Halloween blogg

Jæja, loksins loksins... ÞAÐ ERU KOMNAR FULLT AF NÝJUM MYNDUM Í NÝTT ALBÚM

Annars hefur síðasta vika verið annasöm hjá okkur fjölskyldunni en það sem hefur kannski einkennt þá viku eru Halloween stemmningin sem hefur ríkt á heimilinu....

Hafsteinn fór fyrst á Halloween ball í skólanum og fór í búning sem ég fékk lánaðan hjá Hrefnu vinkonu mínni (takk fyrir lánið Hrefna mín)

Jón Ingi fór svo kvöldið á eftir á Halloween ball í skólanum og var einhver pönkari að hans hætti 

Á föstudaginn sem var svo aðal Halloween dagurinn fóru þeir bræður allir saman og gengu í hús og sögðu grikk eða gott og fengu helling af nammi... þessu kynntust þeir í Danmörku í fyrra en það virðist sem þetta sé ekki komið eins langt hingað til lands... en trúlega verður ekki langt í það:)

Mér finnst þetta allra flottasta myndin af Hafsteini  Hrikalega glaðir með afrakstur kvöldsins

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er það var fleira sem gerðist í vikunni hjá okkur

Unglingurinn fór í klippingu og það telst til tíðinda

Yngsti sonur fékk persónulegt bréf í pósti frá sjáfum íþróttaálfinum og þegar hann opnaði það hefði ég gefið mikið fyrir að hafa haft vídeokameru.... litli íþróttaálfurinn minn á eftir að geyma póstkortið frá íþróttaáflinum eins og gull

Við fórum í Smáralind í vikunni og fórum á SÖngvaborgardaga og þvílíkt sem var gaman... þar fékk EMil að sjá allar þessar týpur sem hann þekkir svo vel úr Söngvaborg, Masa, Lóu ókurteisu og auðvitað Siggu og Maríu.... ég keypti fyrir hann nýja dvd diskinn og honum fylgdi Masa bangsi sem hefur verið viðhengi síðan hann fékk þetta

Emil með SIggu Beinteins  

Emil með nýjasta bangsann sinn hann MASA úr Söngvaborg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á laugardagskvöldið fórum við svo i hjónaklúbb með stelpunum úr þroskaþjálfaskólanum (aftasta línan heh) og mökum okkar og börnum.  Við vorum því allt í allt 17 manns en þó vantaði Dóru Heiðu og Steina og strákana þeirra tvo....

Kvöldið var rosalega skemmtilegt en sá háttur var á að hver og ein fjölskylda kom með einhvern rétt á hlaðborðið.  Mér fannst það rosalega skemmtilegt að fá að velja úr svona mörgum réttum og mest spennandi fannst mér að fá að smakka Steinbít að hætti Særúnar en Steinbít hef ég aldrei smakkað áður... og mikið rosalega var hann góður.

Ég og GunnaHjónaklúbbur

 

 

 

 

 

 

 

 

 Nú svo var sunnudagurinn tekin með trompi hjá elsta syni.  Óskar bauð honum að hlaupa með sér 10 kílómetra og fór Jón Ingi með honum.... erfitt en honum tókst að hlaupa 10 kílómetra á rétt innan við klukkustund... geri aðrir betur... ég held að Jón Ingi sé að fá hlaupabakteríu en hann æfir frjálsar íþróttir þar sem hlaup eru ein af hans uppáhaldi.

Yngsti sonur og miðsonur fóru í bíó með pabba sínum.... geimaparnir... strákarnir skemmtu sér vel en húsbóndinn var ekki eins hrifinn:)

Þetta var vikan okkar svona sirka...

Ný vika byrjuð og vonandi með nýjum ævintýrum

Fullt af nýjum myndum í albúmi

Kolbrún out

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

ekkert að þakka með lánið - held bara að Hafsteinn sé flottari en ég var þegar ég notaði búninginn
bara flottir guttar

Rebbý, 4.11.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Nóg að gera hjá ykkur. Hafið það gott:)

Guðmundur Þór Jónsson, 4.11.2008 kl. 23:55

3 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Æðislegar myndirnar af ykkur.....strákarnir ekkert smá flottir á hrekkjarvökunni:) Væri sko alveg til í að vera með ykkur í þessum þroskaþjálfa-hjónaklúbbi....þið stelpurnar eruð allar svo frábærar og svo engar smá kræsingar

Berta María Hreinsdóttir, 5.11.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Frábærar myndir af ykkur, rosalega ert þú dugleg að setja inn myndir vildi ég hefði smá snefil af þessum kraftir þínum, ertu enn alveg á fullu að æfa ??

Guðborg Eyjólfsdóttir, 5.11.2008 kl. 11:29

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Skemmtilegt og kröftugt!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.11.2008 kl. 13:05

6 identicon

Hæ Kolla!

Skráði mig inn á Face - book.  Getur þú fært myndina af mér sem er neðst í hópnum hjá okkur í staðinn fyrir þá sem er núna hjá mér, kveðja Ella.

Ella (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 147
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband