fólki og eigum eftir að hitta enn fleiri... erum að fara í matarboð til Keflavíkur í kvöld, á morgun förum við svo til Tryggva og Erlu og hittum þar Lísu og co... og um kvöldið í matarboð til Gunnu og Óskars...

Þetta er svona sirka lífið okkar á Íslandi!

Settum inn fleiri myndir frá Íslandi í nýtt albúm

Emil hrifnastur af Snúllu

Enjoy

Kolla 


Myndir

Hæ Hæ

Nenni ekki að blogga en lét fullt af myndum í nýtt albúm, læt það segja allt sem segja þarf í bili.

Emil og Hafsteinn bjuggu til snjókall í dag

Out

Kolbrún


Íslenskt símanúmer

Við verðum með íslenskt símanúmer hér næstu daga..

821-6089

Heyrumst

Kolbrún


Við erum sprungin

Aðeins að láta heyra frá okkur.... við lentum heima á Íslandi um þrjú leytið í dag og að sjálfsögðu var beðið eftir og við selflutt á tveimur bílum til Reykjavíkur ...já og Rakel og Svavar, við hittum Gissur og skiluðum Viktori frá okkur, hann náði varla að kveðja okkur og var bara eitt stórt bros þegar hann hitti pabba sinn.

Allt gekk vel í dag nema í tékkinn, þar lentum við á starfsmanni í þjálfun sem var í hálftíma að tékka okkur fjölskylduna inn sem gerði það að verkum að við máttum ekki vera tæpari á tíma til að ná flugvélinni.  Náðum að komast í gateiið korteri fyrir brottför.  

Það hefur verið vel tekið á móti okkur hér á Íslandi.  Í Vallarhúsunum beið okkar flatkökur og hangikjöt, kringlur og soðbrauð.... og í kvöld var það svo steiktur fiskur að hætti mömmu.  Við erum alveg sprungin og Hlynur segist aldrei ætla að borða aftur heh.

Farið að socialera við fólkið mitt hér heima

Kolbrún 

 


Ísland framundan

Jæja, þá er frúin loksins farin að pakka okkur saman en við tökum lestina í fyrramálið kl 7:25... við munum svo lenda á Keflavík airport kl hálf þrjú á morgun.  Við að sjálfsögðu búumst við því að það verði fríður flokkur af fólki sem tekur á móti okkur þar, en þar sem við erum svo mörg í fjölskyldunni þurfa tvær fjölskyldur að koma og sækja okkur, heh....  Við fáum að hafa eitt aukabarn með okkur á ferðalaginu á morgun, þannig að það verður án efa mikið fjör. 

Ég setti inn nokkrar myndir í nýtt albúm sem voru teknar í gærkvöldi en kvöldinu eyddum við með vinum hér í Horsens.  Við borðuðum smárétti og drukkum rauðvín og spiluðum Mr&Mrs sem er heitasti hjónaleikurinn í Horsens.

 

Ég hef ekki neina eirð í mér til að blogga meira....

Hlökkum til að hitta alla á Íslandi og eyða dögunum með þeim... ég kem örugglega líka til með að sakna vina okkar hér í Horsens sem ég á ekki eftir að sjá í rúmar þrjár vikur:(  En svona er lífið, það er ekki bæði sleppt og haldið.

Birthday girl

Out

Kolbrún "birthday girl"  eða kannski Kolla38

 

 


Þrjátíu og .......

Nú er runnin upp síðasti dagurinn sem ég er bara 37....  Ég hef að sjálfsögðu í gegnum tíðina fengið margar góðar afmæliskveðjur.  Það jafnast samt engin kveðja á við þessa sem maðurinn minn setti inn á bloggið sitt fyrir þremur árum... þykir ótrúlega vænt um þessa afmæliskveðju

Hún á afmæli í dag

 

Kolla, konan mín, á afmæli í dag.
Við höfum deilt saman undanförnum tólf árum, ýmist í Mosfellsbæ, Grafarvogi, Miðbænum og núna í Breiðholti. Hvert ár hefur verið dýrmæt lífsreynsla.
Ég ætla ekki að halda því fram að ég skilji konur eftir öll þessi ár, ég meina .... ég er ekki langskóla gengin eða neitt soleiðis......
En ég er nokkru nær því að vita hvað hamingja er.
Kolbrún er hamingja, plain and simple.
Ég elska þig Kolla mín.
posted by Hlynur at mánudagur, mars 14, 2005
 
 
 
