9.1.2009 | 22:25
Saga úr sundi
Þegar ég var grunnskólastelpa, æfði ég sund með sundfélaginu Ármanni af miklu kappi. Auk þess að stunda æfingar nær alla daga vikunnar, æfði ég sjálf með því að stunda sundlaugarnar í frítíma. Sund var semsagt mikið áhugamál mitt þegar ég var barn.
Ég man vel eftir því hvað ég vorkenndi og stundum kannski glotti góðlátlega þegar ég horfði á "gömlu" konurnar í sundi í Sundhöll Reykjavíkur, því þær syntu svo hægt með hausinn upp úr allann tímann. Mér fannst þær frekar hallærinslegar.
Ég fór í sund með strákana mína í Breiðholtslaug í vikunni. Við gerðum okkur markmið að synda hálfan kílómetra og svo að leika okkur... ég kann nefnilega enn að leika mér heh.
Hvað haldið þið að ég hafi uppgötvað í sundferðinni.... ÉG VAR GAMLA KONAN SEM SYNTI MEÐ HAUSINN UPP ÚR og frumburðurinn minn ætlaði greinilega ekki að þekkja þessa gömlu konu sem synti með bleik sundgleraugu en samt með hausinn upp úr vatninu. Hann allavega færði sig yfir á næstu braut.
hahahah ég næstum því hló upphátt.
En það var meira sem var skemmtilegt við þessa sundferð okkar. Eftir að hafa synt í SITTHVORU lagi, þá var komið að leiktíma. Strákarnir fóru að sýna mér listir sínar, standa á höndum og léku á alls oddi. En það er nú einu sinni þannig, að ef þú hefur einu sinni lært eitthvað, þá er ekki auðvelt að gleyma því. Ég kom þeim því mikið á óvart að geta staðið á höndum í sundinu. Frumburðurinn fer þá að segja mér að hann hafi alltaf langað að læra að geta farið í kollhnís ofan í lauginni. Og haldið þið að kellan hafi ekki farið í kollhnís eins og ekkert væri... frumburðurinn varð fúll, sagðist þurfa að æfa betur.... ég held að hann hafi ekki skammast sín mikið fyrir mömmu sína á þessum tímapunkti..... frekar verið hissa að gamlar konur gætu farið í kollhnís.
En vikan sem leið var afar skemmtileg hjá okkur fjölskyldunni...
* við fórum á þrettándagleði til tengdaforeldra minna. Þau buðu okkur í æðislegan mat og svo löbbuðum við á þrettándabrennuna í Mosfellsbænum. Þrátt fyrir rigningu og soldin kulda nutum við þess að vera þarna, Emil hitti Grýlu, Leppalúða og ýmsar kynjaverur á brennunni, kvaddi jólasveinanna og fjörið endaði í flottustu flugeldasýningu sem ég hef á ævi minni séð. Frábært kvöld sem við þökkum fyrir:)
* saumaklúbburinn minn hittist í vikunni, Ingibjörg er á landinu og ákváðum við að nota tækifærið og sameinast allar. Það var komið að mér að halda klúbb og ákvað ég að bjóða þeim í mexikóska kjúklingasúpu og rauðvín í stað köku og heitra rétta og áttum við svo skemmtilegt kvöld að ég man ekki hvenær ég hló svona mikið síðast. Hlynur meira að segja spurði þegar þær fóru hvort við værum alltaf svona, eins og smástelpur með píkuskræki.... heehh við erum bara svona ungar í anda en þessi æðislegi saumaklúbbur minn er búin að lifa í 18 ár.
* nú ég fékk svo annað símtal í vikunni frá Jóhönnu, sem var góð vinkona mín í denn og hún bauð mér heim til sín ásamt Erlu og Stellu en við vorum allar góðar vinkonur... þvílíkt sem var gaman að hitta þessar stelpur aftur og við kjöftuðum til eitt um nóttina, það var um svo mikið að tala. Við ætlum að hittast aftur fljótlega og hittast þá með litlu börnin okkar sem aldrei hafa hist... bara gaman.
* nú svo er það ræktin... ég er alveg að fíla mig þar og hef farið á hverjum einasta degi... toppaði sjálfa mig í dag þegar ég komst 10 km á tveimur jafnfljótum.
Nú erum við að fara inn í helgina og margt spennandi planað...
En þið verðið að bíða eftir næstu viku eftir því heh
Það eru nýjar myndir í albúmi
Kv
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hehe, gamla konan í sundinu, varstu kanski líka með bleikan varalit og bláan augnskugga og blómasundhettu?
Svala Erlendsdóttir, 9.1.2009 kl. 22:32
bara ekki togna aftur á brettinu
Rebbý, 10.1.2009 kl. 03:19
Hahahaha.....man svo vel eftir þessum sundkonum með hausinn upp úr.....mér fannst þær alltaf svo asnalegar
En vá hvað þú ert dugleg.....10 km....til lukku með það elsku vinkona
Berta María Hreinsdóttir, 10.1.2009 kl. 08:27
Gleðilegt nýtt ár Kolla mín og takk fyrir jólakortið, eins og vanalega kom upp misskilningur á Kolla og Hlynur, ég opnaði fyrst kortið frá þér og hélt þetta væri hin Kolla vinkona mín svo kom annað kort frá henni þá fór ég nú að skoða þetta nánar
Guðborg Eyjólfsdóttir, 11.1.2009 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.