Er ég með fordóma??

Eftir að hafa búið í Danmörku, þá var það eitt af því sem ég hlakkaði mest til, það var að geta þegið þjónustu á mínu tungumáli.  Ég lærði aldrei dönskuna nema rétt til að bjarga mér og þegar ég þurfti að fá upplýsingar eða flóknari þjónustu þurfti ég að notast við orðabókina eða einfaldlega að fá einhvern með mér sem talaði betri dönsku en ég.

En nú er ég á Íslandi og ég í raun krefst þess að ég fái að þiggja hér alla þá þjónustu sem ég þarfnast á mínu en tungumáli.  En er það í raun þannig?  NEI NEI NEI

Eins og hvað ég er hrifin af Bónus búðunum og þakka þeim það að ég get veitt fjölskyldunni minni meira... þá þoli ég ekki afgreiðsluna þar.  Það er alveg sama á hvaða kassa maður fer, það finnst ekki afgreiðslufólk sem talar íslensku.  Meira að segja fólkið sem sér um áfyllingar í hillurnar í Bónus frá fyrirtækjum út í bæ, eru útlendingar.  Ég stóð sjálfa mig að því í síðustu viku þegar ég þurfi að fá upplýsingar í Bónus, að ég gekk að starfsmanni og byrjaði á því að spyrja hann hvort hann talaði íslensku... (fékk íslenskumælandi starfsmann í annarri tilraun í það skipti, enda heppin að lenda á verslunarstjóranum - ætli hann sé eini íslendingurinn sem starfar í bónus??)

Annað mál.... pizzusendlar... eru einhverjir Íslendingar sem sinna því jobbi í dag?  Ég panta svo sem ekki oft pizzu en í þau tvö skipti sem það hefur gerst á undanförnum vikum var það útlendingur sem kom með pizzuna og skildi ekki orð af því sem ég var að reyna að segja við hann.

Vitið þið það... ég er greinilega með fordóma, því miður.  Ég hreinlega sætti mig ekki við að fá ekki þjónustu í mínu heimalandi á mínu tungumáli.  AMEN.  Í Danmörku fá útlendingar tildæmis ekki vinnu í þjónustustörfum nema þeir tali dönsku, en geta auðvitað fengið fullt af vinnu eins og lagervinnu og svoleiðis.... afhverju eru svona margir útlendingar í þjónustustörfum hér á Íslandi sem tala enga íslensku???' GETUR ÞAÐ VERIÐ VEGNA ÞESS AÐ VIÐ ÍSLENDINGAR LÍTUM SVO STÓRT Á OKKUR AÐ ÞJÓNUSTUSTÖRF Í BÓNUS OG DOMINOS ERU STÖRF SEM VIÐ HREINLEGA EKKI VINNUM... eða hvað???

Kolbrún kveður í kvöld

3 reyklausir dagar og búin að kaupa nikótín tyggjó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Ef útlendingar mundu ekki starfa í Bónus, Dominos jafnvel fleiri stöðum....hver mundi þjónusta okkur þá? Ekki get ég séð 1000 Íslendinga að rífast um þessi störf.

Ég kem í stríðið á föstudaginn. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 27.8.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Gæti ekki verið meira sammála þér með þjónustuna í Bónus ..... þetta er gjörsamlega óþolandi !

Gangi þér vel með næstu daga ...... einn dagur í einu

Anna Gísladóttir, 27.8.2008 kl. 00:17

3 identicon

Stór spurning hjá þér, sem ég ætla ekki að svara þetta með fordómana...en ég er sammála fyrsta kommentinu, íslendingar fást ekki í þessi störf og við ættum að vera þakklát erlendum starfsmönnum að vinna þau. Það er ekki þeim að kenna að þeim sé ekki boðið uppá íslenskukennslu né að einhver tali við þá á einfaldri íslensku. Það er bara töluð enska við þá. 'eg hef sjálf lent í því að hoppa útí djúpu laugina, búandi erlendis og þurfa að finna mér vinnu, sækja um, mæta í viðtal, fá vinnuna og byrja mállaus í vinnu en sem betur fer mætti ég ekki fordómum frá samstarfsfélögum, börnunum né foreldrum sem nýttu sér þjónustuna. Það var talað við mig, ég var ekki sniðgengin né heldur fékk ég spurninguna talarðu norsku.... sem betur fer því þá hefði ég fljótt gefist upp.

Ég réð erlendan starfsmann til mín sem talaði ekki íslensku í byrjun, frábær starfsmaður og var fljót að ná málinu, starfsmannahópurinn hefur verið jákvæður og duglegur að kenna henni ásamt því að hún hefur farið á námskeið. Ég myndi ekki hika við að gera það aftur. Tungumálið er ekki allt.

Lýst vel á reykleysið þitt gangi þé vel, þú getur þetta alveg. Nú eru rúm 11 ár síðan ég hætti

Dóra Heiða Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 310003

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband