Það er ekki fríkeypis að vera í skóla

peningarTuttugu og sex þúsund fjögur hundruð þrjátíu og tvær krónur

 

SÆLL - svona hljómar reikningur bókabúðarinnar vegna tveggja skólabarna, eins á unglingastigi og eins og miðstigi.  Og ekki valdi ég dýrustu búðina í bænum til að kaupa nauðsynjar vetrarins, heldur lét ég mig hafa það að bíða í röðinni í Griffill. Að vísu þurfti ég að kaupa eina skólatösku og er verðið á henni inn í þessari upphæð en mér er bara alveg sama.  Og svo segjum við að skóli fyrir börn sé ókeypis á Íslandi.. huh.

Ekki minnist ég þess að foreldrar mínir hafi þurft að standa í löngum biðröðum og kaupa fulla poka af stílabókum, möppum, blöðum, litum og öðru þegar ég var í grunnskóla.  Skólinn einfaldlega útvegaði þetta til nemenda á þeim árum... Þetta nýja fyrirkomulag kallar bara á meiri meting hjá börnum, því að það er víst ekki sama hvaða mynd er framan á stílabókinni í dag.  Kannski hafa ekkert allir foreldrar efni á því að kaupa það sem börnin vilja fá og er INN og hvað þá?  Kallar það ekki á stríðni, jafnvel einelti... verða ekki allir að eiga allt í dag til að lifa af í íslenska skólakerfinu???

Annars eru strákarnir mínir spenntir að byrja í skólanum og hefur miðsonur eytt kvöldinu í það að merkja liti og blýanta í kvöld og raða og endurraða í nýju skólatöskuna.  Það er sem sagt allt tilbúið fyrir alvöru lífsins sem hefst á föstudaginn.  En það er gott að börnunum hlakki til að fara í skólann aftur, það segir manni að þeim líður vel í skólanum.  Er hægt að biðja um meira en það?

Nú svo þegar skólinn fer á fullt hefst líka skipulagning tómstunda vetrarins.  Elsti sonur ætlar að fara að æfa frjálsar íþróttir hjá ÍR... miðsonur hefur áhuga á sundi og bardagaíþróttum.  Sjáum hvernig þetta fer allt saman.  Nú svo hefst fermingarundirbúningur frumburðarins líka á haustdögum... mér skilst að sá undirbúningur felist meðal annars í fræðsluferð í Vatnaskóg í tvo sólarhringa og skyldumætingu í 16 messur... JÁ SEXTÁN MESSUR. 

En nóg í kvöld

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Það er líka sagt að heilbrigðiskerfið á Íslandi sé ókeypis!

Sigrún Óskars, 20.8.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Ragnar Hermannsson

Skemmtu þér vel vina

sextán stykki!!!!

Ragnar Hermannsson, 21.8.2008 kl. 07:04

3 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Jeminn eini....ég er alveg sammála þér Kolla mín, mér finnst að skólinn eigi að skaffa þetta og rukka alla foreldra um það sama. Nóg er af metingi um föt og aðra hluti hjá börnum í dag þó skólabækurnar séu ekki líka til að metast um.
En ég sé að þér á ekki eftir að leiðast í vetur....úfff....það verður nóg að gera hjá þér (eins og alltaf;)

Gangi ykkur vel með þetta allt saman og vonandi eigum við eftir að sjást áður en langt um líður í Danaveldi.....sakna þín ógó mikið

Berta María Hreinsdóttir, 21.8.2008 kl. 07:26

4 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Tíhí, má mæta með sólgleraugu í messu, svo maður geti lagt sig í friði?

Ingi Geir Hreinsson, 21.8.2008 kl. 07:35

5 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Ja hérna hér. Segi nú ekki annað. Það er einn skóli sem skaffar allt fyrir nemendur og foreldrar eru rukkaðir og sá skóli hefur það gott orð á sér að þár er ekki einelti. Þetta er sko EKKI gefið. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 21.8.2008 kl. 12:01

6 identicon

Úff, jáa með að bíða eftir bókum fyrir framhaldsskólanum, það fuku bara 38.000 áðan fyrir skólabókum framhaldsskólanemanna minna og náði ekki að klára allt. Og ég á eftir mínar bækur og fyrir yngsta soninn sem enn er í grunnskólanum.
Jahá, og ég var að stynja yfir 4-5 messuferðum, nú er ég bara sæl og glöð með allar mínar .

Dóra Valg (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 255
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband