12.11.2008 | 18:50
Tölvan að stríða mér
Loksins eru komnar inn myndir vikunnar.... ég er búin að vera í bölvuðu basli með þetta því að tölvan mín DRUSLAN krasssaði og þurfti að fara í heimsókn í Nýherja... ég hef nú endurheimt hana heila á húfi og eins gott að ég taki afrit af myndunum mínum áður en hún krassar endanlega
En við fjölskyldan erum búin að eiga góða viku sem fyrr... enda markmið okkar í lífinu að gera hvern einasta dag eftirminnilegan og njóta lífsins
Það sem stendur upp úr er:
* Emil fékk loksins að taka bangsa sem heitir Björn Brallari með sér heim úr leikskólanum en þessi bangsi fer á milli barnanna og dregið er um hvert hann fer næst... mikið var Emil búin að bíða eftir þessu tækifæri og vissum við hreinlega ekki af Emil allan daginn, svo upptekin var hann að því að sýna Birni Brallara húsið og leika við hann
* Ég fór heilan dag og fram á kvöld á haustfund SSr sem var haldin í Bláa Lóninu... það var alveg hreint frábær dagur, frábærir fyrirlestrar og mikið sem settist fast í heilabúið mitt eftir daginn. EIns fannst mér æðislegt að fá að smakka nýjan mat sem ég hef aldrei prófað áður en við fengum tildæmis Blálöngu í hádegismat... og Kálfasteik í kvöldmat sem hreinlega bráðnaði upp í manni.
* Við fórum og tókum smá forskot á jólin og heimsóttum húsasmiðjuna um helgina. Ég bauð strákunum upp á kjötsúpu sem er seld þar í hádeginu á 190 kr skammturinn. Fjórir diskar af æðislegri kjötsúpu rann ljúft niður í alla og í eftirmat var splæst í ís á tíkall
* Við skoðuðum að sjálfsögðu jólalandið í Blómavali við mikla hrifningu, sérstaklega litla mannsins á heimilinu
* Við fórum líka í fjölskyldu og húsdýragarðinn á laugardaginn og þvílíkt sem bræðurnir skemmtu sér vel. Það sem stóð upp úr þar var að þeir fengu allir að fara á hestbak og var það algert æði.
Auðvitað var allur garðuinn skoðaður hátt og lágt og allir skemmtu sér vel
* Feðradagurinn var haldinn hátíðlegur á heimilinu en bræðurnir fóru með mér í búð og völdu fallega könnu til að gefa pabba sínum á feðradegi. Á könnunni er ljóð um yndislega pabba:)
* Á sunnudag fórum við svo í heimsókn til tengdó og svo beint í kaffi til mömmu og pabba en þar hittist öll fjölskyldan til að minnast afa míns sem dó á þeim degi fyrir ári síðan. Mikið sakna ég hans og á eftir að sakna hans meira um jólin. En fjölskyldan átti góðan dag saman á sunnudaginn:)
* Á sunnudagskvöldið hittumst við svo skvísurnar úr Þroskaþjálfaskólanum, ég , Gunna, Særún, Dóra og Ella - notuðum tækifærið af því að Dóra var í bænum og áttum skemmtilegt kvöld þar sem var sötrað rauðvín og borðaðir ostar með
Þetta var vikan okkar svona sirka bát...
Einhver var að spyrja um hreyfinguna í síðustu kommentum og ég get staðfest það hér og nú að ég fer á hverjum einasta degi í World Class og tek vel á því og nýt þess í botn
Ég er ennþá hætt að reykja og Hlynur er líka alveg hættur að reykja þannig að heimilið er reyklaust
Njótið vikunnar sem nú er hálfnuð og ég vona að ég komi inn nýrri færslu fyrr í næstu viku en núna
Kolbrún out
PS.... fullt af nýjum myndum í nýju albúmi
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er svo gaman að skoða myndirnar af ykkur og lesa um hvað þið njótið lífsins....strákarnir svo glaðir og flottir:)
Hafði SVO viljað vera með ykkur SSR í Bláa lóninu....öfund, öfund.....ekkert smá gaman hjá ykkur greinilega, og þú lítur alveg rosalega vel út Kolla mín.
Stórt "til lukku" knús til Hlyns með að vera hættur að reykja....þið eruð hetjur!!
Berta María Hreinsdóttir, 12.11.2008 kl. 21:08
Tek undir með Bertu, þú lítur rosalega vel út Kolla og gaman að heyra að heimilið sé orðið reyklaust. Það er útaf fyrir sig árangur ársins :) Þegar hún Kolla mín tekur sig til þá er ekkert hálfkák á hlutunum...
Mikið hefði ég líka viljað vera með í Bláa Lóninu. Ótrúlegt hvað svona uppákomur fylla mann af starfsorku og á SSR heiður skilinn fyrir góða breytingu í þessa átt... að fjárfesta í starfsfólkinu sínu!
Gaman að fylgjast með lífi fjölskyldunnar. Svo er nú ekkert svo langt í að maður láti sjá sig á klakanum og þá verðum við nú að reyna að hittast :)
Knús á línuna Kidda.
p.s. ég væri nú alveg til í að fá hann Hlyn lánaðan eins og 2 klst. í að laga tölvuna mína hérna. Allt í skralli með netið og smartinn er bara eins og hann var í fyrra áður en Hlynur lagaði hann, sónn en dettur svo strax út :(
Kristbjörg Þórisdóttir, 13.11.2008 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.