Fylgst með úr fjarlægð

Mikið svakalega finn ég til með fólkinu á Suðurlandi í dag.  Þrátt fyrir að það hafi sem betur fer ekki orðið alvarleg líkamstjón er andlegi rússíbaninn mikill og vona ég að fólk fái alla þá hjálp sem hægt er til að vinna úr sínum málum.

Það er ekki margt sem ég hræðist meira en jarðskjálfa.  Ég man nákvæmlega hvar ég var stödd í stóra skjáltanum árið 2000 en ég var á þroskaþjálfavakt á Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ, stödd í glerhúsinu.   Seinni skjálftin sem kom þá nokkrum dögum seinna kom að nóttu til, Hlynur að vinna í Odda og ég ein heima með strákana.  Ég vaknaði við skjáltan og fann hvernig líkaminn spenntist upp og ég lá í rúminu algerlega stjörf af hræðslu. 

En ég hugsa heim til Íslands núna og hugsa til fólksins okkar þar. 

Við getum ekkert gert nema að halda áfram að fylgjast með fréttunum.

 

Kem með blogg á morgun, er ekki í neinu stuði.

Kolbrún out 


mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hræðilegt

Rakel Linda (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Veistu, ég sat í bílnum með vinkonu minni og ég var kominn hálfa leiðina til Noregs með Norrænu!! ÁN GRÍNS!! Vissi ekki hvernig þetta mundi enda.  Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 29.5.2008 kl. 22:38

3 identicon

Man mjög vel vel eftir honum 17 júni2000,brúðkaupsdagurinn minn.Var heima hjá Beggu og hún var að farða mig,hehe Mig  minn lika að hann hafi verið á svipuðum tima.

Guðný í Mosó (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 08:03

4 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Það er fátt sem ég hræðist meira en jarðskjálfta.....man að ég sat við eldhúsborðið í Árbænum hjá frænku Ragga þann 17. júní 2000 þegar skjálftinn reið yfir og í fyrstu hélt ég að stór trukkur væri að keyra framhjá.....drunurnar voru svo miklar.

Berta María Hreinsdóttir, 30.5.2008 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 256
  • Frá upphafi: 311871

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband