25.4.2008 | 18:42
What a day!!!
Fengum loksins bílinn okkar í dag úr viðgerð. Fórum fyrir hádegið til Vejle til að ná í hann, bíllinn lítur rosa vel út núna enda búið að skipta hreinlega út afturendanum á honum. Þegar við ætluðum að bruna aftur heim til Horsens, sáum við viðvörunarljós í mælaborðinu... Hlynur flétti upp biluninni í þjónustubókinni og sá að um var að ræða vélarbilun. Bíllinn fór því aftur inn á verkstæðið en sem betur fer var þetta bara smá stillingaratriði sem hægt var að gera við á meðan við biðum. Við fengum afrit af reikningum sem er sendur til tryggingarfélagsins hér úti... 30.000 danskar krónur takk fyrir sem reiknast út sem um hálf milljón íslenskar krónur. Takk fyrir takk.
Við vorum ekki búin að vera lengi heima hjá okkur í sæluvímunni yfir að vera búin að fá bílinn okkar þegar við fengum hringingu frá Íslandi. Allt farið á flot í eldhúsinu í húsinu okkar í Jöklaseli og parketið ónýtt. Þannig að þá hófst ferlið við tryggingarfélagið á Íslandi, þeir eru vonandi búnir að senda mann á staðinn til að stöðva lekann sem við vitum ekki hvaðan kemur.... síðan er ætlun þeirra að þurrka parketið tímabundið... og svo bara neyðumst við til að velja okkur nýtt parket á alla hæðina..ææ eins og okkur þyki það leiðinlegt. Við höfum svo sem aldrei verið rosalega ánægð með þetta fína plankaparket sem er á hæðinni. Það má því segja að þegar við vorum búin að hugsa málið aðeins í dag, þá var þetta slys heima bara lán í óláni. Eins gott að tryggingarnar heima verði bara ekki með neitt röfl.
Annars ætla ég bara að njóta kvöldsins... fengum frábæra sendingu frá Íslandi í dag með póstinum, Hæðina þátt 3, 4 og 5.... og í tilefni dagsins opnaði ég loksins páskaeggið mitt frá Íslandi og sitjum við hér nú og gúffum því í okkur.
Góða helgi allesammen
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2008 | 16:58
Gleðilegt sumar !!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.4.2008 | 18:01
Stórar stofnanir fyrir fatlað fólk
Ég hef ekki starfað á mörgum vinnustöðum í gegnum tíðina og er reyndar ekki mikið fyrir að skipta um vinnu almennt. Ég hef þó fengið tækifæri til að vinna á bæði gamla Kópavogshæli og á Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ. Ég var reyndar bara eitt sumar á gamla Kópavogshælinu og líkaði vinnan ekki þar. Aftur á móti var ég í mörg ár á Skálatúnsheimilinu, bæði sem nemi og starfsmaður. Þessar tvær stofnanir á Íslandi teljast til stóru stofnanna fyrir fatlað fólk... umdeildar stofnanir eins og allar stórar stofnanir. Það er nú samt mín skoðun að fólk ætti að kynna sér starfssemi slíkra stofnanna vel áður en það fer út í það að dæma... því það er ótrúlega margt gott sem er unnið innan þessarra stofnanna.
Í Danmörku eru líka stórar stofnanir fyrir fatlað fólk, meira að segja mun stærri stofnanir en þykja stórar á Íslandi. Mig hefur lengi langað að skoða eina slíka hér sem er í Skanderborg og fórum við loksins í dag. Stofnunin heitir Landsbyen Solund og eru íbúar stofnunarinnar 220 talsins á aldrinum 18 til 100 ára. Landsbyen Sollund er í raun meira en stofnun, þetta er "sjálfbært samfélag", sem er þó styrkt af kommúninni. Innan þessa sjálfbæra samfélags fá íbúar alla þá þjónustu sem þeir þurfa, þar eru læknar og hjúkrunarfólk, tannlæknir, samkomuhús, vinnustofur og saumastofa, kantína, sjúkraþjálfun, fótaaðgerðastofa og svona gæti ég endalaust haldið áfram að telja upp. Á Íslandi höfum við kallað stofnanir sem þessa ALTÆKA STOFNUN, það þýðir að íbúarnir þurfa í raun aldrei að fara út fyrir lóðamörk stofnunarinnar.
