Afmæli og Latibær

Yngsti sonur á afmæli í dag.  Hann er orðin 5 ára.

Það þarf sjálfsagt ekki að segja neinum sem til okkar þekkja þvílíka aðdáun yngsti sonur hefur á Latabæ og Íþróttaálfinum og hefur hann óskað sér þess að hafa Latabæjarþema í afmælinu.  Það vill svo til að hann valdi það líka á þriggja ára afmælinu þannig að mér fannst þetta ekki mikið mál.  Búið er að græja afmælisdúk, glös, diska og servéttur og aðra fylgihluti sem þarf til afmælis og auðvitað allt með Latabæjarþema.  Í dag hringdi ég svo í Bakarameistarann til að panta útprentaða marsipan mynd með Íþróttaálfinum eins og ég hafði gert fyrir tveimur árum en viti menn.  Svarið sem ég fékk frá starfsmanni Bakarameistarns var það að ekki væri lengur leyfilegt að gera Latabæjarmyndir og væru það boð frá framkvæmdastjóra Latabæjar.  Hann hafði fyrir nokkru sent formlegt bréf á bakaríið og bannað þetta.  Ég varð hissa og starfsmaður Bakarameistarans benti mér að hringja í Latabæ og kvarta, í þeirri von að sem flestir kvörtuðu þannig að Latibær myndi breyta afstöðu sinni.  Og baráttukonan ég, sem sé fram á heilt kvöld við blöndum matarlita til að gera íþróttaálfaköku hringdi beint í Latabæ.  Ég talaði lengi þar við mann sem benti mér á að það væri á móti prinsippum Latabæjar að skreyta kökur með lógóum frá þeim, þar sem þeir væru að boða hollustufæði og hreyfingu.  Ég svaraði á móti að ég gæti ekki skilið að þeir væru að selja afmælisdót og svo mætti ekki hafa köku frá þeim í afmælinu.  En þetta er alveg á hreinu, það er bannað að kaupa afmælisköku með íþróttaálfinum á Íslandi í dag.

Ég veit hvað ég verð að gera á föstudagskvöldið allavega... arggg

En sagan er ekki búin.

Ég spurði þennan mæta starfsmann Latabæjar hvort það tíðkaðist að fá Íþróttaálfinn til að koma í smá heimsókn í barnaafmæli og sagði hann svo vera.  Ég hætti í smá stund að vera fúl út í Latabæ og hugsaði með mér að þarna gæti ég látið draum yngsta sonar rætast, þar sem þetta er örugglega síðasta árið sem hann er með svona ofurdýrkun á íþróttaálfinum.  Ég spurði um verð og hann sagðist ætla að kanna það og hringja í mig aðeins seinna.  Það vantar ekki að hann hringdi klukkutíma seinna í mig og tjáði mér í fyrsta lagi að magnús sceving sjálfur kemur aldrei í afmæli heldur eru þeir með mann í vinnu við að koma fram fyrir hans hönd og verðið.... já litlar 60.000 kr.  Takk fyrir takk

Kæru vinir sem eru að koma í afmæli til Emils á sunnudaginn.  Íþróttaálfurinn kemur ekki í heimsókn.

 

Hvað er annars títt hjá þessari fjölskyldu:)

*  Soldið af afmælum... Skúli Björn besti vinur Emils átti afmæli um helgina og fórum við að sjálfsögðu í afmælið.  Svo átti amma mín Lára 80 ára afmæli á laugardaginn síðasta og var haldin heljarveisla sem var mjög vel heppnuð og mjög skemmtileg.

Ég með ömmu á 80 ára afmælinu hennar

 

 

 

 

 

 

 

 

*  Yngsti sonur byrjaði að æfa frjálsar íþróttir í vikunni en að hefur verið draumur hjá honum lengi.  Að sjálfsögðu er hann að æfa með ÍR.

*  Frumburðurinn byrjaði að læra á gítar í vikunni og situr nú lon og don með gítarinn og æfir grip.

*  Við hjónin skelltum okkur í bíó í vikunni og sáum Sólskinsdrengin.  Ég get eiginlega ekki enn sagt hvað mér finnst um myndina, þarf kannski að sjá hana aftur.  Við fórum saman út að borða á American Style fyrir sýninguna, frábært kvöld:)

*  Svo veiktist Emil og hann hefur verið veikur alla vikuna.  Hann er búin að fá sýklalyf og augndropa og var loksins hitalaus í kvöld.  Hann fær þá væntanlega að halda upp á afmælið sitt á leikskólanum á morgun en það var soldið skúffelsi í dag...

*  Í gærkvöld fengum við góða vinkonu í mat, Önnu Stínu og áttum með henni stórskemmtilegt kvöld.

 

Þetta er sirka vikann okkar.... fullt af myndum í nýju albúmi að sjálfsögðu

Við hjónin

 

 

 

 

 

 

 

 

Out Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Til hamingju með strákinn

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.1.2009 kl. 08:50

2 identicon

Hæ Kolla og takk fyrir gærdaginn!

Ég missti af þessari umræðu um kökuna og myndina, gat samt ekki betur séð en að á henni væri þessi líka fína mynd af umræddu fólki "Latabæjarliði".  Hvernig kom hún til eftir allt saman?  Alltaf gaman að koma og spjalla, takk fyrir okkur, kveðja Ella.

Ella (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband