5.6.2008 | 15:13
Söknuður
Jæja, þá eru mamma og pabbi farin frá okkur. Þau komu á mánudaginn og dagarnir með þeim liðu svo hratt að ég er bara ekki að trúa því að þeir séu búnir. Það er búið að vera mjög gaman að hafa mömmu og pabba í heimsókn. Við erum búin að fara með þeim til Árósa, Silkiborgar og Herning og auk þess fórum við á Himmelbjerget. Svo var slappað af með strákunum, borðaður góður matur, kíkt í búðir og í gærkvöldi fórum við svo öll saman að borða á Jensens Böfhus. Bara ljúft líf. Verst að pabbi var svo bitin hér af flugunum að hann fer allur merktur heim eftir dvölina:)
Við vorum sorgmædd að þurfa að kveðja þau í dag:( sérstaklega Hafsteinn minn og Emil sem vildu báðir fara heim til Íslands með ömmu og afa. En það styttist í það. Það er huggun í söknuðinum á heimilinu í dag að við fáum næstu gesti á morgun, en þá koma Gunna, Óskar og Erla Björg og hlökkum við mikið til að eyða fullt af dögum með þeim.
Í kvöld er það hinsvegar Bjargey Una sem ég er að fara að hitta en hún kom til Danmerkur í dag og fengum við Berta eitt kvöld með henni og Kiddu:) Stefnan er tekin á að fara út að borða.
Það eru fullt af nýjum myndum í albúmi frá heimsókn mömmu og pabba
Kv
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 261
- Frá upphafi: 311869
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf erfitt að kveðja. Best að hugsa hvað þið nutuð ykkar með þeim. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 5.6.2008 kl. 18:30
Gaman að skoða myndirnar . Geðveikar pulsumyndirnar af pabba . Það er alltaf sama sagan hjá ykkur, það er ALDREI hægt að hringja í ykkur, aldrei heima .
Helga Jónsdóttir, 5.6.2008 kl. 20:01
Góða skemmtun með gestunum:) væri til í smá fréttir af ykkur...
Ég væri nú alveg til í að vera í hitanum með ykkur, elska sólina, en það styttist i fríið okkar, ætlum að vera 4 vikur í burtu förum til Noregs og síðan til Krítar þaðan. Það verður svo gaman að hitta ykkur í haust, þegar þið komið heim. Bið að heilsa öllum
Dóra (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.