Ég hef haft gaman af því á blogginu mínu að bera saman vinnubrögð hér í Danmörku og heima á Íslandi. Það hefur sýnt sig að vinnubrögðin eru mjög ólík á milli þessarra landa og það er bara næstum því sama hvar það er eða um hvað það er.
Ég hef kynnt mér mikið hugmyndir um þvingun og valdbeitingu í starfi með fötluðu fólki. Með þvingun og valdbeitingu er átt við aðgerðir sem skerða lögverndað sjálfræði einstaklingsins og eru í andstöðu við vilja þess sem fyrir þeim verður, eða aðgerðir sem þrengja svo að sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins að þær hljóta að teljast vera þvingun óháð vilja þess sem fyrir þeim verður. Dæmi um þvingun og valdbeitingu er til dæmis að einstaklingi er haldið niðri, einstaklingur er lokaður inni, hlutir sem eru í eigu viðkomandi eru fjarlægðir, skammtaðir og/eða lokaðir inni, lyfjagjöf án samþykkis viðkomandi, vöktunarkerfi og svo framvegis.
Síðustu misseri hefur umræðan um þvingun og valdbeitingu í starfi með fötluðu fólki verið mun opnari en áður á Íslandi. Ég hef setið bæði fundi og ráðstefnur um málefnið og stofnanir sem vinna með fötluðu fólki er í auknu mæli búnar að marka sína stefnu um málefnið - skriflega. Í stuttu máli er stefna stofnanna sem vinna með fötluðu fólki allar á svipaða leið... við notum ekki þvingun og valdbeitingu í starfi með fötluðu fólki nema að einstaklingur sé sjálfum sér eða öðrum hættulegur. Punktur.....
Í Danmörku er málum öðruvísi háttað. Hægt er að fá uppáskrift frá kommúnunni og þannig leyfi til að beita þvingun og valdbeitingu og er leyfið gefið út til 6 mánaða í einu. Og ástæða þess að stofnanir hér fá svona leyfi geta verið af ástæðum sem okkur á Íslandi finnast jafnvel lítilfjörlegar... tildæmis er hægt að fá leyfi til að beita þvingun og valdbeitingu í 6 mánuði ef starfsfólk ræður ekki við að sinna persónulegu hreinlæti íbúa... því ef það er ekki gert, getur stofnunin verið kærð fyrir vanrækslu. Og með persónulegu hreinlæti á ég tildæmis við, ef íbúi neitar að láta klippa á sér neglurnar.... Pælið þið í þessu... mér finnst þetta algerlega út í hött og finnst að ef það þarf að beita þvingun og valdbeitingu í starfi með fötluðu fólki þurfi að vera virkilega rík ástæða, íbúi þarf að vera hættulegur sjálfum sér eða öðrum. Hvað finnst ykkur?
Nú styttist í Íslandsför okkar. 5 litlir puttar á lofti á morgun, sá yngsti heldur okkur við efnið heh. Við höfum í nógu að snúast þessa daga hér. Hlynur er á fullu að klára lærdóminn þannig að hann geti tekið algert frí á Íslandi...
Í dag fengum við góða gesti sem eyddu með okkur deginum. Emil mínum finnst ekki leiðinlegt að fá krakka á sínu reki í heimsókn og í dag kom Jóna með krakkana sína Hjördísi og Jörgen Mikael. Bara skemmtilegt:)


Át
Kolbrún