Landsbyen Solund er rétt fyrir utan Skanderborg og innan lóðarinnar er sérstaklega mikið af trjám og gróðri. Húsið eru mörg, þau eru stór, yfirleitt á þremur hæðum. Elsta húsið á lóðinni er byggt árið 1935, þannig að húsin eru aðeins farin að láta á sjá.
Það var gaman fyrir mig að fá að sjá þetta samfélag í dag en ég á eftir að fara aftur, því að þarna er víst líka safn sem er bara opið ákveðna daga í mánuði og það langar mig að sjá líka. Ef ykkur langar að skoða meira um þessa stórmerkilegu stofnun, þá er heimasíðan http://www.solund.dk
Setti inn nýjar myndir i kvöld í nýtt albúm....
Hér er tildæmis Emil fótboltastrákur, og ekki minnkaði áhuginn þegar keyptir voru nýjir alvöru fótboltaskór í dag... hann verður jú að eiga fótboltaskó eins og Viðar segir hann
Out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2008 | 20:23
Bongóblíða
Nú kom sér vel að hafa keypt aloe vera plöntuna mína í vetur.... ég nefnilega brann í sólinni í Horsens í dag og er búin að eyða kvöldinu í að bera á mig aloa vera... logsvíður. Nú held ég að ég kaupi sólarvörn, ég bara hreinlega gerði mér ekki grein fyrir því að maður myndi sólbrenna í apríl.
Það er semsagt ekkert lát á góða veðrinu hérna hjá okkur. Sundlaugin var tekin í notkun í dag og var Emil hér á pallinum á skýlunni einni fata í bongóblíðu. Við hittum gamla skólasystur mina og fjölskyldu hennar í dag sem er ný flutt til Horsens en strákurinn hennar er jafngamall Emil. Þeir léku sér saman í góða veðrinu í dag í fótbolta og fóru svo með pöbbum sínum á fótboltavöllin fyrir matinn.
Ég nenni ekki að blogga meira... ætla að halda áfram að bera á mig aloa vera plöntuna.
Myndir í albúmi tala sínu máli
Kolbrún
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2008 | 18:15
Á heimleið
Að búa í útlöndum er dýrmæt reynsla.... að mínu mati eitthvað sem allir ættu að prófa einhverntímann á lífsleiðinni. Það er ótrúlega lærdómsríkt að dvelja í öðru landi en sínu heimalandi, ný menning, nýjar venjur og nýtt tungumál. Á sama tíma sér maður líka sitt heimaland allt öðruvísi og lærir að meta það upp á nýtt. Því að þó svo að við búum á litlu skeri, þá hefur þetta litla sker, Ísland, svo sterkar taugar til manns. Þar eru ræturnar, þar er fjölskyldan, þar eru vinirnir. Ísland er einfaldlega best í heimi.
Flutningur okkar fjölskyldunnar til Danmerkur bar skjótt að. Hlynur hafði ítrekað reynt að komast inn í Kennaraháskóla Íslands til að nema þar þroskaþjálfafræði, en hafði fengið neitun jafn oft og umsóknirnar sögðu til um. Stúdentsprófs var krafist og ekkert minna en það, jafnvel þótt hann hefði margra ára reynslu í faginu. Þá voru tveir kostir í stöðunni... að byrja hreinlega í stæ102 eða prófa að sækja um námið í öðru landi. Danmörk varð fyrir valinu og var umsókn hans þar samþykkt strax. Við hefðum ekki getað verið heppnari með stað til að lenda á en hér í Horsens. Okkur líður virkilega vel hérna og höfum komið okkur upp ágætis öryggisneti hér, því að þegar maður býr í öðru landi eru það jú vinirnir og kunningjarnir sem verða manni sem fjölskylda. Það fólk sem við höfum kynnst hér er mjög gott fólk og hefur reynst okkur sérstaklega vel.
