3.7.2008 | 21:04
Sextugs afmæli í Horsens
Það hefur verið tilstand á Ranunkelvej í dag. Sigga, mamma hennar Bertu á sextugsafmæli í dag og héldum við upp á það með henni í kvöld. Okkur til mikillar ánægju kom Kidda frá Árósum til að taka þátt í þessu með okkur og áttum við skemmtilegt kvöld saman. Berta kemur svo vonandi heim á morgun með litla prinsinn sinn:)
Annars hefur dagurinn verið mjög ljúfur. Við Sigga fórum í bæinn í morgun og tókum unglingana með okkur. Unglingarnir eru aðeins að laumupúkast í búðunum hérna og er það leyndarmál sem ekki verður gefið upp fyrr en Halldór fer aftur heim til Íslands En stóru strákarnir fengu reyndar fljótt leið á búðarrápi og ákváðu eftir hádegi að eyða deginum á hjólabrettunum sínum sem þeir gerðu og voru mjög ánægðir þegar þeir komu aftur heim í kvöldmat... Á morgun ætla aftur á móti allir stóru strákarnir að fara í tívolí og er mikil tilhlökkun hjá þeim.. sérstaklega þegar þeim var sagt að Emil yrði eftir heima... en þá geta þeir notið sín betur með húsbóndanum í rússíbönum, draugahúsum og so videre.
Ég ætla að setja inn uppskrift af kjúklingarétti sem ég var með hér í kvöld að beiðni Kiddu... Kidda mín þú getur ekki klúðrað neinu ef þú býður upp á þennan:)
Kjúklingaréttur
Kjúklingabringur steiktar á pönnu - magn eftir fjölda gesta
Svo er sett saman í pott:
1 dl barbique sósa
1 dl apríkósumarmelaði
50 gr púðursykur
1/2 dl sojasósa
25 gr brætt smjör
1/2 dl rjómi
Hitað saman og þykkt aðeins með sósujafnara. Ef steiktar eru margar bringur þá þarf að sjálfsögðu að tvöfalda sósumagnið.
Þessu er svo hellt yfir steiktu kjúklingabringurnar sem eru í eldföstu móti og rifinn ostur settur yfir. Sett inn í ofn þar til osturinn er orðinn gylltur.
Borið fram með hrísgrjónum, eplasalati og brauði.
Enjoy:)
Það eru nokkrar nýjar myndir í nýju albúmi
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki amalegt að fá svona æðislegan afmælisdag. Svo ég tali nú ekki um þennan rétt. Skemmtið ykkur vel og hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 3.7.2008 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.