 
Eftirminnilegasta afmælisveislan sem ég hef haldið var örugglega þegar ég var 35 og Hlynur 30... þvílíkt gaman það kvöld.  Á morgun verður nú ekki mikið tilstand.... en ætla samt að eyða kvöldinu með góðu fólki og hver veit nema maður fái sér nú aðeins í aðra tána heh.   Ég er á þeirri skoðun að hverjum einasta afmælisdegi eigi að fagna, því maður fékk eitt ár í viðbót:) 
Annars lítið að frétta.... erum reyndar búin að vera í smá vandræðum með nágranna okkar sem finnst sopinn aðeins of góður fyrir okkar smekk.... Hlynur er að fara til Þýskalands á eftir til að birgja okkur upp af fljótandi veigum.... allt tómt í kotinu núna og við ekki getað farið vegna þess að það er ekki hægt að nota skottið á bílnum okkar.... Svavar og Hlynur ætla því að renna þetta bara tveir og fylla eins og einn FORD. 
Hlökkum til að hitta ykkur öll á Íslandi (EFTIR ÞRJÁ DAGA)..... mamma er búin að bjóða í fisk á sunnudaginn, namm  (Mamma, Hlynur tengdasonurinn spyr hvort það sé einhver möguleiki á því að hann fái BÓNUS hrásalat með fiskinum, hann hefur þokkalega saknað íslenska hrásalatsins)
Enjoy
Kolbrún

Þvingun og valdbeiting í starfi með fötluðu fólki

Ég hef haft gaman af því á blogginu mínu að bera saman vinnubrögð hér í Danmörku og heima á Íslandi.  Það hefur sýnt sig að vinnubrögðin eru mjög ólík á milli þessarra landa og það er bara næstum því sama hvar það er eða um hvað það er. 

Ég hef kynnt mér mikið hugmyndir um þvingun og valdbeitingu í starfi með fötluðu fólki.  Með þvingun og valdbeitingu er átt við aðgerðir sem skerða lögverndað sjálfræði einstaklingsins og eru í andstöðu við vilja þess sem fyrir þeim verður, eða aðgerðir sem þrengja svo að sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins að þær hljóta að teljast vera þvingun óháð vilja þess sem fyrir þeim verður.  Dæmi um þvingun og valdbeitingu er til dæmis að einstaklingi er haldið niðri, einstaklingur er lokaður inni, hlutir sem eru í eigu viðkomandi eru fjarlægðir, skammtaðir og/eða lokaðir inni, lyfjagjöf án samþykkis viðkomandi, vöktunarkerfi og svo framvegis.   

Síðustu misseri hefur umræðan um þvingun og valdbeitingu í starfi með fötluðu fólki verið mun opnari en áður á Íslandi.  Ég hef setið bæði fundi og ráðstefnur um málefnið og stofnanir sem vinna með fötluðu fólki er í auknu mæli búnar að marka sína stefnu um málefnið - skriflega.  Í stuttu máli er stefna stofnanna sem vinna með fötluðu fólki allar á svipaða leið... við notum ekki þvingun og valdbeitingu í starfi með fötluðu fólki nema að einstaklingur sé sjálfum sér eða öðrum hættulegur.  Punktur.....

Í Danmörku er málum öðruvísi háttað.  Hægt er að fá uppáskrift frá kommúnunni og þannig leyfi til að beita þvingun og valdbeitingu og er leyfið gefið út til 6 mánaða í einu.  Og ástæða þess að stofnanir hér fá svona leyfi geta verið af ástæðum sem okkur á Íslandi finnast jafnvel lítilfjörlegar... tildæmis er hægt að fá leyfi til að beita þvingun og valdbeitingu í 6 mánuði ef starfsfólk ræður ekki við að sinna persónulegu hreinlæti íbúa... því ef það er ekki gert, getur stofnunin verið kærð fyrir vanrækslu.  Og með persónulegu hreinlæti á ég tildæmis við, ef íbúi neitar að láta klippa á sér neglurnar.... Pælið þið í þessu... mér finnst þetta algerlega út í hött og finnst að ef það þarf að beita þvingun og valdbeitingu í starfi með fötluðu fólki þurfi að vera virkilega rík ástæða, íbúi þarf að vera hættulegur sjálfum sér eða öðrum.  Hvað finnst ykkur?  

 

Nú styttist í Íslandsför okkar.  5 litlir puttar á lofti á morgun, sá yngsti heldur okkur við efnið heh.  Við höfum í nógu að snúast þessa daga hér.  Hlynur er á fullu að klára lærdóminn þannig að hann geti tekið algert frí á Íslandi...  

Í dag fengum við góða gesti sem eyddu með okkur deginum.  Emil mínum finnst ekki leiðinlegt að fá krakka á sínu reki í heimsókn og í dag kom Jóna með krakkana sína Hjördísi og Jörgen Mikael.  Bara skemmtilegt:)

IMG_3491    IMG_3492

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_3490    IMG_3487

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Át

Kolbrún 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband