Sextugs afmæli í Horsens

Flotta afmæliskakan sem Berta keypti fyrir mömmu sínaÞað hefur verið tilstand á Ranunkelvej í dag.  Sigga, mamma hennar Bertu á sextugsafmæli í dag og héldum við upp á það með henni í kvöld.  Okkur til mikillar ánægju kom Kidda frá Árósum til að taka þátt í þessu með okkur og áttum við skemmtilegt kvöld saman.  Berta kemur svo vonandi heim á morgun með litla prinsinn sinn:)

Annars hefur dagurinn verið mjög ljúfur.  Við Sigga fórum í bæinn í morgun og tókum unglingana með okkur.  Unglingarnir eru aðeins að laumupúkast í búðunum hérna og er það leyndarmál sem ekki verður gefið upp fyrr en Halldór fer aftur heim til Íslands Wink  En stóru strákarnir fengu reyndar fljótt leið á búðarrápi og ákváðu eftir hádegi að eyða deginum á hjólabrettunum sínum sem þeir gerðu og voru mjög ánægðir þegar þeir komu aftur heim í kvöldmat...  Á morgun ætla aftur á móti allir stóru strákarnir að fara í tívolí og er mikil tilhlökkun hjá þeim.. sérstaklega þegar þeim var sagt að Emil yrði eftir heima... en þá geta þeir notið sín betur með húsbóndanum í rússíbönum, draugahúsum og so videre.

 

Ég ætla að setja inn uppskrift af kjúklingarétti sem ég var með hér í kvöld að beiðni Kiddu... Kidda mín þú getur ekki klúðrað neinu ef þú býður upp á þennan:)

Kjúklingaréttur

Kjúklingabringur steiktar á pönnu - magn eftir fjölda gesta

Svo er sett saman í pott:

1 dl barbique sósa

1 dl apríkósumarmelaði

50 gr púðursykur

1/2 dl sojasósa

25 gr brætt smjör

1/2 dl rjómi

Hitað saman og þykkt aðeins með sósujafnara.  Ef steiktar eru margar bringur þá þarf að sjálfsögðu að tvöfalda sósumagnið.

Þessu er svo hellt yfir steiktu kjúklingabringurnar sem eru í eldföstu móti og rifinn ostur settur yfir.  Sett inn í ofn þar til osturinn er orðinn gylltur.

Borið fram með hrísgrjónum, eplasalati og brauði.

Enjoy:)

 

Það eru nokkrar nýjar myndir í nýju albúmi

Out

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Ekki amalegt að fá svona æðislegan afmælisdag. Svo ég tali nú ekki um þennan rétt. Skemmtið ykkur vel og hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 3.7.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband