8.2.2009 | 11:04
whats up
Jæja, best að henda inn einni færslu.... annars er ég alveg að missa áhugann á þessu bloggi mínu, áhuginn er allur á facebook.... en ég geri það fyrir okkar nánustu að henda inn myndum hér á bloggið og mun gera það eitthvað áfram.
Auðvitað er okkar líf viðburðarríkt eins og áður.... annars værum þetta ekki við hahahah
Hvað hefur á daga okkar drifið:
* Um síðustu helgi fórum við á skautasýningu í Egilshöll. Katrín Guðrún frænka mín fór þar á kostum en hún sýndi atriði sem hún ætlar að sýna á Ólympíuleikum fatlaðra Í DAG. Ég óska henni auðvitað góðs gengis í dag á svellinu, hún á eftir að rúlla þessu upp:=)
* Ég fór með strákana klukkutíma fyrir sýningu í Egilshöllina og við skelltum okkur á skauta. Strákarnir elska skautaferðir en sjálf hafði ég ekki stigið á skauta í allavega 25 ár. Ég skemmti mér rosalega vel á skautum og mun pottþétt fara aftur með þeim:)
* Á mánudaginn fór ég í rannsókn/ristilspeglun og fékk það staðfest að ég er hraust á líkama og sál og líður stórkostlega. Ristilvesen hefur fylgt minni fjölskyldu kynslóðum saman og gott að vera búin að útiloka eitthvert meinvarp þar:)
* Í vikunni var opin dagur á leikskólanum hjá Emil. Þar var mömmu boðið í morgunmat í leikskólanum og svo að vera þar í 2 klst og taka þátt í starfinu með Emil. Rosalega skemmtilegt, og rúsínubrauðið sem boðið var upp á í morgunmat alveg gómsætt. Emil fannst ekki leiðinlegt að mamma væri á leikskólanum og þurfti að sýna mér hreinlega hvert einasta horn í leikskólanum á þessum tveim tímum:)
* Menntaskólaskvísuvinkonur mínar Ása og Guðrún Hilmars komu í heimsókn eitt kvöldið í vikunni og kjöftuðum við af okkur allt vit... áður en við vissum af var klukkan orðin eitt og við uppgötvuðum að við hittumst of sjaldan. Ása mun fljótlega bjóða okkur í brunc með krakkana og svo er stefnan tekin á að hittast með kallana í mat hjá GUðrúnu fljótlega. Bara gaman:) það er ekkert sem jafnast á við að eiga góða vini.
* Það sem stendur sennilega upp úr í vikunni er surprise fertugsafmælið hennar Ellu sem var á föstudagskvöldið. Hún stóð í þeirri meiningu að hún væri að fara út að borða en Óskar var búin að skipuleggja stórt partý og var svakagaman hjá okkur. Við mættum allar vinkonurnar úr Þroskaþjálfaskólanum og drukkum rauðvín og hvítvín eins og okkur væri borgað fyrir það. GUnna skildi ekkert í því hvernig hún varð full... og aumingja Óskar lenti í að keyra fjóra fulla þroskaþjálfa heim eftir afmælið (hlynur fór heim fyrr til að hugsa um litlu strákana okkar). EN þetta var frábært kvöld, pínu þynnka daginn eftir:)
* EN það þýddi svo sem ekkert að lifa í þynnku í gær... Hlynur þurfti að læra og ég fór með strákana í Laugarásbíó að sjá hundahótelið kl 12. Það var engin annar en Logi Geirsson handboltastjarna sem bauð langveikum börnum á þessa sýningu og var voða gaman hjá okkur. Flott framtak hjá Loga:)
* VIð bruðuðum síðan eftir bíósýninguna í Hveragerði þar sem við fórum í sund á hótel Örk og fórum svo á kaffihús í Hveragerði til að safna orku til að halda áfram. Við enduðum á því að keyra áfram til Stokkseyrar en þar skoðuðum við Veiðisafnið en núna um helgina var mikið um dýrðir þar, vegna þess að þeir voru með byssusýningu samhliða. Strákarnir agndofa yfir þessari sýningu, enda mjög flott.
* Það voru því þreyttir ferðalangar sem komu aftur til Reykjavíkur um kvöldmataleytið í gær... ein snílldnin á leiðinni í bæinn. VIð keyrðum framhjá fangelsinu á Litla Hrauni og Jón Ingi sem getur verið afar hvatvís bað mig að stoppa. Hann skellti sér úr bolnum og stökk út úr bílnum og tók á sprett ber að ofan í frostinu... hann ætlaði ekki að vera verri maður en Pétur Jóhann grínari sem lék þennan leik hér um árið. Það verður seint sagt um frumburðinn að hann sé feiminn:)
Þetta er vikan okkar, svona sirka...
Við erum komin á kaf í fermingarundirbúning.... búin að græja fullt af hlutum og haldið verður áfram í næstu viku. Jón Ingi fór á fermingarmót í Vatnaskógi í vikunni og gisti eina nótt og var alveg að fýla Vatnaskóg. Eins gott, enda er ég þar að hálfu alinn upp og þykir óheyrilega vænt um staðinn. Ég vissi að hann væri í góðum höndum hjá Sæla í Vatnaskógi og það reyndist rétt.
En enn þarf Hlynur að læra í dag og ætla ég að skreppa á götumarkaðinn í Kringlunni með strákanna og athuga hvort það sé séns að ég geti eitt einhverjum peningum ahhahah.... ég ætti kannski að spyrja húsbóndann hvað ég megi eyða miklu, en ég heyrði það í vikunni frá einni konu að það væri betra að spyrja hversu miklu má ég eyða, heldur en að spyrja má ég kaupa mér eittthvað ... haldið þið að það sé eithvað til í því.
FUllt af nýjum myndum í albúmi
Kv
KOlbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég var einmitt um helgina að lýsa minni einu skautaferð á tjörnina .... þú, Dóra og Rósa yndislegu vinkonurnar að kenna mér á skauta ... gleymi þessari stund aldrei
er ekki að koma grunnskólahittingur fyrst menntaskólahittingurinn var um helgina???
Rebbý, 8.2.2009 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.