En það kemur alltaf að þeim tímapunkti að maður endurmetur stöðuna. Í raun þarf maður að vera í sífeldu endurmati á sínu lífi til að þróa sig og þroskast. Í síðustu viku tókum við fjölskyldan því enn eina stóru ákvörðunina í okkar lífi. Við höfum ákveðið að flytja aftur heim til Íslands í sumar. Hlynur sótti um að klára námið sitt í þroskaþjálfafræðum í Kennaraháskóla Íslands og í þetta sinn var hann boðin velkominn í skólann. En það þurfti þetta til... að flytja erlendis í eitt ár. Ómetanlegt ár sem mun lifa í minningu okkar um ókomna tíð og ég hefði ekki viljað missa af fyrir nokkurn mun. Engu að síður er tilhlökkun að flytja aftur heim til Íslands og halda áfram sínu lífi þar.
Hlynur mun því hefja nám við Kennaraháskólann í haust, stóru strákarnir mínir munu halda áfram sinni skólagöngu í Seljaskóla og höfum við loforð frá honum að þeir fari í sína gömlu bekki þar, þegar hefur verið sótt um leikskóladvöl fyrir yngsta son á leikskólanum Jöklaborg og svo ég sjálf..... jú ég mun taka við stöðu forstöðuþroskaþjálfa í skammtímavistuninni í Hólabergi aftur en þar var ég jú aðeins í ársleyfi.
Það eru því breytingar framundan hjá okkur. Við ætlum að njóta sumarsins í Danmörku... við eigum von á fullt af gestum til okkar og ef það eru fleiri sem ætla að koma, þá endilega fara að bóka því að við förum bráðum að verða fullbókuð í sumar heh. Iceland Express býður upp á flug til Billund í sumar en flugvöllurinn þar er aðeins í um hálftíma fjarlægð frá okkur hér í Horsens.
Læt þetta gott heita í kvöld...
Kolbrún og fjölskylda
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.4.2008 | 18:18
Ströndin í Horsens skoðuð
Veðrið leikur við okkur hér í Danmörku áfram.... Það eru auðvitað kostir og gallar við það að hafa sólina, einn af göllunum er sá að Emil vaknaði kl 5:30 í morgun og tilkynnti mér það að það væri komin dagur, sjáðu bara sólina!!! Ekki alveg vinsælt hjá húsmóðurinni að fara á fætur svona snemma.
Við fjölskyldan skipumst í tvennt í dag. Við Emil fórum með Rakel, Viðari og Viktori á Mac Donalds og svo skelltum við okkur á ströndina í Stensballe sem er hér í Horsens... það var svo sem ekki nógu heitt til að fara í sólbað en þrátt fyrir það var soldið mannlíf á ströndinni í dag... þar mátti sjá hópa að grilla á kolagrilli og borða úti, og barnafólk sem var að leyfa börnunum sínum aðeins að finna lyktina af ströndinni, leyfa þeim að vaða og týna skeljar... við Rakel vorum í þeim hópi. Strákunum fannst voða gaman að fara á ströndina í dag, fengu að vaða og týndu skeljar. Viktor fór að leita að kröbbum en fann bara rækjur
Hlynur fór svo með stóru strákana ásamt Gunnari Óla og Birni til Silkiborgar en nú var búið að marg athuga hvort að hjólabrettahöllin þar væri opin. Þeir fóru ekki fíluferð og áttu skemmtilegan dag í Silkiborg...
Ég setti inn nokkrar nýjar myndir í nýtt albúm
Enjoy!
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2008 | 17:50
Smá sólarkveðjur til ykkar á klakanum
Sumarið er svo sannarlega komið í Danmörku.... sólin skín og spáin er góð fyrir næstu daga, sól, sól og aftur sól. Við erum búin að slökkva á kyndingunni hjá okkur hér í húsinu enda hitar sólin upp húsið múhahaha.... sendi þessa mynd til ykkar til að sýna ykkur hvernig þetta er hérna hjá okkur.
Setti nokkrar nýjar myndir inn í nýtt albúm
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.4.2008 | 18:21
Stóri Bænadagurinn
Í dag er Stóri Bænadagurinn í Danmörku en hann er lögbundin frídagur hér í landi. Áður fyrr voru margir bænadagar en þeir voru síðan sameinaðir í einn stóran bænadag, sem er alltaf fjórða föstudag eftir páska. Það voru því allir í fríi hér á heimilinu í dag, í yndislegu veðri.
Afmælisveisla Hafsteins var í gær. Það komu í hús 10 strákar í afmælið hans, flestir Íslendingar en 3 Danir. Grillaðar voru pylsur og svo voru kökur, ís og fótbolti.... svei mér þá ef afmælin verða ekki bara auðveldari með árunum, ég hef allavega verið með erfiðara barnaafmæli en í gær.
Hafsteinn var mjög ánægður með daginn með strákunum og Emmi vinur hans síðan í gamla daga er reyndar ekki farin heim ennþá úr afmælinu heh... veit ekki hvort hann ætli að gista aftur í nótt... kemur í ljós. Í gærkvöld komu svo fleiri gestir, svona fullorðið fólk og hélt gleðin áfram fram á kvöld.
Það eru fullt af nýjum myndum í albúmi.
Kolbrún out
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2008 | 07:29
Það var fyrir 15 árum..... og það var fyrir 11 árum
Já, þokkalega stór dagur hjá fjölskyldunni minni í dag.
Það var fyrir 15 árum í dag, sem við Hlynur rugluðum saman reitum og urðum svona kærustupar. Við hittumst á Skálatúnsheimilinu í Mosfellbæ, þar sem ég var nemi í þroskaþjálfun og hann var starfsmaður við heimilið. Hann tók á móti mér, nemadruslunni, í síðum frakka og með sítt hár og í grænum gallabuxum og mér fannst hann bara æði. Í dag er hann orðin þroskaþjálfa nemadruslan (NB Hlynur bjó þetta orð til sjálfur) en hann er samt alltaf jafn mikið æði:)
Það var svo fyrir 11 árum að miðsonurinn Hafsteinn ákvað að kíkja á heiminn á þessum sama degi sem er bara yndislegt. Hafsteinn er mjög spenntur fyrir deginum í dag og hefur beðið hans með óþreyju í langan tíma, enda mikið fyrir að eiga afmæli. Hann er búinn að bjóða nokkrum vinum sínum hingað heim í dag í barbeque (hmmm við héldum að sumarið væri komið og nú mígrignir... eins gott að það verði bara fram að hádegi... allavega sagði Svavar það sko). Við eigum svo von á fólki líka í kvöld þannig að það verður tilstand á heimilinu í dag.... en þið vitið að ég hef bara gaman af því:)
Ef vel liggur á mér, þá er ekki ólíklegt að ég hendi inn annarri færslu í kvöld og jafnvel myndum frá þessum ágæta degi.
Eigið góðan dag í dag...
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.4.2008 | 06:54
Verkfall skollið á
Í dag skall á verkfall hjá hluta starfsmanna leikskólans sem Emil er í og er hann því heima hjá mér, vonandi í góðu yfirlæti en eirðarlaus.... það er mikið tekið af blessuðum börnunum þegar leikskólinn er tekin af þeim en hann verður allavega heima alla þessa viku, spurning um framhaldið. Leikskólinn er opin með skerta starfssemi og þeir foreldrar sem eru heimavinnandi eru þeir fyrstu sem ætlast er til að hafi börnin sín heima. En sjáum til, ég hef ekki fylgst mikið með þessari kjarabaráttu en veit þó að búist er við löngu verkfalli.
Hafsteinn fór í sitt fyrsta foreldraviðtal í Egebjergskólanum í gær og fór Hlynur með honum. Viðtalið gekk vonum framar og gengur Hafsteini vel í skólanum og engin vandamál með hann eða í tengslum við námið. Ekki slæmt að fá svona umsögn, við erum allavega hæstánægð með þetta.
Og þar sem þessi bloggfærsla virðist vera orðin upptalning hehe, þá er best að ég haldi áfram. Í gær kom Kidda í heimsókn til Horsens frá Árósum. Við fórum saman á kaffihús í gær og hittumst svo aftur í gærkvöldi.. ekki slæmur félagsskapur að vera með henni. Kidda er alltaf svo hugulsöm að hún færði mér afmælisgjöf í gær, nefnilega nýja Marimekkó tösku sem ég er sko hæstánægð með, kærar þakkir fyrir töskuna Kidda mín:)
Out
Kolbrún
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar